Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aóstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaöaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. ÁskriftL 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Slátrarinn frá Tbílísí
Þrátt fyrir margfræg veikindi hins endurkjörna for-
seta Rússlands, sem höföu m.a. í för með sér skyndileg-
ar breytingar á dagskrá heimsóknar varaforseta Banda-
ríkjanna, hefur Boris Jeltsín náð að koma Rússum sem
og Vesturlandabúum á óvart með vali sínu á mönnum í
sum lykilembætti í rússneskri stjómsýslu.
Fyrir nokkrum dögum var tilkynnt að einn helsti for-
göngumaður einkavæðingar síðustu fimm árin, Anatólí
Sjúbaís, yrði starfsmannastjóri Jeltsíns og um leið einn
nánasti ráðgjafi á sviði innanríkismála. Þessu var afar
vel tekið á Vesturlöndum, og meðal frjálslyndari afla í
Rússlandi sjálfu, en þar er Sjúbaís ýmist dáður eða
hataður fyrir framkvæmd einkavæðingar ríkisfyrir-
tækja sem hann stýrði á vegum fyrri ríkisstjórnar. Skip-
an hans í slíka áhrifastöðu er af sumum talin staðfesting
þess að áfram verði haldið á braut aukins frjálsræðis og
samkeppni í atvinnulífmu, þótt Sjúbaís hafi tekið skýrt
fram að stjóm efnahagsmálanna verði ekki á sínu
valdsviði.
Sjúbaís, sem er aðeins ríflega fertugur, er einn fárra
forystumanna úr hópi frjálslyndra umbótamanna síð-
ustu ára sem fá tækifæri til að gegna mikilvægum hlut-
verkum á nýju kjörtímabili Jeltsíns. Forsetinn rak hann
reyndar úr embætti fyrir aðeins nokkrum mánuðum og
sakaði hann m.a. um að hafa nánast gefið sum ríkisfyr-
irtæki. Þegar harðnaði á dalnum í kosningabaráttunni
þurfti Jeltsín hins vegar mjög á skipulagshæfileikum
Sjúbaís að halda til að ná endurkjöri sem forseti. Sú þörf
er ekki síður brýn nú þegar forsetinn er meira og minna
frá vegna veikinda sinna.
Vestrænir stjómmálamenn voru rétt búnir að fagna
skipun Sjúbaís í embætti starfsmannastjóra þegar
Jeltsín tilkynnti að einn alræmdasti hershöföingi Rúss-
lands myndi taka við embætti vamarmálaráðherra. Igor
Rodionov er að vísu virtur innan rússneska hersins, en
annars staðar gengur hann gjarnan undir nafninu
„slátrarinn frá Tbílísí“ vegna þeirra hryðjuverka sem
sovéskír hermenn undir hans stjóm frömdu í Georgíu á
síðustu tímum Sovétríkjanna. Þann 9. apríl árið 1989
gekk almenningur, sem krafðist sjálfstæðis þessa sov-
étlýðveldis, fýlktu liði í höfuðborginni Tbílísí. Hermenn
Rodionovs réðust að þessari friðsömu mótmælagöngu
vopnaðir skóflum sem þeir létu dynja á saklausum borg-
urum þar til um tuttugu þeirra lágu í valnum. í Georg-
íu, sem fékk sjálfstæði tveimur árum síðar, er þessa dags
alltaf minnst með hryllingi, og sömuleiðis „slátrarans“
sem nú verður vamarmálaráðherra Rússlands að kröfu
hins nýja öryggisstjóra Jeltsíns, Alexanders Lebeds, en
hann virðist stöðugt treysta sig í sessi.
