Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Síða 6
6
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996
Fréttir
Svínakjötsútsölunni lýkur um helgina:
Búumst við að
selja hundrað tonn
- segir formaöur Svínaræktarfélagsins
„Við búumst við að selja um
hundrað tonn af svínakjöti á þessu
lága verði og tel ég að bændur séu í
raun að gefa 6-8 milljónir," segir
Spurt og svarað:
Vaxtatekjur
Eldri borgari hringdi og
viidi vita hvort vaxtatekjur
frá banka myndu dragast frá
tekjutryggingunni 1. septem-
ber nk. Hann borgar vaxta-
gjöld af láni og vill vita hvort
tekið sé tillit til þess við
ákvörðun skerðingar. „Ef
vaxtagjöldin eru dregin frá
vaxtatekjum, getur þá verið
að ég komi út i mínus, hafi
meiri vaxtagjöld en tekjur,“
spyr hann. Einnig vill hann
vita hver gefi upplýsingar um
vaxtatekjur fólks. Eru það
bankarnir? „Menn hafa ekki
þurft að gefa upp þessar tekj-
ur á skattskýrslu,“ segir
hann.
Svar
Ekki er hægt að segja til um
hvort vaxtatekjumar muni hafa
áhrif á tekjutrygginguna án þess
að vita upphæð vaxtateknanna
eða hvort þær em einu tekjum-
ar. Tekjur maka gætu líka haft
áhrif.
Með ráðstöfun í ríkisfjármál-
um, „bandorminum,“ sem samþ.
var á Alþingi fyrir áramót, var
samþykkt að helmingur tjár-
magnstekna lífeyrisþega hefði
áhrif á greiðslur Tryggingastofn-
unar til þeirra. Þegar reiknað er
út hvaða áhrif tekjur lífeyris-
þega hafa á greiðsiur til þeirra
em skattskýrslur hafðar til hlið-
sjónar. Tekjur ársins 1995 fara
að hafa áhrif á greiðslur 1. sept-
ember nk.
Allar tekjur era framtals-
skyldar, hvort sem þær eru
skattskyldar eða ekki. Það er því
rangt aö menn hafi ekki þurft að
gefa þær upp á skattskýrslu.
Tekjutryggingin byrjar að
skerðast hafi menn í almennar
tekjur kr. 18.110 á mánuði, hjón
kr. 25.354. Helmingur tekna
vegna vaxta, veröbóta, affalia
eða gengishagnaðar reiknast inn
í þessa upphæð. Ef einu tekjurn-
ar, fyrir utan greiöslur frá TR,
era þessar vaxtatekjur þá þurfa
fjármagnstekjur að vera yfir kr.
36.220 á mánuði, kr. 434.640 á ári,
til þess að það hafi einhver áhrif
á tekjutrygginguna. Tekjumörk-
in vegna tekna úr lífeyrissjóði
era nokkru hærri en reglumar
að öðru leyti eins.
Ekkert hefur komið fram um
að vaxtagjöld verði frádráttar-
bær eöa breyti áhrifum vaxta-
tekna á greiðslur frá TR. Hins
vegar greiðir ríkisskattstjóri
vaxtabætur til þeirra sem bera
mikil vaxtagjöld og hafa lágar
tekjur.
Hvað viltu vita?
Menn eiga þess kost á að koma
spumingum varðandi komugjöld
á sjúkrahús, greiðslu ferðakostn-
aðar vegna ferða til lækna innan-
lands, ellilífeyri, örorkulífeyri,
slysabætur eða annað sem varö-
ar greiöslur Tryggingastofnunar
til neytendasíðu DV sem mun
leita svara hjá Tryggingastofhun.
Svörin era svo birt hér á síðunni
viö fyrsta tækifæri. Síminn á DV
er 550 5000, faxnúmerið er 550
5020. -saa
Kristinn Gylfi Jónsson, formaður
Svinaræktarfélagsins. „Það hefur
verið gríðarleg sala og ég tek eftir
að það era ekki bara við sem höfum
lækkað verðið heldur eru það versl-
anirnar sem keppast um að hafa
lægsta verðið þannig að þetta er
gósentíð fyrir neytendur," bætir
hann við. Kristinn býst ekki við að
verðið haldist niðri nema út helg-
ina. Eftir það fari það í sama horf og
fyrir útsölu sem hann reyndar telur
einnig mjög hagstætt, um 10%
lægra en síðasta sumar. Ekki er bú-
ist við annarri útsölu á svínakjöti.
„Útsalan var til að fá hjólin til að
snúast og svínakjötið hefur selst vel
og er vinsælt á grillið" bætir hann
við.
Það voru verslanir Hagkaups,
Nóatúns og Bónuss sem hófu söluna
á ódýru svínakjöti. Aðrar verslanir
hafa þó fylgt í kjölfarið.
í lausu lofti
Jakob Örn Haraldsson, kjötiðnað-
armaður í Nóatúni, segir að þau
hafi varla haft undan sölunni og
svínabændur varla undan verslun-
armönnunum. Kjöt hafi borist i
verslanir og selst upp á skömmum
tíma. „Við höfum tekið niður pant-
anir til þessa en minnkum það nú
þar sem við vitum ekki hvað við
fáum mikið í næstu sendingu,"
sagði Jakob. Um klukkan 15 í gær
var lítið til af svínakjöti í Nóatúni
en Jakob bjóst við sendingu seinna
um daginn. „Svo fáum við nóg á
morgun, að því ég best veit,“ sagði
hann og viðurkenndi að kjötkaup-
menn væru töluvert í lausu lofti
þessa dagana, hvað svínakjötið
varðaði. -saa
Jakob Örn Haraldsson sagaði kjöt af krafti í gær og hafði ekki tíma til að lesa
blöðin og vissi því ekkert um veröið á svínakjötinu. DV-mynd Sveinn.
