Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Qupperneq 26
26
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996
fréttir
Flutningur Landmælinga til Akraness:
Reykjavíkurborg mótmælir
töku á ríkisstofnun
- ákvörðun ráðherra valdníðsla, -segir forseti borgarstjórnar Reykjavíkur
Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra ásamt Ágústi Guðmundssyni, forstjóra Landmælinga íslands, á fundi
með starfsmönnum Landmælinga þar sem ráðherrann tilkynnti að hann hefði ákveðið að flytja stofnunina upp á
Akranes. DV-mynd ÞÖK
Valdboð Guðmundar Bjamason-
ar, umhverfis- og landbúnaðarráð-
herra, um flutning Landmælinga ís-
lands til Akraness hefur vakið upp
hörð viðbrögð og spumingum um
hagkvæmnisrök hefur ráðherra
ekki svarað en nánast eingöngu vís-
að til þess að um pólitíska ákvörðun
sé að ræða og spurt á móti um hag-
kvæmni þess að allt sé í Reykjavík
sem máli skipti fyrir þjóðfélagið í
heild.
Undanfarna tvo áratugi hefur um-
ragða um að flytja ríkisstofnanir út
á land verið áberandi, að vísu með
hléum, en árið 1975 mælti nefnd,
sem Ólafur Ragnar Grímsson, ný-
kjörinn forseti, og Jón Baldvin
Hannibalsson áttu sæti í, með því
að flytja alls 25 ríkisstofnanir úr
Reykjavík og út á land. Ekki var þó
um helstu stjórnarstofnanir lands-
ins að ræða en þær taldi nefndin að
mættu vera áfram í borginni vegna
nauðsynlegra tengsla þeirra við
stjórnkerfið.
Úr þessum fyrirætlunum varð ná-
kvæmlega ekkert þá, enda vildi rík-
isstjórn Geirs Hallgrímssonar ekki
ráðast í þessa miklu flutninga ríkis-
stofnana og yfirhöfuð enga slíka
flutninga nema að fyrst hefðu mál
hverrar stofnunar um sig verið
skoðuð ítarlega. Ríkisstjórn Geirs
Hallgrimssonar fól hins vegar i
framhaldinu ríkisstofnunum að efla
útibúastarfsemi sina. Þá var það af-
dráttarlaus skoðun ríkisstjórnar
Geirs að áður en ákvörðun um
flutning yrði tekin yrði að liggja fyr-
ir afstaða viðkomandi ráðuneytis,
sem stofnunin heyrði undir, afstaða
stjórnar viðkomandi stofnunar, for-
stöðumanns og starfsfólks. Enn-
fremur skyldi liggja fyrir samþykki
fjárveitinganefndar Alþingis fyrir
flutningnum.
Áfram hélt umræðan um að flytja
stjórnsýsluna úr höfuðborginni og
árið 1986 skilaði byggðanefnd þing-
flokkanna undir forystu Lárusar
Jónssonar áliti um þessi mál. í þvi
voru engar tillögur um flutning
stofnana út á land enda vildi nefnd-
in ekki mæla með honum.
Misjöfn reynsla
Byggðastofnun hefur fengið fyrr-
verandi framkvæmdastjóra Nor-
rænu rannsóknastofnunarinnar í
byggðamálum til að taka út reynslu
annarra Norðurlandaþjóða af flutn-
ingi ríkisstofnana út á land. Sam-
kvæmt niðurstöðum hans hefur orð-
ið lítið úr slíku, nema þá helst í Svi-
þjóð, en reynsla Svía er harla mi-
sjöfn.
Vandamál, sem upp komu, reynd-
ust mun umfangsmeiri en ætlað var
í upphafi, endurskipulagningu starf-
seminnar á nýjum stað fylgdi mikill
kostnaður og tregða starfsmanna til
að fylgja stofnuninni á nýjan stað
reyndist miklu meiri en ætlað var.
í sambandi við flutning Skóg-
ræktar ríkisins austur á Hallorms-
stað og Egilsstaði og embætti veiði-
stjóra hefur sama raunin orðið á
hér. Flutningur Skógræktarinnar
fór fram í tengslum við setningu
nýs manns í embætti skógræktar-
stjóra og það varð, þegar upp var
staðið, aðeins hann einn sem flutti
með Skógræktinni austur af alls sjö
starfsmönnum.
Allar skýrslur og úttektir opin-
berra aðila eins og Byggðastofnunar
og Hagsýslu ríkisins, sem fjalla um
flutning ríkisstofnana út á land, og
um fyrirhugaðan flutning Landmæl-
inga nú skjóta heldur ekki rökum
undir flutninga af þessu tagi heldur
hiö gagnstæða.
