Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Page 16
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 DV __ íslensk stúlka yfirkokkur á skemmtiferðaskipi: Ævintýraleg sigling um heimsins höf Helga Björg meö Drottninguna í baksýn í Reykjavíkurhöfn. Nýja-Sjáland heillar „Nýja-Sjáland heillar mig mest af þeim iöndum sem viö siglum til. Þangað er siglt annað hvert ár. Náttúran á Nýja-Sjá- landi er mjög lík þeirri ís- lensku, þar eru eldfjöll og svip- uð veðrátta og á íslandi. Ég er ekkert sérlega hrifin af þessum heitu löndum. Fólkið á Nýja- Sjálandi er afskaplega vinalegt og líkist helst fólkinu hérna. Þar er mjög léttur andi og fólk ið er afar frjálslegt og skemmtilegt," segir Helgc Björg. Acapulco heillar einnig Helgu Björgu en hún hefur komið við á mörgum ævin- týralegum slóðum og séð það sem margir íslendingar koma | aldrei til með að sjá. Skipið er í siglingum um heimsins höf allt árið og ekki er farin nein fyrir- framákveðin leið. Lífið um borð snýst mikið um vinnu og eig- inleg frí eru sjaldgæf. Þó er frí á sex mán- aða fresti. Viðmót farþeganna er yf- irleitt mjög gott en nöldurskjóðurnar leynast alltaf innan um,“ segir Helga Björg sem vinnur oft náið með farþegun- um. Helga Björg eldar alls kyns gómsæta rétti á hlaðborðið. Reglan er að farþegarnir geti pantað hvað eina sem hugurinn 1 girnist. Það fer þó eftir því nversu dýra 'erð fólkið hefur feypt sér. Einnig eru dæmi um að fólk fái sérpant- aðan mat á skipið. skjóður innan um „Ég hef alltaf verið haldin svolít- illi ævintýraþrá og þegar ég sá skip- in koma inn á Pollinn á Akureyri langaði mig með þeim,“ segir Helga Björg Finnsdóttir, 28 ára íslensk stúlka sem gegnir starfi yfirkokks um borð í skemmtiferðaskipinu Queen Elizabeth II. DV hitti hana aö máli þegar skipið lá fyrir akker- um í Reykjavíkurhöfn þann 8. júlí. Helga Björg er ættuð frá Litlu- Brekku í Arnarneshreppi og er ein- hleyp og barnlaus. Hún segir skipið ekki rúma ástarsambönd þar sem frítími sé lítill og ef það slettist upp á vinskapinn sé fólk samt sem áður fast um borð. Helga Björg byrjaði að læra til matreiðslumanns á Ak- ureyri og lauk náminu á Hótel Óð- insvéum í Reykjavík þar sem hún starfaði í þrjú ár. Hún sótti um á skipinu og var valin ásamt 30 öðr- um úr 18 til 20 þúsund manna hópi og hefur starfað á skipinu í þrjú ár. Hún stefnir á að halda áfram þar til í febrúar á næsta ári þegar skipið verður statt í Hong Kong og ætlar þá að ferðast þaðan. Hún ætlar lik- ast til ekki að koma heim heldur fá sér vinnu í landi. Skemmtilegast að koma til Is- lands „Það skemmtilegasta sem ég hef lent í á þessum ferðum mínum er að sigla til íslands. Þegar ég byrj- aði á Drottningunni fyrir þremur árum vissu fáir nokkuð að ráði um ísland. Ég sagðist ætla að vera um horð þar til siglt yrði til íslands," segir Helga Björg. Hún segir jafnframt að stöðugt sé verið að reyna að hafa uppi á fleiri stöðum til þess að sigla til og nýju skipin hafi byrjað að sigla til íslands. Ferð Drottningarinnar til íslands er farin í tilraunaskyni og miðað við veðrið sem farþegarnir fengu verður hún endurtekin. Mik- il hræðsla var viö að veðrið á ís- landi yrði leiðinlegt og farþegar gætu ekki farið í land. Farþegarnir borga morð fjár fyrir ferðina og ef veðrið er vont getur það vakið óá- nægju hjá þeim og eyðilagt ferðina. Það varð þó ekki í þetta sinn því farþegarnir voru í skýjunum yfir íslandi. Á svona skipum þarf að vinna sig upp metorðastigann þar sem eldhúsin eru mörg. Á skipinu eru fimm veitingastaðir með fimm eld- húsum, eftirréttaeldhús og for- réttaeldhús svo eitthvað sé nefnt. Helga Björg bjóst ekki við því að ná svo langt að verða yfirkokkur í einu eldhúsanna en setti sér það takmark að verða aðstoðaryfir- kokkur. Náðu í kjúklingavarir Þegar komið er um borð er margt að læra fyrir nýliðana og sumir verða hálfruglaðir yfir öll- um þeim matartegundum sem þeir þurfa að læra að þekkja. „Þegar nýir kokkar koma á