Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Page 12
12
DV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aóstoðarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórri, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. rn. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Hagkvæmniskenningin
Röö skoðanakannana var birt hér í blaðinu á aðfara-
tíma forsetakosninganna 1980. Þær sýndu mjög jafnt
fylgi Vigdísar Finnbogadóttur og Guðlaugs Þorvaldsson-
ar. Þau skiptust raunar á um forustuna í þessum könn-
unum eins og í könnunum annarra aðila á þessum tíma.
Samkvæmt kenningunni um hagkvæmnishugsun
kjósenda hefðu kannanirnar átt að skerpa muninn á
fylgi Vigdísar og Guðlaugs annars vegar og Alberts Guð-
mundssonar og Péturs Thorsteinsson hins vegar. Fylgi
hefði átt að færast yfir á þau, sem efst stóðu.
Kjósendur hefðu þá hugsað sem svo, að úr því að kann-
anir sýndu vonlitla aðstöðu þess frambjóðanda, sem þeir
studdu, skyldu þeir í kosningimum flytja atkvæði sitt yfír
á þann næstbezta til þess að reyna að koma í veg fyrir, að
keppinautur hins næstbezta yrði valinn.
Þetta gerðist ekki. Þvert á móti jókst fylgi Alberts og
Péturs jafnt og þétt í þessum könnunum. í kosningunum
sjálfum náðu þeir heldur meira fylgi en þeir höfðu haft
í könnunum aðfaratímans. Kjósendur þeirra brugðust
þeim ekki, þrátt fýrir hagkvæmniskenninguna.
í hörðum tölum jókst fylgi Alberts um 2,9 stig og Pét-
urs um 6,5 stig, meðan fylgi Vigdísar minnkaði um 5,2
stig og Guðlaugs um 4,0 stig. Þetta er prósentubreyting
síðustu tveggja mánaðanna, aUt frá fyrstu könnun blaðs-
ins til sjálfra úrslita forsetakosninganna.
Á aðfaratímanum vildu sumir æstustu stuðnings-
menn Alberts og Péturs kenna könnunum um, að þeir
væru frystir í botnsætunum og athyglin beindist öll að
Vigdísi og Guðlaugi. Reynslan staðfesti þetta ekki, jafn-
vel þótt hagkvæmnishugsun hefði getað ráðið úrslitum.
Nú eru aðstæður að því leyti ólíkar, að skoðanakann-
anir sýna enga raunverulega samkeppni miUi tveggja
efstu manna. Því er ólíklegra nú en var fyrir sextán
árum, að stuðningsmenn þriggja lægri frambjóðendanna
muni nota hagkvæmniskenninguna í kjörklefanum.
Skoðanakannanir sýna ekki heldur neinn flutning
fylgis frá þremur lægri frambjóðendunum til tveggja
hærri frambjóðendanna. Þvert á móti hefur hið sama
gerzt og 1980, að fylgi hinna fyrmefndu hefur að mestu
farið hækkandi eftir því sem kosningarnar nálgast.
Þarft er að rifja þetta upp núna, því að enn eru komn-
ar á kreik kenningar um óviðeigandi áhrif skoðanak-
annana á fyrirætlanir kjósenda. Þessar kenningar fara
oft saman við kenningar um, að það sé í þágu lýðræðis
að banna kannanir, að minnsta kosti fyrir kosningar.
Flestir eru þó sammála um, að niðurstöður skoðana-
kannana, sem vel em framkvæmdar, séu staðreyndir.
Flestir stjórnmálamenn eru svo sannfærðir um ná-
kvæmni kannana, að þeir velta vöngum yfir breytingum
eða mun, sem er innan skekkjumarka þessara kannana.
Aldrei hefur verið unnt að rökstyðja á sannfærandi
hátt, hvers vegna ætti að setja hömlur á staðreyndir, sem
em nytsamlegar kjósendum. Fremur ætti að fjölga en
fækka staðreyndum, sem kjósendur hafa sér til halds og
trausts í innihaldsrýrum áróðurshríðum baráttunnar.
