Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Síða 28
36
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996
Jóakim prins er víst alveg yndis-
legur drengur.
Yndislegur
drengur
„Það myndi svo ekki skaða aö
hafa hann Jóakim litla á Bessa-
stöðum, hann er yndislegur
drengur."
Berþóra Árnadóttir, um þá hug-
mynd að ísland gangi aftur í kon-
ungssamband við Dani, í DV.
Ummæli
Rússar ekki vélar
„Við sjáum nú aö þjóð okkar
er ekki hugsunarlausar vélar
heldur siðmenntað fólk.“
Sergei Fílatov, einn af kosn-
ingastjórum Jeltsíns Rússlandsfor-
seta, eftir sigurinn í forsetakosn-
ingunum, í DV.
„Elegant" dama
„Þótt Margrét Þórhildur sé
svakalega „elegant" dama þá er
ekki endilega víst að bömin henn-
ar verði góðir fulltrúar okkar.“
Þórlaug Ágústsdóttir, formaður Fé-
lags stjórnmálafræðinema, um
Danadrottningu, í DV.
Nóg af boðum
„Við munum halda fleiri boð.“
Kolbrún Halldórsdóttir, ein af
stuðningsmönnum Guðrúnar Agn-
arsdóttur, en þeir ætla að hittast
mikið í boðum á næstunni, í DV.
Fólk hugsar sig um í mislang-
an tíma áður en það giftir sig.
Sumir stökkva beint út í hjóna-
bandið stuttu eftir fyrstu kynni
en aðrir taka sér mörg ár til að
velta hlutunum fyrir sér frá öll-
um hliðum.
Lengsta trúlofum sem sögur
fara af stóð í sextíu og sjö ár.
Blessuð veröldin
Octavio Gullen og Adriana
Martinez frá Mexíkó trúlofuðu
sig árið 1902. Það var svo ekki
fyrr en árið 1969 að þau létu loks
veröa af því að gifta sig en þá
voru þau bæði 82 ára gömul.
Það er ekki allir sem eru svo
hikandi við hjónabandið. Ralph
og Patsy Martin Arizona hafa
gifst hvort öðra fimmtíu og einu
sinni, í fyrsta skipti árið 1960.
Vinsæll svaramaður
Svo eru enn aðrir sem láta sér
nægja að komast í brúökaups-
veisluna og fá sér gómsæta tertu.
Ting Ming Siong frá Malasíu
ætti ekki að svelta. Honum hefur
aldeilis verið boðið í margar
veislur því að Siong hefur veriö
svaramaður í hvorki fleiri né
færri en 658 skipti.
Vesalings Kalli prins hefði
kannski átt að hugsa sig betur
um áður en hann giftist Díönu.
Bjartviðri vestanlands
Norðaustur af Skotlandi er víð-
áttumikil 994 mb lægð sem þokast
heldur í austurátt og grynnist. Smá-
lægðardrag er við austurströnd ís-
lands en hæðarhryggur á Græn-
Veðrið í dag
landssundi og fyrir norðan land.
Búist er við því að áfram verði
norðan- og norðaustanátt á landinu,
gola eða kaldi. Dálítil súld eða rign-
ing verður norðaustan- og austan-
lands, einkum framan af. Skýjað en
úrkomulítið verður sunnanlands og
bjart veður að mestu vestanlands. Á
Norður- og Austurlandi verður 6 til
11 stiga hiti en sunnanlands og vest-
an mun hiti komast upp í 13 til 15
stig yfir hádaginn.
Sólarlag í Reykjavík: 23.49
Sólarupprás í Reykjavík: 3.16
Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.56
Árdegisflóð á morgun: 10.24
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri rigning 6
Akurnes rigning 9
Bergsstaóir skýjaó 6
Bolungarvík þokumóöa 6
Egilsstaðir súld 5
Keflavikurflugv. léttskýjaó 9
Kirkjubkl. skýjöa 10
Raufarhöfn alskýjaó 5
Reykjavík léttskýjaó 8
Stórhöfói skýjaö 8
Helsinki rigning 14
Kaupmannah. léttskýjaö 14
Ósló skúr 11
Stokkhólmur léttskýjaó 15
Þórshöfn skýjað 9
Amsterdam skýjaö 14
Barcelona þokumóöa 22
Chicago heiðskirt 17
Frankfurt skýjað 16
Glasgow skýjaó 11
Hamborg léttskýjað 14
London skýjaö 12
Los Angeles heiöskírt 21
Lúxemborg rigning 14
Mallorca heióskírt 20
París rigning og súld 14
Róm þokumóða 21
Valencia þokukmóóa 21
New York skýjaö 21
Nuuk þokuruöningur 2
Vín þoka 16
Washington heióskírt 20
Winnipeg léttskýjaö 23
Þorfinnur Ómarsson fréttamaður:
Bíð spenntur
Þorfinnur Ómarsson fréttamað-
ur hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs.
Hann tekur við því starfi i haust.
