Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 Fréttir____________________________________________________ Viðgerð á heimilisbílnum snerist upp í martröð: Bifvélavirkinn hót- aði okkur lífláti - segja Þorkell Arnar Egilsson og Birgitta Hreiðarsdóttir „Við erum búin að vera ákaflega stressuð yfir þessu og dóttir okkar, sem er níu ára, þorir ekki að vera heima. Hún er búin að vera í pöss- un síðan þetta gerðist og er mjög óörugg og líður illa,“ segja Þorkell Arnar Egilsson og Birgitta Hreið- arsdóttir sem urðu fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu aö vera hót- að lífláti sl. laugardagskvöld. Forsaga málsins er sú að í apríl í fyrra fór Þorkell með heimilsbílinn, Bronco ’74, i viðgerð til bifvéla- virkja á höfuðborgarsvæðinu. Ekk- ert gekk að gera við bílinn og lítið var um svör þrátt fyrir að búið væri að greiða fyrir þjónustuna. Þorkell segist oft hafa hringt og farið á verkstæðið til að reka á eftir málinu en ekkert gekk. Hann reyndi einnig að fara á heimili mannsins en varð ekki frekar ágengt þar. Nú síðast fór Þorkell þangað á laugardagskvöldið ásamt konu sinni og dóttur. Árang- urinn varð sá sami og áður en nú gerðist það að bifvélavirkinn elti fjölskylduna að afloknu erindi hennar. Þorkell segir að þau hafl fljótlega orðið vör við að maðurinn fylgdi þeim eftir. Hann segir þau ekki hafa þorað heim til sín og ákveðið að keyra til foreldra sinna í staðinn. Þangað elti bifvélavirkinn þau og fór úr bifreið sinni og hótað bæði Þorkatli og Birgittu lífláti. Á þessar aðfarir horfði dóttir þeirra og varð mjög skelkuð, eins og að framan er lýst. Þorkell kærði málið til lögregl- unnar og býst við að frétta af fram- gangi þess hjá rannsóknarlögregl- unni í dag. Þegar allt er talið er kostnaðurinn vegna viðgerðarinnar á bílnum nú kóminn á annað hund- rað þúsund krónur og af því hefur bifvélavirkinn fengið 72 þúsund. Upphaflega átti þessi viðgerð að kosta 30-40 þúsund en ljóst er að upphæðin verður miklum mun hærri og ekki batnaði ástandið við að ýmsu var stolið úr bílnum og skellir Þorkell skuldinni á bifvéla- virkjann fyrir það. Heimilisbíllinn komst fyrir nokkru aftur í hendur Þorkels en bifreiðin var fjarlægö af vinnusvæði viðgerðarmannsins eftir að hafa staðið þar óhreyfð mánuðum sam- an. Bronco- inn var færður í geymslu í Kapelluhrauni og þaðan náði Þorkell að leysa hann út, rétt áður en til stóð að selja bifreiðina. Þrátt fyrir að billinn sé nú aftur kominn í vörslu eigénda sinna er Þorkell staðráðinn í að fylgja mál- inu eftir enda hafi hann greitt fyrir viðgerð sem aldrei var framkvæmd. -GRS Kosið um fleira en Bessastaði DV, Akureyri: Sumir landsmenn munu ekki ein- ungis taka þátt í forsetakosningum á laugardaginn heldur verður á Norð- urlandi einnig kosið um hvort ræða skuli sameiningu sveitarfélaga í S- Þingeyjarsýslu og á Dalvík og Þórs- höfn kjósa menn um hvort opna skuli áfengisútsölu í bæjunum. Reyndar er ekki um að ræða kosn- ingu í S-Þingeyjarsýslu heldur verð- ur leitað vilja íbúanna um hvort reyna eigi að taka upp viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Á Dal- vik og Þórshöfn hafa hins vegar komið fram það margar undirskrift- ir varðandi opnun áfengisútsala að kjósa þarf um hvort slíkt verður heimilað. -gk Þorkell Arnar og Birgitta lentu í óskemmtilegri lífsreynslu á laugardags- kvöldiö. DV-mynd Pjetur Columbia álverið: Grundar- tangi líkleg- asta stað- setningin í þessari viku munu svör verða send utan vegna fyrir- spumar Columbia álfyrirtækis- ins um það hversu fljótt sé hægt að útvega nægilega orku fyrir nýtt álver. „Þetta hefur verið í athugun hjá orkuframleiðendum og er svara að vænta frá þeim. Ekki hefur verið rætt um verðlagn- ingu á orkunni eða slíkt, heldur aðeins hvort hægt sé að útvega orkuna,“ segir Garðar Ingvars- son, yfirmaður markaðsskrif- stofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar. Garðar segir aö varðandi stað- arvalið sé fyrst og fremst verið að horfa til Grundartanga. Aðrir staðir hafa verið nefndir en verða líklega ekki fyrir valinu vegna langs afhendingartíma á vissum tæknilegum þáttum. Framhaldið ræðst svo af því hvernig Columbia-mönnum lík- ar við svörin. Að sögn Garðars er álfyrir- tækið bémdaríska einnig að at- huga staðsetningu á 60 þúsund tonna álveri. Staðarval þess stendur á milli íslands og Venez- úela. Vandinn er að Venezúela hefur orkuna tiltæka fyrir það álver en hér á landi er ekki til nægileg orka. Þá segir hann það gera mönn- um erfitt fyrir