Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Side 20
20 rretur_______________ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 DV
Árleg Ijósmyndasamkeppni DV og Kodakumboðsins er hafin:
Glæsileg verðlaun
fyrir sumarmyndirnar
„Viljið þið vera memm?“ spurði Eiísabet litla endurnar á
Finnlandi fyrir nokkrum árum. Kristín List Malmberg tók myndina.
Fjöldi mynda hefur borist í árlega
sumarmyndasamkeppni DV og
Kodakumboðsins sem auglýst hefur
veriö hér í blaðinu og að sjálfsögðu
verður haldið áfram að taka á móti
nýjum myndum alveg fram á haust.
Myndimar, sem þegar hafa borist,
eru fjölbreyttar og bera þess greini-
leg merki að landinn hefur átt góð-
ar stundir í sumarhita og stórbrot-
inni náttúru á liðnu sumri. Sama
gildir um þær myndir sem blaðinu
hafa borist gegnum tíðina.
Stórglæsileg verðlaun eru í boði
fyrir bestu myndirnar eins og und-
anfarin ár. Sá, sem hlýtur fyrstu
verðlaun fyrir bestu sumarmynd-
ina, fær glæsilegan ferðavinning
fyrir tvo með Flugleiðum til Flór-
ída. Önnur verðlaun er Canon EOS
500, með 35 mm linsum, að verð-
mæti 45.900 krónur. Þriðju verðlaun
er Canon Prima Super 28 V mynda-
vél að verðmæti 33.900 krónur.
Fjórðu verðlaun er Canon Prima
Zoom Shot myndavél að verðmæti
16.900 krónur. Fimmtu verðlaun er
Canon Prima AF-7 að verðmæti
8.900 krónur og sjöttu verðlaun er
Canon Prima Junior DX að verð-
mæti 5.990 krónur.
1 dómnefnd sumarmyndasam-
keppninnar eru: Gunnar V. Andrés-
son og Brynjar Gauti Sveinsson,
ljósmyndarar á DV, og Halldór Sig-
hvatsson frá Kodakumboðinu.
Frestur til að skila inn myndum
rennur ekki út fyrr en í lok ágúst en
áhugaverðar myndir verða birtar
reglulega í helgarblaði DV fram á
haust og taka þær þátt í úrslitum.
Æskilegt er að sendendur merki
„í sól og sumaryl" eftir Val Óskarsson í Reykjavík.
„Amma lndíáni“ heitir þessi stórskemmtilega mynd en hún var tekin í Skötulfirði í júlí árið 1993. Höfundur er Dóra
Harðardóttir í Kópavogi.
myndir sínar með nafni og heimilis-
fangi, nafni myndarinnar og segi
stuttlega frá myndefninu eða tæki-
færinu þegar myndin var tekin.
Lesendum er velkomið að senda
fleiri en eina mynd í keppnina.
-GHS
Utanáskriftin er:
Skemmtilegasta
sumarmyndin,
DV,
Þverholti 11,
105 Reykjavík.
Úrskurður Kjaradóms ræddur. Drengirnir tveir leysa eilífðarvandamál ís-
lendinga. Höfundur er I. Gunnarsdóttir í Hafnarfirði.