Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996 31 Fréttir Mývatnssveit: Samkomulag um afréttar- girðingu gert í sumar - reiknað með breyttum upprekstri sauðQár árið 1998 DV, Akureyri: @megin:„Það má segja að í heild sinni séu upprekstrarlönd Mývetn- inga óbeitarhæf, en þegar þessi girð- ing verður komin horfir málið allt öðruvísi við, enda verður þá búið að girða það versta frá. Ég reikna með að í sumar verði gert samkomulag við landeigendur og sveitarstjóm Skútustaðahrepps um endanlega legu girðingarinnar og framkvæmd- ir hefjist þá næsta sumar,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri. „Þetta snýst um það í fyrstu að girða það land sem að einhverju leyti er hæft til beitar frá óbeitar- hæfu landi. Ef við tölum um miðju svæðisins, sem er sunnan og austan við Dimmuborgir, þá verður vænt- anlega girt þaðan og að Suðurá ann- ars vegar, og í austurátt yrði girt austur að Jökulsá. Sú girðing myndi þá liggja á mörkum Búrfells- hrauns og þess gróðurlendis sem þar er og þar með yrði versta sand- fokssvæðið friðað," segir Sveinn. Hann segir að áætlunin sem slík sé mun víðtækari en þetta sé fyrsti áfanginn. Stefnt er að því að bænd- ur í Mývatnssveit vinni sjálfir við girðinguna undir stjórn Land- græðslunnar, en girðingin verður 70-80 km löng og þetta er fram- kvæmd upp á 10-12 milljónir króna. „Ég á ekki endilega von á þvi að þessi framkvæmd þýði breytingu á upprekstrarmálum Mývetninga næsta sumar, en það myndi hins vegar gerast árið 1998 þegar búið verður að girða verstu svæðin af,“ segir Sveinn. -gk Plontugjof ASI groður- sett í Vinaskógi Forystumenn Alþýðusambands íslands lögðu skógrækt í landinu lið fyrir skömmu er gróðursettar voru í Vinaskógi 80 trjáplöntur sem ASÍ færði forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, og íslensku þjóð- inni að gjöf. Tilkynnt var um gjöfina' í boði sem forseti íslands hélt þann 12. mars síðastliðinn í tilefni af 80 ára afmæli sambandsins. Ein trjáplanta var gefin fyrir hvert ár i sögu þess. Miðstjórn ASÍ sá um gróðursetning- una undir vaskri stjórn þriggja for- seta: frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, Grétars Þorsteins- sonar, nýkjörins forseta ASÍ, og Benedikts Davíðssonar, fýrrverandi forseta ASÍ. Frá gróðursetningu trjáplöntugjafar ASÍ í Vinaskógi. íþróttamenn í Rangárvallasýsla: Ungt fólk í efstu sætunum DV, Suöurlandi: Elías Ágúst Högnason, frjáls- íþróttamaður úr UMF Þórsmörk, var kjörinn íþróttamaður Rangár- vallasýslu 1995 nýlega. Hann er 16 ára og æfir nú með hópi sem nefnist FRÍ 2000 og samanstendur af efni- legasta íþróttafólki landsins með ólympíuleikana 2000 í Sydney aö takmarki. í öðru sæti varð glímu- konan Andrea Ösp Pálsdóttir, Garpi. Björgvin Reynir Helgason skákmaður, Umf. Heklu, varð þriðji. Andrea Ösp er fædd 1984 en Björg- vin 1982 svo unga kynslóðin varð sigursæl í kjörinu. Veittar voru við- urkenningar í 14 íþróttagreinum sem stundaðar eru í sýslunni. -jþ Hluti verðlaunahafanna og fulltrúar þeirra á héraðsvöku Rangæinga. Fremst eru Björgvin Reynir og Andrea með Eiías Ágúst á milli sín. DV-mynd JÞ Ný lög um tóbaksvarnir Frá og með 1. júlí er bannað að selja eða afhenda bömum og ung- lingum yngri en 18 ára tóbak sam- kvæmt nýjum lögum um tóbaks- varnir. Aðrar breytingar í lögun- um eru þær að reykingar éru al- veg bannaðar í grunnskólum, leik- skólum, dagvistum barna og húsa- kynnum sem ætluð eru til félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga. Einnig eru reykingar i framhaldsskólum og sérskólum bannaðar. Bannið nær einnig yfir heilsu- gæslustöðvar, læknastofur og sjúkrahús en þó má leyfa reyking- ar sjúklinga samkvæmt ákvæðum í reglugerð sem ráðherra mun setja. Framlög til tóbaksvama aukast úr 0,2% í 0,7% af brúttósölu tóbaks sem þýðir að yfir þrjátíu milljónir króna fara á næsta ári til ráðstöf- unar til kynningar- og fræðslu- starfs og annarra tóbaksvarna en hefðu verið um níu milljónir sam- kvæmt eldri lögum. 10-50% afsláttur Blaserjakkar Kápur - Sumarúlpur - Heilsársúlpur Opnum kl. 8.00, nema laugardaga kl. 10.00. ttWSIÐ Mörkinni 6, sími 588-5518 GRAND CHEROKEE LTD ÁRGERÐ 1996 Þessi bíll er hlaðinn aukahlutum. Kostar 4.750.000 en fæst á 4.450.000 stgr. Bíldshöfða 5, 112 Reykjavík, s. 567 4949 f;ill HVÍTT: normal ► Hárlakk ► Froöa RAUTT: stlft meö glans ► Hárlakk ► Froða ► Gel Gel -vax BLÁTT: mjög stíft ► Hárlakk ► Froða ► Gel ► Blautgel Hársnyrtivörur sem fara vel með hárið Vernda hárið gegn UV geislum sólar Þola vel rok og rigningu Umboðsaðili Schwarzkopf á íslandi Suðurgötu14 • S: 552 1020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.