Ljóst þykir af atburðum síðustu daga að Borís Jeltsín
er að safna í kringum sig nokkrum sterkum og metnað-
arfullum mönnum sem koma úr mjög ólíkum áttum
stjórnmálalega séð. Vart er hægt að ímynda sér meiri
andstæður en Lebed og Sjúbaís, og á milli þeirra stend-
ur svo Tsjernomyrdin forsætisráðherra. Hin daglega
stjórn Rússlands næstu misserin mun fyrst og fremst
mæða á þessum mönnum, ef að líkum lætur, þar sem
Jeltsín virðist sjálfur lítt fær um að gegna því hlutverki.
Stjórnmálaskýrendur virðast eiga erfitt með að átta sig
á því hvert valdabarátta þessara manna kann að leiða, eða
hver þeirra sé liklegastur til að sýna þann slæga refskap
og þrautseigju sem þarf til að fýlla tómið að baki hins
sjúka forseta. Það getur ráðið úrslitum um hvert Rússland
stefnir næstu árin og skiptir því alla máli.
Elías Snæland Jónsson
„Fræg af endemum varö Uxahátíöin svokallaða. Amfetamín- og E-pilluballiö hélt svo áfram á skemmtistööun-
um í Reykjavík um haustiö."
Hættuleg versl-
unarmannahelgi
hundruð ungmenna
hluta af sumartekjum
sínum til að kaupa sér í
fyrsta sinn E-pillu eða
amfetamín. Mest urðu
brögð að þessu um
verslunarmannahelg-
ina og fræg af endem-
um varð Uxahátíðin
svokallaða. Amfetamín-
og E-pilluballið hélt svo
áfram á skemmtistöð-
unum í Reykjavík um
haustið.
Við þetta breyttust ung-
lingar og ungmenni
sem áður voru röskir
skemmtanadrykkju-
menn og -konur í fikna
amfetamínneytendur.
Um haustið flosnaði
margt af þessu fólki
„Stór hópur ungs fólks mun leita
nýrra ævintýra nú um verslunar-
mannahelgina. Með haustinu sæk-
ir það svo í fyrsta skipti skemmti-
staðina í Reykjavik. Mikið er í húfi
að ekki fari á sömu leið og í
fyrra.“
Kiallarinn
Þórarinn
Tyrfingsson
yfirlæknir á
sjúkrahúsinu Vogi og
formaður SAA
Eitt viðamesta
forvarnarstarf sem
unnið er í landinu
er í því fólgið að
koma í veg fyrir að
drukkið fólk og fólk
undir áhrifum ólög-
legra vímuefna fari
sjálfu sér og öðrum
að voða. Venjulega
er þetta starf að
mestu unnið í mið-
borg Reykjavíkur.
Á sumrin, einkum
um verslunar-
mannahelgina,
verður að vinna
þessi störf á
svokölluðum útihá-
tíðum. Unglingar
og ungmenni safn-
ast þá saman fjarri
foreldrum sínum
beinlínís til þess
að nota vímuefni.
Á slíkum hátíðum
verður óbætanleg-
ur skaði ár hvert.
Unglingar og ung-
menni slasast,
verða fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi
og margir verða
fyrir óbætanlegu
tjóni eða láta jafn-
vel lífið. En þetta
eru auðvitað engar
nýjar fréttir.
Nýju fréttirnar
Nýju fréttirnar eru þær að stór-
aukið framboð af amfetamíni, sem
nú er aðgengilegt yngra fólki en
dæmi eru um áður, kemur þessum
vanda á nýtt og mun hættulegra
stig. Um þetta leyti í fyrra notuðu
upp úr vinnu og skóla og leitaði
sér meðferðar í fyrsta sinn hjá
SÁÁ. Ekki er enn séð fyrir endann
á þessum vanda og þrátt fyrir góð-
an ásetning og vilja sitja ung-
menni hundruðum saman í klóm
amfetamínsins. Þeir sem sprauta
sig með amfetamíni í æð um helg-
ar hafa aldrei verið fleiri.
