Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Page 15
MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996 15 Vitlaus viðhorf .. menn veiddu að mestu þær tegundir sem þeir vildu sjálfir sækja í við hentugustu aðstæður, með tilliti til framboðs og eftirspurnar," segir Gísii m.a. í greininni. Mánudaginn 24 júní sl. setti al- þingismaðurinn Kristján Pálsson fram á kjallararit- völlinn grein um að veiðileyfagjald leiddi til hækk- unar á verði leigu- kvóta. Þingmaðurinn sér ekki frekar en margir aðrir bjálkann í eigin auga þegar hann fjallar um fisk- veiðistjórnunar- málin. Braskið með kvóta fram og til baka á sér stað vegna þess að kerf- ið, sem stjórnað er með, býður upp á vinnubrögð sem þekkt eru orðin, svo sem að út- gerðarmenn leigja frá sér hluta kvótans í upphafi vertíðar og stinga hagnaðinum í eigin vasa. Þegar svo liðið er á vertíð leigja þeir til skipsins kvóta með þátt- töku áhafnar, sem verður að sæta duttlungum viðkomandi aðila í slikum tilvikum, eða missa skips- pláss og þá er venjulega lítið orð- ið til skiptanna fyrir áhöfnina og jafnvel ekkert, þegar um er að ræða að leigja til viðkomandi skips með afla, t.d. þorsk með kolaafla eða einhverri annarri tegund. Veiðileyfagjald á rétt á sér Auðvelt er að setja fram rök fyr- ir því að braskað sé með óveiddan fisk í sjó fyrir a.m.k. 3 milljarða króna innan kvótakerfisins. Al- þýðuflokkurinn hefur sett fram tillögur um á hvern hátt væri skynsamlegt að leggja á veiðileyfagjald. Sérstaklega hefur verið lagt til af okkar hálfu, að þegar aukið verður viö kvótann verði notað tækifærið til að fram- kvæma það. Alþýðuflokkurinn hefur sett fram, með undirtekt ritstjóra Morgunblaðs- ins, með undirtekt æ fleiri aðila innan at- vinnugreinarinnar, með undirtekt einhverra þingmanna Framsókn- arflokksins, með undir- tekt allra þingmanna Þjóðvaka, rök fyrir því að hæfilegt lágt gjald leiði til stöðugleika og styrki atvinnufyrirtæki, með því að gjaldið rénni til stoð- greina atvinnuvegarins, svo sem HAFRÓ og Landhelgisgæslu. Breyta verður heimildum til takmarkalauss framsals eins og eru í gildi. Það eru þær reglur sem leiða til brasks og svindls með fiskveiðiheimildir, með þeim afleiðingum að fiskverð er óeðli- lega hátt á mörkuðum og hlutur sjómanna veru- lega skertur. Svona sóðaskap- ur er „þrákjálki kerfisins“, með stuðningi þing- mannsins Krist- jáns Pálssonar við að slíkt skuli leyft, og er leitt til þess að vita. Brottkast og barningur Braskið hefur leitt til þess að þeir sem hafa neyðst til að leigja sér kvóta koma aðeins með verð- mætasta fiskinn að landi. Afleið- ingin er að í talsverðum mæli er verðminni fiski kastað dauðum i sjó því mönnum hefur verið ljóst að ekki fengist það verð fyrir þann fisk sem næmi leiguverði. Jafnvel hafa þeir sem lítinn kvóta hafa orðið að grípa til sama ráðs. Þetta er afleiðingin af röngum stjórnunarreglum, og útgerðir hafa i mörgum tilvikum barist í bökkum við að ná saman endum. Því segjast sumir vera í brottkasti og barningi, a.m.k. þeir sem ekki hafa spilað nægj- anlega vel eftir óskrifuðum stjórnunaraðferðum kerfisins. Ég veit að fjölmargir sjómenn, sem og margir aðrir landsmenn, hafa gert sér grein fyrir þessum atriðum sem ég er að skrifa um. Menn hafa óskað eftir að skoðað- ir verði möguleikar á fjármagns- stýringu veiðanna á þann veg að hverju skipi verði reiknað til- tekið verðmæti sem það má veiða eftir kerfi sem má yfirfæra frá núverandi úthlutuðum kvót- um. Það leiddi af sér að ákveðna rýmd þyrfti á úthlutuðu magni, en þegar heildarverðmæti væri náð væru