Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Qupperneq 50
58 IIíWkmyndir
Haskolabío-Barb
Wire:
yr
Pamela
sem Bogart
Þeir ráðast ekki á garð-
inn þar sem hann er
lægstur, höfundar Barb
Wire. Það á að stæla eina
allra bestu kvikmynd sög-
unnar, Casablanca,
hvorki meira né minna.
Og silíkonbomban Pamela Anderson er í hlutverkinu sem Humphrey
Bogart gerði svo góð skil á sínum tíma.
Meginlínur söguþráðarins eru hér hinar sömu og i gamla
klassíkernum, svo og sömu aðalpersónurnar, svona í megindráttum,
en lengra nær samlíkingin ekki. Þessi mynd er nefnilega jafn vond
og Casablanca var góð.
Pamela leikur bareigandann Barb Wire, árið er 2017 og önnur borg-
arastyrjöld Bandaríkjanna stendur sem hæst. Nasistalegir gæjar hafa
náð völdum í landinu, nema i Stálhöfn, einu frjálsu borginni sem eft-
ir er. Þar á Barb heima, rekur barinn en drýgir tekjurnar með því að
veiða menn á flótta undan réttvísinni eða með því að stunda elstu at-
vinnugreinina. En dag nokkurn koma til bæjarins helstu forsprakk-
ar andspyrnuhreyfmgarinnar, Axel og eiginkona hans, vísindakonan
Cora D., og ætla að komast þaðan úr landi, alveg eins og Ingrid Berg-
man og Paul Henreid í Casablanca. Axel er gamall flammi Pamelu en
hún vill ekkert með hann hafa, a.m.k. ekki í fyrstu. Hún gefur sig þó
um síðir og saman berja þau á nasistahyskinu og svo framvegis, með
þegjandi samþykki lögreglustjórans, sem leikur tveimur skjöldum,
nema hvað?
Það verður seint sagt um þessa mynd að hún sé merkileg. Fyrir-
myndin er teiknimyndasaga og persónurnar því ekki upp á marga
físka. Pamela ætti helst ekki að leika í kvikmynd þar sem hún þarf
að gera meira en klæðast aðskornum sundbol og einhverju þvíum-
líku. Hún ætti að minnsta kosti ekki að opna munninn, þótt ljótt sé
að segja. Hún gerir sosum ekki mikið að því hér, nóg samt, lætur sér
þó aðallega nægja að vera í sexí leðurdressi á mótorhjólinu sínu og
utan, svo brjóstin eru við það að flæða út úr herlegheitunum. Nú, svo
kýlir hún eins og besti karl. En Humphrey Bogart verður hún aldrei.
Jafnvel góður leikari eins og Temeura Morrison, sem margir minn-
ast úr Eitt sinn stríðsmenn, er eins og fiskur á þurru landi.
Leikstjóri: David Hogan. Leikendur: Pamela Anderson, Temeura
Morrison, Victoria Rowell, Udo Kier.
Bönnuð innan 16 ára. Guðlaugur Bergmundsson
Stjörnubíó og Bíóhöllin -
Algjör plága
★★
Sjáffskipaður
vinur
Eftir að Jim Carrey fór langt
yfir strikið í fiflalátum í Ace
Ventura: When Nature Calls er það viss léttir að sjá hann í gjörólíku
hlutverki í Algjör plága (The Cable Guy). Fetturnar og bretturnar
eru að vísu á sínum stað, en Carrey er þó jarðbundnari en oftast
áður þó svo sannarlega láti hann gamminn geisa I sumum atriðum.
Og það verður að segjast að Jim Carrey leikur Jim Carrey vel.
í Algjör plága leikur Carrey óþolandi gaur, Chip Douglas, sem sér
um að tengja kapalkerfi í íbúðir. Steven Kovacs (Matthew Broder-
ick), sem kærastan er nýbúin að fleygja á dyr, er svo óheppinn að
lenda á Douglas þegar hann flytur í nýja íbúð. Douglas treður sér
inn á Kovacs og gerist sjálfskipaður vinur og vemdari eða þar til
hann er nánast búinn að leggja líf Kovacs í rúst.
Eins og í flestum kvikmyndum Carreys em mörg atriði hreinlega
byggð í kringum eftirhermuhæfileika hans og er nokkuð um fyndin
atriði í fyrri hluta myndarinnar þar sem Carrey lumar á ýmsu sem
hristir upp í áhorfendum. En tónninn í myndinni verður mun alvar-
legri eftir miðja mynd þegar í ljós kemur að Douglas er ekki allur
þar sem hann er séður og hann getur verið jafn andstyggilegur við
vini sem yfirgefa hann og hann er greiðvikinn við þá sem eru vinir
að háns mati. Þessi snögga breyting frá farsa yfir í gráan húmor
virkar ekki vel og því er Algjör plága ákaflega köflótt mynd sem hef-
ur nánast enga festu eða stígandi í frásögn og er aðeins eftirminni-
leg vegna nokkurra fyndinna atriði þar sem Jim Carrey fær greini-
lega að impróvisera að vild.
