Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 Spurningin Hvað ætlar þú að gera um helgina? Hlynur Örn Herbertsson nemi: Ég fer upp í sumarbústað. Magnús Guðmundsdóttir land- fræðingur: Ég verð heima, fer í sund í sólinni og hjóla úti. Þórður Ingi Guðnason stuðnings- fulltrúi: Ég er að fara til Vopna- fjarðar. Helgi Þorvarðarson hárgreiðslu- nemi: Ég reyni að fara í Þórsmörk. Sigfús Valdimarsson verkamað- ur: Ég hef ekki skipulagt helgina. Júlíus Rafnsson framkvæmda- stjóri: Ég tek þátt í golfmóti og af- mælishátíð Hverageröis á laugar- daginn. Sunnudagurinn er óráðinn. Lesendur Hvalveiðar og nautaat Jón Mariasson skrifar: Árum saman hefur staðið yfir heilagt stríð á milli hvalveiðimanna og friðarsinna hvala. Segja má að baráttan sé komin út í hreinar öfg- ar. Hvalasinnar, svokallaöir, líkjast helst trúflokki, sem telur hvalina nánast heilög dýr. Þau séu auk þess afar gáfuð. Ekki Jief ég rekist á sér- stakar marktækar mælingar á gáfnafari dýranna. Ég tel hins vegar nokkuð víst að ekki hafi hvalimir verið skapaðir til þess eins að synda í sjónum óáreittir og éta þúsundir tonna af fiski árlega. - Þótt Magnús hvalavinur Skarphéðinsson sé grænmetisæta hefur hann ekkert einkaleyfi á að kalla þá er veiða hval illum nöfnum. Klifað er á að ómannúðlegt sé að drepa hval, og það sé nánast það sama og að drepa fólk. Ég hefi ekki orðið þess var að hikað sé við að drepa fólk í þúsundatali og oft ekki gert mikið veður út af því. Væri það þó ekki nema mannúðlegt að hætta manndrápum í hreinu tilgangsleysi. Ég sé hins vegar ekkert ómannúð- legt við það að drepa hval, sel eða aðrar skepnur og fisktegundir. Hvalskyttur hvalbátanna eru ná- kvæmar við sín störf og deyða hval- inn með einu skoti. Hundalógik hvalasinna hefur fremur falskt yfirbragð og er fráleitt að tala um pyntingardauða hval- anna. Margt af því fólki sem gerir mestan hávaða út af hvaladrápi þyrpist svo á sýningar á nautaati. Nautaat er að mínum dómi einhver hinn ruddalegasti leikaraskapur sem framinn er á skepnum. Nautin eru stungin með löngum sverðsodd- um, svo lekur úr dýrinu blóðið. Fólkið ólmast og fagnar ákaft, nán- ast tryllist af gleði yfir hetjuskap nautabanans! Skyldi öllum vera sama af því búið er að telja fólki trú um að naut- in séu heimsk? Hvað segir Magnús, hinn vitri hvalavinur, um þetta? Hann er kannski einn þeirra sem telja að nautið hlaupi á eftir hinni rauðu dulu nautabanans vegna þess að hún er rauð. Liturinn skiptir hins vegar engu máli, því naut eru litblind. Að sögn fróðra manna. Eigi að banna hvalveiðar ætti að banna nautaat sömuleiðis. Verst er þó að dýr eru pind og kvalin um aU- an heim, og er því heimskan ein að taka hvali eina út úr vegna þess að þeir deyi kvalafuUum dauðdaga. En svo er ekki eins og ég sagði hér að ofan. - Snúið þið nú, hvalavinir, ykkur að því að frelsa nautin frá kvalafuUum dauðdaga. Þar er ljótur leikur á ferð. Bréfritari skorar á hvalasinna að hvíla sig um stund og frelsa frekar nautin frá kvalafullum dauðdaga. Morgunblaðsauglýsingar gegn Ólafi Ragnari: Rógburðurinn verkaði öfugt Sigurjón Jónsson skrifar: Það var ekki laust við að okkur, stuðningsmönnum Péturs Kr. Haf- stein forsetaframbjóðanda, sortnaði fyrir augum er við lásum auglýsing- arnar, frægu að endemum, í Morg- unblaðinu á síðustu dögum kosn- ingabaráttunnar. Og í herbúðum Péturs Kr. Hafstein var mikið skegg- rætt, frétti ég, um hver stæði í raun að baki þessum auglýsingum. Menn höföu ekki trú á að þessir menn, sem sagðir voru „ábyrgðarmenn", bæru skynbragð á slíka framsetn- ingu sem birtist í auglýsingunum. - Né réðu yfir nægu fé til að greiða fyrir svo dýrar auglýsingar. Menn eru sem sé á því að hér hafi aðrir og þá fjársterkir aðilar staðið að baki og jafnvel verið um tvöfalt „plotf' að ræða og ætlað til að afla Ólafi Ragnari samúðar en hrífa af Pétri Kr. Hafstein það fylgi sem hann hafði þó rakað að sér, þrátt fyrir ófagleg vinnubrögð helstu að- stoðarmanna hans. Fór enda svo að fylgi Ólafs er talið hafa aukist að bragði, en minnkað að sama skapi hjá Pétri. Enn er því ekki sannað hver eða hverjir stóðu að hinu fádæma aug- lýsingabralli í Morgunblaðinu. Hitt er að þar var um einstaka ófrægingu að ræða í garð Ólafs og skaðaði framboð Péturs Kr. Hafstein, eins og hann sagði sjálfur í sérstakri yfirlýs- ingu í Morgunblaðinu. í yfirlýsingu Péturs kom einnig fram að ýmsir teldu að þessar auglýsingar