Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Síða 31
LAUGARDAGUR 13. JULI 1996
útlönd
Fyrrum barnfóstrur forsætisráðherrahióna Israels bera Söru Netanyahu ekki vel söguna:
Einungis þremur vikum eftir að
Benjamin Netanyahu tók við emb-
ætti forsætisráðherra hefur einkalíf
hans fengið meiri umflöllun en
dæmi eru um í ísraelskri stjórn-
málasögu. Fjölmiðlar í ísrael, og
reyndar um allan heim, hafa undan-
farnar tvær vikur Qallað mjög um
slæma vist barnfóstra á heimili Net-
anyahu-hjónanna. Hafa spjótin
einkum beinst að Söru Netanyahu,
35 ára, þriðju eiginkonu forsætis-
ráðherrans. Sara er fyrrum flug-
freyja og er með próf í barnasál-
fræði upp á vasann. Hún þykir líta
mjög til Hillary Clinton, forsetafrú-
ar Bandaríkjanna, í nýju hlutverki
sínu sem forsætisráðherrafrú ísra-
els. Hún ætlar sér ekki að vera
þæga og hljóðláta eiginkonan við
hlið manns síns og vill hafa áhrif á
stjórn landsins á bak við tjöldin,
líkt og Hillary. En ímynd hennar
hefur beðið skaða strax fyrstu vik-
urnar i nýrri stöðu en samskipti
hennar við barnfóstrur heimilisins
hafa þótt með ólíkindum. Hafa þær
lýst starfi sínu við umönnum
tveggja sona þeirra hjóna, Yair, 4
ára, og Avner, 18 mánaða, sem
hreinni martröð. Kaldhæðnir blaða-
menn hafa almennt kallað barn-
fóstrumálið Nannygate með tilvisan
i fræg hneykslismál eins og Water-
gate og Irangate.
Hent út á náttfötunum
Upphaf alls þessa má rekja til
þess þegar Sara Netanyahu rak
Tanyu Shaw, 21 árs innflytjanda frá
Suður-Afríku, um síðustu mánaða-
mót. Tanja hafði þá gegnt barnfós-
trustarfinu í sex mánuði. Tanja seg-
ir svo frá að hún hafi verið að elda
grænmetissúpu handa börnunum í
eldhúsinu. Brann súpan við með
þeim afleiðingum að Sara trylltist.
„Þú brenndir súpuna og þú hefðir
auðveldlega'getað brennt húsið. Þú
ert ekki skömminni skárri en morö-
ingi,“ hafði Tanja eftir Söru.
Síðar um kvöldið, þegar Tanja
var úti í garði, kallaði öryggisvörð-
ur í hana og sagði að Sara vildi
ræða við hana. Sara öskraði á barn-
fóstruna um leið og hún kom inn og
eftir heiftarlegt rifrildi sagði Tanja
að hún mundi hætta eftir tvær vik-
ur. En Sara hafði greinilega gert
upp hug sinn og var ekkert að
tvínóna við hlutina. Lét hún henda
barnfóstrunni út á götu í náttfötun-
um einum. Þegar Tanja reyndi að fá
eigur sínar og vegabréf var henni
einfaldlega sagt að koma seinna,
þegar hún hefði greitt 10 þúsund
króna sekt fyrir að halda ekki ráðn-
ingarsamninginn. Hún leitaði til
dagblaðsins Ma’ariv og þegar hún
kom að húsinu stuttu síðar hafði
eigum hennar verið safnað saman í
töskur og hent út á gangstétt fram-
an við húsið. Var fötunum troðið í
töskurnar ásamt rusli og ýmsu laus-
legu úr herbergi hennar. Og gler-
augun brotin í þokkabót.
