Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996 Fréttir Páll Halldórsson eðlisfræðingur um landrisið við Hengil: Ekki vlsbending um Suðurlandsskjálfta - ekki frekari viðbúnaður hjá Almannavörnum en venjulega „Það er bara þessi almenna vís- bending að það er langt síðan síð- asti Suðurlandsskjálfti var. Ég held að þetta landris út af fyrir sig sé ekki vísbending. Hins vegar trúi ég að það sé ekki langt í hann og ekki langt getur þýtt áratugur," sagði Páll Halldórsson eðlisfræðingur þegar DV leitaði til hans vegna frétta um landris við Hengil og um- mæla Freysteins Simundssonar jarðeðlisfræðings um að aukin spenna í jarðskorpunni bendi til þess að það styttist í Suðurlands- skjálfta. „Við vonumst nú til þess að geta áttað okkur á því áður en Suður- landsskjálfti kemur að einhver skjálftavirkni verði inni á svæðinu sjálfu en við höfum auðvitað ekki upplifað aðdraganda Suðurlands- skjálfta," sagði Páll. Hann segir að á miðju Suður- landsskjálftasvæðisins, sem er um Skeiðin, geti skjálfinn orðið upp undir sjö stig á Richter en vestar á svæðinu, til dæmis í Ölfusi, um sex stig. Hengilssvæðið er hins vegar við jaðar þessa svæðis. Þá taldi Páll ekki líklegt að land- risið við Hengilinn benti til eldgoss, það væri ekki nógu mikið til þess. Hafþór Jónsson hjá Almanna- vörnum sagði að þar á bæ væri ekk- ert frekari viöbúnaður en verið hefði vegna landrissins við Hengil. Búið væri aö vinna að skipulagi til að bregðast við Suðurlandsskjálfta og það skipulag væri stöðugt í end- urskoðun. Guðmundur Baldursson, bæjar- tæknifræðingur í Hveragerði, sem situr í almannavarnanefnd þar, tók í sama streng og Hafþór. Hann sagði að nefndin væri í góðu sambandi við Ragnar Stefánsson á Veðurstof- unni. Hann hefði alltaf samband ef mikil virkni væri eða sérstök ástæða og það hefði hann ekki gert út af landrisinu við Hengil. -ÞK Freystein Sigmundsson: Ekki víst að vísbend- ingarnar verði fleiri „Ég segi ekki annað en að það séu líkur á Suðurlandsskjálfta einhven timann á næstu tíu eða tuttugu árum,“ sagði Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðing- ur hjá Norrænu eldfjallastöð- inni, í samtali við DV. Hann sagðist telja að landrisið við Hengil væri vísbending um að skjálftar, sem yrðu við þetta tiltöfulega litla landris, gæfu til kynna að það væri mikil spenna í jarðskgrpunni og að það ætti við um Hengilssvæðið og Suður- landsskjálftasvæðið. Hann tók jafnframt fram að það væri ekk- ert nýtt. Hann sagðist telja að það geti orðið þannig að vart yröi skjálfta á Suðurlandsskjálftasvæðinu áður en sjálfur Suðurlands- skjálftinn kæmi en það væri ekkert öruggt. Hann sagðist telja þetta landris langtímaundanfara Suðurlandsskjálfta. „Eins og Páll Halldórsson seg- ir erum viö að vonast til að vís- bendingarnar verði tleiri áður en skjálftinn kemur en ég er ekki alveg viss um að þær verði það. Eins og þú heyrir er ég dá- lítið á báðum áttum,“ sagði Frey- steinn. -ÞK Reykjavík: Tólf sviptir ökuleyfi Tólf ökumenn voru sviptir öku- leyfi til bráðabirgða í Reykjavík um helgina. Ellefu ökumenn voru tekn- ir fyrir ölvun við akstur og einn tek- inn fyrir of hraðan akstur. -RR Póstur og sími Verður ekki innheimt Ólafur Tómasson póst- og síma- málastjóri segir að stofnunin muni ekki senda rúmlega fjórtán króna skuld í lögfræðiinnheimtu. Ólafur segir að um sé að ræða það að tölvur skrifi út alla reikn- inga og skrifi á sjálfvirkan hátt út bréf vegna eldri skulda með stöðluð- um texta. Það sé síðan starfsmanna að fylgjast með þessum sjálfvirku skrifum og vinsa úr bréf eins og fjórtán króna skuldina en sjálfsagt geti komið fyrir að eitt og eitt bréf af þessu tagi sleppi í gegnum þá síu. -SÁ Um borð í loðnuskipinu Jóni Sigurössyni GK. Skipið er á leið til Grindavíkur með fullfermi af ioðnu sem fékkst um 117 mílur vestur af Horni. Loðnan er feit en full af átu. DV-mynd Þorsteinn Gunnarsson. Þrettán skip að veiðum í gær: Loðnan er feit en full af átu 13 loðnuskip voru að veiðum á miðunum, flest 160-180 mílur norð- ur af Sléttu í gærkvöld og var loðn- an fremur dreifð. Loðnuskipið Jón Sigurðsson GK var þá á siglingu áleiðis til Grinda- víkur með fullfermi sem skipið fékk í nokkrum litlum köstum á um sól- arhring. Loðnan var dreifð og skip- in voru að fá frá 50-200 tonn í kasti. Jón Sigurðsson GK fékk sinn loðnu- farm um 117 mílur vestur af Horni, innan grænlensku lögsögunnar. Að sögn Árna Kristjánssonar, stýri- manns á Jóni Sigurðssyni GK, er loðnan bæði feit og góð en full af átu. Norsk skip á svæöinu Að sögn Árna