Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 13
JÉU^’V LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 13 Islensk stúlka giftist inn í norsku konungsfjölskylduna: Brúðkaupið fer fram í dag - eignuðust í lok mars son sem er prins „Ég get staðfest að við ætlum að gifta okkur á laugardaginn (í dag) í Holmenkollenkapellunni. Annað hef ég ekki um málið að segja. Við vilj- um hafa einkalíf okkar út af fyrir okkur og forðumst alla umfjöllun í fjölmiðlum," sagði Margrét Guð- mundsdóttir, íslensk stúlka sem býr með systursyni Haralds Noregskon- ungs í Noregi. Við sögðum frá sambandi Mar- grétar og tilvonandi eiginmanns hennar, Alexanders Ferners, í Helg- arblaði DV í október í fyrra en þau byrjuðu að vera saman fyrir rúmu ári. Þau kynntust á mjög rómantísk- an hátt í skíðaferðalagi og byrjuðu fljótlega að búa saman. Þann 28. mars síðastliðinn eignuðust þau síð- an son og þar sem hann er barna- bam Astrid Ferner, prinsessu í Nor- egi, systur Haralds Noregskonungs, er hann lítill prins. Kirkjan brann Kapellan sem þau gifta sig í er, eins og nafnið gefur til kynna, við Holmenkollenhæðina fyrir norðan Ósló en hún er þekkt fyrir skíða- mannvirki. Kapellan brann fyrir nokkrum árum og það er því nýbú- ið að endurbyggja hana. Ættingjar Margrétar hafa streymt utan til að vera viðstaddir brúð- kaupið og þegar blaðamaður hringdi til hennar var þar fullt hús af fólki. Eiginmannsefni Margrétar hefur þó bara komið einu sinni til íslands með henni og talar að henn- ar sögn enga íslensku. Hjónakornin eru nýbúin að kaupa sér einbýlishús á bamvæn- um stað í nágrenni höfuðborgarinn- ar, í sveitarfélaginu Bærum, og reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Áður en Margrét eignaðist soninn starfaði hún við sölustörf og hann einnig. Hún er þrítug en hann þrjá- tíu og eins. Á föður í Svíþjóð Margrét er fædd í Reykjavík og uppalin í Breiðholtinu. Hún dvald- ist þó töluvert á Akureyri á sínum uppvaxtarárum á meðan móðir hennar bjó þar. Faðir hennar hefur búið í Svíþjóð í mörg ár og rekur þar bakarí en hún á jafnframt einn bróður sem búsettur er hér á landi. Margrét var í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti og fór á tímabili sem au pair til Kaliforníu eins og margar aðrar islenskar stúlkur. Hún starfaði nokkur ár í tískuvöru- verslun í Kringlunni og var þar sið- ast verslunarstjóri. Síðar vann hún skrifstofuvinnu um nokkurt skeið og flutti svo til fóður síns i Svíþjóð. Hún starfaði í bakaríinu hjá honum i fjögur ár, fékk þá atvinnutilboð frá Noregi og fluttist þangað. Hún vann fyrst á hóteli í Ósló og hóf síðan störf í tískuvöruverslun í miðborg Óslóar. Kallaður Alex Alexander Femer er sonur frú Astrid Ferner, prinsessu í Noregi, og eiginmanns hennar, Johans Martins Femers kaupsýslumanns. Hann er kallaður Alex og er eitt af fimm börnum Astrid. Hann á tvo bræður og tvær systur en er sjálfur aSæxtm iir Margrét Guðmundsdóttir, þrítug íslensk kona, gengur í það heilaga í dag með systursyni Haralds Noregskonungs, Aiexander Ferner. DV sagði frá sambandi þeirra á síðasta ári en síðan hafa þau eignast son. í miðið. Astrid er önnur tveggja systra Haralds konungs. Elst er frú Ragnhild Alexandra prinsessa sem giftist norskum skipajöfri og býr í Rio de Janeiro, konungurinn er yngstur og Astrid í miðið. Áður en litli prinsinn þeirra Margrétar og Alexanders fæddist átti Astrid bara tvö barnabörn, fjögurra og sex ára. -ingo Geymið matseðilinn sem þið fáið sendan, það gæti komlð sór vel að hafa hann við hendinal í hvert skipti sem pöntuð er pizza af matseðli Domino’s Pizza þá er hægt að 909^909 skilainn þátttökuseðlinum í PizzaPizzaleik Domino’s. Dregið verðurmánaðar- aðalstöðin lega í sumar á Aðalstöðinni og X-inu og þeim heppnu tilkynnt um vinningana í beinni útsendingu. 1. vinningur x 3: Sólarlandaferð fyrir tvo með Heimsferðum 2. vinningur x 3: Fullkomið myndbandstæki frá Hljómco 3. vinningur x 3: Fataúttekt frá Levi’s búðinni 4. vinningur x 3: Fjallahjól frá Bræðurnir Ólafsson 5-20. vinningur: Pizzaveisla fyrir3-5 frá Domino’s Pizza 3 x 90.000 kr. 3 x 60.000 kr. 3 x 40.000 kr. 3 x 35.000 kr. 15 x 2.000 kr. DOMINO'S PIZZA HIJOMCO mBRÆÐURNIR ÖLAFSSON DOMINO’S PIZZA • GRENSÁSVEGI 11 • HÖFÐABAKKA 1 • GARÐATORGI 7 • SÍMI 58-12345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.