Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Blaðsíða 32
40 trimm LAUGARDAGUR 13. JULI1996 Á toppi Vífilsfells á gó&viöriskvöldi fyrr í vikunni. Pau standa viö útsýnisskífu Feröafélags íslands, frá vinstri: Þorgeir Porgeirsson og Katrín Sigurðardóttir úr Gar&abæ, Kópavogsbúinn Ágústa Sigfúsdóttir og lengst til hægri er höfu&borgarbúinn Hjálmtýr Hei&dal meö Seltjarrnarnesið allt í baksýn. DV-mynd ÓG - leysinginn gáði þar til veðurs og sjólags við Gróttu Vífilsfell er suöaustur af Sand- skeiði og blasir við ferðalöngum á hægri hönd sem aka austur yfir Hellisheiði frá Reykjavík áleiðis á Suöurlandið. Fjallið stendur á mót- um Árnessýslu og Gullbringusýslu og í góðu skyggni er víðsýnt af tindi þess. Fjallahringurinn allur þar sem Hekla, Vestmannaeyjar og Snæfellsnesjökull blasa við í fjærstu fjarlægð. í vestri kúrir höfuðborgar- svæðið, lágreist, séð af tindinum. Vífilsfell lætur ekki mikið yfir sér en er drjúgt erfitt til göngu miðað við að það er aðeins 655 m yfir sjó. Ekki ætti það þó að fæla neinn frá að klífa fellið, því ef til dæmis er fariö upp að austanverðu má vel finna auð- velda leið upp. Þegar upp er komið er það ekki aðeins útsýnið sem gleð- ur heldur er mjög fróðlegt að skoða allar þær myndir og línur sem sjást í móberg- inu, sem er sí- breytilegt eftir stöðuga verðrun regns og vinda. Á toppi Vífilsfells hefur Ferðafélag íslands komið upp útsýnisskífu. Vífilsfell er nefnt eftir Vífli, sem var leysingi Ingólfs Arnarsonar og bjó á Vífilsstöðum. Hann er sagður hafa stundað sjóróðra frá Gróttu á Seltjarnarnesi. Þegar hann hugði á róður gekk Vífill á Vífilsfell til að huga að veðri. Seinfarið hefur verið fyrir sjósóknarann því Vifilsfell mun vera í 16 til 18 km fjarlægð í beinni loftlínu frá Vífilsstöðum. í það minnsta hefur verið farið að halla degi þegar Vífill og menn hans voru komnir í vörina við Gróttu þá daga sem gaf á sjó. Umsjón Ólafur Geirsson Teygjur mikilvægar skokkurum Mjög mikilvægt er fyrir þá sem skokka reglulega að teygja. Það er mjög gott að fara í gegnum röð teygjuæfinga í þaö minnsta þrisvar í viku. Auk þess er mjög gott að hafa það sem reglu að teygja kálfa og lærvöðva eftir sérhvert skokk. Mjög gott er að byrja að teygja neðstu vöðvahópa líkamans og færa sig síðan ofar upp eftir líkamanum og enda á öxlum og höfði. Teygjurnar viðhalda liðleika líkamans og koma í veg fyrir of mikla styttingu vöðvahópa. Stuttir og illa teygðir vöðvahópar valda stirðleika og meiðslahætta eykst til muna. Með teyjguæfingum minnkum við líka líkur á að fá harðsperrur. Þeir sem hlaupa miklar vegalengdir s.s maraþonhlauparar ættu auk þess að fara í nudd í það minnsta lx í mánuði. Nuddið hefur mjög slakandi áhrif og er alhliða endumærandi. -JBH ÍÍ-JJ3J JJjJ 3J 3J '1J JJ JJ 10 km 21 km 42 km Sunnudagur lOkmról 18 km tól. 18 kmróL Mónudagur Hvild Hvild Hvíld Þriijudagur 8 km (Hroðaleikur). 12 km (Hroðoleikur). 12 km (Hroðoleikur). Fyrst 2 kmról. ogsiSon Fyrst 2 km ról.og siðon Fyrst 2 km ról.og siðon 1 km hrotl til skiptis. 3 km hrott til skiptis 3 km hrott til skiptis somtols somlols 4x1 km. Siðoo somtols 4x 2 km. Siðon 4x 2 km. Siðon 2 km. ról. 1 km. ról. i lokin 2km ról. ilokin. - i lokin. Miðvikudagur 8 km ról. 14 km ról. 16 km ról. Fimmtudagur Hvíld 6 km jolnt 8 km jolnt Föstudagur Hvild 10 km ról lOkmról Laugardagur Fræ hloup 5 km 8 km frisklego 12 km frisklego Samtals: 31 km. 68 km 76 km Unnur Guttormsdóttir, sem valdi Ijóöiö, lengst t.h., ásamt fer&afélögum sín- um á Ströndum. Myndin er tekiö í Meyjarseli viö Bjarnarfjörö. i baksýn er Skaufasel. Aörir á myndinni eru, frá vinstri: Hjálmtýr Hei&dal, Anna Kristín Kristjánsdóttir og Ágústa Sigfúsdóttir. Feröin var farin í fyrra og var gengið úr Reykjafiröi yfir í Ófeigsfjörð. „Rólega vikuferö," eins og göngugarpar taka til orða. DV-mynd Jón Sigurösson Ljóðið: Óður til steinsins Formœltu ekki steinvölunni er sœrir il þína göngumaður kannski geymir hún undir hrjúfri brá það sem þú leitar kannski er hún sjálfur óskasteinninn (Kristján frá Djúpalæk) Ljóð þetta valdi Unnur Guttorms- dóttir, sjúkraþjálfari og ein fjö- margra þeirra sem stunda