Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aóstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Vinstriflokkar í kreppu Glæsilegur kosningasigur fyrrverandi formanns Al- þýðubandalagsins í forsetakosningunum er athyglisverð andstæða þess dapurlega ástands sem ríkir í þeim stjómmálaílokkum sem skilgreina sig til vinstri í ís- lenskum stjómmálum og eru nú allir í stjómarandstöðu. Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Kvennalistinn og Þjóðvaki eiga það sameiginlegt um þessar mundir að hafa mistekist að gera sig gildandi á baráttuvelli stjóm- málanna. Sumir þessara flokka, einkum Þjóðvaki og Kvennalistinn, glíma við alvarlegan tilvistarvanda, en aðra skortir ferska, traustvekjandi forystumenn sem geta náð til umtalsverðs hluta þjóðarinnar. Við slíkar aðstæður hafa gömlu hugmyndirnar um sameiningu vinstri aflanna enn einu sinni komist á dag- skrá. Formaður Alþýðubandalagsins, Margrét Frí- mannsdóttir, sem hefur látið lítið fyrir sér fara opinber- lega, hefur ritað hinum flokkunum bréf og boðið upp á viðræður um pólitískt samstarf með haustinu. Jafnvel þótt þar sé hvergi minnst á sameiningu hefur þetta meinleysislega bréf valdið úifaþyt innan Alþýðubanda- lagsins, þar sem þung orð hafa fallið ýmist um bréfa- skriftir formannsins eða gagnrýnina á þann gjöming. Á sama tíma hafa einstakir forystumenn í Alþýðu- flokknum og Þjóðvaka tekið upp óformlegar viðræður um hugsanlegt samstarf og jafnvel sameiningu í nýjum Jafhaðarmannaflokki íslands. En líka þar er hver hönd- in upp á móti annarri. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, gefur í skyn að sameining gæti tekist í haust ef Jóhanna Sigurðardóttir væri ekki helsti þröskuldur í vegi. Jóhanna kveðst ekki vera á leið í Al- þýðuflokkinn, og Guðmundur Árni Stefánsson, varafor- maður Alþýðuflokksins, segir að sameining þessara tveggja flokka í þriðja flokknum sé ekki á dagskrá. Kvennalistinn virðist eiga erfitt með að gera upp við sig hvert hann vill stefna i framtíðinni. Athyglisvert er að Guðrún Agnarsdóttir, sem var ein af forystukonum Kvennalistann um nokkurra ára skeið, hugar nú að pólitískri framtið sinni utan þeirra samtaka. Hvort sem eitthvað verður úr þeim hugmyndum sem Guðrún og stuðningsmenn hennar hafa viðrað um nýja hreyfingu til að fýlla meint tómarúm í íslenskum stjóm- málum, er ljóst að þar á bæ þykir Kvennalistinn nú allt of þröngur vettvangur til að ná árangri. Staða vinstriflokkanna meðal kjósenda er einnig afar veik samkvæmt skoðanakönnunum. Sérstaklega virðast Þjóðvaki og Kvennalistinn fylgislítil samtök um þessar mundir og litlar líkur á að það breytist á næstimni. Flestum ætti að vera ljóst að núverandi forystumenn vinstriflokkanna em langt í frá sammála um einfoldustu atriði hugsanlegrar sameiningar, hvað þá annað, enda virðist hún fjarlægari en nokkru sinni fyrr. Það kemur auðvitað ekki á óvart. Pólitísk sameining á vinstri vængnum hefur verið sú þokukennda draum- sýn sem margur stjómmálamaðurinn hefur séð í hyll- ingum á undanförnum áratugum - allt frá því Héðinn Valdimarsson klauf Alþýðuflokkinn á árunum milli heimsstríðanna til að sameinast kommúnistum. Síðan hafa ýmsir mætir menn stofnað ný, skammlíf samtök í þeim yfirlýsta tilgangi að sameina vinstrimenn í eina stjórnmálahreyfingu. Hvað eftir annað hefur verið efnt til viðræðna milli tveggja eða fleiri stjómmálafLokka og málin rædd í þaula. En sameiningin hefur alltað látið á sér standa. Fátt bendir til að á því verði breyting í fyrir- sjáanlegri framtíð. Elías Snæland Jónsson „Nú kostar hver vinnustund starfandi manns helmingi meira en í Bretlandi og um 20% meira en í USA.