Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Qupperneq 28
Alla laugardaga
Vertu viðbúin(n)
vinningi!
Vinningstölur
18.7/96
(MMís)
21) 24 25
KIN
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst.óháð dagblað
FOSTUDAGUR 19. JULI 1996
Helgarblað DV:
Stjarna og
Ijósmyndari
í Helgarblaði DV á morgun kenn-
ir ýmissa grasa. Opnuviðtalið er við
íslenskan ljósmyndara sem býr í
Sádí-Arabíu ásamt eiginmanni og
bömum auk viðtals við íslending,
sem er nýjasta stjaman hjá tísku-
hönnuðinum Calvin Klein.
Rætt er við Norðmann, sem fang-
aði risaskjaldböku á Húnaflóa, nýr
íslenskur leikari í erlendri sjón-
varpsþáttaröð er kynntur og sagt
•frá ævintýraför bosnísks drengs
niður Hvítá auk spurningakeppn-
innar og fréttaskýringa af ýmsu
tagi. -GHS
Kartöflur á
lægra verði
I gær lækkaði verð á íslenskum
kartöflum Verulega. Matthías Guð-
mundsson hjá Ágæti, afurðasölu
garðyrkjubænda, segir það vera
vegna stórverðlækkunar eins bónda
sem selur verslunarkeðjunni Þín
verslun. Hann býst þó ekki við að
verðlækkunin haldi nema í nokkra
daga og „Nú þegar hafa kartöílu-
—bændur hætt að senda inn til okkar
afurðir því þeir neita aö selja á
þessu verði.“ Matthías segir verðið
hafa fallið úr um 250 kr./kg í um 100
kr./kg. Verðkönnun DV í gær leiddi
í ljós að Bónus bauð lægsta kíló-
verðið, 79 kr./kg. -saa
Stálu tveim-
ur tjöldum
Lögreglan i Reykjavík gómaði tvo
menn við JL-húsið laust eftir mið-
nætti í nótt eftir að þeir höfðu stolið
tveimur tjöldum frá Seglagerðinni
Ægi. Ekki var vitað á hvaða ferð
mennirnir voru en þeir gengust við
verknaðinum og var síðan sleppt.
-sv
PAÐ HEFUR PA
BARA VER\Ð TJALDAE)
JIL EINNAR NÆTUR!
Dekkjatilraunin stórhættuleg, segja hjólbarðaverkstæðin:
Heilu fjölskyld
urnar i haska a
þjóðvegunum
- tilrauninni er lokið, segir Vegagerðin
„Þetta er bara bull og ekkert
annað og að mínu mati alveg fár-
ánlegt að opinber stofhun skuli
vera að standa fyrir öðru eins. Bíl-
stjórarnir á flutningabílunum
setja sjálfa sig í stórhættu og um
leið heilu fjölskyldurnar sem eru á
ferð á vegunum. Vegagerðinni er
fullkunnugt um þetta álit hjól-
barðaframleiðenda. Hún bað um
skriflega uppáskrift frá þeim en ég
efast um að nokkur hafi svarað
fyrirspuminni, hún var svo fárán-
leg,“ segir Magnús Arnarson
dekkjasérfræðingur í samtali viö
DV um tilraun Vegargerðarinnar
og flutningafyrirtækja á Vestfjörð-
um um að minnka þrýsting í
dekkjum bílanna til þess að
minnka álag á vegunum.
Magnús segir að allir bíleigend-
ur finni það á eigin bíl að við
ákveðinn þunga þurfi ákveðinn
þrýsting. Ef lint sé í dekkjunum
verði miklu meira álag á þeim,
þau sjóðhitni og hætt sé við að þau
springi.
„Þetta var auðvitað bara tilraun
og við lítum i raun svo á að henni
sé nú lokið. Nú bíðum við bara eft-
ir skýrslu frá bílstjórunum. Þetta
er ekki í fyrsta skipti sem við próf-
um þessa hluti en það eru svo
margir óvissuþættir í þessu að ég
á erfitt með að fullyrða hvort
hætta kunni að stafa af þeim. Vita-
skuld mátti búast við að hún væri
einhver," segir Sigurður Hauks-
son, forstöðumaður rekstrardeild-
ar Vegagerðarinnar.
í DV í gær var haft eftir for-
svarsmönnum flutningafyrirtækj-
anna á Vestfjörðum að þeir hygð-
ust auka þrýstinginn í dekkjunum
að nýju og draga sig út úr þessari
tilraun þar sem þeir óttuðust að af
þessu gæti stafað nokkur hætta.
Hvellsprungið hefur á framdekkj-
um tveggja bíla með þeim afleið-
ingum að annar valt en hinn ók út
í sjó.
Sigurður segir Vegagerðina hafa
verið að prófa þetta á sínum bílum
og sér sé ekki kunnugt um að
svona nokkuð hafi gerst hjá þeim.
