Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Qupperneq 6
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 JL>"V
Qtlön d
Díana hálfhrelld eftir að samið var endanlega um skilnað hennar og Karls:
Fær 1,7 milljarða en
missir sæmdarheiti
Samningum vegna skilnaðar
Díönu prinsessu og Karls Breta-
prins lauk loks í gær eftir margra
mánaöa vangaveltur og lítt vinaleg-
ar yfirlýsingar á báða bóga. Þar
meö er 15 ára hjónaband, sem hófst
með brúðkaupi aldarinnar, á enda.
Lögfræöingar parsins sögðu að
málarekstur vegna skilnaðarins
gæti hafist strax á mánudag og
hjónabandið yrði endanlega úr sög-
unni 28. ágúst.
Lífeyririnn sem Díana fær er
trúnaðarmál en almennt er talið að
skilnaðarsamningurinn færi henni
1,7 milljarða króna. Þar með verður
hún ein af ríkustu konum Bret-
lands. Þótt um verulega upphæð sé
að ræða er samt talið að hún verði
að halda vel um peningana eigi hún
að geta lifað kounglegu lífi það sem
eftir er ævinnar.
í yfirlýsingu frá Buckingham-höll
kom fram að Díana yrði áfram
tengd konungsfjölskyldunni en hún
yrði aö sjá á bak sæmdarheitinu
„yðar konunglega hátign“. Fram-
vegis verður hún einungis Diana,
prinsessa af Wales.
Það var verulegt áfall fyrir Díönu
að sjá á bak sæmdarheiti sínu og
var hún heldur döpur á svip þegar
hún yflrgaf Buckingham-höll
seinnipartinn í gær. Þetta þýðir að
hún stendur jafnfætis fyrrum svil-
konu sinni, Söru Ferguson, hertoga-
ynjunni af York, sem gift var Andr-
ési prinsi. Str.ða hennar nú getur
þýtt, tæknilega séð, að hún verði að
hneigja sig fyrir sonum sínum, Vil-
hjálmi, væntanlegum ríkisarfa, og
Harry.
Þótt skilnaðurinn þýði að Díana
verði ekki lengur konunglegur fjöl-
skyldumeðlimur segir í yfirlýsing-
unni að konungsíjölskyldan muni
áfram líta á hana sem slíka. Díana
heldur húsnæði sínu í Kensington-
höll en áhersla var lögð á að hún
gæti búið sonum sínum öruggt
heimili. Díana og Karl munu þó
taka ábyrgð á uppeldi sona sinna í
sameiningu.
Díönu verður leyft að vera við-
stödd ýmsar konunglegar athafnir
og nota flugvélar og lestarvagna
krúnunnar. Opinberar heimsóknir
til annarra landa verða þó einungis
með leyfí Elísabetar drottningar.
Ekki var sagt annað um framtíð-
arhlutverk Díönu en að hún yrði að
ákveða það sjálf. Hana hefur dreymt
um að verða eins konar góðgerðar-
drottning en ekki er að vænta
ákvörðunar í þeim efnum fyrir
haustið.
Viðbrögð við skilnaðinum voru
yfirleitt á þann veg að fólk var því
fegið að stríð þeirra væri á enda og
þau gætu nú einbeitt sér að framtíð-
inni. Um leið og skilnaðurinn hefur
létti í för með sér undirstrikar hann
þó að öll börn Elísabetar utan eitt
hafa skilið.
Reuter
stuttar fréttir
Vara Clinton við
Sýrlendingar vöruðu Bill Clint-
on Bandaríkjaforseta við því að
láta komandi forsetakosningar
hafa letjandi áhrif á friðarferlið í
Miðausturlöndum.
Banni ekki aflétt
Evrópudómstóllinn hafnaði
kröfu Breta um að banni við út-
flutningi nautakjöts yrði £dlétt.
Hjálp til Noröur-Kóreu
Kínverjar senda 100 þúsund
tonn af matvælum til Norður-
Kóreu til að forðast hung-
ursneyð.
