Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996 5 pv______________________________Fréttir Landmælingcir Islands: 200 milljónir í súginn - segja starfsmenn LÍ og mótmæla flutningi upp á Skaga Smurstöð Olíuryðvörn HjólbarðaþjónustaJ Bón og þvottur[ Pústþjónustaj Verslun Réttarhálsi 2 • Sími 587 5588 Starfsmenn Landmælinga íslands mótmæla harðlega ákvörðun Guð- mundar Bjarnasonar umhverfisráð- herra um að flytja stofnunina upp á Akranes og segja að i raun eigi að leggja stofnunina niður og stofna nýja á öðrum stað. Nýbúið er að endurbæta húsnæði Landmælinga fyrir rúmar fimm milljónir þegar kortasala og fjar- könnunardeild voru flutt saman og fyrir tveimur árum voru aðrir hlut- ar húsnæðisins endurnýjaðir fyrir um 15 milljónir þannig að sá kostn- aður nýtist ekki nema að litlum hluta. í samtali DV við Hrafnhildi Brynjólfsdóttur og Kristmund Hannesson, starfsmenn stofnunar- innar, kom fram að starfsmennirnir telja að heildarkostnaður við flutn- inginn verði líklega um 200 milljón- ir, sem felist í beinum kostnaði við flutninga, nýtt húsnæði, atgervis- og verkefnatap og óhagræði í sam- skiptum við helstu miðstöðvar ákvarðanatöku í landinu. Á starfsmannafundi fyrir helgina kom fram óánægja með þá óvirð- ingu sem starfsmenn telja að ráð- herra hafi sýnt þeim með því að hafa þá ekkert með í ráðum og að fyrirætlunum um flutning stofnun- arinar upp á Skaga hefði verið hald- ið leyndum fyrir þeim. Þau Hrafn- hildur og Kristmundur segja að ekki sé aðeins um það að ræða að flytja 30 starfsmenn til því að málið snerti fjölskyldur og venslamenn starfsmannanna, alls 126 manns, sem ýmist sæki vinnu eða skóla á Reykjavíkursvæðinu. Á fyrrnefndum starfsmannafundi var fjallað um reynslu grannþjóð- anna af flutningi rikisstofnana út um land frá höfuðborgum og um skýrslu Byggðastofnunar frá 1993 um breyttar áherslur í byggðamál- um þar sem segir m.a. að niðurstað- an annars staðar á Norðurlöndun- um sé sú að...flutningur starfsemi sem byggir mjög á tengslum við miðstöðvar ákvarðanatöku í land- inu og þar sem fólk þarf að hafa samskipti við alls staðar að á land- inu þjóni sjaldnast tilgangi og að mjög varlega verði að fara í þeim efnum ef niðurstaðan á ekki að verða stjórnkerfi sem virkar verr og er kostnaðarsamara en það sem fyr- ir er.“ -SÁ Reykjanesbær: Eigendur skiluðu lóð Það er ekki á hverjum degi sem eigendur lóðar skila hluta af þeim til bæjarfélagsins. Það er frekar á hinn veginn, að lóðum sem er út- hlutað séu of litlar. Eigendur Vallarbrautar 2 í Njarð- víkurhverfi óskuðu eftir því við skipulags- og tækninefnd Reykja- nesbæjar, sem samþykkti á fundi sínum nýverið að lóð þeirra yrði minnkuð um 400 fm. Ný lóðarmörk verða 5 metra frá norðurgafli húss- ins. Jafnframt afsala þeir sér bíl- skúrsrétti sem fylgja lóðinni. Eig- endur settu skilyrði fyrir breyting- unni, sem eru þau, að bæjaryfirvöld gangi frá og tyrfi þann hluta sem tekinn verður af lóðinni og gerður nýr lóðarsamningur sem þinglýstur verði eigendum að kostnaðarlausu. -ÆMK Félagar í Klúbbi matreiðsla- maistara mazla mcð Barbccook- grillstrompnum! Mta er káðdniðuqt qrill - \að besta sem éq hef h/rnstl foð tetur etti ma örstama stund að ná ■ tolunum heitum - það qerir Quictsatart-upptveiti- aðferðin. Gasqrill ná oft etti nerna 350° hita en lotast á fulltominn hátt oq tolin gefa matnum auðvitað betra katjð. 5vo erfrátjantjurinn svo auðveldur. Östunni er einfaldlega sturtað í hotninn..." segir Eiríkur Priðriksson, matreiöslumeistari. Við kynnum nýja hönnun kolagrilla: Grill-strompinn! Quickstart® uppkveikiaðferðin. Enginn uppkveikilögur þarfur eða íkveikihætta við að sprauta honum á glóðina. Ekkert gas eða hætta á gasleka. Kohn tilbúin á innan við 15 mín. Eftir grillun má losa öskuna í neðri hluta strompsins, sem virkar eins og öskubakki, en hann þarf aðeins að tæma eftir aht að!5 skipti Stöðugur (göt á fæti til að bolta föst eða stinga tjaldhælum í) Og verðið, það er frábært! Athugið! barbecooK QUICKSTART" uppkveikiaðferðin íyrst er tveimur dagblaöaopnum stungíö ofan í strompinn... ...síöan er grillkolunum hellt í skálina... ...þá er kveikt í dagblööunum í gegnum loftgatiö... ...og eftir 18 mínútur eru kolin tilbúin. 5 0 fyrstu grillstrompunum fylgir ljúffengt lambagrillkjöt fyrir 4, fráKjötsmiðjunnihf. Smiðjuvegi 24d - Kópavogi - Rauð gata - S: 557 8866 Skipholti 19 Grensásvegi 11 Sími: 552 9800 Sími: 5 886 886 AUK/Ð ÚRVAL - BETRA VERÐ /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.