Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Síða 21
21
30 ^ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ1996
Gullæði geisaði meðal Reykvíkinga í byrjun aldarinnar:
Gullkvarz fannst
við Hafravatn
íslendingar hafa löngum trúaö
því að gull fyndist í jörðu hér á
landi þó að ekki hafi jafnmikið bor-
ið á gullæði hér og í öðrum löndum
og hafa margir lagt á sig ómælt erf-
iði og útgjöld til að finna gull. Kísil-
iðjan og Iðntæknistofnun hafa stofn-
að fyrirtækið Melmi hf. og mun það
standa fyrir borunum eftir gulli í
nágrenni Hafravatns i sumar í sam-
vinnu við Kanadamenn, Ástrala og
Svía. Boraðar verða fimm til tíu hol-
ur 100-150 metra ofan í jörðina.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leit-
að er gulls við Hafravatn því að þar
var einnig grafið eftir gulli í byrjun
aldarinnar, á árunum 1911-1913 og
aftur 1923-1925 en án mikils árang-
urs.
Sögu gullæðisins á íslandi má
rekja aftur til ársins 1909, eftir því
sem segir í æviminningum Tryggva
Einarssonar í Miðdal, í veiðihug,
þar sem fram kemur að Steingrímur
nokkur, frændi Tryggva, sem hafði
orðið ríkur á gullgreftri í Ástralíu-,
kom til landsins og dvaldist hjá fjöl-
skyldunni í Miðdal í nokkur ár.
Steingrímur fékk að sjá nokkra
steina úr jarðlögum við Seljadalsá
og komst hann að þeirri niðurstöðu
að um gullkvarz væri að ræða.
Steingrímur fór utan aftur og
sýndi mönnum steinana og var talið
talsvert gull í jörðu í Miðdal. í fram-
haldi af því komu Englendingar
hingað til lands til að grafa eftir
gulli og setja upp gullnámu í Miðdal
og voru menn bjartsýnir og töldu að
gi'öfturinn gæfi góðar vonir. Einar
Benediktsson skáld var fenginn til
samstarfs en Englendingarnir urðu
þó að gefast upp því að námurnar
fylltust af vatni og heimsstyijöldin
fyrri skall á.
Nokkru síöar k’omu Þjóðverjar til
landsins og grófu eftir gulli á svip-
uðum slóðum með góðum árangri.
Þjóðverjarnir voru stórhuga og ætl-
uðu að virkja foss og reisa verk-
smiðjuhús en urðu að hætta við
vegna fjárskorts.
Gull í
Öskjuhlíð?
Nokkrum árum áður en grafið
var eftir gulli í Miðdal hófst gull-
gröftur í Vatnsmýrinni í Reykjavík,
milli Norræna hússins og Öskju-
hliðar, og töldu menn að þar hefði
fundist gull án þess að það væri
byggt á nægilegum athugunum.
Upprunalega var ætlunin að bora
eftir vatni á þessum stað'en dansk-
ur borunarmaður fann glóandi
málm við boranir og birti blaðið
Reykjavík frásögn um að gull hefði
fundist í Öskjuhlíð.
Fréttin „fór eins og eldur í sinu
um allan bæinn,“ segir í Gömlu
Reykjavík eftir Árna Óla blaða-
mann, og má segja að gullæði hafi
gripið um sig á íslandi og vonuðust
menn til þess að geta mokað gull-
hnullungum í stórum stíl. Fyrirtæk-
ið Málmur var fljótlega stofnað án
þess að nógu ítarlegar rannsóknir
hefðu verið gerðar, borvélar voru-
keyptar að utan og menn voru ráðn-
ir til vinnslunnar en gullleitinni
lauk 1909 án árangurs. Aftur var
leitað gulls á sömu slóðum árin
1922-1924 en ekkert fannst.
í bókinni Úr ríki náttúrunnar eft-
ir Ara Trausta Guðmundsson jarð-
fræðing er talið hugsanlegt að gull
sé til í jarðlögum norðan við
Reykjavík og hafi það borist með
skriðjökli ísaldarjökuls í Vatnsmýr-
ina.
Gull í Esju
Draumurinn um gull á íslandi
hefur blundað í íslendingum allt frá
því í byrjun aldarinnar og hefur
verið leitað að gulli öðru hvoru.
Gull hefur fundist nærri stöð
Skógræktar ríkisins við Mógilsá,
í Esju, þar sem er háhitaum-
myndað berg og útfellingar. Á
þessum stað má finna málma-
sambönd, til dæmis glópagull, en
gullið þó ekki í nægilegu magni
til að gullvinnsla borgaði sig.