Sleppt eftir gíslingu
Tveimur starfsmönnum
Reuters-fréttastofunnar var
sleppt ómeiddum úr tveggja tíma
gíslingu Tyrkja sem kröfðust
lausnar pólitískra fanga í heima-
landinu.
Fundur meö Assad
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, útlokaði ekki að
hann mundi funda með Assád
Sýrlandsforseta ef sá hefði áhuga.
Pastastríö
ítölsk dagblöð hafa lýst yfir
pastastríði við Bandaríkjamenn
og hvetja til að neytendur hundsi
bandariskar vörur. Gerist það í
kjölfar úrskurðar þess efnis
vestra að innflutningur frá Ítalíu
og Tyrklandi skaði bandaríska
pastaframleiðslu.
Karl Bertaprins og Nelson Mandela, forseti Suður-Afríku, ræðast hér við í heimsókn þess síðarnefnda í Brixtonhverf-
ið í London. Meðan Mandela fagnaði endalokum á afar velheppnaðri heimsókn til Bretlands, þar sem hann fékk kon-
unglegar móttökur, fagnaði Karl því að óvissan í skilnaðarmálum hans og Díönu var á enda. Símamynd Reuter
Veikar friðarvonir eftir óeirðir
Óttast er að ófriðurinn á Norður-
írlandi hafi endanlega gert út um
vonir manna um að friðarsamning-
ar milli mótmælenda og kaþólikka
takist. Sérfræðingar segja að núver-
andi ástand, sem hafi skapast þegar
lögreglan kúventi í afstöðunni til
göngu Orange-reglumanna um
hverfi kaþólikka, hafi kallað fram
eins konar umsáturspólitík sem
grafi undan samningaumleitunum.
Samningaumleitanir voru þegar í
hættu vegna fjarveru Sinn Fein,
stjórnmálaarms irska lýðveldishers-
ins, frá viðræðunum en þeim verð-
ur ekki hleypt að samningaborðinu
fyrr en lýst hefur verið yfir vopna-
hléi i stríðinu gegn breskum yfir-
ráðum á Norður-írlandi. Ekki bætur
úr skák að samningaviðræðurnar
hafa strandað á andstöðu sambands-
sinna sem telja að formaður samn-
inganefndarinnarmuni draga taum
kaþólikka og aðhyllast hugmyndina
um eitt sameinað írland.
John Major, forsætisráðherra
Breta, ver ákvörðun lögreglu um að
leyfa göngu Orange-reglunnar og er
ákveðinn í að halda friðarumleitun-
um áfram. Reuter
Olíumarkaðurinn:
Verðið óstööugt
Olíu- og bensínverð er óstöðugt
og seig heldur upp á við í vikunni.
Lokaverðið á hráolíu varð í fyrra-
dag 20,18 dalir tunnan eftir að hafa
veriö það sem af er mánuðinum
u.þ.b. 19 dalir.
Verð á hlutabréfamarkaði í
London steig verulega í kjölfar
hækkana á hlutabréfum i hátækni-
fyrirtækjum á Wall Street markaði á
þriöjudag í kjölfar þess að Motorola
birti ársreikninga sína sem sýndu
góðan hagnað og Hewlett Packard
tilkynnti um batnandi afkomu. Svip-
aða sögu var að segja af öðrum evr-
ópskum hlutabréfamörkuðum.
{ Tokyo hafði þetta hins vegar
ekki sömu áhrif, fyrst og fremst
vegna óvissu um vaxtastig í Banda-
rikjumnn og Japan. í Zúrich steig
verð á hlutabréfum í lyfjafyrirtækj-
um skyndilega, eftir að stórfyrirtæk-
in Sandoz og Ciba birtu afkomutöl-
ur. Þessi fyrirtæki eru að renna sam-
an í eitt undir nafninu Novartis.-SÁ
ITaugaveiklun
vegna tilræða
MikiT taugaveiklun hefur
gripið xnn sig meðal yfirmanna
öryggismála í Moskvu í kjölfar
sprengjutilræða í sporvögnum
borgarinnar tvo daga í röð og
hafa þeir fyrirskipað aukinn
liðsafla lögreglu á götum borg-
arinnar. En sérfræðingar hafa
uppi efasemdir um aö aukinn
; mannafli muni hafa nokkuð að
i segja fyrir öryggi borgaranna.
