Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Qupperneq 7
IE3 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996
íréttir
Loks hafnar framkvæmdir á Fljótsheiði:
Togstreita í S-Þingeyjarsýslu
um röð vegaframkvæmda
- 3ja km klæðningu bætt á Kísilveg utan vegaáætlunar
DV, Akureyri:
Mikil togstreita hefur verið með-
al S-þingeyinga vegna vegafram-
kvæmda í sýslunni. Með Húsvík-
inga í fararbroddi hefur hópur
manna barist fyrir því að Kísilveg-
urinn til Mývatns frá Laxamýri hafi
forgang og verði lagður bundnu slit-
lagi sem fyrst; á sama tíma og Reyk-
dælingar hafa lagt höfúðáherslu á
að veginum yfir Fljótsheiði, frá
Goðafossi í Reykjadal, verði komið í
ökufært ástand en þessi kafli er
hluti hringvegarins.
Sigurður Oddsson hjá Vegagerð
ríkisins á Akureyri segist ekki hafa
heyrt mikið um þessa óánægju.
Hann segir að bundið slitlag sé lagt
í sumar á kaflann frá Þverá að Blá-
hvammi á Kísilvegi, alls 3,8 km leið
samkvæmt vegaáætlun, en síðan
hafi verið ákveðið að klæða einnig
kaflann frá Bláhvammi að
Klambraseli sem er 3,8 km langur
og var ekki á vegaáætlun. Þessi
ákvörðun fór fyrir brjóstið á Reyk-
dælingum.
„Þrítugir Reykdælingar muna
ekki annað en sífelldar mælingar
fyrir vegarstæði yfir Fljótsheiðina
svo að vegagerðarmenn ættu að
vita hvað þeir eru að gera þegar
þeir hefja loksins framkvæmdir
þar,“ segir Benóný Árnason, odd-
viti í Reykjadal. Hann segist ekki
kannast við óánægju með fyrirhug-
að vegarstæði yfir heiðina; óánægj-
an sé fyrst og fremst til komin
vegna þess hversu verkið hafi dreg-
ist úr hömlu.
Vegurinn yfir Fljótsheiði er um
10 km langur og orðinn „forngrip-
ur“ á hringveginum. Samið hefur
verið við Háfell ehf. um framkvæmd
vegarlagningarinnar sem á að hefj-
ast innan skamms og ljúka 1. ágúst
1988. Að þeim framkvæmdum lokn-
ÓlafsQörður:
Bílskúr en enginn
sjúkrabíll
DV, Ólafsfirði:
Sjúkraflutningaráð landlæknis
hefur farið aö tilmælum heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytis um að
gera breytingar á sjúkraflutninga-
þjónustu á landsbyggðinni.
Fram eru komnar tillögur um að
ekki verði endurnýjaður sá sjúkra-
bíll sem notaður er í Ólafsfirði.
Farnar eru þar um 50 sjúkraflutn-
ingsferðir á ári eða ein á viku sem
þykir of lítið. Sami fjöldi er farinn á
Dalvík en þar er talin forsenda fyr-
ir áframhaldandi rekstri.
Stjórn Hornbrekku, heilsugæsl-
unnar og dvalarheimilisins í bæn-
um, hefur mótmælt þessum tillög-
um. Jónína Óskarsdóttir, stjórnar-
formaður Hornbrekku, segir að
grannt verði fylgst með málinu en
ekkert svar hefur enn borist vegna
mótmælanna.
í hittiðfyrra var reistur tvöfaldur
bílskúr undir sjúkrabílinn sem
kostaði fjórar milljónir króna.
-HJ
um verður Fljótsheiðin væntanlega ekki verið meira en sumarvegur til
opin allt árið en vegurinn þar hefur þessa. -gk
Steinullarbíllinn auglýsir
Einangrum öll hús, ný sem gömul, með steinull
frá Sauðárkróki.
Ullinni er blásið á sinn stað hvort sem er
í holrúm, útveggi, þök, innveggi (hljóðeinangrun) eða
ofan á loftplötur.
Getum komist að stöðum sem erfitt er að komast að.
Ókeypis skoðun - Gerum tilboð
JÓN ÞÓRÐARSON
Sími 587-9194, bílas. 853-3892, fax 587-9164
Eiturgufurnar fyrir vestan:
Afleiðingar geta
verið alvarlegar
- segir landlæknir
„Ef fólk er með ofnæmi eða veikt
fyrir geta afleiðingarnar orðið al-
varlegar," segir Ólafur Ólafsson
landlæknir um áhrif eiturgufna sem
mynduðust frá sjóðara í vinnslusal
Vestflrks skelflsks hf..á Flateyri.
„Ég var að fá þær upplýsingar að
fyrirtækið hefði nú gengið í það að
láta laga þetta en það hefur ekki
tekist almennilega fyrr. Annars er
ég að bíða eftir skýrslu frá Páli Þor-
steinssyni, heilsugæslulækni á Flat-
eyri, þannig að ég get ekki meira
sagt um málið á þessari stundu en
þetta er auðvitaö slæmt mál sem
þarf að koma í lag strax,“ sagði
landlæknir. -gdt
Uðalakk
Hraðþomandi lakká úðabrúsa
án ósoneyðandi efna.
Fyrir húsgögn, bíla, vélar,
reiðhjól, áklæði, heimilistæki,
töskur miðstöðvarofna og
ótal margt fleira.
Fæst í öllum helstu kaupfélögum
og byggingavöruverslunum
i im lor»rl ollt
PHILIPS
<o- ijss»
&
Qlæsilegar
gjafir
bragd
er að!
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500
Ef þú vilt gefa brúðhjónum
fallega og nytsamlega gjöf
þá eigum við PHILIPS
heimilistæki í miklu úrvali.
PHILIPS framleiðir
glæsileg heimilistæki, sem
prýða hvert heimili.
Umboðsmenn um land allt.