Tvær ríkisstofnanir hafa þegar
verið fluttar úr höfuðborginni sem
fyrr segir; Veiöistjóraembættið, sem
var flutt til Akureyrar, og Skógrækt
ríkisins til Egilsstaða. Samkvæmt
úttekt Framkvæmdasýslunnar á
kostnaði við tilskipaðan flutning
Landmælinga nú er hann talinn ó-
skynsamlegur og er vitnað til
reynslunnar af flutningi fyrr-
nefndra tveggja stofnana sem hafi
reynst kostnaðarsamur og hækkað
reksturskostnað þeirra. Þá hafi eng-
inn starfsmaður flutt með annarri
en aöeins forstjóri hinnar.
Reynslan af flutningi stofnan-
anna er því einfaldlega slæm, stofn-
anirnar sinna hlutverkum sínum
verr en áður, rekstur þeirra er
óhagkvæmari fyrir ríkið og fyrir
notendur þjónustu þeirra. Raunar
er svo komið að sterkar raddir eru
uppi um að leggja embætti veiði-
stjóra niður í núverandi mynd og
færa starfsemi þess undir setur
Náttúruverndarstofnunar á Akur-
eyri, sem þýðir að öllu óbreyttu að
raunveruleg stjórnun embættisins
fer aftur til höfuðborgarinnar.
Höfuðborginni misboðið
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur
samþykkt einróma mótmæli gegn
flutningum Landmælinga nú. Borg-
arstjórn telur að flutningur stofnun-
arinnar valdi alvarlegri röskun á
högum 30 starfsmanna stofnunar-
innar og fjölskyldna þeirra, eða alls
yfir 130 manns. Þá bendir borgar-
stjórn Reykjavíkur á að staðsetning
stofnunarinnar í Reykjavík sé hag-
kvæm fyrir alla landsmenn og að
það sé hagkvæmt fyrir alla þjóðina
að stjórnsýslan sé öll á sama stað og
því æskilegt að stofnanir, sem þjóna
öllum landsmönnum, séu í höfuð-
fréttaljós
á laugardegi
Stefán Ásgrímsson
borg landsins, þótt með því sé síður
en svo verið að gera lítið úr mikil-
vægi þess að jafnvægi sé í byggð
landsins, að sögn Guðrúnar Ágústs-
dóttur, forseta borgarstjórnar.
Guðrún Ágústsdóttir segir í sam-
tali við DV að það sé eindreginn
vilji borgaryfirvalda að landið allt
fái notið sín og fái að blómstra og
mikilvæg opinber starfsemi þurfi að
fara fram á landsbyggðinni og geri
það. Hins vegar sé mikilvægt í þess-
um efnum að ráðamenn þjóðarinnar
og sveitastjórnarfólk setjist niður og
ræði á skynsamlegan hátt hvernig
eigi að nálgast þessa hluti. Því það
að gefa tilskipanir í sovéskum anda,
eins og gert hefur verið með Land-
mælingar og áður Veiðistjóraemb-
ættið og Skógræktina af tveimur
umhverfisráðherrum, séu aðferðir
sem var verið að leggja niður í
gömlu Sovétríkiunum. í þessum
sovétstjómarháttum felist virðing-
arleysi við fólk og stjórnaraðferðir
sem ekki sé hægt að sætta sig við.
Guðrún Ágústsdóttir segir að
hvað sem þessum málum líði þá
hljóti höfuðborg landsins alls að
vera miðstöð stjómsýslu og óskyn-
samlegt sé að vera að slíta i sundur
stjórnkerfið þannig að fólk geti ekki
leitað allra upplýsinga og þjónustu
hjá því á einum og sama staðnum.
Ráðherraveldi
íslendingur, sem lengi hefur búiö
í einu Norðurlandanna en oft kem-
ur til íslands vegna starfa sinna,
segist æ ofan í æ reka sig á það
hversu mikil völd íslenskir ráðherr-
ar hafi og þetta ráðherraveldi, eins
og þessi maður kýs að kalla það, sé
það mikið að nánast útilokað sé að
stjórnarfarslegt jafnvægi komist á
því aö um leið og nýr ráðherra komi
til valda, sem telji sig þurfa að þjóna
metnaði sínum og sértækum áhuga-
málum, þá geti hann kollvarpað fjöl-
mörgu sem þegar er í ákveðnum
farvegi: Þannig geti ráðherra, eins
og nú, gefið út tilskipun sem fyrir-
sjáanlega mun koma niður á fjölda
manns, tefja starf, sem þegar er í
þokkalegum farvegi, við kortlagn-
ingu landsins og kosta ríkissjóð
stórfé og baka viðskiptavinum
Landmælinga aukna fyrirhöfn og
óþægindi í framtíðinni.