Samkvæmt upplýsingum frá ár-
inu 1929 innihéldu gullríkustu
sýnin aðeins 10-30 grömm gulls i
tonni.
Á Suðausturlandi eru málm-
rík jarðlög og hafa menn talið
sig fmna þar gull, til dæmis í
Lóni og Álftafirði en sýni hafa
ekki verið greind.
Of lítið
til vinnslu
Á síðasta áratug kom hingað
til lands júgóslavneskur náma-
jarðfræðingur og stundaði hann
rannsóknir á nýtanlegum málm-
um á Suðausturlandi með aðstoð
íslenskra jarðfræðinga og jarð-
fræðinema en ekki virtist gull
vera þar í neinu umtalsverðu
magni. Gull hefur hins vegar
fundist í Grænlandi og kemur til
greina að rannsaka 40 staði á ís-
landi með áþekkum aðstæðum
og á Grænlandi, til dæmis í Esj-
þó að ekki sé hægt að
vekja vonir um gullfundi enda
mestar líkur á að gullmagnið sé
of lítið til vinnslu.
Árin 1989-1990 stóð yfir leit að
gulli á vegum Orkustofnunar,
Kísiliðjunnar og Iðntæknistofn-
unar á svæði frá Borgarfirði að
Eyjafirði. Skýrslur hafa verið
Gullæði greip um sig í Reykjavík í byrjun aldarinnar og kom Einar Benediktsson unnar um niðurstöðurnar og
skáld að því máli. Grafið var eftir gulli í Miðdal og komu Englendingar og síðar eru frekari rannsóknir á dag-
Þjóðverjar að því verki. Það lagðist þó niður aftur af ýmsum ástæðum. Nú er gull- skrá.
vinnsla aftur hafin á íslandi og hafa fundist gömul námugöng í Þormóðsdal. -GHS
DV-mynd Pjetur
Gullgrafararnir í Miðdal hafa ekki smitast af gullæði:
Engir gullklumpar
hafa fundist enn
„Við höfum ekkert verið að fyll-
ast Eif gullæði en þetta er samt líf-
legt starf og gaman að hugsa til
þess að hér geti verið gull í jörð.
Það er tiltölulega lítið um það að
fólk komi hingaö að forvitnast, þó
flækist stöku maður að göngunum
og jafnvel inn i þau,“ segir Ólafur
Guðnason bormaður en hann er að
vinna við bor í Þormóðsdal ásamt
Sævari Þór Björgvinssyni. Þeir fé-
lagar segjast ekki verða varir við
neina gullklumpa á svæðinu, segj-
ast bara ná upp sýnum sem séu
send utan til rannsókna.
Það er fyrirtækið Jarðboranir
hf. sem hefur sett' upp bor við
Seljadalsá í Miðdal, skammt frá
bænum Þormóðsdal, og hafa starfs-
mennirnir þegar borað fimm holur
um 100 metra ofan í jörðina. Verið
er að dæla niður vatni til að ná
kjarna úr berginu upp til rann-
sóknar. Einnig eru jarðfræðingur
og jaröfræðinemi við yfirborðs-
rannsöknir á svæðinu. Búist er við
að enn verði nokkrar holur borað-
ar og yfirborðsrannsóknirnar
haldi áfram heldur lengur en áður
hafði verið gert ráð fyrir eða fram
á haust.
Þegar DV heimsótti gullgrafar-
ana í Miðdal sátu bormennirnir í
kaffi inni í litlu hjólhýsi. Þeir létu
vel af gullgreftrinum og sögðu
markmið rannsóknanna á svæðinu
vera að kortleggja gullkvarzæðina
sem talin sé þarna í jörðu.
Fundist hafa gömul námugöng,
sem talin eru frá því í byrjun ald-
arinnar, og má sjá munna gang-
anna og nokkur göt á þeim þó að
sumar holurnar séu fullar af rign-
ingarvatni. Steinar Sigurðsson
jarðfræðinemi er um þessar mund-
ir að saga þversnið af berginu á
svæðinu og merkja, taka sýni og
senda utan. Hann tekur því ekki
fjarri að smávegis gull hafi fundist
á svæðinu en ekki séu það neinir
gullklumpar.
Steinar segist búast við að rann-
sóknirnar haldi áfram fram í októ-
ber eða nóvember. -GHS
Bormennirnir Ólafur Guðnason og Sævar Þór Björgvinsson sjá um að bora
holur 100 metra ofan í jörðina og taka sýni. Þeir segjast alls ekki hafa smit-
ast af gullæði og verði lítið varir við fólk að sniglast í hlíðunum.
DV-myndir Pjetur