ferðir um landið og þá helst gangandi. Þetta er ellefti hluti ljóðaflokksins, sem Kristján frá Djúpalæk samdi við ljósmyndir sem Ágúst Jónsson, byggingameistari á Akureyri, tók af íslenskum steinum. Áður hafði hann sagað þá í sundur og slípað. Síðan lét hann ljós falla í gegnum þunnar steinflögur og ljósmyndaði það sem þá kom út. Eru það margar undurfagrar myndir. Unnur Guttormsdóttir sagðist hafa valið þetta ljóð vegna þess að það minnti okkur á að í íslenskri náttúru býr ekki aðeins hrikaleiki hins stórfenglega. Þar búi einnig litlar steinvölur, sem feli í sér feg- urð. Lággróðurinn, sem stöðugt berjist við að halda velli og tóra í hrjóstugu umhverfi íslenskra fjalla megi heldur ekki gleymast, segir Unnur, sem á ferðum sínum um fjöll og óbyggðir sér ótal kynja- myndir og trúir lika á tröll og álfa. Bókin Óður steinsins kom út á veg- um Gallery Háhóls á Akureyri árið 1976. 11 ferðir hjá hjól reiðamönnum í júlí Vinsældir hjólreiða hafa vax- ið gífurlega hérr á landi undan-í farin ár. Nú erl svo komið að| hjólreiðamenn geta víða fariðj um, til dæmisj á höfuðborgar-j svæðinu, ánj þess að hættaj lífi og limumj í umferðinnij Göngu- og hjólreiðastígar liggja nú víða og er til dæmis til mikillar fyrirmyndar að í Graf- arvogshverfí voru lagðir stígar jafnhliða öðrum framkvæmd- um. Þar má nú fara um allt án þess að tengjast bOaumferð að neinu ráði. Ekki má heldur gleyma framkvæmdum eins og nýrri brú fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, sem ligg- ur yfir Kringlumýrarbraut i Fossvogi. Atburðaalmanak sumarsins í öllum reiðhjólaverslunum íslenski fjallahjólaklúbburinn starfar ötullega og hefur meðal annars komið upp félagsheimili að Austurbugt 3 við gömlu höfn- ina í Reykjavík. Fjallahjóla- klúbburinn stendur fyrir ýms- um skipulögðum ferðum, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Hjólhesturinn, frétta- bréf klúbbsins, er fullt af frá- sögnum af hjólreiðaferðum hér á landi sem erlendis. Auk þess eru ýmis fræðslukorn um hjólið og aðrar upplýsingar. Með blað- inu er Atburðaalmanak íslenska fjallahjólaklúbbsins fyrir árið 1996. Þar kennir ýmissa grasa. Staifið er greinilega blómlegt því boðið er upp á einar 11 hjólaferðir í þessum mánuði og í ágúst eru ferðirnar tíu. í dag er til dæmis byrjendum boðið í lautarferð upp í Heiðmörk. Hægt er að fá Atburðaalmanak- ið í öllum hjólreiðaverslunum. Fram undan... Bláskógaskokk HSK verður á sunnudaginn og hefst klukkan 13 skammt frá Gjábakka í Þingvalla- sveit. Vegalengdir eru 5 km og 16 km með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn, 16 ára og yngri (5 km), 17-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri. Upplýsingar á skrifstofu HSK, Engjavegi 11, Selfossi, sími 482 | 1189 ogfax 482 2909. Akureyrarmaraþon (og jafn- framt Meistaramót íslands og hálf- maraþon). Það hefst kl. 12 hinn 20. júlí nk. við íþróttavöllinn á Akureyri. Vegalengdir eru 4 km skemmtiskokk, 10 km og hálfmara- þon með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn, 12 ára og yngri (4 km), 14 ára og yngri (10 km), 13-15 ára (4 S km), 15-17 ára (10 km), 18-39 ára (10 km), 16-39 km (4 km og hálf- maraþon), 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Sveitakeppni, 3 í sveit. Ailir sem Ijúka hiaupi fá verð- launapening. Útdráttarverðlaun: 26 aukaverðlaun. í þátttökugjaldi er innifalin pastaveisla fyrir þá sem skrá sig fyrir 15. júlí nk. Frítt í sund- laug Akureyrar. Upplýsingar veitir Jón Árnason í símum 462 5279 og : 462 6255. Ármannshlaup verður 25. júlí klukkan 20 og hefst .við Ármanns- heimilið við Sigtún í Reykjavík. Vegalengdir: 2 km án tímatöku, 4 km og 10 km með tímatöku. Flokka- skipting, bæði kyn: 18 ára og yngri, 19-39"ára, 40-49 ára, 50 ára og | eldri. Verðlaun verða veitt fyrir 1 -3. sæti í heild og 1. sæti í hverjum flokki. Sveitakeppni, 3 í sveit. Allir sem Ijúka hlaupunum fá verðlauna- pening. Upplýsingar veitir Katrín Sveinsdóttir í síma 562 0595 og í Ármannsheimili, s. 561 8140. wi—at—riiiiiTi mr.twnanimmmammmmi er styrktaraðili Reykjavíkurmaraþonsins FWGIMIDIR^ JL* mkm ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.