Aðspurður hvort yfirhöfuð sé
skynsamlegt að fara niður fýrir
þann lágmarksþrýsting sem
dekkjaframleiðendur mæla með
segir Sigm-ður að mælingar fram-
leiðendanna miðist við verstu skil-
yrði í miklum hita á hraðbrautum
út i heimi. Hér sé miklum mun
kaldara og ekið sé hægar. Dekkin
ættu því að þola minni þrýsting
hér en ytra. -sv
lönaöarmenn vinna nú höröum höndum viö aö gera hina nýju skrifstofu forseta íslands tilbúna í húsinu aö Sóleyj-
argötu 1 sem ríkiö fésti kaup á nýlega. Ólafur Ragnar Grímsson mun þó fyrst um sinn sinna embættisstörfum sín-
um í Stjórnarráöshúsinu því Ijóst er aö nýja skrifstofan mun ekki veröa tilbúin þann 1. ágúst þegar innsetning hans
fer fram. DV-mynd Pjetur
Veörið á morgun:
Hlýjast austan-
lands
Á morgun lítur út fyrir hæga
suðvestlæga eða breytilega átt.
Suðvestan- og vestanlands verð-
ur skýjað með köflum en víða
bjartviðri í öðrum landshlut-
um. Hiti verður á bilinu 10 til
18 stig, hlýjast austanlands.
Veöriö í dag er á bls. 36.
Fannst látinn
undir bílalyftu
Eldri maður fannst látinn undir
bílalyftu á bifreiðaverkstæði á Ak-
ureyri í gær. Talið var að maðurinn
væri látinn þegar að var komið og
er ekki talið að lyftan hafi verið
völd að dauða hans. Að sögn lögregl-
unnar á Akureyri siga lyftur af
þessari gerð smám saman rólega
niður. Málið er í rannsókn. -sv
Esso á mat-
vörumarkað
Olíufélagið hefur að undanfomu
verið að breyta hlutverki stærstu
bensínstöðva sinna og feta sig að
matvörumarkaðnum. Þessar bens-
ínstöðvar hafa nú verið aðgreindar
frá öðrum Esso-stöðvum með nafn-
giftinni hraðbúðir Esso og verða
fimm verslanir formlega opnaðar i
dag í Reykjavík. Að sögn Þórólfs
Ámasonar, framkvæmdastjóra
markaðssviðs, er búðunum ekki
ætlað að taka yfir heildarinnkaup
heimilanna heldur verið að full-
nægja þörfum þeirra sem vilji gera
hagkvæm innkaup á skömmum
tíma. „Við höfúm stundum þurft að
slást við heilbrigðiseftirlitsreglur en
með því að gera verslanirnar
hreinni og betri höfum við fengið
leyfi til að versla með olíu- og mat-
vörur saman, likt og stærri mat-
vöruverslanirnar geta verslað með
olíuvörur,“ segir Þórólfur. Hvað
vöruúrvalið varðar segir hann þó
að þeir verði að vera með innpakk-
aðar vörur. Ekkert er þó því til fyr-
irstöðu að t.d. ferskt grænmeti verði
til sölu. Þórólfur telur verslanimar
vera vel samkeppnishæfar í verði
enda séu þær aðilar að innkaupa-
sambandi og njóta viðskiptakjara í
krafti stærðar sinnar sem Esso-
keðja um landið. -saa
Sigrún Pálína:
Rúmlega 200
bréf til presta
„Ég segi í þessu bréfi mína sögu
„Eg segi í þessu bréfi mina sögu
nákvæmlega og hvað raunverulega
gerðist, bæði fyrir 18 ámm og síðan
þróun málsins eftir það. Þetta er ná-
kvæm lýsing og persónulegar upp-
lýsingar, m.a. hvar hann snerti
mig,“ sagði Sigrún Pálína Ingvars-
dóttir sem hefur nú sent út rúmlega
200 bréf til íslenskra presta, bæði
hér heima og erlendis. Þar lýsir hún
meintri kynferðislegri áreitni bisk-
ups í smáatriðum.
„Ég vil ekki segja meira frá inni-
haldi bréfsins að svo stöddu því
þetta er trúnaðarbréf. Ég hef fúndið
á prestum að þeir vita ekki stað-
reyndir málsins nema það sem hef-
ur verið sagt í fjölmiðlum en í bréf-
inu segi ég mun nákvæmar frá at-
vikum í þessu máli,“ sagði Sigrún
Pálina. -RR
emoioIi a.sstOc
533-1000
Ertu búinn aö panta?
0 14>»
dagar
til Þjóðhátíðar
FLUGLEIÐIR
Innanlandssími 50 - 50 - 200
4
4
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
4
4
4
4
4
4
4