Þeir bæta við aö allar ráðstaf-
j anir verði til skamms tíma og
1 muni ekki leiða til neins árang-
;; urs. Árangurs sé ekki að vænta
\ nema allt samfélagið í heild
Iverði fært til betri vegar.
Getgátur eru um að
tsjetsjenskir aðskilnaðai-sinnar
standi að baki tilræðunum.
Annars geta menn sér þess til
að rússneska mafian sé að sýna
hvað í henni býr eftir að Alex-
ander Lebed, yfirmaður örygg-
ismála í Rússlandi, fékk það
verkefni að ráðast gegn glæp-
Ium í höfuðborginni.
Sendi Rosemary
ástarbréf
Fjöldamorðinginn Fred West,
sem hengdi sig meðan hann
beið dóms fyrir að hafa myrt
tólf konur, þar á meðal fyrrum
eiginkonu og tvær dætur, sendi
| eiginkonu sinni, Rosemarý, ást-
arbréf meðan hann dvaldi 1
fangelsinu. 1 bréfunum sagðist
I hann vilja láta grafa sig hjá
: þeim ættingjum sínum sem
hann hafði myrt. Bréfin voru
lesin við réttarhöld sem nú fara
fram vegna sjálfsmorðs Wests.
I Er talið að Fred hafi haldið að
Rosemary yrði sleppt lausri ef
hann fremdi sjáifsmorð.
Rosemary var dæmd í lífstíð-
arfangelsi fyrir aðild sína að tíu
morðanna en þau voru yfirleitt
j endapunkturinn á langvinnum
pyntingum.
Líkir Karadzic
við Himmler
Christian Schwarz-Schiling,
sáttasemjari í Bosníu, likir
serbneska leiðtoganum Radov-
an Karadzic við Heinrich
Himmler, yfirmann SS-sveita
nasista, og hvetur friðargæslu-
sveitir NATO til að handtaka
hann sem fyrst svo að dæma
megi hann fyrir stríðsglæpi.
Schwarz- Schiller sagði afar
mikilvægt að handtaka Kara-
dzic fyrir kosningarnar í sept-
ember, ekki sé hægt að efna til
lýðræðislegra kosninga þar
sem stríðsglæpamaður sé í
framboöi. Það væri jafn fárán-
legt og hefði Himmler verið í
framboði í fyrstu þingkosning-
unum í Þýskalandi eftir seinni
heimsstyrjöldina.
Mandela sætt-
ist við That-
cher
* Nelson Mandela, forseti Suð-
ur-Afríku, kórónaði vel heppn-
aða heimsókn sína til Bretlands
meö þvi að dansa með íbúum
Brixton- hverfisins þar sem
Iinnflytjendur eru i meirihluta.
En áður hafði hann komið
mörgum á óvart með því að
bjóða Margréti Thatcher, fyrr-
um forsætisráðherra Breta, út-
rétta sáttahönd. Bauð hann
Thatcher til sín í Buckingham-
höll þar sem hann gisti meðan
| á heimsókninni stóð. Vakti
fundur þeirra athygli fyrir þær
sakir að Thatcher gagnrýndi
Mandela og samtök hans harð-
!lega á sínum tíma, sagði hann
forsprakka dæmigerðra hryðju-
verkasamtaka og neitaði að
f beita efnahagslegum refsiað-
gerðum gegn aðskilnaðarstjóm-
inni í Suður- Afriku. Ræddust
Mandela og Thatcher við í um
20 mínútur en engar fréttir bár-
; ust af efni fundarins.
Reuter