heimildir uppurnar. Engum fiski yrði kastað í slíku kerfi, menn veiddu að mestu þær tegundir sem þeir vildu sjálfir sækja í við hentug- ustu aðstæður, með tilliti til framboðs og eftirspurnar. Það hlýtur að koma að því að LÍÚ sjái hagkvæmni í þvi að koma öllum afla á land, undirmálsfiski sem og öðrum afla. Að þessu skulum við vinna, félagi Krist- ján! Gísli S. Einarsson Kjallarinn Gísli S. Einarsson þingmaður Alþýðu- flokksins á Vesturlandi „Menn hafa óskað eftir að skoð- aðir verði möguleikar á fjár- magnsstýringu veiðanna á þann veg að hverju skipi verði reiknað tiltekið verðmæti sem það má veiða eftir...“ Afnám línutvöföldunar Á síðasta vetri voru mörg mik- ilsverð mál sjávarútvegsins til af- greiðslu á Alþingi og lauk flestum farsællega. Þar á meðal voru mál- efni trillukarla en þar fékkst fram nauðsynleg leiðrétting á lögunum um stjórn fiskveiða þannig að hlutdeild þeirra í heildarúthlutim á þorski er 13,9%, breytt skilgrein- ing róðrardaga náöi fram, fjöldi róðrardaga o.fl. f stuttu máli þá var samþykkt cdlt það sem Lands- samband smábábátaeigenda hafði samið um við Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra. Það vakti athygli við vinnslu málsins í sjávarútvegsnefhd Al- þingis að fulltrúar Framsóknar- flokksins voru tilbúnir til að fóma samkomulaginu fyrir aðra hags- muni ef marka má yfirlýsingar þeirra i DV. Það hafði þó engin áhrif sem betur fer og var sam- komulagið samþykkt óbreytt með yflrgnæfandi fjölda atkvæða á þinginu. @.mfyr:Línuveiði leggst af Það olli mér miklum vonbrigð- um við breytingu á lögunum um stjórn fiskveiða að þar var lætt inn afnámi á svokallaðri línu- tvöfóldun. Línutvöfóldunin var sett á fyrir u.þ.b. 10 árum til að hvetja útgerðir til línuveiða að vetrinum á þeim tíma þegar hún var lítið stund- uð. Það var gert til að auka vinnu í landi og fram- boð á ferskum fiski yfir vetrar- tímann. Allt þetta hefur haft tilætluð áhrif og því litt skiljan- legt að leggja niður línutvöföldunina sem var sá bónus sem veiðarnar byggðust á. Afleiðingar þessarar ákvörðun- ar eiga eftir að koma í ljós, en það er mitt mat að þetta leiði til þess að línuveiðar leggist af nema á stórum línuveiðurum sem vinna aflann um borð og svo krókabát- um. Röksemdir þeirra sem harð- ast gengu fram í að réttlæta afnám línutvöfóldunarinnar voru að úti- legubátamir veiddu svo mikið og veiðitíminn styttist stöðugt vegna aukinnar sóknar þeirra. Ég tel að þetta hefði auðveldlega mátt laga með því að heimila aðeins línu- bátum á dagróðrum, sem fiska fyrir land- vinnsluna, að veiða úr pöttinum. Full- vinnsluskipin áttu að veiða eigin kvóta og engan bónus að fá. Glötuð atvinnu- tækifæri Ef litið er á þau at- vinnutækifæri sem línutvöföldunin get- ur gefið, þá er hér um einfalt reiknings- dæmi að ræða. Á síðasta vetri veiddu aflamarksbátar um 34.700 tonn á línu á tvöföldunartímabil- inu. Ef heimildin til veiða úr tvö- földuninni væri aðeins bundin við landróðra og beitingu í landi, þá skapar þessi veiðiskapur um 600 beitingamönnum vinnu í 4 mánuði ef hver beitir 6 bala á dag að méðaltali. Þetta eru um 58.000 vinnudagar sem munu hverfa að mestu við afnám tvöföldunarinn- ar. Línuveiðar eru einnig umhverf- isvænsti veiðiskapur sem völ er á og mjög í takt við þá hugsun sem náttúruverndarsamtök um allan heim hafa varðandi umgengni um auðæfi sjávar. Það er því mjög eðlilegt og rétt- lætanlegt að umbuna þeim sem stunda slík- an veiðiskap með þeim hætti sem hér hefur tíðkast til skamms tíma. Slíkt er hagsmunum okkar íslendinga til fram- dráttar á alþjóðavett- vangi og