Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Side 15
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 15 „Það er ómögulegt að hafa þetta limgerði svona hátt. Er ekki best að lækka það um nokkra sentímetra. Það er snyrti- legra þannig," sagði nágranninn yfir girðinguna og átti þar við sameiginlegt limgerði sitt og ný- búanna sem sestir voru að í næsta húsi. Sá nýflutti tók vel í tillögu ná- grannans sem búið hafði í ára- tugi í sínu húsi en aðeins voru tveir dagar liðnir af dvalartíma hins nýkomna. Það var laugardagsmorgunn og fólk var að jafna sig eftir erf- iða flutninga dagana á undan. Húsbóndinn hafði vaknað snemma um morguninn og brugðið sér út á hlað til að teyga ferskt morgunloftið. Það var þá sem hann hitti nágrannann fyrst og skipulagning limgerðisins hófst. Grannanum virtist létta við það að sá nýkomni sam- þykkti strax aö gengið yröi tO þess að snyrta sameignina. „Ég skal sjá um að klippa ofan að þessu,“ sagði hann og dró for- láta klippur úr pússi sínu. í sömu andrá gekk hann til verka og var ekki að sjá að þár væri að verki maður kominn á eftirlaunaaldur. Hinn nýkomni, sem enn var á til- tölulega léttu skeiði, var ánægð- ur með þessar lyktir mála, enda þekktur að öðru en stússi í skrúðgörðum með tilheyrandi óþrifum af mold og gróðri. Þau tímabil lífshlaupsins sem fjöl- skyldan hafði haft yfir garði að ráða hafði hann með hinum ólík- legustu ofnæmisviðbrögðum komið sér undan fjölbreyttum verkefnum sem til féllu. Hann hafði haldið því statt og stöðugt fram að snerting við moldina ylli bráðaofnæmi og alls kyns kvill- um. í gegnum árin skapaðist því sú hefð að húsmóðirin annaðist það verk að halda garðinum í því horfi að hann yrði heimilisfólki til yndisauka og sóma. Kröftum safnað Það var því tregalaust að hann sneri baki við morgunandvar- anum og ákvað að hvílast enn um hríð og safna kröftum áður en hann hæfist handa við að end- Þegar blómabeðin höfðu fengið sína andlitslyftingu birtist hrífa sem sérhönnuð var til að raka saman laufum og öðru tilfallandi. Garðeigandinn gerði veikburða tilraun til að segja granna sínum að hann ætti hrífu sem væri meira að segja svo tæknivædd að vera á hjólum. Þetta fannst leiðbeinandanum hin mesta fásinna og sagði slikt verkfæri einskis nýtt. Hann ætti einmitt rétta tækið til að raka með og það væri á lausu. DV-mynd Pjetur skemmir þó heildarsvipinn hversu gróið er út í beðið. Það þarf að snyrta þetta reglulega," sagði hann. Garðeigandinn horfði í skelf- ingu á grasi gróið blómabeðið og örvæntingarfull leit hófst að rök- stuðningi fyrir því að það væri hið besta mál að blómabeö skrýddust að hluta grasi og mosa. Rökin fundust ekki og áður en hann vissi af var stungu- skófluafbrigðið komið í hendur hans. Svitinn bogaði af honum í stríðum straumum og hann leit í örvæntingu i kringum sig eftir hjálp. Hann sá nokkrum fjöl- skyldumeðlimum bregða fyrir en þeir létu sig jafnharðan hverfa. Það var ljóst að enginn þeirra hafði hug á að láta virkja sig til garðyrkjustarfa. Löng reynsla hafði kennt þeim að halda sig úr kallfæri þegar slík verk voru í gangi. „Blessaður vertu, þú mátt nota spaðann. Vertu ekkert feiminn við það,“ sagði granninn og var góðmennskan uppmáluð. Það var ljóst að fram undan var enn meira púl og sólbekkurinn yrði vart notaður til hvíldar á næst- unni. Þannig leið dagurinn við hin fjölbreytilegustu garðyrkju- verk. Hrífa á hjólum Þegar blómabeðin höfðu fengið sína andlitslyftingu birtist hrífa sem sérhönnuð var til að raka saman laufum og öðru tilfallandi. Garðeigandinn gerði veikburða tilraun til að segja granna sínum að hann ætti hrífu sem væri meira að segja svo tæknivædd að vera á hjólum. Þetta fannst leið- beinandanum hin mesta fásinna og sagði slíkt verkfæri einskis nýtt. Hann ætti einmitt rétta tækið til að raka með og það væri á lausu. Það var komið undir kvöld þeg- ar hinum fjölbreyttu verkum lauk og garðeigandinn gekk til granna síns með töfrahrífuna og þakkaði fyrir lánið. Hann bar þess greinileg merki að verkefhi dagsins höfðu gengið æði nærri honum. Nágranninn leit á hann með áhyggjusvip. ^ \ Granninn