hefðu komið frá stuðningsmönnum hans. Vildi hann árétta að svo væri ekki. Auðvitað vænir enginn Pétur Kr. Hafstein heldur um að hann viti annað. - En það skyldi þó ekki vera að einmitt aðilar i „stuðningshópi“ hans hafi staðið að baki auglýsing- anna. Annað eins hefur verið brall- að. Griðastaður á Hótel Borg Ragnar skrifar: Það eru ekki margir veitinga- eða kaffistaðimir í Reykjavík sem bjóða upp á verulega skemmtilegt, af- slappaö og þægilegt umhverfi þar LliIliDái þjónusta allan sólarhringi— Aðeins 39,90 mínútan eða hringíð í síma ÍÓ 5000 milli kl. 14 og 16 sem fólk getur notið veitinganna - helst með lágt stilltri en vandaðri tónlist í bakgrunni. Ekki sinfóníur eða háklassík, heldur sú gamla, góða ameríska dægurlagatónlist frá stríðsárunum. Stórsveitunum með eða án stórsöngvaranna Frank Sinatra, Ellu Fitzgerald, Nat King og öðrum slíkum. Hótel Borg hefur verið slíkur griðastaður um árabil. Það er sama hvenær maður kemur inn á Hótel Borg, t.d. síðdegis til að fá sér kaffi og vöfflu meö rjóma. Alltaf sama góða andrúmsloftið, oft sömu gest- imir og frábær þjónustu hjá afar kurteisu framreiðslufólki af yngri gerðinni. - Allt þetta gerir það að verkum að fólk kemur þarna aftur og aftur. Einnig þeir sem vilja bara eiga þarna griðastað fyrir skröltinu og stressinu úti á götu. Á Hótel Borg í afslöppuöu umhverfi. Já, veitingakóngurinn Tómas veit alveg hvað hann er að fara. Býður upp á mismunandi tegundir veit- ingastaða. „Serve all, love all“, seg- ir þar líka sums staðar. Hárrétt. En mér finnst Borgin sífellt vera minn griðastaður. Lýsið undir „ís- lands-merki" Kjartan hringdi: Ég hlustaði á útlistun for- sfjóra Lýsis hf. í útvarpi síðdegis sl. þriðjudag. Ég fagna uppgangi Lýsis og markaðsaukningu þess i Asíu og víðar. Ég las hins veg- ar í blaði nýlega að Lýsi seldi af- urð sína að mestu óunna úr landi og síðan væri unniö úr henni og framleiðslan seld undir merkjum hinna og þessara dreif- ingar- eða framleiösluaðila. Þetta finnst mér ekki nógu gott. Ég tel að Lýsi hf. eigi að stefna að því að selja sem mest undir eigin merkjum Lýsis og þá um leið „íslands-merkinu". Lýsi er án efa ein þeirra vörutegunda sem verðmætastar verða á er- lendum mörkuðum á allra næstu árum. Þröngsýn fram- kvæmdagleði Grétar Þ. Hjaltason skrifar: Eins og samanhrotið stígvél er troðið hefur verið upp í bóka- hillu milli öndvegisrita - lýsandi dæmi um „þröngsýna fram- kvæmdagleði“ í bókstaflegri merkingu er hin nýja bygging undir Hæstarétt, sem nú er að mestu komin í ljós. En þessi bygging er ekki það eina sem fellur undir þröngsýni i fram- kvæmdagleði. í Saurbæ í Dölum vestur á að eyðileggja tún og akra, því þar skal leggja veg að Gilsfjarðarbrú. Ekki mátti taka á sig 300 metra krók, því slíkt hefði gert Vegagerð ríkisins hlægilega! - Það sem er hlægi- legt vestur í Dölum er það ekki í Ártúnsbrekku í henni Reykja- vík, en þar má framkvæma þrengingar og kyrkingar við vega- og brúagerð og þykir sjálf- sagt. Símaónæði af bókasölu Svanhildur hringdi: Mér þykir skörin vera farin að færast upp í bekkinn hjá bókasölumönnum sem hringja nú án afláts í heimahús og bjóða bækur með vildarkjörum. Ónæð- ið er orðið slikt að óviðunandi er. Ég vona sannarlega að þeir sem eru ábyrgir fyrir þessum símhringingum sjái að sér og láti þeim linna sem fyrst. Engin óvild, segir Ómar Gunnar Ámason hringdi: Ekki linnir fáránleikanum í sambandi við Morgunblaðsaug- lýsingæmar fyrir forsetafram- boðið, þar sem nokkrir einstak- lingar tóku sig til og upplýstu þjóðina um Ólaf Ragnar Grims- son i heilsíðuauglýsingum. Nú segir einn þeirra, Ömar nokkur Kristjánsson, að engin persónu- leg óvild hafi staðið aö baki aug- lýsingunni af sinni hálfu. Hann óskar Ólafi Ragnari til hamingju og segist hafa stutt pólitíska kosningabaráttu Ólafs Ragnars. - Nú bíður þjóðin bara eftir að hinir „mektarmennirnir", sem stóðu að auglýsingunni með Ómari, skrifti líka. Trýna týndist í Grímsnesi Guðlaug Guðmundsdóttir skrifar: Tíkin Trýna, sem er hvít og brún english springer-spaniel - með síð eyru og skottlaus - hef- ur verið týnd í Grímsnesinu ffá því föstudaginn 14. júní. Hún hefur sést á svæðinu frá Stærri- Bæ að Öndverðarnesi. Ef ein- hver verður var við hana er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við lögregluna á Sel- fossi eða hringja í síma 565 4356 eða 852 4515.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.