Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Síða 13
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996
13
DV
Fréttir
Foreldrar skólabarna á Höfn kæra vegna skólamála:
Bæjarstjórn kærö til félagsmálaráð-
herra og umboðsmanns barna
DV, Hornafirði:
Foreldrar skólabama á Homa-
firði hafa kært samþykktir bæjar-
stjómar Hornaíjarðcir frá 21. mars
1996 um skipulag skólamála grunn-
skólans á Homafiröi til umboðs-
manns barna. Að þessari kæru
standa 65 foreldrar barna á Höfn og
Nesjum.
Þeir hafa einnig sent kæru til fé-
lagsmálaráðherra vegna afgreiðslu
bæjarstjórnar Hornafjarðar á tillög-
um um skólamál á fundum hennar
11. maí 1995 og 21. mars 1996.
Gerð er krafa um að ákvarðanir
verði ómerktar og bæjarstjórninni
gert að taka málin upp að nýju.
Ástæður kærunnar em þær að á
þessum fundum voru mættir og
tóku þátt í afgreiöslu bæjarfulltrú-
amir Guðmundur Ingi Sigurbjöms-
son, skólastjóri Heppuskóla, Álbert
Eymundsson, skólastjóri Hafnar-
skóla, og Sævar Kr. Jónsson, kenn-
ari við Nesjaskóla.
Telja kærendur að skv. 2. kafla
stjómsýslulaga hafi þeim borið að
víkja sæti við afgreiðslu málsins
þar sem hún snertir störf þeirra sér-
staklega. Með samþykktunum var
verið að taka ákvarðanir um skóla-
hald í þeim skólum sem þeir vinna
við og veita forstöðu.
Mikil óánægja er hjá foreldrum
yngstu skólabamanna á Homafirði
með þá ákvörðun bæjarstjómarinn-
ar að breyta grunnskólahaldi á Höfn
og Nesjum. Þessi ákvörðun vakti
mikla og víðtæka óánægju meðal
íbúanna og leiddi til undirskrifta-
söfnunar þar sem lýst var yfir vilja
til þess að grunnskólahald yrði með
sama hætti og fyrr, þ.e. að 1. til 10.
bekkur grunnskóla yrði áfram á
Höfh og skólahald í Nesjaskóla yrði
óbreytt. Undir þessa áskorun rituðu
540 íbúar nöfn sín, 480 á Höfn og 60
í Nesjum, og eru flestir þeirra for-
eldrar bama í skólanum.
Þá samþykktu foreldrafélög í
Nesja- og Hafnarskóla ásamt kenn-
urum við skólana mótmæli gegn
þessum breytingum. Bæjarstjóm tók
málið fyrir á ný og varð útkoman sú
að aka skyldi með þijár yngstu
bekkjardeildimar í Nesjaskóla.
„Við teljum að ákvarðanir bæjar-
stjómarinnar brjóti í bága við
grunnreglur laga um rétt bama og
séu ekki í samræmi við sáttmála
Sameinuðu þjóðanna um rétt bams-
ins. Því höfum við kært samþykktir
bæjarstjórnarinnar á Hornafirði,“
Menn eru ekki á eitt sáttir um skólamál á Höfn. 65 foreldrar skólabarna hafa
kært bæjaryfirvöld á staðnum.
sagði foreldri á Homafirði.
„Einnig viijum við benda á að
hvorki hefur verið farið eftir óskum
foreldra bamanna eða valin sú leið
í skipan skólamála á Höfn sem
þægilegust er og öruggust fyrir
bömin, þvert á móti er verið að
senda þau út og suður í önnur
byggðahverfi í skóla.“
Að sögn foreldra verður skólinn
ekki hluti af umhverfi bamanna og
nágrenni ef þessi háttur er hafður á.
„Þegar gengið var til kosninga
um sameiningu þeirra þriggja sveit-
arfélaga sem nú mynda Hornafjarð-
arbæ var lögð áhersla á aö fara yrði
varlega í allar breytingar í skóla-
málum.
Við munum beijast fyrir rétti
bamanna okkar og því sem við vit-
um að er þeim fyrir bestu.“ -JI/-SF
Aukablað um SAUÐARKRÓK
Miðvikudaginn 17. júlí mun
veglegt aukablað um Sauðár-
krók fylgja DV.
í blaðinu verður einkum umfjöllun um afmælishá-
tíðina sem stendur frá 20. júlí 1996 til 20. júlí 1997
en Sauðárkrókur fagnar á þessu ári og því næsta
fernum tímamótum.
Einnig verða viðtöl við forsvarsmenn fyrirtækja,
ungt og gamalt afreksfólk tekið tali og stuttar og
myndríkar mannlífslýsingar.
Auglýsendum sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu
blaði er bent á að hafa samband við Guðna Geir
Einarsson í síma 550 5722 eða Pál Stefánsson í
síma 550 5726.
Blaðamaður DV er Bjöm Jóhann Bjömsson.
Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn ll.júlí.
Auglýsingar
Sími 550 5000, bréfasími 550 5727.
ehnfíÍVa" Sem WÓÖ-
nofðmgium sæmir!
sjá/fsðgðu á ísSu h 5200 °9 er hún að
geisfednf SKb2IUfn'nni'800 Mb ha^k
J0
APpJe-umboóió
Skiphoíti 27 •Sími-511 r
Heimasíba: httn-ÁJl'fj1*; 511 51 ^