Þvoði sár hendurnar
300 sinnum á dag
Tanja var miður sín eftir vistina
og var meira en fús til að lýsa henni
í blaðaviðtölum. Hún segir Söru
reka heimilið af ótrúlegri harð-
neskju og.þar ríki heragi. Við ráðn-
inguna fyrir hálfu ári var Tönju
strax bannað að nota andlitsfarða
innandyra og var fyrirskipað að
ganga í inniskóm. Tanja segir Söru
Tanja Shaw, 21 árs, situr á götunni með töskur sínar eftir að öryggisverðir Netanyahu-hjónanna höfðu hent henni út
á götu að beiðni Söru Netanyahu. Ástæða brottrekstursins er að Tanja brenndi við grænmetissúpu handa börnun-
um. Símamyndir Reuter
hungruð allan starfstíma sinn.
„Einu sinni öskraði hún á mig í
20 mínútur vegan þess að ég leyfði
mér að borða tómata. Hún sagði
mér að tómatar væru mjög dýrir og
ég mætti ekki borða nema einn
tómata á dag og ekki meira en eitt
egg annan hvern dag. Hún staglað-
ist stöðugt á því hve allt væri dýrt.
Á stundum var ég svo svöng að ég
varð að stelast í graut barnsins.“
Heidi tekur undir frásagnir Tönju
af hreinlætisæðinu, hún hafi sífellt
orðið að þrifa hvert herbergið á fæt-
ur öðru. „Ég varð alltaf að þvo
þvottasnúrurnar og klemmurnar
áður en þvottur var hengdur til
þerris. Ef sængurfatnaður kom við
gólfið varð að þvo allt saman undir
eins,“ sagði Heidi. Hún bætir við að
eftir langan og erfiðan dag hefði
sonur þeirra hjóna sofnað í skónum
uppi í rúmi og við það hefði Sara
umturnast af bræði og látið gamm-
inn geisa um getuleysi hennar.
Skipaði hún Heidi að taka herberg-
ið í gegn þó klukkan væri ellefu að
kvöldi. Heidi neitaði, sagðist mundu
gera það daginn eftir. Þá fór allt í
háaloft á ný. Heidi gafst upp og
sagðist ætla að hætta. Svar Söru
var: Gott og vel. Mér líkaði aldrei
við þig. Þú lagðir ekki nógu hart að
þér. Ég ætla að hringja i sálfræðing-
inn sem gaf þér góða einkunn. Nið-
Sara Netanyahu, sem hér er ásamt eiginmanni sínum, Benjamin, og fjögurra
ára syni, Yair, þykir hafa vaidið eiginmanni sínum vandræðum með fram-
komu sinni gagnvart barnfóstrum þeirra hjóna. Benjamin lagði mikla
áherslu á gildi fjölskyldunnar í kosningabaráttu sinni og sátt á heimilinu.
hafa verið afar skappstygga og hún
margsinnis öskrað á sig og úthúðað
sér. Þá sé Sara haldin hreinlætisæði
á alvarlegu stigi og hefði það birst í
ýmsum myndum.
„Ég varð alltaf að þvo mér um
hendurnar áður en ég snerti börnin.
Sama gilti ef ég ætlaði að snerta
rúmin þeirra, fötin, þvottinn eða
annað. Þetta þýddi að ég varð að
þvo mér hendurnar hátt í 300 sinn-
um á dag,“ segir Tanja og bætir við
að sömu reglur hafi gilt um hús-
bóndann á heimilinu, sjálfan forsæt-
isráðherrann. Hann hafi varla getað
snert börnin vegan sífelldra krafna
eiginkonunnar um handþvott.
Og börnin fengu einnig að finna
fyrir hreinlætisæðinu. Tanja fuil-
yrðir að eldri sonurinn, Yair, hafi
orðið að hanga í sófanum heilu og
hálfu dagana þar sem húsmóðirin
óttaðist að hann mundi skíta sig út
ef hann snerti gólfteppið. „Önnur
börn, vinir og frændur, voru ekki
velkomin þar sem þau voru skítug,“
segir Tanja.
Fákk ekki að kjósa
Þó Sara fái það óþvegið hjá barn-
fóstrunni ber hún Benjamin Net-
anyahu, eða Bíbí, vel söguna. Hann
hafi verið mjög almennilegur við
sig. Hún segist hafa ætlað að kjósa
hann í kosningunum en Sara hafi
meinað sér útgöngu á kjördag. Þyk-
ir það undarleg ráðstöfun þegar haft
er í huga hversu naumur sigur Net-
anyahus var.