„Kvikmyndasjóður er lítil stofn-
un en það fer ansi margt fram þar
innandyra. Meira en kannski
margir halda. Aðalhlutverk sjóðs-
ins er auðvitað aö styrkja islensk-
ar kvikmyndir, veita styrki til
framleiðslu á íslenskum kvik-
Maður dagsins
myndum. Úthlutanir á þessum
styrkjum era aö vísu ekki á veg-
um framkvæmdastjóra. Starflð
snýst ekki um það að ég taki upp
tékkheftið og veiti styrki til hægri
og vinstri heldur þarf ég að annast
daglegan rekstur sjóðsins og vera
talsmaður hans.
Ég bíð spenntur eftir því að
takast á við þetta í haust. Engu að
síður kveð ég Sjónvarpið með
Þorfinnur Ómarsson.
miklum söknuði. Það togaðist
mjög á í mér hvort ég ætti yfir höf-
uð að sækja um þetta starf. Ég ætl-
aði mér ekki að hætta hjá Sjón-
varpinu og var farinn að horfa
fram á drjúgan tíma hérna á
fréttastofunni. Þetta var erfið
ákvörðun.
Ég hef verið í fréttamennsku í
nær tíu ár, byrjaði einmitt á að
skrifa um kvikmyndir í Helgar-
póstinn 1986. Síðan var ég blaða-
maður og kvikmyndagagnrýnandi
á Þjóðviljanum ’88 og ’89. í milli-
tíðinni var ég kennari við Mennta-
skólann í Hamrahlíð ’87 til ’88. Ég
var í Montpellier í frönskunámi
1990 og haustið ’90 flutti ég til Par-
ísar og var þar í fjölmiðlafræði-
námi á tveimur stigum. Á meðan
ég var erlendis var ég líka frétta-
ritari fyrir sjónvarp og útvarp."
Þorfinnur lauk framhaldsnámi í
París 1993 og flutti þá heim. Hann
hefur unnið hjá Sjónvarpinu síð-
an.
„Ég er giftur Önnu Karen
Hauksdóttur sem er verðbréfasali.
Við eigum tvo stráka, Hinrik Öm,
sjö ára, og Rúrik Andra, fjögurra
ára.
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 1552:
Veldur vatnaskilum.
Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði.
Það má búast við mikilli baráttu
í kvennaboltanum í kvöld.
Fjör í
kvenna-
boltanum
í kvöld verður aldeilis fjör í
kvennaknattspyrnunni. Fjórir
spennandi leikir verða leiknir.
Breiðablik, efsta lið deildar-
innar, tekur á móti ÍBA sem er
um miðja deild. Blikastúlkur
hafa verið í banastuði að undan-
förnu og hafa þær unnið alla
sína leiki í deildinni til þessa.
Þá keppa Skagastúlkur, sem
íþróttir
eru í öðru sæti, við Val, sem er i
þriðja sæti, og verður það eflaust
stórleikur og hart barist.
Stúlkurnar úr Eyjum taka á
móti Stjömunni en bæði liðin
eru í neðri hluta deildarinnar.
Að lokum eigast við KR, sem er
um miðja deild, og Afturelding
sem er í neðsta sætinu.
Allir leikirnir heljast klukkan
20.
Bridge
Madeleine Swanström í sænska
kvennaliðinu sem varð Norður-
landameistari í síðustu viku sýndi
góða spilatækni í þessu spili í leik
fyrri umferðarinnar gegn Dönum.
Sagnir enduðu í 4 hjörtum í norður
á báðum borðum og spilamennskan
þróaðist eins í upphafi. Útspilið var
það sama, tígulsjöan sem vestur
drap á ás og skipt yfir í lauf. Báðir
sagnhafar drápu á ásinn en síðan
skildi leiðir:
♦ KD9532
V Á643
♦ P
4 AG
4 Á6
* D82
4- Ág
* D109653
♦ 10
* KG95
* K108432
* 87
Danski sagnhafinn spilaði næst
hjartaásnum, hjarta á kóng og henti
laufi í tígulkónginn. Siðan kom
spaðatían úr blindum. Vestur drap
á spaðaás, tók slag á hjartadrottn-
ingu og spilaði laufi. Þar með var
búið að eyða innkomunum á hendi
sagnhcifa og þegar spaðinn féll ekki
3-3, var spilið einn niður. Swan-
ström var forsjálli í útspilinu. í
þriðja slag spilaði hún hjarta á
kóng, henti laufi í tígulkónginn og
spilaði spaðatíunni. Vestur drap á
ásinn og gat þvingað norður til að
trompa lauf, en það gagnaði vöm-
inni ekkert. Lítill spaði var tromp-
aður í blindum, hjarta spilað á ás og
spöðum spilað ofan frá. Vestur fékk
slag á trompdrottningu, en tromp-
sexan var nauðsynleg innkoma i frí-
spaðana. Sviarnir græddu því 10
impa á spilinu og leikinn unnu þær
21-9. ísak Öm Sigurðsson