Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Síða 25
25
>! LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996
Söfnuðisrinn Messías Fríkirkja hittist tvisvar í viku í bílskúr við Rauðarárstíg:
Séra Guðmundur Örn Ragnarsson segir að það væru fá vandamál í 300 þúsund manna þjóðfélagi ef prestarnir væru
trúir köliun sinni og fólkið beygði sig undir vilja prestsins og gera eins og hann segir. Prestarnir gætu skipt fólkinu
upp í litla hópa og allir væru virkir í daglegu lífi og boðuðu fagnaðarerindið á sínum vinnustað. DV-mynd Pjetur
„Eg var prestur í þjóðkirkjunni í
12-13 ár og hagaði mér lengst af ekk-
ert frábrugðið öðrum prestum en
kynni min af öðrum kirkjum urðu
til þess að ég fór að boða fagnaðar-
erindið bókstaflega. Það varð til
þess að ég missti prestsembætti. Ég
gerðist meðlimur í Orði lífsins en
sótti aftur og aftur um prestakall
innan þjóðkirkjunnar en fékk ekki
því að menn óttuðust bókstafstrú
mína, ég væri of biblíulegur. Ég
hegðaði mér ekki lengur eins og
flestir þjóðkirkjuprestar gera, sem
predika ekki neitt sem máli skiptir,
síst af öllu hreint Guðs Orð, og hafa
engar skoðanir. Ég vildi þó koma
aftur inn í þjóðkirkjuna til að
predika Guðs Orð,“ segir séra Guð-
mundur Öm Ragnarsson.
Séra Guðmundur Örn er leiðtogi
lítils safnaðar, sem hann stofnaði
skömmu eftir áramótin eftir að
hann fékk köllun til þess frá Guöi,
og kallar söfnuðinn Messías Frí-
kirkju. Um 15 manns eru í söfnuðin-
um, aðallega menn sem höfðu verið
með Guðmundi Erni i bænahópi.
Söfnuðurinn kemur saman tvisvar í
viku í bílskúr við Rauðarárstíg. Bíl-
skúrinn leigir kirkjan og gengur
samskotabaukur á safnaðarsam-
komum til að greiða útgjöld. Nafn
safnaðarins hefur skírskotun til
Jesú Krists, Messias þýðir Hinn
Smurði eða Kristur.
Fjölgar hratt
ef Guð lofar
„Þegar kirkjur eru stofnaðar þá
fær einn maður köllun að leiða söfn-
uð. Hann fær köllunina gegnum
samfélag sitt við Guð og finnur fyr-
ir því að Guð talar til hans. Þegar
prestar í þjóðkirkjunni hafa verið
kallaðir þýðir það að Guð hafi talað
til þeirra. Guð gerir gjarnan meira
en að segja bara: þú ert kallaður,
punktur og basta. Hann leiðir menn
inn í eitthvað ákveðið. Þó að ég hafi
talið að minn staður væri í þjóð-
kirkjunni í 13 ár þá sannfærðist ég
loks um að það væri ekki vegna
þess að Guð hindraði það að ég tæki
við prestakalli," segir séra Guð-
mundur Öm.
Hann segir að eftir síðustu ára-
mót hafi Guð talað til sín um það að
verða leiðtogi nýs safnaðar og i
framhaldi af því hafi hann tekið bíl-
skúrinn á leigu en þar eru sæti fyr-
ir 20 manns. Guðmundur vonast til
þess að söfnuðurinn stækki hratt ef
Guð lofar.
Biskup var
órólegur
Séra Guðmundi Erni liggur
margt á hjarta í sambandi við þjóð-
kirkjuna og gagnrýnir hana, yfir-
stjórn hennar og prestana hart.
Hann telur prestana ekki fara eftir
markvissum, skýrum og biblíuleg-
um kenningum kirkjunnar og segir
að frjálsir söfnuðir fylgi kenningum
þjóðkirkjunnar mun betur en þjóð-
kirkjan sjálf. Hann segist hafa farið
sem farprestur milli kirkna í veik-
indum eða fjarveru presta þjóð-
kirkjunnar fyrir nokkrum árum og
predikað „dálítið öðruvísi en menn
áttu að venjast," eins og hann út-
skýrir það.
Séra Guðmundur Öm hefur verið
umdeildur prestur og nefnir hann
sem dæmi um viðbrögð innan þjóð-
kirkjunnar uppistand sem varð á
Seltjarnamesi fyrir fimm árum þeg-
ar hann predikaði í fjarveru séra
Solveigar Láru Guðmundsdóttur og
þótti ganga full hart fram þó að svo
sé ekki að hans eigin mati.
„Biskupinn hefði átt að vera
ánægður með það en var það ekki.