að ákvarðanir um að byggja orkuver eru ekki fyrir hendi svo ekki er hægt að segja með vissu hvenær orkan verður til. -SF Vímuvarna- styrkur til kaffihúss Borgarráð samþykkti að fara að tillögu félagsmálaráðs og styrkja kaffihúsið Hvítakot, sem er áfengislaust kaffihús, um 50 þúsund krónur. Félagsmálaráö hafði áður samþykkt styrkveitinguna að til- lögu samstarfsnefndar um vímu- varnir Reykjavíkurborgar. -SÁ Dagfari Glaðvakandi í unglingavinnunni Víða um land er nú litið til yfir- valda á Egilsstöðum sem fyrir- myndar i uppeldi ungdómsins. Þar hefur mönnum tekist það sem áður var talið óframkvæmanlegt. Ung- lingur hefur verið rekinn úr ung- lingavinnunni fyrir leti. Það hefur verið litið á það sem náttúrulögmál að ungdómurinn héngi fram á hríf- ur og svæfi fram á skóflur milli matar- og kaffitíma. Og það var ekki nóg með það að drengur þessi á Egilsstöðum fengi reisupassann fyrir leti heldur var stúlku, sem hafði sofið tvisvar yfir sig, tilkynnt að ef hún mætti ekki á réttum tíma framvegis þyrfti hún ekki að ómaka sig við að mæta í vinnuna. Foreldrar standa höggdofa og horfa til Egilsstaða í forundran. Verkstjórar bæjarfélaga um land allt spyrja sjálfa sig: Er þetta hægt? Hvar á að hætta ef byrjað er að reka fyrir leti? Verður ekki meira og minna að losa sig við allan hóp- inn. Það er ekki að sjá að einn skeri sig úr við hvíldarstörf á hrífu eða skóflu. Það er helst að börnin taki sprett í vinnunni ef þau geta keyrt hvert annað í hjólbörunum. Það mun afar vinsælt. Foreldrar sem í örvæntingu hafa reynt að vekja hörn sín til þess að koma þeim í unglingavinnuna hafa nú fengið vopn í hendur. Þeir geta nú rekið letiblóðin á lappir með harðri hendi. Það er árviss vorboði að sjá ung- menni, föl á vanga eftir videogláp vetrarins, standa á umferðareyjum og í almenningsgörðum með hríf- ur. Ekki til þess að raka með held- ur til þess að styðja sig við. Hrífan getur komið í veg fyrir að börnin detti ef þau dotta í þessum stelling- um. Sveitarfélögin reyna að útvega sem flestum þessi verkefni og for- eldrarnir prísa sig sæla. Þeir telja raunar að skattpeningunum sé einkar vel varið í þetta. Flokkstjór- ar fá það verkefni að hafa ofan af fyrir þessum aldurshópi nokkra klukkutíma á dag. Það hefur einfaldlega verið litið á þetta sem atvinnubótavinnu og enginn gert athugasemdir við það þótt ungdómurinn sofi yfir sig, leggi sig í vinnutímanum, leiki sér í fótbolta eða öðru því sem drepur tímann. Þetta hefur verið talið heilnæmara en sjónvarpsgláp eða svefn langt fram yfir hádegið. Brottrekstur hins lata unglings á Egilsstöðum hefur hins vegar breytt öllu. Bömin eru ekki lengur óhult í unglingavinnunni. Þau geta ekki lengur hvílt ,sig þar, leikið sér eða hreinlega sleppt þvi að mæta. Ungdómurinn veit ekki hvað er að gerast. Því fer fjarri að lati ung- lingurinn sé einsdæmi. Hann á þjáningabræður um land allt. Let- ingjarnir kunna því í sjálfu sér ekki illa að vera sendir heim. Mun- urinn er bara sá á vinnuskólanum og venjulega skólanum að krakk- arnir fá kaup fyrir að slæpast í vinnuskólanum. Jafnvel lötustu eintökum þykir miður að missa af því. Skiptir þá engu hvort börnin vinna hjá Ingibjörgu Sólrúnu í Reykjavík, sem er kvenna örlátust, eða hjá öðrum og blankari bæjar- stjórum. í annan stað fá þeir sem reknir eru heim engar pitsur. Frá því hef- ur verið greint að flokkstjórar í unglingavinnu fá fríar pitsur og kók ef þeir sjá til þess að unglinga- hjörðin kaupi pitsur á ákveðnum stöðum meðan á vinnutíma stend- ur. Það er vont að missa af því sameiginlega áti því fátt er eins þroskandi og að éta pitsu með fé- lögunum úti i náttúrunni. Krakk- arnir eru nefnilega glaðvakandi og úthvíldir í matar- og kaffitímum. Það sér það líka hver heilvita mað- ur að töffarar og glæsigellur mæta ekki með kæfubrauð og mjólk á tómatsósuflösku i vinnuskólann. Það gegur ekki ef hægt er að fá hópafslátt á pitsu. Yfirmenn letingjans og svefnpur- kunnar á Egilsstöðum brutu í blað. Ekkert er samt og áður. Það er þó hætt við því að þeir hafi ekki séð fyrir allar afleiðingar þessarar gjörðar sinnar. Þetta þýðir það eitt að það verður verkefnaskortur í unglingavinnunni. Sláttur og rakstur garðspildu sem duga átti í viku er nú afgreiddur á tveimur tímum. Flokkstjórar vita ekkert hvað til bragðs skal taka. Það skortir hreinlega verkefni fyrir all- an skarann. Þrátt fyrir góðan vilja er ekki hægt að láta unglingana éta pitsur allan daginn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.