Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Síða 9
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996
9
Bandarískar „herkonur" segja sögu sína:
Hinir hermennirnir
nauðguðu okkur
- talin vera reynsla 60-200 þúsund kvenna í hernum
•■•«*«■ M • iÍiitiVMM ••
GeisJcirjdi
9
1
Marguerite Hurt var á leið heim
til Kentucky. Hún hafði starfað á
bandarískum herspítala um langt
skeið við að líkna sundurskotnum
hermönnum. Þetta var að kvöldi 30.
mars 1969 og flugvélin, sem átti að
flytja hana, var væntanleg á hverri
mínútu. Eins og þruma úr heið-
skíru lofti hófst skothrið óvinanna
og Marguerite stökk ofan í næstu
skotgröf. Þar var dimmt og kalt.
Einni klukkustund seinna skreið
hún upp úr skotgröfínni, föl og titr-
andi. Þrír bandarískir hermenn, út-
úrdrukknir og undir áhrifum eitur-
lyfja, höfðu ráðist á hana og nauðg-
að henni. Hún staulaðist um borð í
vélina og sagði engum hvað gerst
hafði. í læknisskoðun seinna hafði
henni tekist að má atburðinn svo
gjörsamlega úr huga sér að hún gat
ómögulega útskýrt hvemig hún
hafði fengið lekanda.
Finnst þær sviknar
Bandarískar herkonur með sömu
reynslu eru nú í auknum mæli fam-
ar að koma fram í dagsljósið og
segja sögu sína. Sumum þeirra var
nauðgað fyrir allt að 50 árum. Eng-
inn veit fyrir víst hversu margar
þær era allt í allt en ef marka má
framburð vitna var á bilinu 60-200
þúsund konum nauðgað eða þær
áreittar kynferðislega af bandarísk-
um hermönnum í stríðinu. Flestar
þeirra kærðu atvikið aldrei og
margar sögðu sínum nánustu ekki
einu sinni frá því. Sumum var
nauðgað oftar en einu sinni og öðr-
um var nauðgað af mörgum í einu,
stundum af mönnum sem þær höfðu
álitið vera vini sína. Sérfræðingar
segja þessar konur margar bera
sömu einkennin. Flestar þeirra eiga
það sameiginlegt að þeim finnist
þær hafa verið sviknar.
Belindu Barger var vikið úr her-
num fyrir „óeðlilega hegðun" og
„óstöðugan persónuleika". Hún
gekk í herinn 17 ára gömul til að
flýja fátækt heima fyrir. Hún hafði
heyrt að herinn v?eri eins og manns
annað heimili. Þar yrði greitt fyrir
framhaldsnámið og hún fengi jafn-
framt þjálfun. Reynslan var önnur.
Til að fá inngöngu í herinn þurfti
hún að hafa útskrifast úr grunn-
skóla. Tveir skráningaraðilanna
buöust til að sjá til þess að hún
fengi góðar einkunnir til að útskrif-
ast ef hún svæfi hjá þeim. í átta
mánuði gerði hún þeim til hæfis.
Hún hafði sífellt samviskubit og
áhyggjur af því að herinn myndi
komast að því hvemig hún fékk
inngöngu. Eins skrýtið og það kann
að virðast fannst henni hún skuld-
bundin mönnunum fyrir að hafa
hjálpað sér út úr fátæktinni og gef-
ið sér tækifæri.
Martraðir
og mígren
Þegar í herinn var komið varð
hún undrandi að sjá að það stóð
vörður við herbúðir kvennanna all-
an sólarhringinn. Fljótlega komst
hún að ástæðunni. Hvar sem kon-
umar fóru um var hrópað að þeim
ókvæðisorðum. í desembermánuði
fór Belinda á steikhús að kvöldlagi í
fylgd vinkonu sinnar úr hernum og
tveggja annarra karlkyns her-
manna. Eftir kvöldverðinn gáfu þeir
það skýrt í skyn að þeir vildu sofa
hjá þeim. Þeir fóra með þær á af-
skekkt svæði og annar þeirra vafði
örmum sínum um háls Belindu með
þeim orðum hversu einfalt það væri
fyrir hann að hálsbrjóta hana. Kon-
urnar reyndu að telja þeim hug-
hvarf en tókst ekki. Þær sögðu eng-
um hvað gerst hafði.
Nokkrum vikum síðar fékk Be-
linda martraðir, mígreni og ýmis
þunglyndiseinkenni. Yfirmenn
hennar hvöttu hana til að ræða við
sálfræðing í herbúðunum. Hann til-
greindi í skýrslum sínum hversu
erfiða æsku hún hefði átt og mælti
með því að hún yrði leyst undan
herþjónustu.
Sáifræðingurinn Norma King-
Joiner eyddi tveimur árum í að
taka viðtöl við konur í bandaríska
hernum og hlustaði á þær lýsa því
hvernig þeim var nauðgað af karl-
kyns hermönnum; í eyðimörk Saudi
Arabíu, af rútubílstjóra, í bíl, af
þjálfara í líkamsþjálfún, eftir sam-
kvæmi og af 5 drukknum flugmönn-
um í hemum, svo að dæmi séu tek-
in. „Ég held að þetta sé aðeins brot
af þeim konum sem urðu fyrir
svona reynslu í hemum, allflestar
þeirra halda þessu fyrir sig og lifa
hara með þessu.“
Þýtt og endursagt.
VAK4-HELGAFELL
»Lifandi útgáfa - í 15 ár »
n
□.
Lesum í sumar
Talið er að 60-200 þúsund konum í bandaríska hernum sé nauðgað árlega
eða þær beittar kynferðislegu ofbeldi. Símamynd Reuter
VERSLUNARHUS QUELLE DALVEGI 2 - KOPAVOGI
■ M tSi 1ki 1
Quelle
Quelle-Verðdæmi!
Jakkar
Frakkar, stuttir
Frakkar, síðir
Piis
Blússur
Buxur, stuttar
Buxur, síðar
Draktir
Nú
Madeleine-Verðdæmi!
jakkar
Kjólar
Pils
Bermudabx. + vesti + Chiffon bl.
Blússur
kr. 995.-
kr. 2.450.-
kr. 2.950.-
kr. 995.-
kr. 499.-
kr. 198.-
kr. 398.-
kr. 2.450.-
kr. 2.995.-
kr. 2.450.-
kr. 1.950.-
kr. 1.499.-
kr. 1.950.-
5 pottar og 3 skálar.
Glæsilegt útlit, hert glerlok,
gæðastál, má fara í
uppþvottavél, tvöfaldur botn.
Hægt að fá pönnu og
9 lítra pott í stíl.
Kr. 9.900.-
BORÐBÚNAÐUR
«i d t: 1 ,11 \ f
:3 f.U n
BARNAFATNAÐUR - HERRAFATNAÐUR
BÚSÁHÖLD - RAFTÆKI - OFL.
38 hlutir i vondQðri tösku.
Gæðostól, folleg skreyting,
mó þvo í uppþvottovél.
Kr. 4W°'
LISTA
KSDP
FRABÆR UT5ALAI! $$
Sími 564 2000