Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Page 19
JL> -.í: LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996
19
______________________________________________________________ listir
illur byggir utan um Stöðlakot:
Hef fundið köllun mína í listinni
- gagnrýni á byggingarstíl í Kvosinni
„Ég er svo heppinn að hafa fund-
ið köllun mina í lífinu en hún felst
í því að skapa listaverk," segir arki-
tektinn og umhverfislistamaðurinn
Illugi Eysteinsson sem af mörgum
hefur verið kallaður framúrstefnu-
listamaður.
Illugi opnar í dag sýningu sem
hann kaUar í draumi sérhvers kots,
í Stöðlakoti með dálítið óvenjuleg-
um hætti. Hann hefur byggt falska
framhlið í alþjóðlegum stíl utan um
Stöðlakot. Framhliðin er fimm
metra há og hylur hún algjörlega
húsið frá þeim sjónarhóli. Þegar
gengið er að verkinu frá Lækjargötu
blasir þessi framhlið við en hún
mun einkennast af hreinum
geometrískum línum og málmáferð.
Blaðamanni lék forvitni á að vita
hvað listamanninum gengi til að
hylja eitt af elstu húsum borgarinn-
ar með þessum vegg.
„Þetta er gagnrýni af minni hálfu
á þennan byggingarstíl sem er í
Kvosinni. Nýbyggingum af erlend-
um toga hefur verið troðið inn í um-
hverfi þar sem ekki hefur verið gerð
nein tilraun til að samræma þær.
Gott dæmi er viðbyggingin á Iðnó
sem er ekki í samræmi við um-
hverfið sem hún stendur í,“ segir
Illugi.
Yfir þrjátíu einstaklingar og fyr-
irtæki hafa stutt þetta verk þannig
að fleiri eru á sama máli og Illugi.
Hann er mjög þakklátur fyrir þann
stuðning sem hann hefur fengið því
svona verk er kostnaðarsamt og
erfitt uppsetningar.
Ulugi var spurður um áhuga sinn
á því að halda sýningu í Stöðlakoti
sem er einn fárra steinbæja sem
enn standa í Reykjavík. Steinbæim-
ir voru reistir í Reykjavík alda-
mótatímans og eru fulltrúar reyk-
vískrar húsagerðar. Þeir voru yfir-
leitt með hlöðnum hliðarveggjum úr
tilhöggnu grjóti og göflum úr
timbri. Veggirnir voru einhlaðnir
og gluggalausir. Gluggar voru yfir-
leitt aðeins á göflum og þakið oft
bárujámsklætt. Steinbæjunum svip-
aði til torfbæja að því undanskildu
að hliðarveggirnir voru einvörð-
ungu hlaðnir úr grjóti.
Litja Gunna og litli Jón
„Ég geri Stöðlakot að samnefnara
Litlu Gunnu og Litla Jóns. Þau
dreymir um velsæld í líkingu við er-
lendar fyrirmyndir. Stöðlakot
dreymir um aö vera höll, alþjóðlegt
nútíma listasafn. Reynslan hefur
því miður sýnt að Islendingar vilja
kasta fyrir róða menningu sinni og
sögu til þess að teljast fullgildir jafn-
okar erlendra þjóða,“ segir Illugi.
Ég ætla að byggja falska framhlið
á Stöðlakot í þessum alþjóðlega stíl.
Frá Lækjargötunni sést nýbygging
úr málmi. Þegar nær dregur gerir
áhorfandinn sér grein fyrir að hinn
glansandi málmur er ekkert annað
en málaður krossviður," segir 111-
ugi.
í draumi sérhvers kots er útilista-
verk sem lýsir sálarkreppu íslenskr-
ar húsagerðarlistar og smáþjóðar
með minnimáttarkennd gagnvart
erlendum hugmyndum og áhrifum.
Þetta verk er ádeila á þá tilhneig-
ingu íslendinga að sveipa um sig er-
lendum fyrirmyndum til þess að
sýna að þeir séu með á nótunum og
hluti af alheims elítunni.
Illugi er giftur leikkonunni Jó-
hönnu Jónas en þau hafa verið sam-
an í þrettán ár, frá því hún var í
Verslunarskólanum og Illugi í MR.
Illugi hefur tekið þátt í nokkrum
sýningum, meðal annars setti hann
upp útilistaverk í fyrra fyrir framan
Háskólann, verk úr fisktrönum.
Einnig hefur hann sýnt I Nýlista-
safhinu, Hafnarborg, á ísafirði, í
Héraðsskólanum á Laugarvatni, Ás-
mundarsal og á Akureyri. Auk þess
hefúr Ulugi tekið þátt í samsýningu
í Stokkhólmi. Illugi er með masters-
gráðu í arkitektúr og B.F.A. í um-
lilur sýnir umhverfislist í Stöðlakoti.
hverfishönnun.
„Arkitektúr er mitt viðfangsefni
en afurðin er list. Ég er með sjö og
hálfs árs menntun frá Bandaríkjun-
um í arkitektúr. Ég get ekki titlað
mig neitt annað en umhverfislista-
mann því það sem ég er að tala um
er okkar byggðaumhverfi. Ég lít á
mig sem geranda í þjóðfélaginu,"
Musteri sálarinnar
Allt sem Illugi gerir stuðlar að
því að styrkja hann sem einstak-
ling. Hann æfir karate eða hleypur
þrisvar í viku til þess að styrkja sig.
