Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Page 3
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 3 Fréttir Sjúkrahús Reykjavíkur í vanda: Vantar 250 milljónir inn í reksturinn - Erum að komast í þrot, segir stjórnarformaðurinn „Stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur falið framkvæmdastjórn að móta tillögur fyrir næsta stjórnar- fund um viðbrögð við fjárhagsstöðu spítalans. Staðan er sú að okkur vantar um það bil 250 milljónir í rekstur spítalans," segir Kristín Á. Ólafsdóttir, stjórnarformaður Sjúkrahúss Reykjavíkur, í samtali við DV. Kristín segir að nýlegar spam- aðaraðgerðir hafi leitt til um 150 milljóna kr. sparnaðar í árlegum rekstrarútgjöldum en það dugi ekki til. Sjúkrahús Reykjavíkur sé að komast í þrot, m.a. varðandi launa- greiðslur til starfsfólks og önnur út- gjöld og ríkisvaldið svari engu um það hvort spítalinn fái viðbótarfé. Fáist það ekki sé eina leiðin að bregðast við með frekari niður- skurði. Kristín segir að fáist ekki þetta viðbótarfé verði ekki hægt að reka áfram þá starfsemi sem nú er rekin á vegum spítalans. Svo einfalt sé það. Hún vill ekki svara því hvaða deildir þá verði skomar af, né hvort Grensásdeildinni verði lokað í nú- verandi mynd, en segir: „Tillögur um þessi efni era í mótun.“ Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Reykja- víkur, vill heldur ekki tjá sig um það til hvaða aðgerða verði gripið, fáist ekki fé úr ríkissjóði til að stoppa upp í 250 milljóna króna rekstrargatið. Aðspurður hvort hag- kvæmt væri að flytja sérhæfða deild eins og Grensásdeildina niður i að- albyggingu spítalans í Fossvogi sagði Jóhannes að endurhæfing hefði aukist annars staðar og áætl- anir væru um að reisa endurhæf- ingarmiðstöð á vegum ríkisins í Kópavogi og umfangsmikil endur- hæfingarstarfsemi væri á Reykja- lundi. Á Grensásdeild væri nú rekin endurhæfingar- og taugadeild og það gæti verið skynsamlegt að hafa hluta starfseminnar í enn nánari tengslum við það sem fram fer í að- albyggingunni. „Þótt fjarlægðin sé ekki mikil á milii er hún samt á vissan hátt til trafala," sagði Jó- hannes. Hann sagði að allir þeir kostir sem stjórnendur spítalans hefðu í hinni þröngu stöðu væra slæmir. -SÁ Grensásdeildin ekki hálfnýtt: Aðeins 18 pláss opin „ Grensásdeildin: Odýr í rekstri og arösöm fyrir þjóðfélagið - segir Ásgeir B. Ellertsson yfirlæknir Ásgeir B. Ellertsson er yflrlæknir Grensásdeildar. Hann segir að ekki sé búið að ákveða að leggja Grensás- deildina niður í núverandi mynd og flytja hluta af starfseminni en um- ræðan um það sé komin í gang á ný um sömu tillögur og vora uppi um síðustu áramót, en í þeim fólst að Grensásdeild sem slík hætti að vera to. „Það sem við hryggjumst yfir er það að þetta yrði verulegt högg á endurhæflnguna hér hjá okkur,“ segir Ásgeir. Aðspurður hvort sí- endurtekin vandamál í rekstri sjúkrahúsanna í Reykjavík stafi að stórum hluta af því að heildarstefnu og heOdarskipulag þessara mála skorti, svarar Ásgeir játandi. „Ég held að aðalatriðið sé að tek- in verði ákvörðun um annars vegar hvort verði starfandi tveir sjálfstæð- ir spítalar i Reykjavík, sem þá fái að starfa sjálfstætt með ákveðinni verkaskiptingu, eða þá hins vegar að það skref verði tekið að ákveðið verði að sameina þá. Eftir að ákvörðun hefur verið tekin um ann- an hvorn kostinn hljóta aOir sem að málum koma að vinna að þeim af heOindum. Mér finnst þetta vera grundvaOarspurning sem stjórnvöld verða að taka ákvörðun um.“ Ásgeir segir að Grensásdeildin sé í raun og vera ódýr deOd í rekstri en hins vegar mjög arðbær. í grannlöndun- um sé lögð rík áhersla á endurhæf- inguna og að skerða hana ekki þar sem að hún skili sér fljótt út í þjóð- félagið og komi bæði því og viðkom- andi einstaklingum til góða. -SÁ Grensásdeild, endurhæfingarl deOd Sjúkrahúss Reykjavíkur, er i tveggja hæða byggingu en aðeins önnur hæðin er nú í notkun og vart hægt að segja að hún sé fuOnýtt. „Það má sjálfsagt deila um það hvort það sé lokað vegna fjárskorts, vegna skorts á hjúkranarfræðing- um eða vegna þessa eða hins. Það er hægt að skilgreina það mismunandi en aOavega er lokað og á meðan bíð- ur fólk eftir endurhæfingu, bæði niðri á Landspítala og Borgarspít- ala,“ segir Ásgeir B. EOertsson yfir- læknir. Hann segir að nú í júlí og ágúst sé aðeins hægt að hafa 18 end- urhæfingarpláss opin og þegar ekki sé hægt að taka við því fólki sem þarfnast endurhæfíngar, þá muni það leiða til þess að starfsemin koðni niður smám saman. „Helst vildum við hafa hér allt á fullu og þjóna bæði Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspítalanum eins og við mögulega getum,“ segir Ásgeir. Það sé hins vegar þröngur Qárhagur stofnunarinnar í heild sem komi í veg fyrir að Grensásdeildin geti starfað með fuOum afköstúm. -SÁ VESTURBÆR • HÖFÐABAKKI • KOPAVOG^ eitt símanúmer 18 tommu Pizza með 2 áleqqstequndum 16 tommu Pizza með 2 áleqqstequndum 12 tommu Pizza með 2 áleaasteaundum OPIÐ tii kl. 01:00 virka daga og til kl. 05:00 um helgar •Jjölskylda <ij tonuitrorum | p L v V i s s k a 11 ! 2 lítrar wM? W'ðca á aðeins 150 kr Uin klakann/ ^ón Bakan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.