Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996 Fréttir i>v Slippstöðin: Eignast 20 prósent í vélsmiðjunni Stáli á Seyðisfirði DV, Seyðisfirði í vikunni keypti Slippstöðin hf. 20% af hlutafé Vélsmiðjunnar Stáls hf. á Seyðisfírði. Forsvarsmenn fyr- 'irtækjanna beggja segja að auk hlutabréfakaupa Akureyringa hafi grundvöllur verið treystur með skuldbreytingum á lánum Stáls hf. Theódór Blöndal framkvæmda- stjóri segir að sú endurskipulagning sem nú sé orðin geri það mögulegt að greiða niður skuldir og koma fjárhagsstöðu í viðunandi horf. Verkefnastaðan sé góð og nú standi fyrirtækið á traustari fótum og rekstrarhorfur á árinu séu góðar. Theódór bendir einnig á að fyrir- hugað sé að efla samstarf fyrirtækj- anna á ýmsum sviðum, s.s. í mark- aðs- og sölumálum. Hann bendir einnig á að þessi tvö fyrirtæki hafi sérhæft sig hvort á slnu sviði síð- ustu misserin. Vélsmiðjan Stál hafi sérhæft sig í nýsmíði og viðgerðum fyrir fiskimjölsverksmiðjur. Á sama tíma hafi Slippstöðin hf. sérhæft sig í nýsmíðum og viðgerðum fiski- skipa auk smíði og uppsetningu fiskvinnslubúnaðar. Vegna mikilla sveiflna, sem oftast fylgi slíkri starfsemi, sé þeim sem í málmiðnaði eru nauðsynlegt að hafa starfsemina sem breiðasta og fjölbreyttasta. Þessi fyrirtæki hafi sínar sterkustu hliðar á nokkuð ólíkum sviðum. Aukið samstarf eigi að geta jafnað sveiflurnar hjá þeim hvoru fyrir sig. Fyrirtækin hafa haft nokkurt samstarf undanfarið og er ætlunin að auka það. Stjórnun þeirra er þó aðskilin og sjálfstæði þeirra óskert. í Vélsm. Stáli starfa að jafnaði 30 manns. Þetta er því stór vinnustað- ur hér og vona því allir að þetta sé og verði heillaskref. -J.J Sumarferðir á vélsleöum eru virisælar meðal feröamanna. Það jafnast fátt á við að þeysa um hjarnið í sól og blíöu. Hér má sjá fólk frá Langjökli hf. á ferð um Langjökul. í baksýn má sjá Hlöðufeil. DV-mynd Ágúst Aukabla5 um Miðvikudaginn 24. júlí mun aukablað um ferðir innanlands fylgja DV. í þessu blaði verður fjallað um útihátíðir um verslunar- mannahelgina. Efni blaðsins verður að öðru leyti tengt flestu því sem er á boðstólum vegna ferðalaga innanlands. Fjallað verður um afþreyingarvalkosti, viðlegu- og annan ferðabúnað og ýmsa athyglisverða staði og ferðamöguíeika. Umsjón efnis hefur Ingibjörg Óðinsdóttir blaðamaður. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa íþessu aukablaði eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Guðna Geir Einarsson í síma 550 5722 á auglýsingadeild DV. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn lö.júlí. ATH! Bréfsími okkar er 550 5727 I Auglýsingar U "" írffl.,,; JMi Sími 550 5000. bré: Sími 550 5000, bréfasími 550-5727. Krabbameinssjúk börn í sumarbúöir erlendis Hópur barna og unglinga fór ný- lega í sumarbúðir á írlandi og í Bandaríkjunum á vegum Pauls Newmans. Þessar sumarbúðir eru reknar fyrir ágóða sem hlýst af sölu matvara Pauls Newmans, vör- um eins og örbylgjupoppi, spag- hettisósum o.fl. Styrktarfélagi krabbameins- sjúkra barna barst boð um að senda unglinga í félaginu i sumar- búðirnar, fimm einstaklinga