Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Qupperneq 27
I f LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 27 Listamaður af íslenskum ættum með sýningu á íslandi í haust: Listin er leiðin til Mekka - segir Harry Bilson „Ég hef hugsað mér að koma bráðlega til íslands aftur og fara á hestbak á íslenskum hestum með Jóhanni frænda mínum. Einnig er mögulegt að ég setji upp málverka- sýningu á íslandi," sagði Harry Bil- son, heimsfrægur listmálari af ís- lenskum og breskum ættum, þegar DV sló á þráðinn til hans í Bristol vegna orðróms um að hann væri væntanlegur til landsins. Bilson, sem er tæplega flmmtug- ur, fæddist á íslandi og bjó hér á landi fyrstu æviár sín. Hann talaði íslensku í æsku en hefur ryðgað í henni þar sem hann hefur vart not- að málið í tuttugu ár. Móðir Bil- sons, Kristjana Jónsdóttir Bilson, hætti að tala íslensku við Harry eft- ir að fjölskyldan fluttist til Bret- lands. Bilson kom í stutta heimsókn til landsins í fyrra og kom þá á fornar slóðir og kannaði nýjar. Honum lík- aði svo vel að hann telur mjög miklar líkur á að hann haldi mái- verkasýningu á íslandi. Hann vill þó ekki gefa nein loforð þess efnis þar sem margt geti breyst. Honum þykir óþarfi að lofa upp i ermina á sér. Myndir eru bara myndir „Annars þykir mér mjög leiðin- legt að undirbúa sýningar fyrir fram. Mér þykir skemmtilegt að mála en mér leiðast sýningar, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Á sýn- ingum er ætlast til að maður geti útskýrt málverkin sín en ég vil helst ekki þurfa að gera það. Mynd- ir eru bara myndir og að mínu mati eru þær endanlega tilbúnar þegar ég hef lokið við að mála þær. Það er fint ef fólki líkar við myndirnar mínar en þaq skiptir mig heldur engu máli þótt því líki þær ekki. Mér finnst leiðinlegt að þurfa að verja gerðir mínar fyrir alls konar fólki og frekar þreytandi að segja því frá myndunum mínum,“ segir Harry. 40 sýningar að baki Harry hefur haldið í kringum 40 sýningar víðs vegar um heiminn, þar á meðal í Flórens, Venesúela, Tokyo, Úrúgvæ, Ástralíu og Hong Kong auk heimalands síns, Bret- lands. Hann hefur verið búsettur í fimm ár í Asíu og Ástralíu þar sem hann varði tíma sinum í að mála. Hann hefur eignast aðdáendur víða um heiminn og safnarar keppast við að safna verkum hans. Haft hef- ur verið eftir Bilson að verk hans séu opin í báða enda og þau segi bæði allt og ekkert. Hann segist ekki meina neitt sérstakt með verk- um sínum en hann dái fegurð. Myndir hans eru fullar af lífi og að- dáun hans á hestum kemur ljóslega fram í verkum hans. Bilson á ekki erfitt með að útskýra verk sín en hann segist ekki fylgja neinni ákveðinni stefnu. Hann segist mála eftir tilfinningum og þær breytist eftir því hvernig honum líði. Bilson hefur sterkar taugar til Is- lands og kom hingað á hverju sumri fyrstu árin eftir að hann fluttist til Bretlands með foreldrum sínum. Tímaskortur og heims- hornaflakk eftir að hann varð þekktur málari hömluðu því að hann kæmist hingað í heimsókn til þess að rækta sambandið við ætt- ingja sína sem flestir búa hér á landi. Hann segist vera mjög önn- um kafinn maður -.....eins og all- ir,“ bætir hann við. Bilson ásamt börnum sínum og vinum þeirra. Verk Bilsons lýsa mörg hver mikilli gleöi. Hestamaður í Ástralíu Myndir Bilsons eru mjög glaðlegar og mikið að gerast í þeim. Blaðamað- ur spurði hvort hann væri hamingju- samur maður og það birtist í mynd- um hans. „Ég er jafn hamingjusamur og hver annar. Það er einungis tilviljun að ég mála fólk og hesta. Það hefur enga sérstaka þýðingu. Ég á að vísu nokkra hesta þar sem ég hý stundum í Ástralíu. Undanfarin ár hef ég búið þar talsvert mikið,“ segir Bilson. Málarinn er kvæntur og á átta ára son og tólf ára dóttur og koma þau yf- irleitt til Ástralíu í skólafríunum sín- um. Honum líkar afar vel í Ástralíu og segir að þar sé jafh rúmt um fólk og á íslandi. Hann hefur ekki spá mikið í íslenska listamenn en hefur þó heyrt minnst á Erró og hans verk. „Ég hef farið víða og haldið sýningar og ekki haft tima til þess að koma til íslands. Flest- ir ættingjar mínir búa á ís- landi en ég er ekki mjög dug- legur að halda sambandi. Ég skrifa ekki því mér finnst leið- inlegt að skrifa bréf og ég er mjög latur við símann. Ég hef einfaldlega of mikið að gera til þess. Ég hef þó mjög gaman af að fá bréf,“ segir Harry. Slökkti á heilanum Málverk Bilsons hafa runn- ið út eins og heitar lummur og á sumum sýninganna seljast öll verkin strax við opnunina. Bilson er hógvær og segist selja nóg til þess að hafa getað lifað góðu lífi undanfarin þijá- tíu ár. „í fyrstu þurfti ég að vinna verkamannavinnu til þess að sjá fyrir mér. Mér fannst best að starfa við það sem ekki krafðist neinnar andlegrar orku frá mér og ég gat slökkt á heilanum. Það leiðin- lega við kennslu er að ef maður ætl- ar að vera góður kennari tekur það mikla orku frá manni. Þá er engin orka eftir til þess að mála en það er mín leið til Mekka,“ segir Bilson. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.