Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Síða 2
2
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 JjV
%éttir
íslenskir og færeyskir aöilar í samfloti:
Kaupa tvo 7.700 lesta
togara í Eistlandí
- veroa skráðir og geröir út á úthafsveiðar frá Færeyjum
„Þaö er rétt að nokkrir íslenskir
einstaklingar hafa stofnaö hlutafé-
lagið ísfar og eru í samvinnu við að-
ila í Færeyjum með að kaupa tvo
7.700 lesta togara frá Eistlandi,"
sagði Sveinn R. Eiðsson, stjómar-
formaður Akkurs og Búra hf. á Fá-
skrúðsfirði, í samtali við DV.
Hann tók fram að þau fyrirtæki
væru ekki aðilar að þessu heldur
hann sem einstaklingur.
Hér er um að ræða fljótandi
frystihús eins og stærðartölumar
segja til um. Skipin em sem ný,
smíðuð árin 1988 og 1990 í A-Þýska-
landi. Notkunartími þeirra er stutt-
ur eða aðeins um þrjú ár. Sveinn
vildi ekki gefa kaupverðið upp.
Hann sagði að ef smíða ætti svona
skip í dag myndi hvort um sig kosta
um 2 milljarða króna. Kaupverðið á
þessum skipum væri langt innan
við einn milljarður á hvom um sig.
íslendingamir eiga þar verulegan
hlut en Færeyingar hitt. Prósentan
er ófrágengin í útgerðarfyrirtæki
skipanna.
„Skipin verða bæði skráð og gerö
út frá Færeyjum. Þau munu veiða á
Reykjaneshrygg, enda eiga Færey-
ingar nær allan sinn kvóta þar eftir.
Eins munu þau fá makríl,
kolmunna og gulllaxkvóta í Færeyj-
um og jafnvel síldarkvóta.
Áhöfnin verður blönduð að þjóö-
emi; Færeyingar, íslendingar, Eist-
lendingar og jafnvel Rússar. Senni-
lega um 60 manns. Skipstjórinn
verður annað hvort færeyskur eða
íslenskur, frá því hefur ekki veriö
gengið," sagði Sveinn R. Eiðsson.
Hann sagði að að búið væri að
ganga frá öllu öðru en kaupsamn-
ingi. Skrifað hefði verið undir kaup-
tilboð og bankaábyrgð væri klár
þannig að allt væri nánast frágeng-
ið. Hann sagðist reikna með að
fyrra skipið legði af stað til Færeyja
næstkomandi þriðjudag.
-S.dór
Engilráð Einarsdóttir ásamt móður sinni, Jónínu Emilsdóttur, og yngri systur, Eydísi Evu, við heimili þeirra á ísafirði.
DV-mynd Hörður
14 ára stúlka slasaöist illa í knattspyrnuleik:
Kinnbeinsbrotn-
aði og rotaðist
- of mikil harka hjá svona ungum stúlkum, segir móöirin
Aöstoðarlandlæknir:
Ekki
læknamistök
„Það þarf góðan skammt af trú-
girni og lítið vit á læknisfræði til
þess að trúa því að svo reyndur
skurðlæknir sem Þórarinn Guðna-
son var útskrifi sjúkling með þrjá
litra af blóði í kviðarholi. Saga kon-
unnar bendir til þess að það hafi
orðið bráðablæðing eftir útskrift.
Þessi saga hennar var athuguð af
tveimur læknum hjá landlæknis-
embættinu og hún fékk svör um að
það hhefði verið fullkomlega eðli-
lega staöið að rannsókn málsins hjá
okkur,“ sagði Matthías Halldórsson
aðstoðarlandlæknir við DV vegna
frásagnar Bryndísar Emu Garðars-
dóttur í DV í gær.
„Þetta mál var mjög vel rannsak-
að eins og venjulega er reynt að
gera hér hjá embættinu og þetta
voru ekki læknamistök. Okkur
sárnar þegar svona kemur fram
sem er algerlega út í hött, sérstak-
lega þegar látinn maður er ásakað-
ur á þennan hátt. Þórarinn hafði al-
gerlega flekklausan feril og liklega
hefur hann bjargað lífi hennar
þarna. Það er mjög leiðinlegt að tala
um svona persónuleg mál eins og
þetta en við verðum að svara svona
vitleysu," sagði Matthías. -RR
Loðnan mokveiðist:
Gæti orðið
metár
„Veiðamar hafa gengið mjög
vel undanfarið. Þetta er svipuð
byrjun og árið 1993 þegar veiðin
entist sem best,“ segir Snorri
Gestsson, skipstjóri á Guðmundi
VE, í samtali við DV í gær þar
sem hann var á heimleið af
loðnumiðunum með fullfermi.
Snorri segir að þeir hafi fyllt
skipið í þremur köstum á miðun-
um á 69 gráðum, 10 mínútum
norður breiddar og 15 gráðum,
30 mínútum vestur lengdar eða
um 10 sjómílur sunnan viö mið-
línuna milli íslands og Græn-
lands.
Löndunarbið er nú hjá flestum
verksmiðjum allt upp í tæpa þijá
sólarhringa.
„Ef framhaldið verður svipaö
gæti stefnt í metár og veiðin enst
út september,” segir Snorri. -rt
„Ég man að ég var í markinu og
var að fara út á móti stelpu úr hinu
liðinu sem kom inn í vítateiginn.
Síðan man ég ekki meira en stelp-
urnar í liðinu mínu sögðu að ég
hefði kastað mér niður og náð bolt-
anum. Stelpan úr hinu liðinu lenti
víst með löppina á höfðinu á mér og
við það rotaðist ég,“ sagði Engilráð
Einarsdóttir, 14 ára, en hún lenti í
slæmu slysi í knattspyrnuleik ný-
lega.