urskipuleggja garðinn og skipta niður verkum á fjölskylduna. Hann festi blund undir reglu- bundnu og notalegu klippuhljóð- inu úr garðinum. Um klukkustund síðar vaknaði hann og heyrði að enn var verið að klippa. Þegar hann leit út í garðinn sá hann sér til nokkurrar skelfingar að ná- granninn var kominn í hans garð og tekinn til við að snyrta limgerð- ið þeim megin. Það flaug um huga hans að ekki yrði hann líklegur til vinsælda í hverfinu ef nágrann- amir sæju að hann misnotaði góð- mennsku nábúans og léti hann vinna verkin fyrir sig. Klippt af eldmóði „Eg ákvað að laga þetta aðeins þín megin fyrst ég var á annað borð kominn af stað,“ sagði klipp- arinn þegar hann sá að eigandinn var vaknaður eftir hænublundinn. Hann beitti klippunum af eldmóði og trénaðar greinar og lauf þyrluð- ust í kringum hann eins og fiður í hvirfilvindi. „Það var nú ekki ætlunin að misnota góðmennsku þina. Maður er nú ekkert of góður til að gera þetta sjálfur," sagði sá nývaknaði án þess að hljóma mjög sannfær- andi. Hjálpsami granninn tók hann á orðinu og sagði það vera sér að meinalausu þótt eigandinn klippti sjálfur sitt limgerði. „Ég dríf í að klára þetta ein- hvem næstu daga. Ég þarf fyrst að koma mér upp klippum; þær gömlu týndust þegar við fluttum. Maður er svona hálfblankur á garðyrkjutól. Svo þarf ég að lesa mér til um það hvemig bera á sig að við snyrtingu á svona trjám," sagði limgerðiseigandinn og bætti við að ekki borgaði sig að flana að neinu í þessum efhum. Enginn tækjaskortur Granninn sagði honum að hafa engar áhyggjur af tækjaskorti. Hann mætti bara fá klippumar lánaðar. Þá skyldi hann líta til með verkinu og spara þannig bók-' lestur um hásumarið. Það var greinilega engin undankomuleið og svo virtist sem hvíldardagur- inn væri í uppnámi. Hann gerði veikburða tilraun til að visa til þess hversu óþolandi þeir ná- grannar væra sem sífellt væra að fá lánuð garðáhöld og skiluðu seint og illa. Nágranninn sagði og garðyrkjan honum að hafa ekki áhyggjur af því og otaði að honum klippunum svo honum varð um og ó og sá Reyiiir Traustason þann kost vænstan að taka við þessum ofvöxnu skærum áður en slys hlytist af. Nágranninn tók þegar til við kennsluna og sagði það ekkert mál fyrir jafnvel viðvaninga að læra trjáklippingar. Nemandann óaði viö þessum órafleti sem beið þess að verða snyrtur. Hann tók þó til óspilltra málanna með flugbeittum klippum grannans sem leit til með honum. Eftir um það bil tvo klukkutíma var tekið að hilla und- ir verklok. Það var komið fram yfir hádegi og sólin hellti mis- kunnarlaust geislum sínum yfir hinn nýkrýnda garðyrkjumann sem hamaðist með klippurnar. Honum varð hugsað til þess að enn lifði nokkuð af hvíldardegin- um og það yrði notalegt að liggja í sólbaði með glas af límonaði. Síð- asti kvisturinn var ekki fallinn til jarðar þegar nágranninn kom til að taka út verkið. Hann studdist við torkennilegt verkfæri sem líkt- ist einna helst stunguskóflu. Grasi gróið blómabeð „Þetta er bara helvíti gott hjá þér, miðað við aldur og fyrri störf," sagði hann og horfði gagn- rýnum augum á limgerðið. „Það Hófsemin í fyrirrúmi „Þú verður að vara þig á þvi að ganga ekki of nærri þér svona fyrstu dagana í garðinum. Það er gott að temja sér hóf á öllum svið- um.“ Nýbúinn gekk til hvílú örþreytt- ur, undir glósum einstakra fjöl- skyldumeðlima um hinn nýtil- komna áhuga á garðrækt. Hann hugsaði með sér að ekki yrði við það unað að missa svo gjörsam- lega verkstjórnina í eigin garði úr böndum. Niðurstaðan var alveg á hreinu. Við opnun á mánudegi yrði hann mættur í Húsasmiðjuna með langan lista yfir þau tæki sem nauösynleg teljast til að halda garðinum í lagi. Hann sofnaði út frá hugsunum sínum um töfra- hrífu, kantskera, illgresiskló og úðara með minnsta kosti 15 dreifi- möguleikum. Um nóttina dreymdi hann að skollið var á stríð í hverf- inu þar sem menn börðust með öll- um hugsanlegum útfærslum af garðyrkjutólum. í draumnum hafði hann búið sér til virki úr sól- bekkjum og stólum og varöist af fimi með sínum eigin tækjum og tólum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.