Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996 Stuttar fréttir Utlönd Ráöherrastóll búinn til handa Ariel Sharon Hætta á hryðjuverkum Jacques Chirac Frakklands- forseti hvatti ísraelsk yfir- völd í gær til að upplýsa hvort þau hygðust halda áfram friðarferlinu í Miðausturlönd- um. Sagði forsetinn, sem var í opinberri heimsókn í Sádi-Arab- íu, óvissuna hvetja til stjórn- málalegs ofbeldis. Forsetinn hrósaði hófsemi Sádi-Araba í trúmálum. Búa sig undir árásir Rússneskir hermenn í Tsjetsjeníu fjarlægðu ekki vega- tálma að beiðni uppreisnar- manna og bjuggu sig undir árás- Israelska stjórnin samþykkti í gærkvöld að búa til ráðuneyti handa Ariel Sharon, fyrrverandi varnarmálaráðherra og húsnæðis- málaráðherra. ísraelska útvarpið sagði embættið „valdamikið". Harð- línustefna hans reitti bæði araba og Bandaríkin til reiði á sínum tima. í ráðherratíð sinni lenti Sharon oft í deilum við yfirvöld í Was- hington vegna ýmissa aðgerða. Hann stjómaði innrás ísraela í Lí- banon 1982 er hann var varnarmála- ráðherra. Ári seinna neyddist hann til að láta embættið af hendi eftir að ísraelsk rannsóknarnefnd úrskurð- aði að hann væri óbeint ábyrgur fyrir því að kristnir bandamenn myrtu hundruð Palestínumanna í tveimur flóttamannabúðum sem voru umkringdar af ísraelskum her- mönnum. Snemma á þessum áratug stjórnaði Sharon uppbyggingu byggða ísraelskra landnema á Vest- urbakkanum. Israelska stjórnin sat á maraþon- fundi í gær. Nauðsynlegt þótti fyrir Netanyahu forsætisráðherra að fá samþykki stjórnarinnar fyrir ráð- herrastól handa Sharon áður en hann heldur í fyrstu opinberu heim- sókn til Bandaríkjanna í dag. Hætta hefði verið á stjórnarkreppu hefði Sharon ekki fengið ráðherrastól því David Levy utanríkisráðherra hót- aði að segja af sér ella. Israelskir fjölmiðlar héldu áfram í gær að beina kastljósinu að eigin- konu Netanyahus, Söru, sem er barnasálfræðingur. Tvær barnfóst- ur hafa sagt það martröð að starfa hjá forsætisráðherrafrúnni. Tals- maður forsætisráðherrans bað fjöl- miðla að hætta að velta sér upp úr barnfóstrumálunum en án árang- urs. Reuter Snjókoma í S-Afríku Þjóðvegum í KwaZulu- Natal héraði í S-Afríku var lokað í gær vegna snjóa. Létust í eldingu Tveir þýskir fjallgöngumenn létu lífið og sex slösuðust í eld- ingu í Ölpunum í S- Þýskalandi á laugardaginn. Skrifar ástarsögu Rithöfundurinn Salman Rushdie, sem verið hefur í felum í sjö ár, er núna að skrifa sögu um ást, dauða og tónlist. Þota í sviptivindi Bæði farþegar og flugliðar slösuðust þegar áströlsk risaþota af gerðinni Boeing 747 á leið frá Brisbane til Tókýó lenti í svipti- vindi á laugardaginn. Alls slös- uðust 23. Auknar hleranir Stjóm Bills Clintons Bandaríkja- forseta hefur beitt síma- hlerunum og annars konar eftirliti í auknum mæli frá því að hún tók við völdum, að því að greint var frá í Washington Post í gær. Eftirlitið hefur sérstaklega beinst gegn fikniefnasölúm. Reuter Árlegt nautahlaup fór fram í Pamplona á Spáni í gær. Fjöldi innfæddra og útlendinga leika sér að því að hlaupa á undan nautunum. 25 ára Suður-Afríkubúi fékk nautshorn í nárann og slasaðist aivarlega. Einn lést og nokkrir slösuðust í svipuðu hlaupi í Fuentesauco á laugardaginn. Símamynd Reuter fP ÚTBOÐ F.h. borgarverkfræðingsins i Reykjavík og vegamálastjóra er óskað eftir tilboðum í verkið: Miklabraut, breikkun - 2. áf., gatnagerð. Helstu magntölur eru: Upprif kanta u.þ.b. 1.250 m Gröftur u.þ.b. 9.400 m3 Fylling u.þ.b. 6.300 m3 Púkk u.þ.b. 3.500 m2 Ræktun u.þ.b. 2.500 m2 Verkinu skal að fullu lokið 1. október 1996. