Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 27. JULI1996 2 %éttir Tekist á um jaröhitaréttinn við Trölladyngju á Reykjanesi: Aldargömul landa- merki valda deilum - sýslumaður gerði mistök í lok síðustu aldar, segir Sigurður Gíslason „Um árið 1890 viröist hafa orðið misbrestur á landamerkingum hjá sýslumanni sem þá sat í Krísuvík. Svo virðist sem þá hafi verið gengið á land bæði Stóru-Vatnsleysu og Grindavíkur, þar sem þau koma saman við land Krísuvíkur. Bréfum sem til eru um þessi landamerki ber ekki saman enda þótt þau séu gerð og þeim þinglýst á sama tíma. Þessi deila sem nú er uppi við ríkið, sem á Krísuvík, getur ekki annað en endað sem dómsmál ef ríkið ætlar að halda til streitu þeim landa- merkjum sem skerða land Stóru- Vatnsleysu og Hrauns í Grindavík, jarðanna sem eiga land þarna að,” sagði Sigurður Gíslason verkstjóri, á Hrauni í Grindavík, við DV. Jarðhitaland “Með þeim landamerkjum sem ríkið telur að þama eigi að vera er verið að taka jarðhitaland af Stóru- Reykjavík Hafnarfjoröur Straumsyík^\ Keflavík Njarðvík Svæðið sem allt snýst um, LandaratiUin Sandgerði Kleifarvatn Grlndavík Vatnsleysu. Hvað mig snertir er það ekki þannig, heldur vil ég bara verja það land sem ég tel mig eiga,‘ sagði Sigurður ennfremur. „Ég vil fá þessari óvissu eytt og að landamerkin verði rétt skráð. Á öllum kortum frá því um aldamót stendur „landamerki óviss“, en í lok síðustu aldar urðu mistök við skráningu landamerkjanna. Við byrjuðum að ýta á eftir þessu 1974 en ekkert hefur gerst. Svo var ákveðið að hreppsnefndir tækju við málinu fyrir hönd okkar gömlu mannanna," sagði Sæmundur Þórð- arson, á Stóru- Vatnsleysu. Fyrrnefnd landamerki eru á Trölladyngjusvæðinu og þar er að finna mikil verðmæti í jarðgufu. Sigurður segir að allt frá því um 1600 hafi verið sel frá Grindavík á svo nefndum Selsvöllum. Síðan, þegar sel lögðust af, haldi ríkið því fram að aðrir eigi landið en þær jarðir sem voru búnar að nýta það sem sel um aldir. -S.dór Snjóflóðamannvirki Lokið er frumathugun Skipu- S lags ríkisins á mati á umhverf- isáhrifum fyrirhugaðrar efnis- j töku vegna byggingar snjóflóða- ; mannvirkja á Flateyri. Mat og niðurstaða skipulagsstjóra rík- isins er að snjóflóðamannvirk- in hafi ekki í for með sér um- talsverð neikvæð áhrif á um- I hverfi, náttúruauðlindir eða I samfélag. Fyrirhuguðum mann- virkjum er ætlað að di’aga úr snjóflóðahættu í byggðinni á | Flateyri. Birgir Leifur enn efstur Eftir þriðja dag í landsmót- inu í golfi i Eyjum er Birgir Leifur Hafþórsson, GL, enn langefstur á 206 höggum. Björg- vin Þorsteinsson, GA, er í öðru sæti á 217, Þorsteinn Hallgríms- son, GV, þriðji á 218, og Hjalti Pálmason, GR, er fjórði á 220 I höggum. Sameiginlegur leiöangur Nýlokið er mánaðarlöngum j sameiginlegum leiðangri ís- lendinga, Þjóðverja og Rússa þar sem stofn úthafskarfa var mældur með bergmálsaðferð. Fyrstu niðurstööur leiðangurs- ins sýna að 1,6 milljón tonn af úthafskarfa mældust en alls j náði rannsóknarsvæðið yfir 250 þúsund fermílur. R/S Bjarni | Sæmundsson tók þátt í leið- Iangrinum fyrir íslands hönd. -RR/ÞoGu Grænmetisstríðið: Réðst á stúlku og ógnaði henni með hnífi í fyrrakvöld: Hann var út- úrdópaður og til alls vís - segir Helga Rán Sigurðardóttir, í Bónusvideói „Ég varð hrikalega hrædd þegar hann ógnaði mér með hnífnum en eftir á varð ég alveg rosalega reið. Þetta er ein mesta vanvirða sem hægt er að sýna einni manneskju," segir Helga Rán Sigurðardóttir, starfstúlka í Bónusvídeói í Mjódd, en hún varð fyrir þeirri óskemmti- legu lifsreynslu að maður ógnaði henni með hnífi og hótaði henni að hann myndi meiða hana í vídeóleig- unni í fyrrakvöld. Maðurinn komst á brott með um 40 þúsund krónur. Helga Rán var ein að vinna þegar maðurinn kom inn, rétt fyrir lokun, og bað hana að gera sér greiða. Þeg- ar hún spurði hver greiðinn væri sagði hann henni að hún gæti t.d. opnað peningakassann. „Ég hló að honum og sagði hon- um að hypja sig út. Þá sagðist hann