Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996 Bent Scheving Thorsteinsson Flytur til Flórída „Ég er búinn að kaupa mér hús í Orlando í Flórída svo að ég ætla að hafa langt bil á milli mín og þessara manna.“ Bent Scheving Thorsteinsson sem átt hefur í deilum við nágranna sína í fjöl- býlishúsi í Reykjavík, í DV. Ummæli Allt falt „Það er náttúrulega allt falt fyrir peninga. Það yrði þá líka að vera vel boðið.“ Kristinn Ólafsson, starfsmaður Land- mælinga um hvort hann muni vinna hjá stofnuninni eftir flutning hennar upp á Skaga, í Morgunblaðinu. Fer hvergi „Ég fer ekki upp á Skaga.“ Guðný Birna Rosenkjær, starfsmaður Landmælinga, í Morgunblaðinu. Jeltsín ekki Súperman „Hann er ekkert ofurmenni. Hann er maður eins og allir hin- ir.“ Naína Jeltsín um hinn ótrúlega sigur- sæla eiginmann sinn, í DV. Mozart. Tímabær leiðrétting Mannskepnunni finnst ynrleitt lítt gaman að viðurkenna mistök sin. Stofnanir og fyrirtæki eru svo enn þá tregari en einstaklingar að viðurkenna að þau hafl haft rangt fyrir sér. Það tók til dæmis breska blaðið Observer 199 ár og 27 daga að leið- rétta frétt sína af dauða Wolfgangs Amadeusar Mosarts. Þann 20. janú- ar árið 1991 birti Observer afsökun- arbeiðni vegna ónákvæmnar frétt- ar af dauða tónskáldsins. Uppruna- lega fréttin hafði haldið því fram að Mozart væri Þjóöverji og hefði dáið þann 15. desember 1791. í leiðrétt- ingunni stóð: „Við getum nú stað- fest að tónskáldið lést þann 5. des- ember og var Austurríkismaður. Við biðjum fjölskyldu hans afsök- unar á þeim óþægindum sem frétt okkar hefur valdið." Blessuð veröldin Rólyndir lesendur Lesendur hinna finni bresku blaða eru yfirleitt rólynt fólk svo að kannski kom þessi tilkynning þeim ekki svo mjög á óvart. Allavega hef- ur konunni frá Fiji-eyjum, sem skilaði inn árið 1966 lausn að kross- gátu Times frá árinu 1932, örugg- lega ekki brugðið mikið við leið- réttingu Observermanna. Veðrið í dag: Hlýjast norðaustanlands Um 400 km suðvestur af Reykja- nesi er 1002 mb lægð sem þokast austnorðaustur. í dag er búist við sunnan- og suð- austangolu eða kalda. Rigning eða Veðrið í dag súld verður með köflum sunnan- og vestanlands en þurrt að mestu á Norðausturlandi. Hiti verður á bil- ínu 10 til 18 stig, hlýjast norðaustan- lands. Á höfuðborgarsvæðinu má búast við hægri, breytilegri átt á morgun og rigning eða súld verður öðru hverju. Hiti verður á bilinu 9 til 13 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.42 Sólarupprás á morgun: 3.24 Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.52 Árdegisflóð á morgun: 12.22 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjað 12 Akurnes úrkoma í grennd 12 Bergsstaöir úrkoma í grennd 11 Bolungarvík alskýjað 11 Egilsstaðir léttskýjað 16 Keflavíkurflugv. rigning 11 Kirkjubkl. skýjað 14 Raufarhöfn léttskýjað 10 Reykjavík súld á sið. klst. 11 Stórhöföi skýjað 12 Helsinki skýjað 17 Kaupmannah. skýjað 15 Ósló skruggur 18 Stokkhólmur skýjað 18 Þórshöfn hálfskýjað 10 Amsterdam skúr á síð. kls. 15 Barcelona skýjað 25 Chicago heiðskírt 23 Frankfurt skýjað 16 Glasgow léttskýjað 16 Hamborg hálfskýjaö 18 London léttskýjað 18 Los Angeles þokumóða 16 Lúxemborg skýjað 16 Madríd skýjað 23 Mallorca léttskýjað 29 París rigning 17 Róm léttskýjað 27 Valencia léttskýjað 30 New York heiðskirt 22 Nuuk þoka í grennd 2 Vin skýjaö 21 Washington þokumóða 24 Winnipeg skýjað 14 Alexander Guðmundsson smyrjari Krakkinn bara fæddist Alexander