Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Qupperneq 29
13"V LAUGARDAGUR 13. JULI 1996 opnuviðtal Valgerður og Guðrún spila ktnaskák á borði sem þær bjuggu til sjálfar. DV-myndir JAK því það eru engir fordómar þar. Við fengum æðislega brúðargjöf frá vinnufélögum mínum,“ segir Guð- rún. Valgerður og Guðrún fengu tals- vert mikið af brúðargjöfum, meðal annars golfsett frá vinnufélögum Guðrúnar. Þær hafa hingað til ekki leikið golf en hyggjast byrja á því í sumar. Brúðkaupsferðin hefur enn þá ekki verið farin en þær hyggjast fara i brúðkaupsferð til eyjarinnar Kýpur sem er rétt sunnan til við Tyrkland. Fyrst ætla þær að fara til vinar síns í Danmörku og fljúga þaðan til eyjarinnar. Barist við fordóma Af samtölum við konurnar að dæma virðist Guðrún vera sú sem hefur oftar þurft að berjast við for- dóma. Hún segir líklega skýringu á fordómum fólks að það sé sjálft hrætt við að vera fordæmt. „Viðhorf fólks gagnvart lesbíum hefur breyst í gegnum árin. Mér finnst viðhorf eldra fólks orðið já- kvæðara heldur en hjá hinu yngra. Ég er þó ekki að tala um unglinga þegar ég segi yngra fólk,“ segir Guð- rún. lega enn þá betri uppalendur heldur en margir gagnkynhneigðir. Börnin fá almennilegar útskýringar á hlut- unum hjá samkynhneigðum á með- an börn gagnkynhneigðra fá kannski minna að vita um þessa hluti eins og samkynhneigð. Börn samkynhneigðra eru að vissu marki betur sett. Foreldrar eiga það til að vanmeta börnin sín. Þeir ýta undir að fordómarnir haldi áfram, kannski án þess að ætla sér það,“ segir Guðrún. Guðrún og Valgerður eru glaðari en þær hafa verið lengi og eru sam- mála um að hvetja aðrar lesbiur og homma til að bíða ekki lengur held- ur koma úr felum og byrja að lifa lífinu. „Ég myndi ráðleggja hommum og lesbíum sem eru í felum að galopna skápinn sem allra fyrst, opria upp á gátt og leyfa ekki öðrum að loka aft- ur. Maður er búinn að hafa allt of mikið fyrir þessu til þess að láta einhvern skella á sig. Það er mjög erfitt fyrst eftir að maður opnar dyrnar en síðan kemur maður að þessari frelsistilfinningu sem fleytir manni áfram,“ segir Guðrún. Guð- rún er viss um að fólk eins og Páll Óskar Hjálmtýsson hafi áhrif á við- horf til samkynhneigðra. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur og hefur opnað umræðuna mikið þar sem hann reynir aldrei að þykjast. Hann hefur tvímæla- laust aðstoðað marga til þess að hætta að skammast sín fyrir að vera samkynhneigður. Lesbíur hafa falið hneigð sína betur og mjög fáar hafa komið fram á sjónarsviðið saman- borið við homma. Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtakanna ’78, hefur ötullega kynnt samtökin sem hefur haft góð áhrif á hina sem á eftir hafa komið. Guðrún og Val- gerður hafa aldrei orðið fyrir að- kasti vegna þess að þær eru lesbíur. Þær vilja þakka öllum sem sendu þeim skeyti, kort og blóm og aðrar hlýjar kveðjur. Á meðan blaðamaður stoppaði hringdu margir vina Guðrúnar og Valgerðar til þess að óska þeim til hamingju með þennan merka dag í lífi sínu. Bráðlega halda þær Val- gerður og Guðrún á vit ævintýr- anna i brúðkaupsferð á eyjuna Kýp- ur. -em Byrjaði að lifa 44 ára Guðrún segist hafa verið orðin 44 ára þegar hún byrjaði að lifa. Hún gekk í Samtökin ’78 fyrir mörgum árum en það faldi hún jafnvel fyrir öllum, eins