Leikstjóri: Ben Stiller. Handrit: Lou Holtz, jr. Kvikmyndataka: Robert
Brinkmann. Tónlist: John Ottman.
Aðalleikarar: Jim Carrey, Matthew Broderick, Leslie Mann, George
Segai og Diane Baker. Hilmar Karlsson
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 ,
Independence Day er á góðri leið með að setja aðsóknarmet í Bandaríkjunum.
Independence Day frumsýnd í Bandaríkjunum:
Setti strax aðsóknarmet
Kvikmyndin
Independence Day var
frumsýnd í Bandaríkjun-
um daginn fyrir þjóðhá-
tíðardag Bandaríkjanna.
Frumsýningar myndar-
innar hefur verið beðið
með ótrúlegri eftirvænt-
ingu vestra. Þeir sem best
til þekkja spáðu því að
myndin hlyti fyrstu sýn-
ingarhelgi sína mestu að-
sókn sem nokkur mynd
hefði áður hlotið. Þær
spár virðast vera að ræt-
ast. Myndin er sögð hafa
alla burði til þess að skila
70-80 milljónum dollara
eftir fyrstu sýningarhelgi.
Metið í þessum efnum er
nýlegt en það var sett
með sýningu spennu-
myndarinnar Mission Im-
possible. Sú mynd skilaði
57 milljónum dollara fyrstu sýning-
arhelgi sína.
Myndin var forsýnd í nokkrum
bíóhúsum vestra í siðustu viku og
skiluðu þær forsýningar tekjum
upp á tæpar 12 miUjónir doUara en
slíkt hefur aldrei áður gerst.
Independence Day segir frá því er
tendrast upp og ótti grípur
um sig meðal borgarbúa.
Mannfólkinu til mikiUar
skelfingar gerir það sér Ijóst
að herafli ókunnra geim-
skipa sækir að jörðinni með
það takmark fyrir augum að
tortíma jarðarbúum. Inntak
Independence Day er ekki
fyrst og fremst að kynna
ógnvekjandi geimverur
miklu fremur er varpað
fram spurningum um mann-
leg viðbrögð ef svona lagað
myndi gerast. Hvernig
myndi mannlegt eðli bregð-
ast við og hvernig myndum
við verjast?
Titill myndarinnar vísar
tU þjóðhátíðardags Banda-
ríkjanna fjórða júlí en árás
geimveranna átti einmitt að
hefjast þann dag.
20th Century Fox fram-
leiðir myndina og Skífan annast
dreifingu hennar hérlendis. Myndin
verður frumsýnd um miðjan ágúst í
fjórum kvikmyndahúsum samtímis;
Regnboganum, Háskólabíói, Laugar-
ásbíói og Borgarbíói á Akureyri.
em
Jeff Goldblum leikur aðalhlutverkið í myndinni
Independence Day.
geimverur setjast að jarðarbúum og
ráðast að þeim með ofbeldi og eyði-
leggingu. Griðarstór geimskip taka
sér stöðu yfir stærstu borgum
heims og fyrr en varir hefja geim-
verumar árás. Jarðarbúar verða að
sameinast gegn mestu vá sem sótt
hefur að mannkyninu. Himininn
eiffer og Redford
í gær var myndin Up Close and Personal með þeim MicheUe Pfeif-
fer og Robert Redford í aðalhlutverkum frumsýnd í Laugarásbiói
og Regnboganum. Pfeiffer leikur hér Tally Atwater, fyrrver-
andi gengUbeinu sem hefur náð langt sem sjónvarpsfrétta-
kona. Það er ekki sist að þakka Warren Justice (Red-
ford), frægum fréttamanni er tekur hana upp á
arma sína. Þau verða ástfangin en þegar frægð
Tally er orðin meiri heldur en Warrens reyn-
ir heldur betur á sambandið.
Það eru engir aukvisar sem halda
þessari mynd uppi. Robert Redford
hefur verið einn vinsælast leikari í
heimi seinustu þrjátíu árin. Hann
hefur unnið tU fjölda verðlauna,
meðal annars óskarsverðlauna
sem besti leikstjóri fyrir Ordinary
People. Redford, sem var vinsæll
sviðsleikari þar til hann færði sig
yfir í kvikmyndimar, sló fyrst veru-
, lega i gegn þegar hann lék í mynd-
inni Butch Cassidy and The
Sundance Kid ásamt Paul
Newman. Sú mynd er löngu orð-
in ein af sígUdum myndum kvik-
myndasögunnar.
MicheUe Pfeiffer er ein ást-
sælasta leikona hvíta tjaldsins.
Hún hefur leikið í fjölda vinsæUa
mynda, svo sem Batman Ret-
urns, The Age of Innocence,
Scarface, Frankie and Johnny og
Tequila Sunrise. Pfeiffer var tU-
nefnd til óskarsverðlauna fyrir
leik sinn í myndunum Danger-
ous Liaisons, The Baker Boys og
Love Field.