Guðmundsson varð aldeilis fyrir skemmtilegri lífs- reynslu á fostudaginn. Kona hans, Brynja Dögg Ingólfsdóttir, fæddi þá dóttur á fremur óvenjulegum stað. Þau hjónin voru á leið á fæð- ingardeildina þegar Brynja ól barnið í stigaganginum í fjölbýlis- húsinu sem þau búa í í Breiðholti. Maður dagsins „Það bara fæddist krakkinn. Við vöknuðum klukkan fimm. Þá var hún komin með hríðir. Við byrjuðum að taka okkur saman og hringdum niður eftir. Ég fór í föt- in og við ætluðum að fara að leggja af stað. Hún var lögð af stað niður stig- ann þegar hausinn á krakkanum kom bara út. Þá fór hún aftur Alexander Guðmundsson hingað upp og við hringdum á sjúkrabílinn,“sagði Alexander. Hann tók svo á móti barninu í íbúðinni áður en sjúkraliðar komu á vettvang og fluttu Brynju upp á fæðingardeild. „Ég ætlaði bara að fara að keyra hana út eftir. Það munaði ekki miklu að maður hefði bara verið í bílnum einhvers staðar á leiðinni.“ Alexander hefur unnið hjá Landhelgisgæslunni frá áramót- um en Brynja er að læra til þjóns. Þetta er annað barn þeirra. Þau eiga einnig Erlu Ösp sem er eins og hálfs árs. Bæði móður og barni líður vel og segja læknar að fæðingin hafi veriö með eðlilegasta móti: „Þær eru mjög hressar. Þetta var ekkert mál,“ segir Alexander Guðmundsson. Framarar ætla sér eflaust að gera betur í kvöld en í bikarnum á móti Skagamönnum. Fjórir leikir í 2. deild Fjórir leikir verða háðir í annarri deildinni í kvöld. Skalla- grimur tekúr á móti Þrótti frá Reykjavik sem er í fjórða sæti en þeim Borgnesingum hefur geng- ið ótrúlega vel að undanförnu og eru þeir í efsta sæti deildarinn- ar. Þá tekur KA á móti Völsungi en bæði þessi lið eru um miðja deild. Iþróttir Fram sem er í öðru sæti deild- arinnar og ætlar sér örugglega aftur upp í þá fyrstu tekur á móti Þórsurum. Þá taka Víkingar á móti Leikni en bæði liðin eru við botn deildarinnar. Allir leikimir hefjast klukkan 20. Bridge Litlu munaði að Færeyingar fengju tvöfalda úttektarsveiflu i þessu spili í leik sínum gegn Svíum í síöari umferð Norðurlandamótsins í bridge. Það var eingöngu klaufaskap sagnhafa að kenna að það tókst ekki. Sagnir gengu þannig í opnum sal, vestur gjafari og allir á hættu: * ÁD9 V G96 ♦ 43 A AG832 * 863 D1084 ■f ÁD986 4 G107542 V 2 4- K5 * KD97 Vestur Norður Austur Suður Lindqv. Ámi D. LindbergMarner pass 1* 1» 1* 3* pass 4* 4« pass pass pass pass Færeyingarnir stálu þarna satnningn- um af Svíunum og vestur hóf vörnina með því að spila hjartaáttunni út. Gör- an Lindberg drap á kónginn og spilaði laufi sem Mamer drap á kónginn heima. Marner svínaði núna spaða, Lindberg drap á kónginn, gaf félaga sínum stungu í laufí og vömin fékk síðar slag á tígulásinn. Marner gat ekki séð að spaðakóngurinn væri ein- spil en rétt spilamennska var eigi að ' síður sú að spila spaða á ás þvi sagn- hafi gat ekki tapað á þeirri spila- mennsku. Bæði tigull og lauf frá austri vom yfirvofandi en það var allt í lagi að vestur væri inni. Ef vestur átti spaðakónginn fengi sagnhafi samt 10 slagi á svörtu litina og þess vegna óhætt að hafna svíningunni. Til allrar hamingju fyrir Marner náðu Bogi Simonsen og Hedin Mouritsen að segja sig alla leið upp í fimm hjörtu á hinu borðinu sem að auki voru dobluð. Þeim samningi var ekki hægt að hnekkja og Færeyingar græddu 13 impa á spilinu. Gróðinn hefði hins vegar ekki verið nema 16 impar ef Marner heföi unnið 4 spaða. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.