geta meitt mig og dró upp hníf. Hann var útúrdópaður og illa útlít- andi og ég hefði í raun trúað honum til alls,“ segir Helga. Helga segir að fyrir tveimur vik- um hafi hún þurft að bregða sér inn á á lager inn af leigunni og á meðan hafi strákur stokkið inn fyrir búðar- borðið og opnað peningakassann. Hann hafi komist á brott með um átta þúsund krónur. „Vegna þessa atviks fengum við lykla að kössunum og í stressinu í gær tók það mig nokkra stund að finna lykilinn. Þá varð hann svolít- ið stressaður og elti mig út um allt. Hann var annars óþægilega rólegur og yfirvegaður yfir þessu öllu og var ekkert að hafa fyrir því að fela and- litið. Það er ógeðslegt að sjá hvern- ig dópið getur farið með fólk,“ sagði hin 16 ára afgreiðslustúlka við DV i gær. Helga Rán gat gefið lögreglunni greinargóða lýsingu á manninum og á sú lýsing við um mann sem hefur komið við sögu lögreglunnar áður fyrir sams konar brot. Ef grunurinn reynist réttur er umræddur maður nýsloppinn úr steininum. Hans er nú leitað. -sv Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringia ? síma 9041600. 39,90 kr. mínútan J6 1 Nei 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Á að lækka skatta um leið og hagur ríkissjóðs batnar? Einkaverð- stríö þeirra við sjálfa sig - segir Óskar Magnússon Fáar verslanir hafa lækkað verð á grænmeti i kjölfar lækkunar Bón- uss í fyrradag. Haraldur Haraldsson hjá Fjarðar- kaupum í Hafnarfirði segir verslun- ina hafa lækkað verð á gúrkum, tó- mötum, kínakáli og blómkáli i sam- ræmi við lækkun Bónuss. „Það tapa allir á svona verðlækkunum," segir Haraldur en býst þó við að verð- lækkunin haldi fram yfir helgi. Vegna verðlækkunar Fjarðar- kaupa lækkaði Bónus sitt verð enn frekar. „Við svörum svona," segir Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Bónusi. Hann segir hagstæða samninga liggja til grundvallar lága verðinu og verslunin greiði vöruna ekki niður. Matthías Guðmundsson hjá Ágæti segir að ekki sé verið að selja grænmeti sem bændur sjálfir hafi selt á svo lágu verði og segir hann þá ætla sjá til með hverju fram vindi. „Bændur búast þó ekki við að þurfa að selja á svona lágu verði,“ sagði Matthías. Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, sagði í DV að verslanirnar yrðu samkeppnishæfar. Hins vegar hefðu staðhæfingar Bónusmanna um yfirfullan grænmetismarkað sem myndi leiða til verðstríðs ekki verið á rökum reistar og ekkert til- efni til lækkunar. „Bónus hefur keypt mjög lítið magn af tómötum sem selt er á lágu verði. Mér sýnist þetta því einkaverðstríð þeirra við sjálfa sig sem sprottið er af þörf til Helga Rán Sigurðardóttir við kassann í Bónusvídeói í Mjóddinni í gær. Hún að tjá sig opinberlega eða koma segist í tyrstu hafa orðiö verulega hrædd við manninn en reiðst mikið síð- fram í sjónvarpi," sagði Óskar. ar. DV-mynd GVA -saa Hjúkrunarframkvæmdastjórar Sjúkrahúss Reykjavíkur: Vegið að heilbrigðis- þjónustunni í landinu „Þessi niðurskurður kemur niður á allri starfsemi sjúkrahússins og þar er bókstaflega vegið alvarlega að gæðum og öryggi íslenskrar heil- brigðisþjónustu. Þetta mun leiöa til stórfellds vanda fyrir fjölda sjúk- linga og hafa ófyrirsjánlegar afleið- ingar í för með sér,“ sagði Erna Ein- arsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri slysa og bráðasviðs, við DV eft- ir fund hjúkrunarframkvæmdastjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna mik- ils niðurskurðar hjá sjúkrahúsinu. Eins og kunnugt er samþykkti stjórn sjúkrahússins tillögur um róttækar sparnaðaraðgerðir því að 250 millj- ónir vantar til að endar nái saman í rekstri þessa árs. Fækkað verður um 104 stöðugildi og 83 legurúm verða lögð niður. Á fundi hjúkrunarframkvæmda- stjóra spítalans í gær var skorað á fjármálaráðherra, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og þing- menn Reykjavíkur að endurskoða dreifingu fiármagns til reksturg sjúkrahúsa landsins. -RR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.