voru nokkur norsk loðnuveiðiskip á svipuðum slóðum og Jón Sigurðsson fékk loðnuna í gærdag. „Þeir eru svona að sigla um svæðið," sagði Árni. Norðmenn gerðu á sínum tíma og hafa ítrekað kröfur um auknar veiðiheimildir á loðnu innan ís- lenskrar lögsögu en Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við DV í gærkvöld að engar loðnuviðræður væru í gangi við Norðmenn nú, enda væru tvö ár eft- ir af gildistíma síðasta samnings ís- lendinga og Norðmanna um loðnu- veiðar. Samkvæmt honum væru takmarkanir á hversu sunnarlega norsk loðnuskip mættu veiða síöari hluta hverrar vertíðar. Takmarkan- irnar eru settar til að koma í veg fyrir veiðar á hrygningarloðnu. -SÁ Innheimta Pósts og síma: Hótar lögfræðingi vegna 14 króna Einn viðskiptavina Pósts og síma fékk nýlega bréf vegna vanskila- skuldar. í bréfmu er viðskiptavinin- um gefmn ákveðinn frestur til að greiða skuldina, annars verði hún send lögfræðingi til innheimtu. Þessi skuld, sem Póstur og sími hyggst ná inn með lögfræðingsinnheimtu, ef ekki vill betm1, er 14,50 kr. - fjórtán krónur og fimmtíu aurar. „Þarna láta menn tölvuna taka gersamlega völdin og ekki er metið eitt eða neitt og gripið til mjög van- hugsaðra aðgerða sem hugsanlega munu baka Pósti og síma tjón. Mér finnst þetta hlægilegt," segir Jó- hannes Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Neytendasamtakanna. Jóhannes segir að vel flestar lána- stofnanir séu famar að meta hvert tilvik áður en haldið er áfram með innheimtumál, enda séu lögfræðing- ar ekki alveg ókeypis vinnukraftur. Opinberir aðilar standi hins vegar í því enn að knýja fram gjaldþrot sem ekki skili neinu öðru en kostnaði. -SÁ DV Sandkorn Engin óvild meira rætt tvo síðustu dagana fyrir forseta- kosningarnar á dögunum en auglýsingar þær sem for- stjórarnir Óm- ar Kristjáns- son, Björgólfur Guömundsson og Sigurður Helgason birtu í Morgunblaðinu til ófrægingar Ólafi Ragnari Gríms- syni. í fyrsta tölublaði eftir forseta- kosningamar ræðir Alþýðublaðið við nokkra einstaklinga um úrslit- in. Fyrmefndur Ómar segist þar óska Ólafi Ragnari og fjölskvldu til hamingju: „Það var engin persónu- leg óvild til Ólafs Ragnars sem varð til þess að ég, ásamt öðrum, birti auglýsingar í þessari kosningabar- áttu...! Aðrir hatrammir andstæð- ingar Ólafs voru samkvæmir sjálf- um sér. Andrés Magnússon bareig- andi sagöi:'„Ég er brjálaður." Ámundi Ámundason, sýningastjóri Alþýðuflokksins, sagði: „Ég hef ekki áður þurft aö fara í Kirkjuhúsið til að kaupa mér sorgarbönd. ísland lifi!“ Og svo eru menn að fjargviðr- ast út af tali forsætisráðherra um punkta og kommur. Matvælasýning Enda þótt hestamennska af einhverju tagi hafa fýlgt þjóðinni frá upphafi eru ekki allir hrifn- ir af hrossum og hesta- mennsku nú- tímans. Þeir hinir sömu tuða og tauta yfir umgöllun Qölmiðla um hestaí- þróttir, rétt eins þeir sem eru að agnúast út í íþróttir í hölmiðlum yf- irleitt. í Timanum í gær er skýrt frá því að hörðustu andstæðingar hestamennskunnar, þeir sem líta á hross bara sem kjöt, kalli fjórðungs- mótið á Gaddstaöaflötum „matvæla- sýningu". Fyrir klukkan sex paö á ekki af blessaðri þjóð- kirkjunni að ganga. Það er ekki fyrr hætt að fjalla um Flóka-mál en séra Torfi Hjaltalín Stef- ánsson á Möðruvöllum hefur deilu- merkið á loft. Hann er löngu landsfrægur fýrir deilur við sóknarböm sin og aðra presta, Nú síðast er hann kominn í deilu við nágrannaprest fyrir aö vilja fá Möðruvallakirkju til að gifta í fólk úr sókn Torfa. Hann hefur kært málið til siðanefndar presta. í fyrra var Torfi sendur í námsleyfi svo hægt væri að setja niður deilur í sókninni. Þegar hann kom til baka hafði RALA fengið að nýta tún prestsetursins í rannsóknaskyni. Séra Torfl hafði samband við yfir- mann rannsóknanna og sagði að ef ekki yrði búið að snúa heyinu fyrir klukkan átta ákveðinn dag myndi hann loka fyrir aðgang RALA að túninu. Heyinu var ekki snúið fyrir klukkan átta þennan dag og séra Torfi lokaði túninu og hirti heyið sjálfúr. Sjaldan opnuð Seyðisfjarðar- kirkja Vegna þess að séra Torfi lokaði kirkju sinni fyrir ná- grannaprestin- um, sem vildi gifta þar par úr sókn séra Torfa, er vel við hæfi að birta vísu eftir Egil Jónasson á Húsavik. Hann kom eitt sinn til Seyðisfjarðar og meðal annars lang- aði hann að skoöa Seyðisfjaröar- kirkju. En þegar klerkur ætlaði að opna kirkjudymar gekk það illa og þá orti Egill. Ljót og ryðguð læsing er, lamir þarf að styrkja. Sjaldan opnuð sýnist mér Seyðisfjaröarkirkja. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.