ásamt tveimur hjúkrunarfræðingum til írlands og tvo ásamt einum hjúkr- unarfræðingi til Bandaríkjanna. Dvölin í sumarbúðunum er þátt- takendum að kostnaðarlausu en SKB og þeir sem fara standa straum af ferðakostnaði. Félagið lítur á þetta sem kosta- boð sem ekki er hægt að hafna. Kostnaðurinn af ferðunum er um það bil 650.000 krónur og er nefnd- um aðilum ofviða. Því var ákveðið að leita til nokkurra fyrirtækja varðandi fjárstuðning. Eftirtalin fyrirtæki tóku þessari bón mjög vel: Karl K. Karlsson hf., Glaxe Wellcome ehf., Pharmaco hf., Vifilfell hf., VISA-ísland, Sjóvá- Al- mennar, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, Stefán Thorarensen hf., íslenskar sjávarafúrðir og Jöklar hf. Flogið var með Flugleiðum. -ÞK IMíiiia i IfléfaisaiAclÍ Þeistareykir Sendinn melur Sandorpið hraun, móar. Sáning lúpínu Þeistareykir Sáning grastegunda Gróðureyja Gróðursetning lúpínu 07 CO O / OJ O Laxá Yfirborð Hólasands Sandvatn Mývatn flðferð ræktunar Sandvatn Mývatn DVj Suður-Þingeyjarsýsla: Stefnt a að græða upp Hólasand - gagnrýni á að lúpínu Hafin er athugun Skipulags ríkis- ins á mati á umhverfisáhrifum upp- græðslu Hólasands í Suður-Þingeyj- arsýslu. Fi-amkvæmdaraðili verks- ins er Landgræðsla ríkisins og hef- ur Skógrækt ríkisins unnið frum- mat á umhverfisáhrifum hennar. Stefnt er að því að stöðva jarðvegs- rof, græða upp Hólasand og skapa þannig sjáifbæran gróður á svæðinu sem á að þola sumarbeit sauðfjár og ríkjandi veðurlag. Friðun svæðisins fyrir beit er rúmlega 30 ára og er tal- in forsenda fyrir árangri í endur- heimt gróðurþekju á skömmum tíma en Hólasandur hefur verið girtur af með rafmagnsgirðingu. Helsta aðferðin sem notuð verður til gróðurframvindu er að sá lúpínu í stóran hluta Hólasands. Upp- græðsla lúpínu er talin mun ódýrari og varanlegri en sáning grasfræs og dreifing tilbúins áburðar á gróður- rýr svæði. Á skjólsælum stöðum verður gróðursett víðir, birki, elri, lerki og fleiri tegundir sem eiga að mynda gróðureyjar. Grasi verður síðan sáð með fram jöðrum Hóla- sands til að skapa fræset fyrir birki og víði. Fram hefur komið gagnrýni á þá veröi sáð í stórum stíl áætlun að nota lúpínu í stórum stíl við uppgræðslu Hólasands. Einkum hefur verið bent á að lúpína geti breytt ásýnd landsins á skömmum tíma og geti orðið nær einráð í gróð- urfari. í frummatsskýrslu er greint frá því að framkvæmdin muni líklega breyta verulega ásýnd svæðisins því lúpínan verði áberandi í nokkra áratugi á þeim svæðum þar sem henni verður sáð. Bent er á að erfið skilyrði á Hólasandi geti orðið til þess að lúpínan eigi sums staðar erfitt uppdráttar á svæðinu. Óskað eftir umsögnum Stefnt er að því að ljúka við sán- ingu lúpínu og grass á Hólasandi á 10 árum en gróðursetning gróðu- reyja mun líklega halda áfram eftir það. Skipulag ríkisins hefur óskað eftir umsögnum um framkvæmdim- ar frá sveitarstjórnum nokkurra hreppa og auk þess frá Hollustu- vemd, Náttúruverndarráði og Þjóð- minjasafni íslands. Enn fremur hef- ur verið óskað eftir sérfræðiáliti Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.