Jafnvel þótt skoðanakannanir hefðu þau áhrif að færa
fylgi til þeirra, sem mesta hafa möguleikana, er ekki
auðvelt að sjá, hvers vegna ætti að taka þann áhrifavald
sérstaklega fyrir og fordæma hann. Og þar á ofan virð-
ast áhrifin alls ekki vera þau, sem kenningin segir.
Málið snýst raunar um, að skoðanakannanir eru
blóraböggull þeirra, sem þurfa að leita óvinar í gremju
sinni yfir, að þeirra frambjóðanda gengur ekki sem
skyldi. Jónas Kristjánsson
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996
Heldur miður er hvernlg sumir fjölmiðlar hafa reynt að snúa þessari viðleitni Kristins í persónulegan ágreining
við formann hans,“ segir Hjálmar m.a. í greininni.
Lýðræði, málefni
og forseti
Síðustu misseri hefur sú spum-
ing leitað á mig hvort íslendingar
séu búnir að gleyma eðli lýðræðis.
Eitt megineinkenni þessa fallega
hugtaks eru frjálsar kosningar þar
sem sérhver kjós-
andi á þess kost að
styðja málefni og
einstaklinga eftir
sannfæringu og
trú. Vilji þjóðar-
innar endurspegl-
ast svo þegar talið
er upp úr kjörköss-
unum. Þá rejmir
líka á lýðræðisvit-
undina þegar í ljós
kemur að einhverj-
ir hafa myndað
meirihluta og aðrir
minnihluta. Mörg
teikn benda til þess
að lýðræðisþroski
okkar fari þverr-
andi hvað þetta
grundvallaratriði
áhrærir. Þannig
hefur mátt heyra
nokkra stjórnar-
andstæðinga fara
hamfömm yfir því
að meirihluti Al-
þingis, skipaður 40
af 63 þingmönnum,
skuli vilja fylgja
eftir sínum málum
í þeirri trú að þau
mál séu þjóðinni til
heilla. Þetta er
ósiður sem stjórn-
arandstaða síðustu ára hefur
tamið sér. í minnihluta leggst
stjórnarandstaðan einatt gegn
málum meirihluta með viðeigandi
hrópum og köllum. Mörg dæmi
sýna svo breytta afstöðu til mála
eftir því hvorum megin stjórnar
flokkamir skipast. Þetta er mikil
meinsemd í íslenskum stjómmál-
um þar sem þjóðarheill er látin
víkja fyrir minni hagsmunum.
maður stjórnarandstöðu sýndi
hann á liðnu þingi kjark og vilja
til að breyta hinu gamla vinnulagi
stjórnarandstöðu. Ég hygg að þing-
reynsla og störf Kristins i fjárlaga-
nefnd hafi sannfært hann um gildi
þess að sýna ábyrgð í stað upp-
hrópa. Heldur miður er hvernig
sumir fjölmiðlar hafa reynt að
snúa þessari viðleitni Kristins í
persónulegan ágreining við for-
mann hans. Málið snýst ekki um
persónur heldur málefni og vinnu-
lag.
Við fáum forseta
í kosningabaráttunni um Bessa-
staði kemur fram svipaður veik-
leiki og áður er nefndur. Sjálfur
hef ég ekki tekið afstöðu til fram-
bjóðenda. Hins vegar blöskrar mér
það skítkast og þau leiðindi sem
margir vilja þyrla upp um flesta
frambjóðendur. Það er vanvirða
við embætti forseta íslands. Við
verðum að gera okkur grein fyrir
því að í lok júní mun einhver
hinna fimm frambjóðenda verða
forseti íslands. Sú kona eða sá karl
er í þann stól sest mun skipa
æðsta virðingarsess þjóðarinnar.