Engilráð, sem er markvörður í 3.
flokki BÍ á ísafirði, kinnbeinsbrotn-
aði og rotaðist í leik með liði sínu
gegn Fylki í Árbænum. Hún var
flutt meðvitundarlaus á Sjúkrahús
Reykjavikur og lá þar í rúman sól-
arhring.
Talaði eintómt rugl
„Leikurinn var á laugardegi og ég
man ekki eftir mér aftur fyrr en um
klukkan 6 á sunnudagsmorgni.
Læknamir og mamma mín sögðu
að ég hefði legið í hálfan sólarhring
og talað eintómt rugl því ég var ekki
með réttu ráði eftir höggið. Ég tal-
aði víst við stelpumar um leikinn
en þær vom ekki einu sinni á staðn-
um því þær voru famar vestur. Ég
er annars öll að koma til og á góð-
um batavegi þó ég finni ennþá fyrir
svima ef ég hreyfi mig snöggt. Ég
fer aftur í unglingavinnuna en verð
að taka það rólega. Ég má ekki
byija að æfa fótbolta aftur fyrr en
eftir 3 vikur en ég er ekkert hrædd
við að byrja aftur. Ég er svo mikil
fótboltafrík og fer alltaf að sparka
þegar tækifæri gefst. Ég er ákveðin
í að halda áfram í markinu þrátt
fyrir þetta óhapp,“ sagði Engilráð
sem er nú komin heim til ísafjarðar.
„Þetta fór betur en á horföist.
Hún ruglaði í sífeflu á spítalanum
og var ekki með réttu ráði. Það
skelfdi mann vissulega en svo jafn-
aði þetta sig smám saman. Lækn-
amir vildu ekki láta hana fljúga
vestur fyrr en eftir fjóra daga og
hún var undir stöðugu eftirliti á
meðan af hættu við svimaköst,"
sagði Jónína Emilsdóttir, móðir
Engilráðar, við DV.
„Það sem ég er svo hissa á er
hvað er ofsaleg harka í þessu. Fylk-
isstúlkumar vom 4-0 yfir og alveg
að koma hálfleikur þegar þetta gerð-
ist og það er hreinlega vaðið í stúlk-
-una liggjandi. Ég veit að þetta er
slys en mér finnst þetta einum um
of hjá svona ungum stúlkum og ég
veit að margir foreldrar, sem ég tal-
aði við og eiga stúlkur sem léku
leikinn, eru sammála mér. Eftir hlé
gáfu ísafjarðarstúlkurnar leikinn
nánast því þær áttu erfitt með að
einbeita sér eftir atvikið og töpuðu,
11-0. Þær voru hreinlega í sjokki
eftir þetta og sumar vom grátandi í
síðari hálfleiknum. Mér er ekki ljúft
að hugsa til þess að sjá dóttur mína
aftur í markinu en ég læt hana gera
það upp viö sig. Hún hefur geysilega
gaman af að leika fótbolta og ég tek
það ekki frá henni,“ sagði Jónína.
-RR
Landhelgisgæslan:
Engin norsk
skip á Jan
Mayen
svæðinu
Samkvæmt upplýsingum land-
helgisgæslunnar voru engin norsk
fiskveiðiskip á Jan Mayen miðun-
um í gær. Norsku loönuskipin
munu því öfl vera innan íslensku
fiskveiðilögsögunnar og veiöa loðnu
sína þar.
Samkvæmt upplýsingum Land-
helgisgæslunnar flaug eftirlitsflug-
vél hennar yfir Jan Mayen miðin í
gær til að kanna stöðu skipanna.
Vegna þoku notaði flugvélin radar
og á honum sáust engin skip á þess-
um miðum. -RR
Stuttar fréttir
Hestvagnaferöir
Þýskur vagnhestamaður býð-
ur upp á ferðir í hestvagni mifli
Gullfoss og Geysis nú um helg-
ina. 10 manns komast í einu í
vagninn. Tíminn greinir frá
ísbjörninn í Víkina
ísbjöminn, sem skipverjar á
Guðnýju ÍS fónguðu á sundi fyr-
ir tveimur árum og drápu, er
kominn til Bolungarvíkur upp-
stoppaður og verður sýndur þar.
Bylgjan sagði frá.
Tugir missa vinnuna
Hátt í 80 manns missa vinn-
una tímabundið vegna sumar-
lokana hjá Fiskiðjunni Skagfirð-
ingi á Sauðárkróki og Hofsósi.
Talsmenn fyrirtækisins kenna
um hráefnisskorti. RÚV greindi
frá.
Stærsta lopapeysan
Tóvinnukonur austur á Þing-
borg í Flóa ætla að pijóna lands-
ins, eða jafnvel heimsins,
stærstu lopapeysu. Rúnar verða
17 kindur og peysan unnin úr
ullinni.
Grandadeilan leyst
Grandi sendir ekki verkafólk í
sumarfrí í ágúst gegn vilja þess.
Frystihús Granda í Reykjavík
verður ekki starfrækt en fastráö-
ið fólk verður á dagvinnulaun-
um á meðan engu að síður. RÚV
sagði frá.
Marei selur vélar til
Noregs
Marel hefur selt vinnslulínu
fyrir laxvinnslu til Noregs. Sölu-
verðiö er um 100 milljónir
króna, að sögn Ríkisútvarps.
Vonir eru bundnar við meiri út-
flutning af þessu tagi næstu
árin.
-SÁ
Þú getur svarað þessari
spurningu meö því að
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Já 1 Nei 2
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Verður KR loksins íslands-
meistari í knattspyrnu?