Þess í stað varð hann órólegur yfir
því að ég stuðaði söfnuðinn með
bókstafspredikun," segir hann.
„í marga áratugi höfum við prest-
ar predikað eins og við höldum að
fólkinu líki, ekki eins og Guði líkar,
til þess að fólkið sé ánægt tilfinn-
ingalega. Þegar ástæða hefur verið
til höfum við látið undir höfuð leggj-
ast að koma með umvandanir við
fólkið eins og heilög ritning segir
okkur þó að gera. Jafnvel við útfar-
ir er fólkinu sagt að allir séu á leið
til Guðs þó að ritningin segi að það
eigi enginn inngöngu í Guðs ríki
nema fyrir trú á Jesú Krist. Þegar
svo þetta er loks boðað við útför þá
finnur söfnuðurinn til fordæming-
ar. Flestir segjast kristnir en trúa
þó í raun ekki á Jesú Krist sem
frelsara sinn,“ segir hann.
Meinið í
þjóðkirkjunni
„Meinið er að þjóðkirkjan og
margar aðrar kirkjur eru raunveru-
lega ekki lifandi kirkjur heldur
dauðar vegna þess að fólkið í þeim
skynjar ekki hvað það er að vera
limur á líkama Krists, að gefast
Jesú Kristi og kirkjunni. Þegar fólk
gefst kirkjunni þá er það ekki bara
til þess að það fái þjónustu heldur
einnig til þess að þjóna öðrum í
kirkjunni." Séra Guðmundur Örn
minnir á að stærsti söfnuður í
heimi, sem er í Kóreu og telur að
minnsta kosti 750 þúsund manns,
skiptist niður í litla hópa. Sjálfboða-
liðar sinni þeim því að leiðtoginn
nái ekki að sinna öllum þessum
Qölda.
„Þetta sama gilti í frumkirkjunni
og ætti að gilda í þjóðkirkjunni með
biskup yfir og svo skiptist kirkjan
niður. Það væru fá vandamál í 300
þúsund manna samfélagi ef prest-
arnir væru trúir köllun sinni frá
Guði og fólkið væri tilbúið til þess
að setja sig undir prestinn sinn og
gera eins og hann segir, samanber
Langholtskirkju. Þá getur prestur-
inn skipt fólkinu upp í hópa og gert
því að koma saman í heimahúsum.
í daglegu lífi væru allir virkir og
boðuðu fagnaðarerindið á sínum
vinnustað og vitnuðu í Jesú sem
frelsara og Drottin til að fá fólk inn
í hópinn til að fá nýtt fólk í kirkj-
una,“ segir hann.
Þjóðin er
heiðin
„í dag er full ástæða til að stunda
trúboð á íslandi eins og þetta væri
heiðið land. Okkar þjóð kallar sig
kristna en aðeins fá prósent hennar
eru raunverulega kristin og fæst
þeirra í þjóðkirkjunni, því miður.
Aðeins kristið siðferði, ekki kristin-
dómur, hefur lengi ríkt hér á landi
en nú er það smátt og smátt að
brotna niður því að grundvöllinn,
trúna, vantar," segir séra Guð-
mundur Öm.
Hann bendir á að vestræn menn-
ingarþjóðfélög hafi byggst á krist-
inni trú. Þegar fólkið gangi af
trúnni þá hverfi kristin hugsunar-
háttur og siðferði smám saman,
ekki sé lengur kristin hugsun á bak
við heilsugæslu. Menn hætti að
skeyta um börn í móðurkviði, þau
séu réttdræp, og margvísleg lög
gangi í gildi í andstöðu við Guðs
Orð, „eins og kynvillulögin, lög um
tæknifrjóvgun og kynskiptiaðgerðir
þar sem á að örkumla fólk,“ segir
hann.
„Ef við værum kristin þjóð þá
myndu svona hlutir ekki líðast því
að okkar kristna siðferðisvitund
sæi til þess. Ef þessi siðferðishnign-
un fær að renna sitt skeið til enda
hrynur okkar íslenska, vestræna
velferðarþjóðfélag. Það eina sem
getur bjargað okkur er kristin trú-
arvakning og Messías Fríkirkjan
gæti einmitt verið upphafið að
slíkri vakningu," segir hann.
-GHS
Séra Guðmundur Örn Ragnarsson fékk köllun frá Guði um áramótin til að stofna lítinn söfnuð og verða leiðtogi hans.
Um 15 manns eru í söfnuðinum nú og hittast þeir tvisvar í viku í bílskúr við Rauðarárstíg. Guðmundur Örn vonast
til að söfnuðurinn stækki fljótt enda geti siðferðishnignun í þjóðfélaginu orðið til þess að hið íslenska velferðarþjóð-
félag hrynur. Það eina sem geti bjargað sé kristin trúarvakning. DV-mynd Pjetur