skip- ið þurfa þeir að aðlagast mörgum matartegundum sem þeir hafa aldrei séð áður. Nýbyrjaður kokk- ur var sendur til slátrarans til þess að ná í „chicken lips“ eða kjúklingavarir. Slátrarinn sendi hann til baka og sagðist ekki eiga neitt slíkt. Strákgreyið fór aftur niður um sex hæðir og slátrarinn spurði hvort hann væri vitlaus en það var auðvitað verið að grínast með hann,“ segir Helga Björg. „Fólkið /li sem kaup- ir sér þess- ar ferðir, er yflrleitt ríkt og komið yfir fimmtugt. Sumir hafa reyndar sparað í 20 ár til þess að geta siglt með Drottningunni. Meirihlutinn er þó fólk sem á pen- inga, til dæmis ekkjur og ekklar. Helga Björg í fullum skrúða matreiðslumeistara. Lítill frítími „Við fórum á barinn í frítímanum og komum saman í matsalnum eða r .jv':' . „ ' JMNmM íþróttasalnum á kvöldin eftir vinnu. Við fórum oft yfir daginn því sumir hafa átt hrikalegan dag og reynt er að hughreysta þá,“ segir Helga Björg. Stundum er horft á myndbönd, farið á bíó eða hingó. Á skipinu er nánast allt til alls; bókasafn og tölvuherbergi ásamt skemmtistöð- um og fleiru. Áhöfnin fer saman út að borða þegar Drottningin er í höfn og skoðar saman markverða staði. „Maður þarf samt að vera skipu- lagður til þess að komast í gegnum daginn því vinnudagurinn er svo langur. Dagskráin er oft mjög ströng og meira að segja björg- unaræfingar eru stundaðar í frítím- anum. Þegar skipið er eins fullt og núna gerir maður ekki mikið annað en að vinna, tala við félagana og sota. Ég á mjög góða vini um borð. í flestum tilfellum eru allir vinir og maður heilsar annarri hverri mann- eskju um borð en 1.080 manns vinna á skipinu," segir Helga Björg. Lífið um borð er áreynslulítið að því leytinu að uppihald um borð er ókeypis. Bjórinn kostar þrjátíu krónur og lítrinn af vatni sjötíu krónur. Hægt er að þvo af sér sjálf- ur eða láta þvottahúsin um verkið fyrir lágt verð. Andlega styrkjandi „Ef maður getur lifað það af að vera þama um borð getur maður hvað sem er. Maður verður andlega sterkur af þessari vinnu. Það er einnig mjög gaman að kynnast fólki af óliku þjóðemi eins og er um borð. Maður lærir á fólk og sér í raun og veru allan heiminn ef maður er nógu lengi um borð,“ segir Helga Björg. Lengsti tíminn sem Drottningin er á sjó er flmm dagar en stundum þegar veðrið er slæmt seinkar ferð- DV-mynd Pjetur inni um einn eða tvo daga. Helga Björg segir að áhöfnin verði þá svo- lítið pirruð. í hvert skipti sem farið er í land kemur nýr andi i umræð- una sem annars er stundum til- breytingarlítil. „Ef ekkert nýtt gerist látum við það gerast. Mann skortir ekki neitt um borð en ég sakna helst fjölskyld- unnar. Þeir sem búa í Englandi geta séð fjölskyldu sína miklu oftar held- ur en ég. Maður getur ekki farið út að borða hvert sem er og bíó er tak- markað. Maður fer ekki á kafíihús og hefur það huggulegt og saknar þess svolítið. Maður getur ekki far- ið út að keyra. Við neitum okkur um mikið en fáum heilmikið i stað- inn,“ segir Helga Björg. Fellibylurinn Louis „Við lentum í fellibylnum Louis á miðju Atlantshafi og urðum að vera yfir nótt í New York. Skipið rifnaði allt að framan þar sem 30 metra alda brotnaði á þilfarinu hjá okkur. Það var gert við skipið í New York og á meðan þrömmuðum við á Broadway," segir Helga Björg. Helga segir að henni líði mjög vel um borð og semji vel við flesta. Hún er að vísu hæna í hanahópi því meirihluti kokkanna er karlmenn. Henni virðist fárnast vel í karla- veldinu og lætur áreiðanlega engan vaða yfir sig eins og sjálfstæðri is- lenskri konu sæmir. Yfirmenn skipsins eru, eins og búast má við, nær eingöngu karlmenn og sumir þeirra afar formlegir. „Kurteisisreglurnar um borð eru mjög stífar og yfirmennirnir vilja margir hverjir láta ávarpa sig með tilum. Ég er ekki mjög formleg því ég vil hafa þetta létt og frjálst. Ég nota titilinn við þá sem eru stífastir á þeim,“ segir Helga Björg. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.