Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Síða 4
4
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1996
Fréttir
Bullandi óánægja flugumferðarstjóra með vinnuaðstöðuna 1 nýja húsnæðinu:
Frekar hugsað um tækin
en heilsu starfsmanna
- erum nýfluttir inn og margt ógert, segir Ásgeir Pálsson
Nýtt húsnæöi flugmálastjórnar DV-mynd PÖK
„Hér er allt boltað niður, vinnu-
borðin heilsmíðuð þannig að þau
er hvorki hægt að hækka né
lækka. Tölvuskjánum er ekki hægt
að breyta og það eitt er á skjön við
allt sem verið er að leggja áherslu
á í sambandi við vinnuaðstöðu
fólks í dag. Hér vinna um 45 flug-
umferðarstjórar, allir misstórir, og
það segir sig sjálft að það getur
ekki talist gott að þeir vinni allir
við nákvæmlega sömu aðstæðurn-
ar,“ segir flugumferðarstjóri í
samtali við DV en bullandi óá-
nægja ríkir meðal starfsmanna
með aðbúnað í nýju húsnæði flug-
málastjórnar. DV ræddi við
nokkra flugumferðarstjóra en eng-
um fannst þeir vera í réttri að-
stöðu til þess að tala undir nafni.
Maöurinn lifir
lengur en tækin
Skammt er síðan flugmálastjórn
tók nýja húsið í notkun en það hef-
ur verið í byggingu í um þrjú ár. Að
sögn mannsins horfa menn gjarna
til aðstöðunnar í Gufunesi til sam-
anburðar en hún var tekin í notkun
fyrir fjórum árum. Þar eru öll borð
á vökvalyftum þar sem hver og einn
stillir inn lykilorð sitt og borðið fer
í þá stillingu sem búið er að ákveða
fyrir hvern og einn.
Samkvæmt upplýsiiigum DV ger-
ir flugmálastjórn út á undanþágu
sem byggist á því að hönnun búnað-
arins hafi tekið sex ár. Borðin verða
að vera lokuð til þess að geta þétt
með fram öllum skjám. Með því
næst yfirþrýstingur og þar með
betri kæling á tækin.
„Þetta finnst okkur alveg hlálegt
því þarna er verið að taka tækin
fram yfir heilsu starfsmanna. Tæk-
in eru afskrifuð á átta til tíu árum á
meðan flugumferðarstjóri starfar í
35 til 40 ár,“ segir maðurinn.
Ekki í gallabuxum
Auk þess að vera óánægðir með
vinnuaðstöðuna þykir mönnum
sem ekki sé nægilega vel hugsað um
aðra aðstöðu fyrir starfsmennina,
hvildaraðstöðu ekki síst.
„Starfi flugumferðarstjóra fylgir
álag og streita og því ætti vinnuum-
hverfið að vera þannig að það vegi
upp á móti álaginu. Það vantar öll
notalegheit, hvort sem það er í
vinnusalnum eða þar sem menn
geta sest niður og tekið það rólega.
Keypt hafa verið einhver nýmóðins
húsgögn og það er engu líkara en
maður sé á biðstofu læknis þegar
sest er niður til þess að hvíla sig,“
segir hinn óánægði flugumferðar-
stjóri. Heimildarmenn DV segja að
nú sé mönnum gert að klæðast ein-
kennisfatnaði við vinnu sína. Galla-
buxur eru ekki leyfðar og mönnum
finnst þetta einkennilegt og þving-
andi. Þeir sjá ekki tilgang með ein-
kennisfatnaðinum þar sem þeir
koma ekki fram fyrir hönd stofnun-
arinnar.
Frágangi ekki lokiö
„Við eru nýfluttir hingað inn og
það er langt frá því að lokið sé við
allt sem á að gera. Við munum
leggja áherslu á að gera salinn hlý-
legri og hingað á eftir að koma
meira af húsgögnum. Við munum
að sjálfsögðu skoða alla sanngjarna
gagnrýni og breyta ef upp koma
eðlilegar kröfur,“ segir Ásgeir Páls-
son, framkvæmdastjóri flugumferð-
arþjónustunnar.
Ásgeir sagði varðandi klæðnað-
inn að það mál væri ekki frágengið
en eins og væri giltu þarna ákveðn-
ar reglur, að fólk væri snyrtilegt í
vinnunni. Eftir að flutt hefði verið í
nýja húsnæðið hefði mönnum þótt
ástæða til þess að skerpa á reglum
sem fyrir voru en ekki verið farið
eftir þeim fyrr en nú.
„Það er ekki verið að tala um að
menn þurfí að vera eitthvað sér-
staklega fínir en okkur finnst
ástæða til þess að halda hér ákveðn-
um gæðastandard. Gallabuxurnar
falla ekki innan þess ramma,“ segir
Ásgeir Pálsson. -sv
100.000 tonn
90.000 86.896
80.000 -
70.000
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
0
9L192
laijajiniiilir
- afli fiskveiðiáriö 1995/1996, bráóabirgðatölur -
70.670
62.455
63.000
52.606
56.139
4L968
32.620
26265
17.678
15.995
Þorskur
Ysa
Ufsi
Karfi
Grálúða
Úthafs
rækja
U Uthlutaðar hemildir
Afli tii kvóta
Humar
OV
Bráöabirgöatölur frá Fiskistofu yfir úthlutaöar aflaheimildir og afla til kvóta. Allar tölur, nema um karfa, miöast viö
slægöan fisk.
Metafli á fiskveiöiárinu:
Þakkaö auknum
botnfiskafla og góðri
loönuvertíð
Frá áramótum er heildarafli
landsmanna orðinn um 1.200 þús-
und lestir og er það um 18 prósent-
um meiri afli en á síðasta ári. Verð-
mæti þessa afla upp úr sjó er um
28,1 milljarður króna og hefur auk-
ist um tæp 5 prósent miðað við
sama tíma í fyrra, samkvæmt
bráðabirgðatölum Fiskifélagsins.
í heild er aflinn orðinn um 1.570
þúsund lestir á fiskveiðiárinu, það
er september 1995 til júni 1996, og
telst það mjög gott aflaár. Hefur afl-
inn á fiskveiðiári aldrei verið svo
mikill frá því farið var að skipta ár-
inu í sérstök fiskveiðiár. Er það
þakkað aukningu í botnfiskafla og
mjög góöri loðnuvertíð.
Þorskafli hefur aukist um rúm 8
prósent á fískveiðiárinu miðað viö
sama tíma í fyrra, steinbeitur um 23
prósent, úthafskarfi hefur tvöfaldast
og annar botnfiskur aukist um tæp
22 prósent. Hins vegar hefur ýsa
dregist saman um tæp 18 prósent en
ufsi um rúm 18 prósent. Karfi hefur
dregist saman um rúm 9 prósent og
grálúða um rúm 15 prósent.
Botnfiskur í heild er um 408 þús-
und lestir og eykst um tæp 4 prósent
frá fyrra flskveiðiári, samkvæmt
tölum frá Fiskifélaginu. Loðna
eykst verulega frá fyrra fiskveiðiári
eða um tæp 46 prósent en síldin
dregst saman um 4 prósent.
Varöskipiö Ægir hefur veriö í slipp á Akureyri aö undanförnu þar sem m.a.
hefur veriö unniö aö botnhreinsun á skipinu auk ýmissa annarra lagfæringa.
Myndin var tekin í gær en þá unnu starfsmenn stöðvarinnar baki brotnu viö
aö mála skipiö aö nýju. DV-mynd gk