“ Hvað er að gerast í gósenlandinu Þýskalandi? Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur Gósenland er land allsnægta eins og allir vita en það var aust- an við óshólma Nílar í Egyptal- andi og var talið frjósamasta land- svæði landsins. Ættfaðir Gyðinga í þriðja ættlið, Jakob, ásamt kyn- stofni, settist þar að í fymdinni þeg- ar fóíkið flýði ör- birgðina í harðind- um í því landi sem heitir nú ísrael. Tvær vöggur, þrjár líkkistur Hvað hefur kom- ið fyrir hina óvið- jafnanlegu fram- leiðsluvél Þjóð- verja? Er hún farin að hiksta? Hún hef- ur gert Þjóðverja að sterkasta efna- hagsveldi í Evrópu á nokkrum áratug- um eftir stríð. Það sem er að gerast er einfaldlega hið sama og í velferðar- ríkjum Norður- landa og ýmislegt fleira. Yfirbygging- in (ríkisútgjöld) er komin að því að sliga þjóðarskút- una sem er að verða völt. Ríkisfjármálum hefur auk þess ver- ið íþyngt með gegndarlausum kostnaði vegna _______ uppbyggingar Austur-Þýskalands sem var í mun verra ástandi en reiknað hafði verið með. Kosningaloforð Kohls kanslara voru mjög dýr. Auk þess hefur rikið orðið að greiða Rúss- um í DDR nýtt húsnæði í heima- landi og „keypt“ Rússlandsþjóð- verja og komið þeim fyrir heima. Landsframleiðsla hefur að mestu staðið í stað frá 1990 á sama tíma og félagsútgjöld hafa aukist um ca 7%. Sagt er nú í landinu að tvær vöggur komi fyrir hverjar þrjár líkkistur! Svo er búið að vera lengi. Þjóðinni fækkar og eftir- launagreiðslur eru mjög hagstæð- ar. Fyrir hverja 100 starfsmenn eru nú 46 á eftirlaunum. Eftirlaunaframlag starf- andi fólks er nú 19% af launum og nægir ekki til. Enda verða nú flest- ir varir við búsældar- lega Þjóðverja á eftir- launum á ferðalögum um heim allan. Augljósar þver- stæður Atvinnuleysi hefur auk- ist hægfara í 4 milljónir og þar af er þriðjungur í austurhluta. En sagt er að sjö milljónir starfa vanti. Þetta er að vísu ekkert meira atvinnu- leysi en í flestum EB- ríkjum og minna en víða. Laun eru með þeim hæstu í heimi en „Vegna hinna fjölmörgu ellilífeyris- þega, sem veröa sífellt eldri og tæknin í læknavísindunum vex stööugt, veröur hún dýrari meö hverju árinu og ríkiö greiöir sífellt meira því sjúkratryggingar nægja ekki. Þaö er eins og maöur hafi heyrt þetta hét.u það gerir samkeppnisstöðu gagn- vart öðrum löndum erfiða. Stöðugt fleiri störf eru lögð niður af þess- ari ástæðu en þetta er vandamál sem nánast allar velmegunarþjóð- ir heims glíma við. En skoðum málið nánar. Unnt er að sjá það í öðru ljósi. Er það vont að atvinna i fátækum löndum aukist vegna framleiðslu á vörum til sölu í velferðarríkjum? í nýaf- stöðnum forsetakosningum mátti heyra augljósar þverstæður úr munni frambjóðenda. Þeir vildu hagnast á fátækum löndum með sölu á (dýrum) framleiðsluvörum íslendinga en ég heyrði engan þeirra minnast á aukna þróunar- aðstoð! Þýsk iðnfyrirtæki