Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Qupperneq 8
s
MIÐVIKUDAGUR 19. JUNI 1996
Kjörskrá
Kjörskrá vegna kjörs forseta íslands, sem fram fer 29. júní
nk., liggur frammi almenningi til sýnis á Manntalsskrifstofu
Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, 2. hæð, alla virka daga
frá 19. júní til kjördags, þó ekki á laugardögum.
Kjósendur eru hvattir til þess að athuga hvort nöfn þeirra
séu á kjörskránni.
Reykjavík 19. júní 1996.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
GRAND CHEROKEE LTD
ÁRGERÐ 1996
Bara þessi eini bíll
á þessu verði og það
kemur ekki aftur.
Verð kr. 4.450.000 stgr.
Vagnhöfða 23-112 Reykjavík
Sími 587 0 587
Steinullarbíllinn auglýsir
Einangrum öll hús, ný sem gömul, með steinull
frá Sauðárkróki.
Ullinni er blásið á sinn stað hvort sem er
í holrúm, útveggi, þök, innveggi (hljóðeinangrun) eða
ofan á loftplötur.
Getum komist að stöðum sem erfitt er að komast að.
Ókeypis skoðun - Gerum tilboð
JÓN ÞÓRÐARSON
Sími 587-9194, bílas. 853-3892, fax 587-9164
LOTTQ dagar yikuna
18.-22. Jiiní í
SPÖRTU Laugavegi 49.
Fótboltaykór, hlaupaakór, íilróttagallar, pólóbolir,
stuttbuxur, barnaídkór o.íl.
Allt á 25% kynningaraí'slœtti.
FUTURa skórnir sem meistarnir
í KR og Ía, nota!
Utlönd
DV
Herforingjar vildu að þrýst yrði á Jeltsín að halda í Gratsjov:
Lebed rauf all-
ar boðleiðirnar
Borís Jeltsín Rússandsforseti
hefur tekið frumkvæðið í barátt-
unni fyrir síðari umferð forseta-
kosninganna með því að tefla djarft
og gera hinn vinsæla hershöfðingja
Alexander Lebed að yfirmanni ör-
yggismála landsins.
Jeltsín, sem hefur naumt forskot
á kommúnistaleiðtogann Gennadí
Zjúganov, gerði Lebed að formanni
öryggisráðsins og ráðgjafa sínum í
öryggismálum og rak um leið
erkióvin hans, Pavel Gratsjov varn-
armálaráöherra. Lebed varð í
þriðja sæti í fyrri umferð forseta-
kosninganna á sunnudag.
Ekki var fyrr búið að skipa
Lebed í stöðurnar tvær en hann
tikynnti að hann hefði stöðvað til-
raunir háttsettra hershöfðingja til
að bjarga Gratsjov.
„Nei, þetta var ekki tilraun til
valdaráns, þetta var tilraun til að
þrýsta á forsetann," sagði Lebed
þegar þrýst var á hann um að
skýra frá um hvað málið snerist.
Hann sagði að fimm hershöfð-
ingjar hefðu reynt að telja Gratsjov
á að setja herinn i viðbragðsstöðu
til að þrýsta á Jeltsín. „Ég veit ekki
í smáatriðum hvernig þetta átti að
vera. Ég gerði bara mínar eigin ráð-
stafanir," sagði Lebed og útskýrði
að hann hefði persónulega séð til
þess að allar boðleiðir milli Varnar-
málaráðuneytisins og hersins væru
BANDALAG JELTSINS
Borís Jeltsín forseti hefur fengið hinn
vinsæla Alexander Lebed
hershöfðingja til liðs við sig í von um
sigur íforsetakosningunum.
KOSNINGAÚRSLIT Í1.UMFERÐ
‘samlala er lægri en WOprósent vegna atkvæða
sem greidd voru gegn öllum írambjóðendum.
Jeltsín var nauðsynlegt að fá Lebed á sitt band
til að tryggja sér þannig 11 milljónum fleiri
atkvæði og eiga möguleika á að sigra
kommúnistann Gennadí Zjúganov i síðari hluta
forsetakosninganna.
REUTERS
rofnar.
Hann sagði nóg að mennirnir sem
tengdust málinu segðu af sér og
færu „að veiða og rækta jarðarber".