Þingmenn, sem DV ræddi við,
sögðu að þetta væri rétt, ráðherra-
veldi væri hér mun meira en ann-
ars staðar á Norðurlöndum og
mætti skýra þann mun þannig að
sérhver ráðherra hefur ríkisstjórn-
arvald hver yfir sínum málaflokki
meðan ríkisstjórnir í heild á Norð-
urlöndunum hafi það vald og afl at-
kvæða ráði þvi hvort og hvað hverj-
um ráðherra er falið að fram-
kvæma.
Valdníðsla
„Þetta er valdníðsla að tilkynna
starfsmönnum Qutning stofnunar
með þeim hætti sem hefur verið
gert og þeim sem ekki vilja flytjast í
annan landshluta sagt að þeir bara
missi vinnu sína ef þeir ekki flytja.
Það er valdníðsla að ekki skuli rætt
um hlutina, ekki síst í ljósi þess að
það er búið að sýna fram á að þetta
er óhagkvæmt fyrir þjóðina. Ef þjóð-
in hefur efni á að vera með svona
æfingar, sem eru dýrari fyrir okkur
öll, þá er ég hrædd um að efnahags-
ástandið hjá þjóðinni hljóti að hafa
breyst. Allt þetta mál virðist mér
vera vanhugsað og þurfi virkilega
að endurskoðast, ekki bara út frá
hagsmunum Reykjavíkur heldur
landsins alls. Hagsmunir Reykvik-
inga og landsbyggðarbúa fara sam-
an og það er fráleitt að skipta þjóð-
inni upp með þeim hætti að Reyk-
víkingar séu eitt og íbúar annarra
landshluta annað,“ segir forseti
borgarstjórnar þegar hún var spurö
um málefni starfsmannanna.
Útibú Hafró ákveðin af
stjórnmálamönnum
Jakob Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, segir að
reynsla stofnunarinnar af rekstri
útibúa hennar sé að mörgu leyti já-
kvæð. Hins vegar hafi ákvörðun um
staðsetningu þeirra á sínum tíma
ekki verið tekm af stjórnendum
stofnunarinnar sjálfrar heldur af
stjórnmálamönnum. Aðspurður
hvar hann hefði valið þeim stað út
frá hagsmunum Hafrannsóknastofn-
unar og vísindalegum sjónarmiðum
sagðist Jakob ekki vilja svara þeirri
spurningu og vera of sjóaður i þess-
um slag til þess.
„Okkur hefur þótt það helst valda
erfiðleikum i rekstri útibúanna þeg-
ar þau eru einmenningsvinnustað-
ir. Það reynir mikið á útibússtjór-
ann. Stefnan hefur verið sú að efla
útibúin og það hefur tekist, sérstak-
lega á Akureyri, en þar starfar það
í mjög náinni samvinnu við Háskól-
ann á Akureyri og starfsmenn þess
hafa kennsluskyldu við skólann."
Jakob segir að rekstur útibúsins í
Vestmannaeyjum stefni svolítið í
sömu átt en Háskóli íslands er þar
með aðstöðu og útibúið vinni þar
með Háskólanum og Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins á staðnum.
Þá sé útibúið á ísafirði við hliðina á
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins,
sem sé báðum að gagni, en þar
þyrfti þó að koma á meiri starfsemi
útibúsins til þess að reksturinn
■gagnaðist Hafró að fullu.
Misjafnt lán með mann-
skap
Jakob segir að á ýmsu hafi geng-
ið með rekstur útibúanna og stund-
um ekki einu sinni gengið að
manna þau en eins og ástandið sé
núna sé stofnunin heppin með úti-
bússtjóra.
„Það hefur lengi verið erfitt í
Ólafsvík undanfarin ár og erfitt að
manna það útibú en nú starfar þar
afburða útibússtjóri sem er að ná
mjög góðu sambandi við heima-
menn. Það er mjög erfítt fyrir menn
að vera alltaf einir í vinnunni og
geta aldrei rætt hlutina við sam-
starfsfólk."
Jakob Jakobsson segir að rekstur
útibúa sé vegna eðlis starfsemi Haf-
rannsóknastofnunar heppilegur og
hafi í stórum dráttum tekist þokka-
lega en leggur að lokum áherslu á
að stærsti vandinn í rekstri þeirra
hafi verið sá að manna þau góðu
fólki, sérstaklega þau smærri, sem
eru einmenningsvinnustaðir, þar
sem ekki sé fýsilegt fyrir fræöi-
menn að vinna einir og hafa ekki
færi á að bera sig daglega saman
við aðra fræðimenn á sama sviði.
Hann segir að nú séu útibúin öll vel
mönnuð og starfsemi þeirra í góð-
um farvegi. Starfsemi þeirra, sér-
staklega einmenningsútibúanna,
mótist þó mjög af því hver sérfræði-
menntun viðkomandi útibússtjóra
sé.
-SÁ