Skítkast og rógur munu skaða tign
embættisins og draga úr hlutverki
þess. I dag veit þjóðin flest það er
máli skiptir um frambjóðendur.
Þeir eiga sér allir sína fortíð, sín-
ar ættir og sín tengsl. Þetta veit
fólk. Við kjósum ekki um málefni
heldur einstakling í mikla virö-
ingarstöðu. Afstaða okkar mun
byggja á tilfinningu og huglægu
mati til frambjóðenda. Sýnum nú
framsýni og lýðræðisþroska með
því að láta kosningar til forseta
þjóðarinnar njóta þeirrar virðing-
ar sem embættinu ber. Gröfum
ekki undan Bessastöðum með
ósæmandi óhróðri um það góða
fólk sem vill gegna þessu virðing-
armikla embætti.
Hjálmar Árnason
Kjallarinn
Hjálmar Arnason
alþingismaður
Alltaf á móti
Stjórnarandstaða gegnir
mikilvægu hlutverki í
lýðræði. Henni ber að
veita málefnalegt að-
hald. Reyndin hefur
orðið sú að þetta aðhald
brestur þar sem köll og
hróp koma í stað alvöru
umræöu. Að mínu mati
á aðhaldið að felast í því
að gagnrýna með rök-
um en í því felst að
styðja góð mál en leggj-
ast gegn öðrum. Heild-
armyndin og þjóðarheill
verða að ráða. Það er
vegna þessa sem ég tek
ofan fyrir Kristni H.
Gunnarssyni. Sem þing-
. ég tek ofan fyrir Kristni H.
Gunnarssyni. Sem þingmaöur stjórn-
arandstöðu sýndi hann á liðnu þingi
kjark og vilja til að breyta hinu
gamla vinnulagi stjórnarandstöðu.“
Skoðanir annarra
Ekki lengur gegnsæ
„Hins vegar er það tungan og menningin sem ger-
ir okkur að þjóð og viðheldur okkar þjóðareinkenn-
um. Ég er sannfærður um það. Það er því skylda
okkar að varðveita hvortveggja, jafnhliða því sem
menntun og önnur áhrif eru sótt til annarra þjóða.
Vissulega breytist tungumálið. Ný orð nema land,
sem sótt eru í nýjan veruleika og nýja reynslu, og
gömul orð og orðatiltæki, sem sótt eru í horfna lifn-
aðarhætti, eru ekki lengur gegnsæ.“
Jón Kristjánsson í Tímanum 15. júnf.
Ráðuneytið staðfestir verð-
skrá
„Samkvæmt nýju lögunum um starfsemi Pósts og
síma fer samgönguráðuneytið áfram með málefni
Pósts og síma. Að auki hefur ráðuneytið eftirlit með
verðlagningu fyrirtækisins með þeim hætti að ráðu-
neytið þarf að staðfesta verðskrá fyrirtækisins.
Margir telja þetta staðfesta að við lagabreytinguna
hafi alls ekki verið horft til hagsmuna neytenda og
íslenskra fyrirtækja sem eru í samkeppni við Póst
og síma, eða vilja keppa við Póst og síma.“
Örn Valdimarsson f Viðskiptablaðinu 12.-18.
júní.
Ártöl í sjálfstæðisbaráttunni
„Nokkur ártöl rísa upp úr í sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar. Fyrst er máski að nefna ártalið 1540, er
Nýja testamentið kom fyrst út á íslenzku í þýðingu
Odds Gottskálkssonar, en það var fyrsta bókin prent-
uð á íslenzku. Þar næst ártalið 1584, er Guðbrandur
biskup Þorláksson gaf út biblíuna í heild á íslenzkri
tungu. Þessar útgáfur eru taldar eiga drýgstan þátt-
inn í því að íslenzk tunga, sem fullveldi okkar er
reist á, hefur varðveizt lítið breytt til dagsins í dag.“
Úr forystugrein Morgunblaðsins 16. júní.