Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Side 10
10 MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996 Fréttir Fyrirvaralaus uppsögn bæjartæknifræðings í Mosfellsbæ: Ekki sæmandi fyrir bæjar- stjórn aö hegða sér svona - segir bæjarfulltrúi og fyrrum bæjarstjóri sem sagt hefur af sér nefndarsetu Meirihluti bæjarstjómar Mos- fellsbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir sumarleyfi að segja bæj- artæknifræðingnum, Jóni H. Ás- bjömssyni, upp störfum. Jón hætti störfum sama dag og honum var sagt upp. í kjölfarið sagði svo Róbert B. Agnarsson bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri sig úr stjórnsýslunefnd en hann hefur set- ið í henni frá upphafi. „Það er ljóst að gengið var mjög hart fram í þessu og ekki rætt við manninn heldur fær hann bara spark. Þetta er maður sem búinn er að þjóna bæjarfélaginu dyggilega í 15 ár. Engar ávirðingar hafa komið fram á hans störf. Hann á að minnsta kosti rétt á því að vita hvað menn hafa að athuga við hans störf og svara fyrir sig,“ segir Róbert. Meirihlutinn segir þetta vera lið í þeirri endurskipulagningu sem far- ið hefur fram á stjórnsýslu bæjarins upp á síðkastið en minnihluti D-list- ans er mjög ósáttur við afgreiðsluna á málinu. Með mótatkvæðum þeirra fylgdi bókun þess efnis að þeir vildu mótmæla vinnubrögðum meirihlut- ans varðandi uppsögn bæjartækni- fræðings. „Bæjarstjórn er í stjórnskipulags- vinnu sem allir eru mjög jákvæðir fyrir. Verið er að gera tilraunir með breytingar á stjórnskipulagi sem eru til þess fallnar að gera kerfið skilvirkara svo það þjóni betur íbú- um bæjarins. Meirihlutinn er hins vegar að blanda saman þeirri vinnu á frumstigi og uppsögnum lykilem- bættismanna," segir Róbert. „Þá er mjög sérkennilegt að menn skuli velja þennan tíma til að segja upp bæjartæknifræðingi, sem er æðsti stjórnandi allra framkvæmda í bæjarfélaginu, þegar þær eru rétt að hefjast. Mér finnst þetta ófær vinnubrögð. í mínum huga var þetta gjörsamlega ótímabær upp- sögn og vinnubrögðin fyrir neðan allar hellur. Það er ekki sæmandi fyrir bæjarstjórn að hegða sér svona gagnvart starfsmönnum bæjarins." -SF Sameining sveitarfélaga i Suöur-Þingeyjarsýslu: Tveir þriðju vilja viðræður DV, Húsavík Viðhorfskönnun um sameiningu sveitarfélaga í Suður-Þingeyjarsýslu fór fram samhliða forsetakosning- sögðu já, 631 sagði nei og auðir og ógildir seðlar voru 91. Heildarþátt- taka var um 63 prósent. Spurt var: Ert þú fylgjandi að þin sveitarstjórn taki upp viðræður um sameiningu unum. Á kjörskrá voru 3089 manns. 1242 við önnur sveitarfélög? j -AGA Á kjörskrá Þátttaka Já Já% Nei Nei% Húsavíkurkaupstaður 1745 1040 736 73,5 266 26,5 Aðaldælahreppur 233 167 105 65,6 55 34,4 Skútustaðahreppur 344 211 123 60,0 79 39,1 Reykdælahreppur 220 144 67 51,1 64 48,9 Bárðdælahreppur 108 71 30 44,8 37 55,2 Ljósavatnshreppur 172 126 77 64,7 42 35,3 Tjörneshreppur 62 50 22 44,0 28 56,0 Reykjahreppur 75 53 38 73,1 14 26,9 Hálshreppur 130 102 44 48,9 46 51,1 Akranes: „Ég held að ég geti nánast fullyrt að þetta sé eina kvikmyndahúsið í heiminum sem er með gallerí í anddyrinu," seg- ir Helga Hilmarsdóttir en í anddyri Regnbogans er sýning á átta stórum myndum listamannsins Tolla. Sýningin er liður á Listahátíð og var reyndar fyrsta atriðið sem opnaði eftir að Listahátíð var sett. Helga segir að galleríið leggi áherslu á að sýna stórar myndir því að þar sé mesta lofthæð í sýningarsal hérlendis auk þess sem þar séu borð og stólar og því minni stemmningin svolítið á kaffihús á suðrænni slóðum. DV-mynd Pjetur Reykjavík: Sigurður skipaður héraðsdómari Gestum í Byggða- safninu fjölgar DV, Akranesi Hinn 29. apríl sl. rann út umsókn- arfrestur um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og bárust 17 umsóknir. 22. maí sl. skipaði for- seti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, að tillögu dóms- og kirkjumálaráð- herra, Sigurð Tómas Magnússon, skrifstofustjóra, í embættið. -RR Gestum í Byggðasafninu í Görð- um á Akranesi fer fjölgandi enda er safnið meðal stærstu og veglegustu byggðasafna landsins og nýtur vax- andi vinsælda sem áningarstaður ferðamanna. Á síðasta ári sótti 2.271 gestur safnið á tímabilinu 1. janúar til 15. júní en á sama tíma á þessu ári voru þeir 2.984 sem er 24% aukn- ing milli ára. -DÓ Reykjanesbær: Fataverslun í nýtt húsnæði DV, Suðurnesjum „Okkur líður alveg stórvel og það er æðislegt að búa hér í gamla bæn- um. Við hefðum aldrei trúað því hvað það er rólegt hérna og hvað það er virkilega skemmtilegt að geta verið með verslunina í sama húsnæði og þvi sem við búum í,“ sögðu hjónin Ágústa Jónsdóttir og Guðmundur Reynisson sem reka eina vinsælustu fataverslunina á Suðurnesjum, Persónu í Keflavík en hana hafa þau rekið I átta ár í leigu- húsnæði. Ágústa og Guðmundur áttu fallegt einbýlishús í Njarðvík en seldu það og keyptu í staðinn gamalt hús á þremur hæðum í gamla hverfinu, miðbænum í Kefla- vík. Með kaupunum ákváðu þau að flytja verslunina á neðstu hæðina og hefur því verið tekið mjög vel. Verslunin er komin í framtíðarhús- næði og var húsnæðið allt innréttað á sem glæsilegastan hátt. Húsið var tekið í gegn frá grunni, innan dyra sem utan og hefur það, eftir fram- kvæmdirnar, sett skemmtilegan svip á gamla bæinn. Risinu var lyft og er húsið því um 260 fermetrar að stærð. Að sögn nágranna þeirra hjóna, sem DV talaði við, eru ibúar í hverfinu mjög ánægðir með fram- tak þeirra hjóna. „Það er búið að snyrta og laga húsin hér í kringum okkur þannig að það er mjög snyrtilegt og fallegt hér í kring. Við höfum alltaf búið í Njarðvík en erum ekki síður ánægð að vera komin hingað," sögðu Ágústa og Guðmundur. Ágústa er landsþekkt persóna, hún hefur verið umsjónarmaður fegurðarsamkeppni Suðurnesja í mörg ár og setið í dómnefnd þegar kjör fegurðardrottingar íslands fer fram. Guðmundur hefur samið nokkur lög og er flinkur með gítar- inn. -ÆMK Eigendur Persónu á nýja staðnum sem er hinn glæsilegasti. DV-mynd ÆMK • |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.