og það hver hún væri í raun og veru. Vinkona hennar geymdi skírteinið fyrir hana í bankahólfi til þess að enginn sæi það. Valgerður hefur ekki enn þá séð ástæðu til þess að ganga í sam- tökin. Það gæti orðið í framtíðinni en hún er ekki búin að ákveða það. Henni fannst í lagi að láta taka við sig viðtal ef það gæti orðið til þess að hjálpa öðrum úr felum. Pískrað úti í horni „Ég hugsa að það séu ofsalega margir sem eru þarna úti og þora ekki að viðurkenna fyrir sjálfum sér né öðrum að þeir séu samkyn- hneigðir. Þeim líður jafn illa og okk- ur leið áður en við komum úr fel- um,“ segir Guðrún. „Mér leið mjög illa því þegar ég var ung var aðallega pískrað um þessi mál úti í horni. Samkynhneigt fólk var oft fyrirlitið. Það var þó misjafnt en ef fóik var létt í skapi og skemmtilegt var því tekið öðruvísi. Ef maður er feiminn og ekki nógu kraftmikill snúa málin öðruvísi,” segir Valgerður. Bæði Valgerður og Guðrún fundu fyrir áreynslunni við það að berjast við tilfmningar sínar i mörg ár. Valgerður og Guðrún skála í kampavíni á brúðkaupsdaginn. neinum. Þær hafa oft skammast sín fyrir að vera samkynhneigðar og reynt að afneita því. „Ég hef aldrei verið montin af því að vera samkynhneigð en núna er ég ánægð með hverju við höfum áorkað. Ég skelli þó ekki skuldinni á neinn því ég veit ekki hvaðan ég hef þetta og ætla ekki einu sinni að pæla í því,“ segir Guðrún. Ekki síðri uppalendur „Fyrst eftir að við byrjuðum að vera saman langaði mig til þess að við gætum alið upp barn en síðar fannst okkur það ekki skipta máli. í samfélaginu er litið á samkyn- hneigða sem þriðja flokks verur. Þó er einn og einn að byrja að opna augun. Samkynhneigðir borga skatta eins og hinir og eru ekkert síðri þjóðfélagsþegnar en aðrir. Sumir samkynhneigðir eru áreiðan- Guðrún drakk út á þetta í tólf ár en hún náði tökum á áfengisneyslunni fyrir sautján árum. Valgerður dró sig lengra og lengra inn í skel sína til þess að leyna því hvernig henni leið raunverulega. 21 árs aldursmunur Valgerður er 67 ára gömul og Guðrún er 46 ára. Það er 21 ár á milli þeirra Valgerðar og Guðrúnar en þær segjast ekki finna neitt fyrir því. Valgerður vísar helst til Guð- rúnar í því sambandi þar sem hún er 21 ári yngri. Guðrún segir aldur alls ekki skipta máli ef sambandið er gott. Valgerður bendir á að ef áhugamálin séu lík skipti aldur ekki máli. Þær eru í raun og veru sín af hvorri kynslóðinni en eru báðar náttúruunnendur og þykir gaman að ferðast. Þær fóru mikið í göngur hér áður fyrr og fara oft i sumarbústaðinn sem þær eiga fyrir austan fjall. Þéim þykir einnig mjög skemmtilegt að spila. Frjálsar sem fuglinn „Mér fannst við ekki vera frjálsar fyrr en við fengum sömu réttindi og annað fólk. Oft leið mér eins og gesti á minu eigin heimili þegar við fengum gesti sem ekki vissu um okkur. Mér fannst ég ekki getað hagað mér eins og heima hjá mér. Mér fmnst notalegt að fá fólk í heimsókn en þægilegra ef það er sámkynhneigt. Ég vil samt umgang- ast gagnkynhneigt fólk í bland við samkynhneigt. Það er ekki gott að samkynhneigðir verði lokaður hóp- ur,“ segir Guðrún. Báðum konunum líður betur eftir giftinguna. Þær geta stoltar sýnt sig saman þar sem þær eru nú hjón og vilja alls ekki fela sig lengur fyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.