Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 20
DV augl. Rogno 32 FIMMTUDAGUR 27. JUNI1996 Fréttir DV Deilan um biðlaunarétt kennara og skólastjórnenda: Prófmál rekin fyrir dómstólum - segir Guðni Haraldsson, lögmaður Kennarasambands íslands „Það hefur á þriðja tug félaga í Kennarasambandinu haft samband við mig út af þessu máli. Ágreining- urinn við ríkið er um biðlauna- greiðslur til kennara og skólastjóm- enda sem komnir eru á aldur og vilja ekki flytjast með skólanum yfir til sveitarfélaganna. Það eru nokkrir sem ég veit um sem ætla að fara á eftirlaun þegar þeir hafa tek- ið út biðlaunin. í hópnum eru líka kennarar sem hafa kennt úti á landi og hafa ekki áhuga á að vinna fyrir sveitarfélögin. Þeir telja að í sumum tilfellum sé um að ræða lítil sveitar- félög sem yrðu óöruggir launagreið- endur sökum smæðar og fátæktar. Staða þeirra breytist þvi við þetta og þeir halda því fram að stöður þeirra hafi í raun verið lagðar nið- ur. Málið stendur því þannig að ég hef áhuga á og tel víst að farið verði með nokkur mál sem prófmál fyrir dómstólana. Ég geri mér vonir um að það verði hægt að fá flýtimeðferð þeirra gegnum dómstólakerfið," sagði Guðni Haraldsson, lögmaður Kennarasambands íslands, í samtali við DV. Hann sagði að það lægi ljóst fyrir að starfsmenn fræðsluskrifstofa í landinu fengju greidd biðlaun. Það væri vegna þess að skrifstofumar yrðu lagðar niður i því formi sem þær hefðu verið starfræktar í. Um það væri ekki deilt. í lögunum um réttindi og skyldur skólastjórnenda og kennara er ákvæði um að ekki skuli greiða bið- laun vegna þess að í raun sé ekki verið að leggja stöðurnar niður heldur bara skipt um vinnuveitend- ur. Kennarar og skólastjómendur haldi öllum réttindum sínum. „Ég og mitt fólk teljum að þetta standist ekki gagnvart stjómarskrá. Við teljum að það sé ekki hægt að skikka menn með lögum til að vinna hjá einhverjum vinnuveit- anda sem þeir vilji ekki vinna hjá. Það sé mannréttindabrot. Þar að auki réð þetta fólk sig til starfa hjá ríkinu eftir þáverandi lögum um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna og samkvæmt þeim var ákveðið biðlaunaákvæði í gangi og við teljum að fólkiö eigi rétt sam- kvæmt því,“ sagði Guðni Haralds- son. Hann telur þær peningaupphæð- ir, milljarða króna, sem nefndar hafa verið að ríkið þurfi að greiða ef kennarar vinna þetta mál, mjög of- reiknaðar. -S.dór Damon heillaði stúlkurnar Damon Albarn, einn meðlima hljóm- sveitarinnar Blur, mætti í Kringluna í fyrradag og áritaði geisladiska og ýmislegt fleira sem aðdáendur hans höföu meðferöis. Söngvarinn dvaldi í verslunarmiðstöðinni á aðra klukkustund en því loknu var hon- um „laumað" út bakdyramegin. Fjöldi ungmenna fékk eiginhandará- ritun hjá Damon en stúlkur, 14-16 ára, voru þó mest áberandi í aðdá- endahópnum. DV-mynd ÞÖK Atvinna námsmanna: Staðan betri „Það er mín tilfinning að staðan sé betri í atvinnumálum nú en undan- farin ár. Það eru um 1300 námsmenn sem hafa skráð sig hjá okkur og vitað er til að um 750 þeirra hafi fengið vinnu, annaðhvort í gegnum miðlun- ina eða á eigin vegum. Það er óhætt að bæta við þessa tölu því við fréttum ekki alltaf af því þegar námsmenn fá vinnu. Þá hafa um 70 fleiri atvinnu- rekendur haft samband við okkur en á sama tíma í fyrra,“ sagði Eyrún María Rúnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Atvinnumiðlunar námsmanna, i spjalli við DV. Starfsemi miðlunar- innar er enn i fullum gangi þó að tals- vert sé liðið á smnar. „Helsta vanda- málið eru námsmenn undir tvítugu. Það sem háir þeim er reynsluleysi þó að dugnaðinn vanti ekki. Atvinnurek- endur sækjast mun frekar eftir fólki með tiltekna reynslu og því verður þessi hópur oft útundan. Námsmenn sem stunda nám erlendis eru einnig mikið til án vinnu og er það líka vegna þess að þeir koma flestir ekki til landsins fyrr en líða tekur á sum- arið,“ sagði Eyrún María. -RR Þarfaþing á hverju heimili! Nú strikast yfir tvennt af óskalista Jöru og Einars. Þau keyptu ný blöndunartœki fyrir baöiö, ásamt sturtuhaus, á 19.700 kr. Einnig keyptu þau nýlegan AEG örbylgjuofn á aðeins 9.000 kr. Þau vantar enn alit milli himins og jaröar, s.s. sófasett, sófaborð, boröstofu- borð og stóla, hornskáp meö gleri, hillusamstœöu,-náttborö, bókahillur, garðstóla, þurrkara, vesk,blöndunartœki, eldhúsviftu,-stendlampa, sjónvarp; örbylgjuof-n-, blóm o.fl. DV gefur þeim 300.000 kr. í brúðargjöf til að byggja upp framtíðarheimili sitt með hlutum sem þau finna í gegnum smáauglýsingar DV. Þau eiga 155.000 kr. eftir. Hvað kaupa þau nœst? Nú er tími til að selja! Blöndunartœkin sem Jara og Einar keyptu í gegnum smáauglýsingar DV. o\\t mil// hi'mifte Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.