til þess fall- ið að opna augu al- mennings í heimin- um fyrir því að hér er rekin umhverfis- og náttúruvæn fisk- veiðistefna. Þess þurfum við með þeg- ar umhverfissamtök reka áróður gegn lýsisnotkun vegna óheftra bræðsluveiða annarra þjóða. Að setja allan afla í kvóta á skip er hörð stefna sem þrengir stöðugt að þeim sem lítið eiga og eru að byrja í útgerð. í kvótakerf- inu er margt sem betur má fara og alveg ónauðsynlegt að taka úr því þá fáu þætti sem enn má kalla mannlega. Afnám línutvöföldunarinnar er því kórvilla að mínu mati sem ætti að leiðrétta við fyrsta tæki- færi. Kristján Pálsson „Línuveiðar eru einnig umhverfís- vænsti veiðiskapur sem völ er á og mjög í takt við þá hugsun sem náttúruverndarsamtök um allan heim hafa varðandi umgengni um auðæfí sjávar.“ Kjallarinn Kristján Pálsson alþingismaður Meö og á móti Landmælingar íslands til Akraness Sjálfsagt „Með ákvörð- un Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráð- herra um að flytja Landmæl- ingar íslands á Akranes hefur loksins verið tekin ákvörðun arstjórl á Akranesi. um að flytja veigamikla stofnun út fyrir höf- uðborgarsvæðið. Guðmundur á því heiður skilinn fyrir áræðni og framsýni. Það hefur um ára- tugaskeið verið baráttumál þeirra sem búa á landsbyggðinni að fá til sin hluta af þeirri stjórn- sýslu sem er í höfuðborginni til þess að styrkja landsbyggðina með þvi að auka fjölbreytni at- vinnulifs. Hér áður fyrr, á dög- um fátæklegra fjarskipta og sam- gangna, var eölilegt að þjappa stjómsýslunni saman á höfuð- borgarsvæðinu. í dag, á tímum intemets, tölvupósts og faxtækja, er öldin önnur. Verkefhi ýmissa stofnana má leysa vel af hendi þó svo stofnunin sé ekki í Reykja- vík. Á höfuöborgarsvæðinu er kallað eftir jöfnun atkvæðisrétt- ar, en á landsbyggðinni er á móti kallað á eðlilega hlutdeild í stjórnsýslu landsins. Ríkisstjóm- in og alþingismenn hafa tekið undir þetta sjónarmið lands- byggðarinnar og nú loks er lagt í að ryðja brautina. Akraneskaupstaður fagnar ákvörðun umhverfisráðherra og mun leggja sitt af mörkum til að flutningurinn takist sem best og að starfsmenn Landmælinga ís- lands verði ánægðir á Akra- nesi..“ Pólitískt pennastrik „Enn á ný kemur fram hugmynd um að flytja rikis- stofnun út á land og í þetta sinn em það Landmæling- ar íslands. Samkvæmt fréttum úr Guðmundur Hafberg verkfræðingur. fjölmiðlum virðist hér fyrst og fremst um pólitiska ákvörðun að ræða enda hefur það ekki verið neitt launungarmál í yfirlýsing- um ráðamanna. Að mínu mati er þetta röng ákvörðun sem mun hafa í för með sér óhagræðingu fyrir helstu viöskiptavini og samstarfsaðila Landmælinga ís- lands þrátt fyrir betri samgöngur og aukna möguleika að senda gögn með tölvutækni milli aðila. Staðsetning stofnunar eða fyrir- tækis hlýtur alltaf að vera miðuð við bestu legu við markaðinn s'em á að þjóna og gildir það jafnt um opinberar stofnanir sem einkarekin fyrirtæki enda hefur það verið nefnt að markaðs- .og söludeild eigi jafnvel að vera staðsett í Reykjavík! Að mínu mati hljóta að þurfa að liggja gild rök fyrir því hvers vegna flytja eigi stofnun sem Landmælingar íslands úr Reykjavík til Akra- ness. Slíkt hefur augljóslega um- talsverðan kostnað í för með sér auk vandamála sem koma upp í flutningi starfsmanna milli sveit- arfélaga og ekki víst að þeir fylgi stofnuninni þegar hún verður flutt. Engin rök liggja því fyrir, önnur en pólitísk pennastrik, hvers vegna flytja eigi Landmæl- ingarnar upp á Skaga og þarf slík ákvörðun að skoðast betur.“ -ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.