Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 Fréttir Flestir kjósendur bak viö hvern þingmann í Reykjavík en fæstir í Vestfjarðakjördæmi: Hlutfallslega mest fjölgun á kjör- skrárstofni í Reykjaneskjördæmi Vægi hvers atkvæðis í alþingis- kosningum er mjög misjafnt eftir kjördæmum, mun minna í mann- mörgu kjördæmunum en þeim fá- mennu og hafa oft spunnist miklar umræður um þau mál. Nýr kjörskrárstofn var gefinn út fyrir fosetakosningarnar 29. júní síðastliðinn. Kjósendur á kjörskrár- stofni á landinu öllu voru 194.784. Fjöldi karla og kvenna er svo til jafn, karlarnir eru 94.340 og konurn- ar 97.444. Flestir kjósendur bak við hvern þingmann, miðað við fjöldann nú, eru i Reykjavík, 4178, Reykjanes- kjördæmi fylgir fast á eftir með 4159 kjósendur en fæstir eru i Vestfjarða- kjördæmi, 1228. Árið 1988 voru 173.829 kjósendur á kjörskrárstofni og hefur þeim því fjölgað um 20.955. í fjórum kjördæmum hefur kjós- endum á kjörskrárstofni fjölgað, í Reykjavik um 10.931 eða um 16%, í Reykjanesi um 9.396 eða um 23,2%, Norðurlandskjördæmi eystra um 911 eða 5% og í Suðurlandskjör- dæmi um 861 eða 6,3%. í hinum fjórum kjördæmunum hefur kjósendum fækkað, í Vestur- landskjördæmi um 356 eða 3,5%, Vestfjarðakjördæmi um 624 eða 9,2%, í Norðurlandskjördæmi vestra um 105 eða 1,4 og í Austurlandskjör- dæmi um 59 eða 0,7%. Hlutfallslega hefur kjósendum því fjölgað mest í Reykjaneskjördæmi og fækkað mest í Vestfjarðakjördæmi. Einu breytingamar sem orðið hafa á fjölda þingmgnna síðan 1988 eru þær að einn hefur færst frá Norðurlandi eystra til Reykjaness. Nú eru 19 þingmenn í Reykjavík en þess ber að geta að flakkarinn svo- kallaði heldur til þar nú, í Reykja- nesi eru þingmenn 12 en voru 11 árið 1988, í Vesturlandskjördæmi eru 5 þingmenn, Vestijarðakjördæmi 5, Norðurlandskjördæmi vestra 5, Norðurlandskjördæmi eystra 6 þing- menn en voru 7 árið 1988, í Austur- landskjördæmi eru þeir 5 og í Suður- landskjördæmi 6. -ÞK Erum í sambandi við stjórnvöld í Tyrklandi - segir Ólafur Egilsson sendiherra „Við erum í sambandi við stjórn- völd í Tyrklandi eftir því sem þörf gerist vegna máls Sophiu Hansen og jafnframt lögfræðing hennar til þess að fylgjast með framvindunni hjá honum á þeim þáttum sem eru á hans vegum og verða að vera á hans vegum,“ sagði Ólafur Egilsson sendiherra þegar hann var inntur eftir því hvort stjómvöld hér væm i sambandi við tyrknesk stjómvöld vegna máls Sophiu Hansen. Ekki hefur verið taiað við þann utanríkisráðherra sem nú tekur við í Tyrklandi enda málið nýtt bendir Ólafur á. „Ég átti fund á sínum tíma með þáverandi utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra. Þeir em báðir úr flokki Tansu Ciiler og hún verður varaforsætisráðherra og utanríkis- ráðherra í nýju stjóminni og hún er leiðtogi annars af sfjómarflokkun- um. Hún var áður forsætisráðherra, reyndar ekki í þeirri stjóm sem nú er að fara frá heldur í stjóminni þar á undan. Þeir ráðherrar sem rætt var við fyrir nokkru era flokksmenn Tansu Ciller. Eins og þessi stjómarmyndumar- mál hafa þróast er ekki sérstök ástæða til að ætla að þau hafi áhrif á framgang þessa máls,“ sagði Ólaf- ur aðspurður. -ÞK Vestfirðir Norðurland eystra Norðurtand vestra 1229,6 atkvæðl 3163,3 atkvæði 1431,8 atkvæðl Vesturiand Austuriand Reykjavík 1949,0 atkvæöl / Reykjanes f ,4 atkvæðl Vestfirðlr 5 