Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 x>v við í sameiningu, eins og hver önn- ur.“ Hannes duglegur aö skrifa Ólafur Þ. Jönsson, Akureyri: Það eru margir sem tala um að þessar kosningar séu orðnar pól- itískari heldur en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. Nú langar mig til að spyija: Koma þér við- brögð fjórmenningaklíkunnar; Jóns Steinars, Hannesar Hólm- steins, Haraldar Blöndals og nú síðast Ragnars Kjartanssonar á óvart? „Ég er ekki þeirrar skoðunar að þessar kosningar séu almennt orðn- ar pólitískar. Ég veit að vísu að það er mjög fámennur hópur sem er að reyna að gera þær pólitískar. Auð- vitað kemur manni ýmislegt á óvart sem hinir og þessir senda frá sér. Það hefur held ég enginn verið jafn duglegur að tala og skrifa um for- setakosningarnar og Hannes en hann er auðvitað einstakur dugnað- armaður i hveiju því verki sem hann tekur sér fyrir hendur þannig að hann kemur svo sem ekki á óvart. Hitt hefur kannski komið mér meira á óvart." Málefni fatlaöra Björgvin Kristbergsson, Reykjavík: Ætlarðu að beita þér í málefn- um fatlaðra ef þú verður forseti? „Ég held að forsetinn geti átt mjög gott samstarf við bæði samtök fatlaðra og aðra sem koma að þeim málaflokki og geti lagt því lið að styrkja hag þeirra og efla skilning þjóðarinnar á því að það þurfi að halda áfram að bæta aðbúnað fatl- aðra á ýmsum sviðum. Markmiðið á auðvitaö að vera það að fatlaðir geti verið eðlilegir þátttakendur í öliu okkar þjóðfélagi." Aðstoö viö Sophiu Hansen Hafliði Helgason, Reykjavík Mig langar til að spyrja þig, þar sem þú ert mikill friðarsinni; ef þú værir núna að ljúka svipuð- um embættisferli og Vigdís Finn- bogadóttir, myndir þú taka upp hjá sjálfum þér að fara suður til Tyrklands og gera eitthvað í mál- um Sophiu Hansen? „Varðandi mál Sophiu Hansen þá er ég eindregið þeirrar skoðunar að bæði forseti lýðveldisins og aðrir ráðamenn geti beitt sér með marg- víslegum hætti. Ég tel að forsetinn geti persónulega sett sig í samband við ýmsa ráðamenn í Tyrklandi. Ég tel líka að hann geti nýtt sambönd sín við ráðamenn í ýmsum öðrum löndum til þess að fá þá til að taka málið einnig upp, til þess að tyrk- nesk stjórnvöld skilji það að þetta er ekki séríslenskt mál. Þetta er mál sem snertir þá grundvallarspum- ingu hvort Tyrkland uppfylli al- menn skilyrði mannréttinda." Forsetinn öflugur liösmaöur Valgerður Gísladóttir, Blönduósi: Hver er stefna þín í folskyldu- málum? „Nú er það svo að forseti hefur takmarkaða möguleika á að hafa bein áhrif á þau kjör sem snerta fjölskyldurnar í landinu. Mér finnst stundum koma fram að fólk telur að forseti hafi vald sem í reynd er hjá þingi og ríkisstjóm. Ég hef hins vegar lagt ríka áherslu á það að forsetinn getur ver- ið öflugur liðsmaður í að auka þjóð- artekjur okkar íslendinga með því að styrkja sókn okkar inn á mark- aðssvæði um víða veröld og þannig stuðlað að þvi að við fáum meiri fjármuni til að bæta hag fjölskyldn- anna.“ Veösetning kvóta Svanfríður Sigurþórsdóttir, Hafnarfirði: Munt þú óska eftir þjóðarat- kvæðagreiðslu um frumvarp um veðsetningu flskkvóta þegar meirihluti þjóðarinnar er á móti því að afsla sér sameiginlegri auðlind? „Frumvarp af því tagi sem fjallar Bein lína að enginn sérstakur húsakostur sé tekinn undir vínkjallara." Ekki sigurviss Kristján Magnússon, Reykjavík: Nú er skammt til kosninga. Ertu sigurviss? „Niðurstöður kannana að undan- fömu hafa verið mér dýrmætar. Margir spáðu því að brotthvarf eins frambjóðandans myndi umturna hlutföllunum mér í óhag en það er mér dýrmætt að sjá þetta forskot áfram. