Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Page 11
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 11 slendingurinn Bjarki Sigurgeirsson og Singapúrbúinn Nurashima Abdul Rashid hittust á spjallrásunum á Internetinu. Þau hittust svo augliti til auglit- is í Bandaríkjunum og Nura fór með Bjarka til íslands. Þau eru nú saman á íslandi og segja sögu sína á Internetinu. Bjarki og Nura urðu ástfangin á Internetinu: Sameinuðust 23. mai og segja söguna á netinu „Hafir þú einhvem velt því fyrir þér hvort rómans á spjaUrásunum hafi raunverulega getað orðið að ein- hverju meim þá skaltu hætta að hugsa um það vegna þess að við erum lifandi dæmi um slíkt. Við heitum Bjarki Sigurgeirsson og Nurashima Abdul Rashid. Bjarki er 20 ára gamall íslendingur og Nura er 20 ára Singapúrbúi. Við hittumst á spjallrásunum í október á síðasta ári og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar," segir á heimasíðu elskend- anna, „The Lovers’ Homepage". Þess em mörg dæmi erlendis að fólk hafi hist á spjallrásunum eða á annan hátt gegnum Intemetið og sá kunningsskapur hafi þróast, fólkið hafi hist, orðið ástfangið og jafnvel gifst og nú er dæmi um þetta á Is- landi. Það er íslendingurinn Bjarki sem hitti sína heittelskuðu á Inter- netinu og ástarsfjguna segja þau á heimasíðunni sinni undir mynd af ástarguðinum Amor, sem skýtur ör af boga, og er myndin vel við hæfi í þessu tilfelli. „Eftir tvo mánuði á spjallrásun- um ákváðum við að það væri kom- inn tími til að við hittumst. Það gerðum við og það var stórkostlegt augnablik þegar við hittumst í fyrsta skipti augliti til auglitis á Chicago O’Hare flugvellinum. Nura fór með Bjarka til íslands og við vorum þar saman í samtals tvo mánuði áður en Nura fór aftur heim til Singapúr. Þó að vegir okkar yrðu að skiljast um tíma ákváðum við að hittast aftur eins fljótt og hægt var,“ segir á heimasíðunni. Eftir dvöl og pínu og þriggja mán- aða aðskilnað í sitt hvoru landinu ákváðu þau Nura og Bjarki að nú væri loks kominn tími til að hittast aftur og vera saman á nýjan leik. Þau tala fallega um daginn þann þegar Nura kom til íslands og þau náðu loks saman að nýju. „23. maí 1996 verður ávallt i minni hafður sem einn af björtustu dögunum í okkar lífi og það er dag- urinn sem við vorum sameinuð í síðasta skipti!” segir á síðunni. Hvort sem þar er bara átt við komu Nura til íslands eða hvort þann dag hafi þau gengið í hjóna- band skal ósagt látið. Það er spurn- ing, sem þau ein geta svarað. -GHS _________sviðsljós Þrír af fjórum Baldwin- bræðrum tóku þátt f fjáröflun fyrir bágstadda í útland- inu nýlega. Það voru leikararnir Daniel, Stephen og William sem lögðu fram krafta sína en bróðirinn Alec kaus hins vegar að nota tímann til að sinna dóttur sinni. IkáSSS Allir sem versla hjá Hróa Hetti, jafnt á höfuð- borgarsvæðinu sem úti á landi, fá skafmiða Upplas miöanna er 60 þúsund os hefur hver miöi aö geyma vinnins* Yinninsarnir eru allt frá 50 kr* afslætti upp í utan- landsferð* Verðmæti vinninga er yfir 10 milljónir króna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.