Neytendur ánægðir:
Kjötið fryst og beðið eftir næstu útsölu
„Ég kom í morgun en það var
ekkert svínakjöt til og mér var sagt
að það kæmi eftir hádegi. Kjötið
Ásta lét ekki svínahnakkasneiöar á útsölu fram hjá sér fara.
Elva ánægö með lærið sem hún
hafði pantaö. DV-myndir Sveinn
kom víst en seldist upp á tuttugu
mínútum nema svínahnakkar. Ég
ætla nú að kaupa hann frekar en
ekkert," sagði Ásta Jónsdóttir sem
segist grípa tækifæri sem þetta og
versla ódýrt. „Maður fær nú ekki
svo mikla peninga frá þessu ríki að
maður hafi efni á að sleppa svona
tækifæri," sagði hún um leið og hún
fékk 2,2 kg af skornum svínáhakka-
sneiðum fyrir 949 krónur.
„Við komum hingað áðan þegar
30000 kr
25000
20000
15000
10000
5000
Olís
Shell
Húsasmiðjan
BYKO
* með gaskút
** feröagrill
24,995* 25.255*
'
16,900*
14,780
'lift
2747 2225
3822
653**
Kolagrill
Gasgrill
OV
ekkert var til og pöntuðum þvíc
kjöt,“ sögðu Elva Björg Pálsdóttir og‘
Páll Björnsson sem keyptu háift
læri, tæp 5 kíló, á 1905 krónur í gær.
Einnig keyptu þau svínahnakka-
sneiðar. „Þetta er rosalega gott
verð, a.m.k. á lærinu, sagði Elva.
Þau, eins og Ásta, komu gagngert til
að kaupa svínakjöt á útsöluverði.
„Maður frystir hluta af þessu og bíð-
ur eftir næstu útsölu," sagði Páll
hlæjandi. -saa
Tilbreyting í eldamennskuna
Grillin hafa selst vel í sumar að
sögn verslunarmanna. Gasgrillin
era vinsælli en kolagrillin þrátt fyr-
ir að þau séu mun dýrari. Þau hafa
jafnvel sums staðar selst upp. Úrval
þeirra er líka mun meira. Helst að
til séu ferðakolagrill. Neytendasið-
an gerði könnun á verði
meðalstórra grilla sem gætu nýst í
matreiðslu fyrir 4. í töfluna hér á
síðunni voru lægstu uppgefin verð
tekin. Að sjálfsögðu eru grillin mi-
sjöfn og misútbúin og er ekki tekið
tillit til þess í könnuninni. Flest gas-
grillin eru seld með gaskút en ga-
skútar kosta um 2700 krónur. -saa
Húsavíkurjógúrt:
Tvær nýjar
Um þessar mundir er Mjólkur-
samlag KÞ á Húsavík aö setja á
markað tvær nýjar tegundir af
Húsavikurjógúrt, annars vegar
með pera- og vanillubragði og
hins vegar kákasusjógúrt með
bláberjum. Að auki hefur jarðar-
beijajógúrtin verið sett í nýjan
búning. Alls fást nú tíu bragðteg-
undir af Húsavíkurjógúrt.
Jógúrtin fæst í matvöruverslun-
um um land allt og það er Mjólk-
ursamsalan í Reykjavík sem
annast dreifmguna á höfuðborg-
arsvæðinu.
Bók fyrir alla:
Viltu
„Mér finnst
alveg ömur-
legt að eyða
meiri pening-
um en ég þarf
og ég hef kom-
ist að því að
með því að
skipuleggja
matarinn-
kaupin hef ég lækkað matar-
reikninginn um 25 prósent,“ seg-
ir Vigdís Stefánsdóttir sem gefur
nú í annað sinn út bók sem heit-
ir Viltu spara? í bókinni eru
ýmsar ráðleggingar fyrir fólk,
hvemig skipuleggja megi matar-
iimkaupin langt fram í tímann,
uppskriftir að ýmsum ódýrum
réttum o.s.frv. Vigdís segir bók-
ina koma til með að fást í öllum
helstu matvöruverslunum um
land allt. Henni er dreift í fimm
þúsund eintökum og hún kostar
498 krónur.
Ný krydd frá
Pottagöldrum
Pottagaldrar hafa sent frá sér
tvær nýjar kryddblöndur, Taaza
masala og Bahara, svo og eins
konar „season" krydd, Eðalsteik-
og grillkrydd og Eðal-kjúklinga-
krydd sem innihalda hrein
krydd og hið íslenska heilsusalt
frá Reykjanesi. Pottagaldrar viö-
halda markmiðum sínum með
hreinum afurðum og framleiða
nú 20 kryddblöndur og season
krydd, auk þess að pakka sér-
kryddum, s.s. timian, steinselju,
oregano, basilikum og ýmsu
öðra.
Kjörís og Sól hf:
Framleiðsla
hefsl á svala-
frostpinnum
Kjörís hf. hefúr gert samning
við Sól hf. um framleiöslu og
sölu á svalafrostpinnum. Til að
byrja með verða settar tvær teg-
undir á markað, appelsínu- og
eplafrostpinnar. I sumar verða
pinnarnir eingöngu seldir í
lausu en stefnt er að fjölskyldu-
pakkningu í haust. Svalabræður
hafa verið búnir til, einn fyrir
hverja bragðtegund af svala og
búin hefur veriö til teiknimynd
til aö auglýsa vörana. Samið var
sérstakt lag sem Svalabræðm-
sungu. Innihaldi svalans hefui-
verið breytt og þannig hefur holl-
usta vörunnar aukist. -sv