Miðað við þá vinnu sem hann
stundar verður líkaminn að vera í
góðu formi. Hann segist ekki geta
klifrað upp um allt með aukakílóin
utan á sér.
„Það er mikilvægt að þetta hús,
sem ég bý í, sé sterkt, líkaminn er
musteri sálarinnar," segir Illugi.
Illugi minnist á að heilu íbúðar-
hverfin rísi með tilteknum bygging-
arstU án þess að nokkur geri at-
hugasemdir um útlit þeirra. Honum
Finnst að íslendingar mættu vera
kritískari og láta sig meira varða
hvernig byggt er og í hvernig um-
hverfi börnin þeirra alast upp í.
Frankenstein íslenskrar
byggingarlistar
„Ég er þar með ekki að tala um að
hér eigi að byggja í gömlum stíl. ís-
lendingar eiga bara að gera sér
grein fyrir hvað er að gerast og vera
krítískari. Fólk getur ráðið hvaða'
listaverk það kaupir á veggina hjá
sér en verktakar bjóða ekki hús til
sýnis áður en þau eru byggð. Það er
okkar sem þjóðfélagsþegna að at-
huga hvað er að gerast því fólk á eft-
ir að alast upp í þessum byggingum.
Frankenstein íslenskrar byggingar-
listar er Hamraborgin en það er
hræðUeg bygging," segir Ulugi.
IUugi telur starfstétt arkitekta
aUs ekki henta sér þar sem hann sé
gerandi í lífmu og líkar best að
vinna að því að skapa. Hann segir
arkitektúr erlendis skiptast í nokkr-
ar greinar en hann brjótist aðeins
út í byggingum á íslandi. Sumir
arkitektar erlendis teikna eingöngu
ímyndaðar byggingar og eru virtir
fyrir það. IUugi vinnur aftur á móti
að arkitektúr sem list.
„Kúnnar mínir 1 framtíðinni eru
ekki einstaklingar sem kaupa
Nýtískuhöll í stað steinhúss.
skraut á veggina heima hjá sér. Það
eru fyrirtæki og stofnanir, sem sjá
um umhverfið okkar, sem gætu
keypt mína þjónustu. Starfsvett-
vangur fyrir mann eins og mig er að
brúa bilið á miUi bygginga og um-
hverfis. Það er hægt að vefa list og
byggingar miklu betur saman held-
ur en gert er. Það er hægt að búa tU
umhverfi í kringum listaverkin.
Það er hægt að búa til listaverk inn
í umhverfin. Ég hef áhuga á að búa
til verk sem draga fram tilfinningu
staðarins, umhverfis það,“ segir 111-
ugi.
Hæfastir lifa af
Eins og svo margir listamenn
verður Ulugi að starfa á öðrum vett-
vangi til þess að framfleyta sér.
Hann vinnur á tveimur stöðum, á
sambýli þroskaheftra í
Garðabæ og kennir
öldruðum tréút-
skurð á vetuma.
Hann ætlar sér
að lifa af listinni
í framtíðinni.
Hann gefur sér
sex ár tfl þess
að kynna sjálf-
an sig og líkir
sjálfum sér við
vöru á mark-
aðnum.
„Þeir hæfustu lifa af. Ég kom
heim vegna þess að þetta er besti
staðurinn til þess að byrja á. Ég
væri að gera nákvæmlega sömu
hluti í Bandaríkjunum og hér. List-
in sem ég stunda er af þeirri stærð
að ég þarfnast fólks tfl þess að
hjálpa mér. Það er auðveldara að
vinna með íslendingum. Ég get til
dæmis pantað fund hjá landsbanka-
stjóra og seðlabankastjóra hér og
sýnt þeim hvað ég hef áhuga á að
gera. Ef ég gerði það sama í Banda-
ríkjunum myndi öryggisvörðurinn
henda mér út í hvefli. Vegna smæð-
ar sinnar er ísland mjög góður
starfsvettvangm-. Fyrirtæki sem
vinna að uppbyggingu og mótun
hins byggða umhverfis geta notað
mig tU að brúa bilið milli arkitekt-
úrs og listar og þannig stuðlað að
skemmtilegra
landi," segir IU-
ugi.
-em
Stöðlakot eins og það lítur út dagsdaglega.
Gardveisla!
Hvernig væri að breyta
til og flytja veisluna út
í garð!
Við leigjum falleg, sterk
tjöld, 10-200 manna.
Við aðstoðum við upp-
setningu á tjaldinu ef
þú óskar. Leigjum
einnig borð og
stóla/bekki.
Nú skiptir veðrið ekki
máli - andrúmsloftið
verður afslappað og
skemmtilegt.
ijaldaleigan
o!c0jj]jj] JijJetit hff.
Krókhálsi 3 - sími 587 67 77
ísetning og innsiglun
Bjóöum nýja ökurita frá VR ásamt ísetningu og innsiglun á öllum gerðum rafdrifinna ökurita.
m
HEKLA
véladeild
Laugavegi 170-174,
sími 569 5500