fjárfesta í stórum stíl í öðrum löndum í alls konar iðnaði og m.a. til sölu á heimamarkaði. Stóru iðnfyrirtæk- in, eins og t.d. bílaframleiðendur, reisa útibú um nánast heim allan. Að vísu eru þau til sölu bíla er- lendis en á meðan eru ekki keypt- ir bilar að heiman. í bílaiðnaði Þýskalands eru nú greidd hæstu laun í heimi. Þessi þróun kemur ekki nema óbeint ríkisfjármálum við. Meðan fjárfest er erlendis er það ekki til hagsbóta fyrir ríkis- sjóð i fyrstu. En lagður er grund- völlur að framtíðinni. Nú kostar hver vinnustund starfandi manns helmingi meira en í Bretlandi og um 20% meira en í USA. Heil- brigðismálin eru þung í skauti eins og víða annars staðar. Vegna hinna fjölmörgu ellilífeyrisþega, sem verða sífellt eldri, og tæknin í læknavísindum vex stöðugt verð- ur hún dýrari með hverju árinu og ríkið greiöir sifellt meira því sjúkratryggingar nægja ekki. Það er eins og maður hafi heyrt þetta hér. Að vísu greiðir starfandi fólk megnið af heilbrigðiskostnaði, eft- irlaunagreiðslum og atvinnuleys- isbótum, en ríkið hefur ekkert svigrúm til að hækka skatta m.a. af þeim sökum. Svört atvinnu- starfsemi vex óðfluga. Sumir segja bæði i alvöru og gríni að það verði að færa laun al- mennt niður um 20% til að gera þýskan iðnað samkeppnisfæran á nýjan leik og vinna bót á atvinnu- leysi. Velferðarríkið, sem byggist á grunni Bismarcks frá lokum síð- ustu aldar og snillingsins Erhards fi;á sjötta áratug aldarinnar, verð- ur að skilgreinast og endurskipu- leggjast á nýjan leik. Dr. Jónas Bjamason Skoðanir annarra Skilaboð kjósenda „Kjör Ólafs Ragnars Grímssonar til embættis for- seta íslands felur í sér ákveðin skilaboð frá kjósend- um. Ekki um „vinstri sveiflu" eða að „hægri bylgj- an“ sé aö hníga, heldur um að jarðvegur sé fyrir hendi fyrir því að fólk geti fengist til þess að endur- skoða hefðbundna afstöðu sína ef því stendur til boða trúverðugur kostur til þess að geta gert það. Talsvert umrót getur verið í aðsigi. Það er ekki spumihg." Sighvatur Björgvinsson í Alþbl. 5. júlí. Góður maður stjórnmála- maður? „Stjómmál era ekki fegurðarsamkeppni sálarinn- ar, heldur vettvangur til að láta hlutina gerast. Til stjórnmála veljast menn sem er ekkert heilagt þegar til kastanna kemur. Menn sem jafnvel stíga á strik og svindla, allt frá því þeir léku sér fyrst í parís á gangstéttinni fyrir utan húsið heima hjá foreldrum sínum. Boðorð kristinna manna era þeim enginn sérstakur farartálmi á pólitískum ferli og gætu oft verið frekar skrásetning á syndum þeirra. Að vera góður maður er ekki sama og að vera góður stjóm- málamaður." Ásgeir Hannes í Tímanum 5. júlí. Vil ekki flytja á Skagann „Ég er með fjölskyldu í bænum og yngstu bömin mín era að byrja í skóla. Ég get ekki verið að rífa þau upp úr hverfi sem þau hafa fæðst og alist upp í og byrja upp á nýtt í nýju umhverfi.... Það er nátt- úrlega allt falt fyrir peninga. Það yrði þá líka að vera vel boðið. Ég myndi þá líklegast keyra á milli en skilyrði fyrir því er að laun yrðu í samræmi við þá fyrirhöfn. Ég hef áður sótt um starf utan höfuðborg- arsvæðisins en í þeim tilvikum hefur verið um bet- ur launuð störf að ræða.“ Kristinn Ólafsson í viðtali við Mbl. 5. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.