Varnarmálaráðherra Georgíu, einn
hershöfðingjanna, ber til baka að
hann hafi nokkru sinni rætt brott-
hvarf Gratsjovs.
Stjórnmálaskýrendur sögðu að
það hefði verið sterkur leikur hjá
Jeltsin að tryggja sér stuðning
Lebeds og losa sig við hinn óvin-
sæla Gratsjov, sem almennt er tal-
inn eiga sök á því hve stríðið í
Tsjetsjeníu hefur dregist á langinn.
Jeltsín skipaði Míkhaíl
Kolesníkov, yfirmann herráðsins, í
embætti varnarmálaráðherra til
bráðabirgða en búist er við að um-
bótasinnaði hershöfðinginn Borís
Grómov muni taka við því.
En þótt Jeltsín hafi fengið Lebed
á sitt band, er allsendis óvíst að
kjósendur hershöfðingjans fari að
ráði hans og styðji forsetann í síð-
ari umferðinni. Lebed fékk um 15
prósent atkvæða út á loforð um að
berjast gegn glæpum og spillingu.
Bandarísk stjórnvöld sögðu að
bandalag þeirra Jeltsíns og Lebeds
væri gott mál en jafnframt að um-
bótasinninn Grígorí Javlinskí, sem
varð í fjórða sæti á sunnudag, væri
mikilvægur leiðtogi sem gæti leik-
ið stórt hlutverk fyrir síðari um-
ferðina i næsta mánuði.
Javlinskí hét Jeltsín stuðningi
sínum að segja má í gær með því að
lýsa yfir í sjónvarpsþætti að ekki
væri hægt að kjósa kommúnista-
flokkinn. Reuter
Kambódískar skólastúlkur skoða myndir af fórnarlömbum ógnarstjórnar Rauðu kmera Pols Pots á árunum
1975-1979 en þær eru til sýnis á sérstöku „þjóðarmorðasafni" í höfuðborginni Phnom Penh. Yfirvöld í Kambódíu og
Taílandi hafa enn ekki getað staðfest orðróm um dauða Pots.
Símamynd Reuter
Ríkisstjórn Bíbís tekur við völdum i ísrael: Stuttar fréttir
Stefna hennar sögð
stríðsyfirlýsing
Ahmed Korei, einn helsti aðstoð-
armaður Yassers Arafats, forseta
Frelsissamtaka Palestínuaraba,
PLO, sagði að yfirlýsingar nýrrar
ríkisstjórnar Benjamíms Netanya-
hus, nýkjörins forsætisráðherra
ísraels, jafngiltu stríðsyfirlýsingu
og að hún stefndi friðarferlinu í
Miðausturlöndum í hættu. „Við vilj-
um frið en ekki gjalda hann hvaða
verði sem er,“ sgði Korei.
Fyrsti starfsdagur nýskipaðrar
samsteypustjómar Netanyahus er í
dag en hún byggir á meirihluta
Likud-bandalagsins, heittrúaðr'a
gyðinga og hernaðarsinna. í stefnu-
ræðu sinni lagði Netanyahu áherslu
á frið en undirstrikaði um leið
tryggð við málstað hægrimanna.
Sagði hann ísraela viija semja við
Palestínumenn svo fremi sem öllum
skilyrðum þeirra yrði fullnægt.
Þannig er talið að Netanyahu hafi
ögrað Palestínumönnum til að
hemja öfgafulla aðila úr sínum röð-
um. Sagðist hann vilja samninga án
nokkurra skilyrða af hálfu araba.
Reuter
Þyriur rákust á
Sex bandarískir hermenn fór-
ust og 30 slösuðust þegar tvær
þyrlur rákust saman við björg-
unaræfingar í Kentucky.
Arafat hvetur til dáöa
Yasser Arafat, leiðtogi Palest-
ínumanna, hvatti þjóðir heims
til að tryggja að ísraelsmenn
stæðu við gerða friðarsamninga.
Saumað að Clinton
Whitewater-nefnd ödunga-
deildar Bandaríkjaþings gaf út
lokaskýrslu sína í gær þar sem
forsetahjónin eru sökuð um
vafasamt athæfi og aðstoðar-
menn þeirra sakaðir um yfir-
hylmingar og eyðileggingu
gagna. Reuter