þlngmenn—Reykjavík 19 þingmenn 4178, 4159,6 atkvæði vægi eins atkvæðis 2410,0 atkvæðl - atkvæði á bak við hvem þingmann - Bakkavör flytur í Reykjanesbæ Bakkavör mun þann 1. september flytja alla sína starfsemi frá Kópa- vogi til Reykjanesbæjar. Talið er að allt að 70 manns muni vinna hjá fyr- irtækinu þegar það er komið í full- an gang en i dag eru þeir 35-50. Bakkavör hefur fest kaup á 1.500 fermetra húsnæði sem áður var í eigu íslenskra ígulkera hf. í Njarð- vík. Þá hefur bæjarráð Reykjanes- bæjar samþykkt kaupsamning að upphæð 18 milljónir vegna Fram- nesvegar 11 í Keflavík. Bakkavör hefur haft húsnæðið á leigu undir hluta af starfsemi sinni. Bæjarráð samþykkti einnig 35 milljóna króna einfalda bæjarábyrgð sem tryggð verður með 1. veðrétti í Framnes- vegi 11 þegar endurbótatíma lýkur. Þar til leggja eigendur Bakkavarar hf. fram hlutabréf sín í fyrirtækinu sem tryggingu. Ellert Vigfússon, annar eigenda íslenskra ígulkera hf., sagði ástæð- una fyrir sölunni vera þá að hætt var við að fara út i rækjuvinnslu vegna erfiðleika við að finna fjár- festa. Hann sagði að nú væri verið að leita eftir minna húsnæði í Reykjanesbæ undir ígulkeravinnsl- ima. -ÆMK Jóhann Ágústsson með stærsta rauömaga sem komið hefur á Faxamarkað frá upphafi. Þessi feiti og fallegi fiskur veiddist úti viö Akurey og vegur 4,5 kg. Þessi litli er hins vegar 800 gömm sem þykir nokkuð eðlilegri stærö. DV-mynd Sveinn Mörg heitavatns- slys á ári í Úthlíð „Á þessu Úthliðarsvæði verða, samkvæmt upplýsingum frá heilsu- gæslustöðinni þar, um 6-10 slys á ári sem tengjast heitu vatni. Vatnið á þessu svæði er mjög heitt og alltaf einhver tæknivandamál vegna þess,“ segir Herdis Storgaard hjá Slysavarnafélaginu, en ung stúlka brenndist illa í sundlauginni í Út- hlíð fyrir rúmri viku. Á opinberum sundstöðum er skylt að setlaugar séu búnar hitavara, hitanema sem settur er á innrennsli vatns. Áður- nefnt slys varð vegna þess að kalda vatnið datt niður eins og svo oft er á þessum hitasvæðum. „Hitanemi sem var til staðar var hins vegar bilaður. í raun var treyst um of á hitastýringu sem svo ekki var til staðar," segir Elsa Ingjaldsdóttir, heilbrigðisfulltrúi Selfoss. Hún seg- ir að á háhitasvæðum sem þessum leggi heilbrigðsieftirlitið áherslu á að gerðar séu handhitamælingar en ekki eingöngu treyst á hitastýringu. I sundlauginni í Úthlíð er nú unnið að úrbótum og verður sett tvöfalt öryggiskerfi, að sögn Elsu. -saa Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur: Segja upp starfsmönnum vegna endurskipulagningar DV, Suðurnesjum: „Öllum starfsmönnum fyrirtækis- ins verður sagt upp og það væntan- lega fyrir septemberlok. Stofnað verður hlutafélag um reksturinn sem yfirtekur hann um áramótin. Það verður siðan hlutverk nýrrar stjómar að ráða starfsmenn," sagði Steindór Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Sérleyfisbifreiða Keflavikur, en hann er einn af átján starfsmönn- um fyrirtækisins sem fá uppsagnar- bréf. SBK er í eigu Reykjanesbæjar. Talið er líklegt að þeir starfs- menn sem vilja vinna hjá SBK verði endurráðnir. Að sögn Steindórs verður mikið að gera hjá nýrri stjóm sem mun skipuleggja framtíð SBK og ráða starfsmenn. Hann seg- ir að ekki megi vera færri starfs- menn en em þegar starfandi hjá fyr- irtækinu í dag. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.