Mun hættulegra en áður
Stór hópur ungs fólks mun leita
nýrra ævintýra nú um verslunar-
mannahelgina. Með haustinu sæk-
ir það svo í fyrsta skipti skemmti-
staðina í Reykjavík. Mikið er í
húfi að ekki fari á sömu leið og í
fyrra.
Full ástæða er til að allir geri
sér grein fyrir því að það er mun
hættulegra en áður að unglingar
og ungmenni séu ein að þvælast á
vafasömum útihátíðum 1 sumar.
Það er ekki bara áfengi sem þau
bragða þar í fyrsta skipti heldur
einnig amfetamín, E-pilla og önn-
ur ólögleg vímuefni. Þar eru ung-
mennin jafnframt að sprauta sig í
æð í fyrsta skipti.
Með lögreglunni
Það verður að snúast til varnar
og benda má á margt sem hægt er
að gera. Kalla verður þá sem leyfa,
skipuleggja og halda útihátíðir til
frekari ábyrgðar og ætlast til að
betur fari nú en áður. Til þess þarf
að halda uppi leit að vímuefnum
og gera þau upptæk áður en fólki
er hleypt inn á útivistarsvæðin.
Áfengi verður síðan að taka af
þeim sem ekki hafa aldur til þess
að nota það hvar sem í það næst
og aka þeim ölvuðu heim til sín í
snatri.
Almenningur verður að leggjast
á eitt með lögreglunni til að af-
stýra stórslysum á borð við Húna-
vershátíðir og Uxahátíð. Foreldrar
mega ekki leyfa ungmennum að
þvælast eftirlitslausum um helgar
og alls ekki nú um næstu verslun-
armannahelgi, því það er þá sem
vímuefhanna verður neytt.
Þórarinn Tyrfingsson
Skoðanir annarra
I þágu Islendinga
„Á þriðja þúsund hermanna frá ríkjum Friðar-
samstarfsins munu æfa viðbrögð við öflugum og
mannskæðum jarðskjálfta á íslandi. Slíkar náttúru-
hamfarir geta dunið yfir á íslandi þegar minnst var-
ir, eins og reynsla fyrri alda sýnir. Ef slikt gerist -
sem við vonum auðvitað að verði ekki - er nánast
óhjákvæmilegt að alþjóðleg aðstoð verður að koma
til . . . Með æfingunni leggur ísland þannig sitt af
mörkum til Friðarsamstarfsins og tryggingar friði
og stöðugleika . . .“
Úr forystugrein Morgunblaðsins 18. júlí
Forðumst forgangsröðun
„Það er hættuleg hugsun að telja að við verðum að
setja upp nýtt forgangsröðunarkerfi einfaldlega
vegna þess að nú þegar búum við við forgangsröðun
sem bærileg sátt er um . . . Við eigum að forðast að
byggja upp kerfi í kringum jafn flókna hluti og for-
gangsröðun. Það ómennskasta sem við getum gert er
að reyna að búa til mælistikur byggðar á kerfisbund-
inni rökhugusn sem eiga að leiða okkur að einni og
óumdeildri niðurstöðu.“
Sigurður Már Jónsson í Viðskiptablaðinu 17.
júlí.
Fáránleiki laganna
„í Alþýðublaðinu á þriðjudag birtist auglýsing frá
Budweiserumboðinu á Islandi þar sem neytendur
eru hvattir til að sýna hagsýni og enda dæmið „með
réttri útkomu“. Sama auglýsing hefur birst oftar en
einu sinni í Morgunblaðinu. Innflytjendur áfengis
hafa einatt auglýst vöru sína með svipuðum hætti,
og farið þannig að ystu mörkum hins opinbera aug-
lýsingabanns sem gildir um áfenga drykki. Með
þessu eru umboðsmenn áfengis náttúrlega fyrst og
fremst að afhjúpa fáránleik laganna og þann tví-
skinnung sem í þeim felst.“
Úr forystugrein Alþýðublaðsins 18. júlí