Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1996, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1996, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1996 Sparið 300.000 Til sölu Grand Cherokee Laredo ‘96, með öllu, einnig aksturstölvu. Ekinn aðeins 1.000 km. Verð 3.520.000 stgr. Upplýsingar í síma 897 4666. Menning Mikið músík- festíval Þaö er erfitt aö lýsa Jötninum, ærslaóperu Leifs Þórarinssonar með fáum orðum. Tónlist í klassískum stíl, rapp og rokksöngvar hrynja yfir sviðið, þar sem furðuverur, hetjur og bergþursar þenja raddböndin. Verkið er byggt á forngrískum púkaleik eftir Evripídes, í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Þar er óspart gert gys að hálfheilögum sagnahetjum á horð við sjálfan Ódysseif og þeim ógnarlegu þrautum, sem hann þarf að vinna áður en hann getur snúið til síns heima eftir sigurinn í Tróju. Púkaleikir eða satírur af þessu tagi voru til foma gjarna sýndar í samfloti við harmleikina, til að létta mönnum lund, en þessi mun vera hinn eini, sem hefur varðveist. í Jötninum segir frá því hvemig Ódysseifur bjargar sér og sínum mönnum með bragðvísi úr klóm hins ógurlega bergrisa Pólý- Leiklist Auður Eydal -femosar. Sá býr á eyju og _ hefur um sig ’hirð ánauðugra þræla, þar á meðal em skógarpúkinn Sílénos og smápúkamir synir hans. Sílenos þessi var fóstur- faðir vínguðsins Bakkosar, sem kemur líka nokkuð við sögu. Leifur kemur síðan að leikritinu og semur við það tónlist, þannig að textinn er að megninu til sunginn en sumt er þó mælt af munni fram. Ærslaópera viröist sannarlega réttnefni, þegar horft er á framvinduna á sviðinu, þar sem ókindur af öllu tagi hafa í frammi hina ámátlegustu tilburði og ekki síður vegna þess hvemig Leifur leikur sér með ólíkar tónlistar- stefnur og undirstrikar satíruna með óvænt- um vendingum i músíkinni. Öðrum megin á sviðinu sitja hljóðfæra- leikarar með lútu, selló viólu o.fl. á meðan rafvæddir gítarar, bassar og hljómborð þruma hinum megin. Stef með yfirbragði sígildarar tón- listar kallast á sama hátt á við önnur í rokk og rapp stíl og úr þessu verður mikið músíkfestíval, þar sem spaug- semin ræður ríkjum. Söngvarar og leikendur stóðu sig yfirleitt með ágætum, þó að sumt mætti pússa ennþá betur. Bún- ingar og gervi vora fríkuð í meira lagi í stíl við ann- að í sýningunni, en lýsingin var stundum ekki nógu markviss. í leik mæddi mest á Amari Jónssyni, sem var magnaður Ódysseifur og Gísla Rúnari Jónssyni, sem kreisti safann til hins ítrasta úr hlutverki Sílenosar gamla lævísa skógarpúkans. Fjöldi annarra leikara og söngvara kemur fram og hópatriði eru mikilvæg, þar sem Ólöf Ingólfsdóttir stýrir hreyfingum og dansi ásamt leikstjóranum Ingu Bjamason. Það skal tekið fram að vonir standa til þess að Jöt- unninn verði færður upp að hausti ásamt Trójudætr- um, sem Hvunndagsleikhúsið sýndi í Iðnó í vetur. Þess vegna er freistandi að líta á uppfærsluna í Loft- kastalanum sem nokkurs koncir hálfleik, og vonandi að þessi fyrirhugaði dúett verði að vem- leika. Gísli Rúnar Jóns- son, oþekkjan- legur f hlutverki sínu í Jötninum. Hvunndagsleikhúsið synir í Loftkastalanum: Jötuninn ærslaóperu eftir Leif Þórarinsson byggða á púkaleik Evrípídesar í þýðingu Helga Hálfdanarsonar Leikstjóri: Inga Bjarnason Tónlistarstjóri: Hörður Bragason Dans og sviðshreyfingar: Olöf Ingólfsdóttir Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson Umgjörð: G.Erla Búningar: Áslaug Leifsdóttir og hópurinn. Dúkar og flísar: (fermetraverð) Verð Verð Áður Nú Gólfdúkur............ Gólfflísar eldri gerð. FIHri rtarA M. METRO ... miðstöð heimilanna 1.055.- 799.- 1.496.- 1.122.- 2.992.- 1.496.- 1.750.- 1.299.- Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Smá- auglýsingar 5505090 Póstburöargjöld hækka um 15% að meðaltali: Oeðlilega mikil hækkun - segja Neytendasamtökin - taprekstur, segir Pósturinn „Fimmtán prósenta hækkun að meðaltali er alls ekki í samræmi við verðbólgu í landinu og ætli við hefðum ekki orðið vör við ef starfsfólkið hefði verið að fá launahækkun sem þess næmi. Pósturinn býr við algera einokun og þess vegna getur fyrirtækið leyft sér hluti af þessu tagi,“ segir Drífa Sigfúsdóttir, formaður Neyt- endasamtakanna, í samtali við DV um 15 prósenta meðalhækkun Pósts og síma á póstburðargjöld- um sem tók gildi um síðustu ára- mót. „Ástæðumar fyrir þessari hækkun eru einfaldlega þær að tap hefur verið á póstþjónustunni mörg undanfarin ár og sýnu mest var hún á síðasta ári, nam þá a.m.k. 400 milljónum króna. Sam- kvæmt skipun frá ráðherra var póstburðargjaldið hækkað en á móti urðum við að lækka kostnað fólks af símanum. Síminn hefur verið að niðurgreiða póstinn en markmiðið er að hver eining Pósts og síma geti starfaö sjálfstætt," segir Hrefna Ingólfsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Pósts og síma. Hún segir póstburðargjöldin ekki hafa hækkaö síðan 1991 en á sama tima hafi þjónustan aukist, pósturinn sé nú fluttur á nætumar, fleiri pósthús verið reist og að nú hafi einfaldlega verið kominn tími á að lagfæra gjaldskrána. „Það er ljóst að þessi hækkun mun samt ekki duga okkur til þess að koma rekstrinum yfir núllið svo að leita þarf leiða til að hag- ræða. Þótt þjónustan hafi aukist hefur póstmagnið ekki aukist. Markaðurinn er svo lítill hér á landi," segir Hrefna. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.