Þegar Tanja hafði sagt sögu sína
af vistinni á heimili forsætisráð-
herrahjónanna kom yfirlýsing þess
efnis frá talsmanni þeirra að Sara
hefði verið rekin af öryggisástæðum
samkvæmt ráðleggingum öryggis-
þjónustunnar, Shin Bet. Hún hefði
einnig þótt óstöðugur persónuleiki
og haft tilhneigingu til ofbeldis.
Sara lýsti því enn fremur yfir í
blaðaviðtali að sögur barnfóstrunn-
ar væru uppspuni frá rótum, komn-
ar frá pólitískum andstæðingum til
þess eins að koma höggi á eigin-
mann hennar. Hún kallaði frásögn
barnfóstrunnar vitleysu að sagði að
sóðalegt fólk liti snyrtimennsku
gjarnan öðrum augum en aðrir.
Hreinasta martröð
En bæði yfirlýsingar Söru og
talsmanna hennar áttu eftir að
draga dilk á eftir sér. Hjá Shin Bet
könnuðust menn ekki við að Tanja
fréttaljós
á laugardegi
hefði ógnað öryggi forsætisráð-
herrafjölskyldunanr og þvertóku
fyrir að hafa ráðlagt um brottrekst-
ur hennar. Til að bæta gráu ofan á
svart kom önnur fyrrverandi barn-
fóstra fram i dagsljósið og sagði far-
ir sínar ekki sléttar eftir vikuvist á
heimili Netanyahu-hjónanna fyrir
tveimur árum.
„Mér ofbauð að heyra viðbrögð
Heidi Ben-Yair var ekki sein að
koma fram með sögur af Söru Net-
anyahu þegar sú síðarnefnda reyndi
að gera lítið úr frásögnum Tönju
Shaw. Heidi segir Söru hafa gert
vikuvist á heimilinu að martröð.
Söru og talsmanna hennar og gat
ekki annað en komið fram til stuðn-
ings TönjU: Ég var einungis í viku í
barnfóstrustarfinu en sá tími var
hreinasta martröð," sagði Heidi Ben
Yair, nemi við hebreska háskólann
í Jerúsalem. Og hún hélt lífinu í
Nannygate með frásögnum sínum.
Heidi hafði ráðið sig sem bajm-
fóstru í nóvember 1994, áður en
yngri sonurinn fæddist. Hún segir
að Sara hafi látið sig gangast undir
daglangt sálfræðipróf. Eftir jákvæða
útkomu hafi þrælkunin hafist.
„Hún hélt mér að vinnu dag og
nótt. Ég varð að fara á fætur hálfsex
á morgnana og vinna fram undir
miðnætti. Ég fékk engan tima fyrir
sjálfa mig og gat ekki einu sinni far-
ið í sturtu.“
Einn tómat á dag
Heidi segist hafa verið ban-
urstöður hans voru greinilega rang-
ar. Hypjaðu þig.“
Eftir þref féllst Sara á að greiða
Heidi hálft kaup. Opinberlega er lát-
ið heita að Heidi hafi verið ráðin til
reynslu og látin hætta.
Frásagnir af harðræði Söru koma
á versta tíma fyrir Benjamin Net-
anyahu. Þær yfirskyggðu allt annað
i umfjöllun gölmiðla og skyggðu á
frásagnir af heimsókn hans til
Bandaríkjanna, en henni var ætlað
að hjálpa upp á ímynd hans. Þóttu
frásagnir barnfóstranna í hróplegu
ósamræmi við þá ímynd sem Bíbí
reyndi að skapa af sér sem einlæg-
um fjölskyldumanni. Vakti athygli
að þau hjón tóku báða synina með
til Bandaríkjanna, nokkuð sem þótti
undirstrika vandræði þeirra heima-
fyrir.
Reuter/Guardian/Observer
o.fl.