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriðjud. 9. júli nk. gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 17. júlí 1996 kl. 14.00 á sama stað. gat 107/6 ------------------------ INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 (pÚTBQÐ F.h. gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk: Skólavörðuholt - endurnýjun, 1. áfangi, gatnagerð, lagnir og yfirborðsfrágangur. Helstu magntölur eru: Gröftur 1.200 nP Holræsalagnir 110 m Fylling 1.400 m3 Malbik 1.550 m3 Hellulögn 2.600 m3 Grásteinskantur 550 m. Verkinu skal lokiö fyrir 15. nóv. 1996. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriðjud. 9. júlí nk. gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 18. júlí 1996 kl. 14.00 á sama stað. gat 106/6 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 Karíbahaf: Búa sig undir komu Bertu íbúar við austurhluta Karíbahafs bjuggu sig í gær undir komu felli- bylsins Bertu. Gert er ráð fyrir að Berta fari yfir sömu svæði og felli- bylurinn Hugo sem olli mikilli eyði- leggingu á Puerto Rico 1989. Biðraðir mynduðust skjótt í mat- vöruverslunum og á bensínstöðvum á eyjunum í Karíbahafi í gær. „Þetta er sjón sem menn sjá vana- lega í lok ágúst. Ég trúi ekki að þetta gerist svona snemma," sagði einn eyjaskeggja. I fyrrasumar eyðilagðist fjöldi heimila er fellibyljirnir Marilyn og Luis gengu yfir Karíbahaf. I kjölfar- ið voru margir íbúar án rafmagns og síma í marga mánuði. Starfsmenn Rauða krossins á Jómfrúreyjum segja að enn sé ekki búið að gera við heimili um þriðj- ungs íbúanna á St. Thomas og St. John sem skemmdust í fyrra. Um er að ræða heimili nær 20 þúsund manna. Fimm manns létu lífið af völdum hitabeltisstorms í Oaxaca í Mexíkó á laugardaginn. Reuter Létust af völdum brota úr hreyfli Sérfræðingar rannsökuðu í gær leifamar af hreiflinum sem sprakk í þotu af gerðinni MD-88 frá banda- ríska flugfélaginu Delta á laug- ardaginn. Brot úr hreyflinum þeytt- ust inn í farþegarýmið með þeim af- leiðingum aö kona og tólf ára sonur hennar létu lífið. Tvö börn í fjöl- skyldunni slösuðust lítils háttar. Þrír aðrir farþegar slösuðust einnig. Alls voru 147 manns um borð. Atburðurinn varð er þotan undir- bjó flugtak á flugvellinum i Pensac- ola í Flórída. Var ferðinni heitið til Atlanta. Farþegar kváðust hafa heyrt háan hvell og síðan séð elds- loga í hreyflinum. Skelfingu lostn- um farþegunum var hjálpað út um neyðarútganga. Hreyfillinn hafði verið skoðaður seint á síðasta ári og var settur í flugvélina í janúar síð- astliðnum. Sams konar hreyflar eru í mörgum Boeing 727 og 737 vélum. Reuter Díana sögð vilja meira Bresku sunnudagsblöðin gáfu í skyn í gær að vandamál hefðu komið upp í sambandi við boð Karls prins um skilnaðarsátt- mála. Mail on Sunday sagði að Díana prinsessa vildi meira fé en giskað hefur verið á að henni hafi verið boðnir sem samsvarar 2 milljörðum íslenskra króna. Sunday Mirror sagði Díönu ó- ánægða með ákvæði sem bannar henni að segja frá ýmsum smáat- riðum í hjónabandi hennar og Karls. Svíar óham- ingjusamir Aðeins fjórðungur Svía er ánægður með líf sitt, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var á laugardaginn. Aðeins 28 prósent 1.300 aðspurðra voru ánægð með allt sitt. I könnun, sem gerð var 1982, voru 42 prósent ánægð með allt. Þeim sem voru ánægðir með ástarlífið hafði fækkað úr 67 pró- sent í 46 prósent frá 1982. Nú voru aðeins 16 prósent ánægð meö fjárhaginn en voru 30 pró- sent 1982. 25 prósent voru ánægð með starfið og hafði þeim fækk- að um helming frá 1982. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.