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það eru kosingaúrslitin sem gilda. Sigur í kosningum eins og þessum eru slíkur atburður að það er ekki hægt að fyllast neinni vissu fyrr en öllu er lokið.“ Ekki of lengi á forsetastóli Baldur Baldursson, Reykjavík: Hvað hyggstu sitja lengi ef þú verður kjörinn? „Ég hef ekki hugleitt þetta mjög mikið. Ég tel nú samt að þess beri að gæta að samleið þjóðar og forseta sé með eðlilegum hætti. Mér finnst 16 ár ansi langur tími þótt í því felist engin gagnrýni á Vigdísi Finn- bogadóttur né Ásgeir Ásgeirsson. Ég tel reyndar að ef Vigdís hefði boðið sig fram aftur hefði þjóðin kosið hána áfram. Ég segi fyrir mig að við lifum á tímum þar sem sam- félagsbreytingar eru miklar og hraðar. Allir lífshættir og hug- niyndakerfi þjóða taka á sig nýja mynd. Það er mjög óvenjulegt að einstaklingur sem gegnir embætti forseta á slíkum tímum geti átt sam- leið með þjóðinni mjög lengi. Fljótt á litið eru 8 til 12 ár eðlilegri tími heldur en 16 ár.“ Munum búa á Bessastööum Stefán Ásmundsson, Reykjavík: Mun fjölskylda þín búa á Bessastöðum ef þú nærð kjöri? „Við teljum eölilegt að forsetinn og fjölskylda hans búi á Bessastöð- um, þar á að vera aðsetur forsetans. Þar á að vera íjölskyldulíf og eðli- legt mannlíf. Ég held nú samt að við myndum ekki selja húsiö á Barða- ströndinni. Okkur hefur liðið svo vel í því húsi að við myndum ábyggilega vilja hverfa þangað aftur þegar störfum mínum lyki - ef þjóð- in veitir mér þessa ábyrgð." Kostnaður um 20 milljónir Jón Jóhannsson, Reykjavík: Hvað telur þú að kosningabar- áttan muni kosta? „Endanlegar tölrn- eru nú ekki komnar. Fyrir nokkrum vikum tal- aði ég um að baráttan myndi kosta á bilinu 13-18 miljónir. Mér sýnist að talan verði eitthvað hærri en það. Þetta stafar aðallega af meiri þátttöku í auglýsingum undanfam- ar vikur. Lokakostnaðurinn er því sennilega um það bil 20 miljónir.“ Tvær umferöir gætu myndaö blokkir Gísli Gislason, Reykjavík: Ertu hlynntur því að forseti sé kosinn 1 tvöfaldri umferð? „Sagan sýnir að það fylgi sem for- setar hafa haft þegar þeir voru fyrst kosnir til embættis segir lítið til um það hversu farsælir þeir voru í emb- ætti. Rökin fyrir því að forseti hafi hreinan meirihluta á bak við sig eru vel skiljanleg. Ég sem fræðimað- ur í stjórnmálafræði tel hins vegar að eðli forsetakosninga á íslandi við slíkt fyrirkomulag myndi breytast. Við gætum sennilega ekki haldið þessu sérstaka og dýrmæta eðli for- setakjörsins sem felst í því þegar menn velja persónulega sinn for- seta. Ég óttast að blokkamyndanir ættu sér stað eins og við sjáum nú skýrt að er að gerast í seinni umferð kosninganna í Rússlandi. Á þessu örlaði kannski líka þegar farið var að tala um fylgismenn Guörúnar Pétursdóttur sem einhverjar blokk- ir sem væru til skiptanna. Þessa eðl- isbreytingu á forsetakjörinu þarf að íhuga vandlega. Ég er því ekki með uppgerðan hug í þessum efnurn." „Eg haföi mikla samúö meö henni á þessari stundu og fannst varla viö hæfi aö menn færu eins og gráöugir úlfar aö ræöa strax um þaö hvernig kjósendur ætluöu sér aö skipta hennar atkvæöum," sagöi Ólafur Ragnar m.a um þá ákvöröun Guörúnar Pétursdóttur aö hætta viö framboð. réttindi að fólk geti lifað af dag- launum. Er eitthvað svipað sem þú hyggst gera? „Ég