Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Síða 11
MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996 11 Fréttir Greiddi skattaskuld meö álkrónum: Gat ekkí beðið morguns Það er misjafnt hve þungt það liggur á mönnum ef þeir eiga skuld ógreidda og dæmi eru um menn sem aldrei skulda neinum neitt. Nótt eina í vikunni var maður nokkur að skemmta sér i miðborg- inni. Eitt mun þó hafa skyggt á gleði hans, hann átti ógreidda gamla skuld við skattayfírvöld. Þar sem mat mannsins var trúlega það að ekki mætti dragast til morguns að hreinsa samviskuna greip hann til varasjóðs sem hann átti. Setti hann peningana inn um lúgu hjá Skattstofúnni við Tryggvagötu i Reykjavík. Vegfarandi sá til mannsins bogra við lúguna og gaf sá síðarnefndi þá skýringu að hann væri að greiða gamla skuld. Þegar starfsfólk Skattstofunnar kom til vinnu blasti við greiðslan frá þessum skilvísa greiðanda, um það bil þrjár lúkur af peningum. Ekki fylgir sögimni hve há upphæð- in var en mestur hluti hennar var í gömlum álkrónum og tíeyringum enda um algeran varasjóð að-ræða. -ÞK Hér hefur samviskan verið hreinsuð og greiðslan komin í réttar hendur. DV-mynd GVA Timburframleiðsla á Húsavík DV, Húsavík. Timburframleiðsla hófst í síðasta mánuði hjá fyrirtækinu Aldin hf. á Húsavík en fyrirtækið var stofnað í október á síðasta ári. Fyrsti farmur- inn af trjábolum er þegar kominn í vinnslu en hann kom frá Bandaríkj- unum. Búið er að setja upp þann tækjabúnað sem þarf, byggja geymsluhús og einn þurrkklefa. Trjábolimir í fyrstu sendingunni eru að stærstum hluta til greni, ásamt harðviði. Trjábolimir eru sagaðir niður i borð og planka og síðan settir í þurrkklefann en þar er notaður jarðhiti til að þurrka við- inn og er þurrkunartíminn allt frá einum til tveimur dögum upp í mánuð. Að sögn Gunnlaugs Stefánssonar, framkvæmdastjóra Aldins hf„ er búið að vinna úr um það bil helm- ingi þess efnis sem kom í fyrstu sendingunni og fer sú framleiðsla á innanlandsmarkað. Von er á næsta farmi nú í júli og er meginuppistað- an í honum harðviður sem stefnt er að koma á markað í Evrópu. Einnig er verið að vinna að þró- unarmálum í sambandi við að nýta efnið sem gengur af viö sögun. Það má t.d. nota það í arineldivið, kurl fyrir blómabeð og jafnvel í litlar skjólgirðingar. -AGA Reykjanes: Gamli vitinn færður DV, Suðurnesjum: „Það tókst að færa gamla vitann en það var erfitt og slungið mál. Það var farið að falla undan vitanum. Þetta var áhættuverk að taka hann niður og var öryggis manna, sem unnu verkið, gætt í hvívetna," sagði Jóhann D. Jónsson, ferðamálafull- trúi Suðumesja. Fyrsti ljósvitinn, sem var reistur hér á landi árið 1878, hefúr verið tekin niður af Valahnúk, yst á Reykjanesi. Fjallaklifurdeild björg- unarsveitarinnar Suðumes sá um verkið sem tók rúman dag. Jóhann segir að bergið sem hann stóð á hafi gengið inn um 20 metra síðan fyrir 100 árum. „Hann verður endurbyggður á nýjum stað fyrir 120 ára afmæli þessa þáttar siglingasögu íslands. Við ætlum að hefja söfnun og leita eftir styrk frá Alþingi og öðrum að- ilum til þess að geta hafiö hleðslu á honum næsta sumar og ljúka því 1998. Hann verður á góðum stað á Reykjanesi þar sem almenningur hefur greiðan aðgang að honum og hann mun sjást bæði frá hafi og af landi,“ segir Jóhann D. Jónsson. -ÆMK KENWOOD kraftur, gœði, ending Ármúla 17, Reykjavík, sími 568-8840 £Jgmp shift— Skiptar: Grip Shift 300i 'Jmf Stell: 100% Cro-Moly /V léttmálmsgrind, IX' Mongoose hðnnun V Bremsur: Shimano Altus C-90 Krankur: Shimano Acera-X. i' Þrautreyndur \ . við (slenskar \ , aðstæður. „ r 21 gíra suimnncr NötShimano Acera-X úr áli með þéttingum Framskiplir: Shimano Acera-X Gjarðir: Mongoose VP-20 álgjarðir t Glrar: Shimano Acera-X i afsláttur Viðurk fnndir Nöf og krankar úr stáli eru venjulega óþétt og legur gefa sig fyrr. Grindur úr léttmálmi eru ryðfríar og mun léttari en stálgrindur. Aðeins alvöru fjallahjól byggja á léttmálmsgrind. ATH: Of stór og þung hjól geta valdið hryggskekkju hjá unglingum sem eru að vaxa. ðRIPTU Switchback Fullt verð kr. 36.820 Tilboðsverð kr. 25.774 30% afsláttur Jago ttur Threshold Fullt verð kr. 29.900 Tilboðsverð kr. 20.930 30% afsláttur 18 gíra (ekkisýnt) Maneuver Fullt verð kr. 25.556 Tilboðsverð kr. 17.889 30% afsláttur CAP G.A.PETURSS0N ehf Faxafeni 14 • Sími 568 5580 RAÐGREIÐSLUR PJAUAHJÖLABÚDM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.