hef sagt um þetta að það sé mikilvægt að forseti styðji þá við- leitni að bæta kjör í landinu. Ég tel líka mjög varasamt að forseti sé að vekja falskar vonir. Forsetaembætt- ið getur engu ráðið um samninga á vinnumarkaði og hvaða laun eru greidd í landinu. Mér hefur stundum fundist um- fjöllunin í aðdraganda þessara kosn- inga gefa falskar vonir um hvað for- seti geti gert. Hann getur reynt að vekja athygli á því að það náist víð- misskilningi. íslensk tunga er grundvöllur þjóðmenningar okkar og sjálfstæðis. Það er óeðlilegt að gera þá kröfu til frambjóðenda að þeir kunni erlend tungumál. Þar sem ég hef komið tíðkast að þjóðar- leiðtogar ræði málin á sínum eigin tungumálum. Það dugar að maður kunni íslensku til að verða forseti íslands." Barátta gegn eiturlyfjum Daði Guðjónsson, Seltjarnamesi: Hvað ætlar þú að gera í sam- um áfengiskaupaaldurinn ? „Mér hefur fundist að það eigi að vera ákveðið samræmi milli þess hvaða réttindi menn hafa og hvaða skyldur þeir bera. Það er ösamræmi í því í dag. Það er því eðlilegt að breyta lögunum um áfengiskaupa- aldurinn. Markmiðið á samt að vera það að draga úr neyslu unglinga á áfengi enda er vandamálið vaxandi, því miður. Það er mjög sorglegt að kynnast því þegar ungt fólk er orð- ið áfengissjúídingar.“ Ólafur Ragnar var síöastur frambjóðenda til aö vera á beinni línu DV. Hér er hann á ritstjórn blaösins ásamt blaöa- mönnunum Birni Jóhanni og Ingibjörgu Báru. bandi við fíkniefnaneyslu unglinga? tæk sátt um laun í landinu. Ég hef líka vikið að því að forsetinn stuðli að því að auka þjóðartekjur þannig að við höfum úr meiru aö spila en forsetinn getur ekki með eigin hendi breytt kj arasamningum. “ Tungumálakunnátta forseta Auðbert Högnason, Kópavogi: Hvað finnst þér um að forset- inn þurfi að vera vel að sér í tungumálum? „Ég hef lengi tekið þátt í alþjóð- legu starfi og stundaö háskólanám í „Við Guðrún Katrín, kona mín, höfum rætt það ítarlega að baráttan gegn fíkniefnavandanum sé eitt af því brýnasta sem þurfi að takast á við. Það þarf að breyta viðhorfum gagnvart vandanum. Forsetinn á að koma á vettvang þar sem verið er að lækna þá sem þjást af þessum sjúkdómi og eyða fordómum. For- Vínkjallarinn á Bessa- stöðum Rúnar Birgisson, Stokks- eyri: Af hverju ætlarðu að loka vínkjallaranum? „Þetta vinkjallaramál hefur haft mjög djúpstæð áhrif á þjóðina. Jafn- vel er svo komið að þegar mönnum verður hugsað til Bessastaða þá dettur þeim í hug Bessastaðastofa, kirkjan og fornminjar en lika vín- kjallarinn. Ég tel óþarft að slík hug- hrif tengist staðnum. Það er hægt að veita vín eins og gert hefur verið þó mn afmarkað form á veðsetningum tel ég vera þess eðlis að Alþingi eigi aö ákveða slíkt sjálft í samræmi við þingræðisreglu. í slíku tilviki væri ekki eðlilegt að forseti beitti mál- skotsrétti símun.“ Launin í landinu Sigfús Höskuldsson, Reykjavík: Guðrún Agnarsdóttir talar um að það séu mann- Áfengiskaupaaldur Guðni Bjömsson, Reykja- vík: Hvað finnst þér um lögin Bretlandi. Ég tel mig hafa nægilega góða kunnáttu í ensku og Norður- landamálum til þess að fjalla um mál á þeim tungum. Umræðan um tungumálakunnáttu forsetaefna er að mínu mati dálítið byggð á setinn getur einnig flutt sitt mál í skólum landsins og verið til fyrir- myndar í heilbrigöum og hollum lífsháttum. Hann getur enn fremur hvatt til þess að fýrirtæki og stofn- anir styrki þessa baráttu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.