Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 27. JULI 1996 á vefnum 39 Atlanta '96: Olympíuleikarnir á vefnum - allt um leika aldarinnar á Internetinu Stærsti viðburður sumarsins er auðvitað Ólympíuleikarnir í Atl- anta þar sem bestu íþróttamenn heims koma saman og keppa til þrautar um það hver sé bestur. Sumir segja reyndar að það skipti ekki mestu máli að sigra heldur sé aðalatriðið að vera með. Þeir sem eru nettengdir geta svo sannarlega látið Ólympiuhugsjónina rætast því að úrvcdið af efni þar sem fjallað er um Ólympíuleikana er hreint ótrú- legt. Ólympíusíðan sjálf Ein flottasta heimasíða sem blaðamaður hefur séð er hin opin- bera heimasíða Ólympíuleikanna. Slóðin þangað er http://www.atl- anta.olympic.org/ Á þessari síðu eru auðvitað spánnýjar fréttir um gang mála á ! ‘.hyfRtoi.ifiA '.'rffTílsl lnwbnf imh-aT.trlíiR &fcwwsií. Xrry. n. o Ssaemu o C'itv.rrrgnlal-iTiiwnvv: Pctfk T a Daily Fcatrue A vefnum er mikill fjöldi glæsi- legra heimasíðna sem eru helg- aöar Ólympíuleikunum í Atlanta. leikunum. Auk þessara stuttu frétta er tekin fyrir einstök keppni eða viðureign og henni lýst í smáatrið- um. Þegar blaðamaður skoðaði síð- una var keppni i körfubolta tekin fyrir og staða mála skoðuð af mik- illi nákvæmni. Á síðunni er líka reynt að svara algengum spurningum um Ólymp- íuleikana, eins og reyndar er al- gengt á síðum veraldarvefsins. Þar er líka hægt að skoða hvaða þjóðir hafa unnið til flestra verðlauna. Einnig er hægt að leita uppi ein- staka íþróttamenn með sérstakri leitarvél. Fyrirtæki og Ólympíuleikarnir Auðvitað keppast framleiðendur við að tengja vörumerki sín Ólymp- íuleikunum og þar ber hæst fyrir- tæki eins og Coca Cola, Budweiser, McDonalds, Kodak og AT&T á slóð- unum WWW.Cocac- ola.com/olympics www.budweis- er.com/ www.mcdonalds.com/a- sports/olympics/ www.kodak.com www.olympic.att.com/txt/ Á þessum síðum er hægt að skoða myndir frá Ólympíuþorpinu í Atlanta og jafnvel fara í sýndarferð takmörk á vefnum af dómstólum þar sem þau töldust brjóta í bága við ákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar um málfrelsi. Mikil umræða hefur verið um hvort það beri að reyna að hafa ein- hverja stjóm á því hvort og þá hvemig það eigi að hafa stjórn á því OfÍnrnlaWQÍ hl/kir iál/l/ætt hvaða efni er sett inn á veraldarvef- OlJuílMCyoi JJyKir JdKVrfJll inn. Nýlega voru lög, sem samþykkf Gagnrýnendur þeirra sjónarmiða voru í Bandarikiunum, dæmd ógild að takmarka beri það efni sem sett er á vefinn segja að málfrelsið og ringulreiðin sem nú ríkir á Inter- netinu sé einmitt helsti styrkur þess. Leyfa beri því að þróast á sín- um eigin forsendum og láta notend- urna ráða för en ekki stjórnmála- menn eða siðapostula. Þeir benda einnig á að efni á Internetinu sé sótt Trans World Airlines: Kannski var flugslysiö um daginn ekki þeim aö keimaiHU&Qnnski maöur haldi sig viö önnur flugféíog^ijaö byrja meö. http://student.vubsic.be/ %7Ekvermeir/airlines\htm Haodbolti: Islendingar eru ekki einu sinni meö liö í Atlanta. Hver vill vita af handbolta nún§2---- ■ /ittp://wwwseti.cs.utWente.nl/ Ip %7Ebosd/Handbakntml Sítr^ö aftaru Griptu grMflumar og bleika gJansjakkartn og rauiaöu Save meö nýtt útlit \ http://www.CNN.com/ / / niunrfa ár^tugsrim er kom\n / / htt,p://wr‘ww.®Os.com/ \ tíhCNNerein / / '&*tertafcw?nt/Musk/ \ (fa í heimi. Nú i 1 •Æt 1 jeirra kominn \ \ \ \ 1 ■ Prosak: Hver þarf þaö þeg^rmaöur getur\lakkaö um vefinn ? http://PHARM.CPB.UOKHSC.EDU /pharmalsv/ r A leiö Á leiö út Jeltsíru-BorfS Jeltsín er nýkjörinn forseti Rússlands og bjartsýnir binda miklar vonir viö þaö. http://www.interknowledge.com/ russia/ #lceland þetta er aðalrásin fyrir íslenska spjallara. Flestir eru 14-17 ára og hafa gefist upp á sjónvarpinu. Ef vel er aö gáð má finna eldra fólk sem fer hægar og hljóðar en yngra fólkið. #USA Mjög fjölmenn rás. Til að fá at- hygli þarf að hafa hátt. Gáfulegar samræður eru sjaldgæfar. #Europe Flestir eru frá Hollandi, Belgíu og Finnlandi. Sama gildir og á #USA, vitrænt spjall er sjaldgæft. #Poetry Þarna ber að taka það rólega og hafa hljótt enda ráða rólegheitin og ljóðlistin ríkjum. Mjög afslapp- andi rás. Notist með kertaljósi og Vivaldi. um Ólympíusafnið í Genf í boði AT&T. Alþjóða ólympíunefndin Alþjóða Ólympíunefndin var stofnuð árið 1894 og fyrstu Ólymp- íuleikarnir í nútímanum voru haldnir I Aþenu árið 1896. Hægt er að fræðast um starfsemi nefndar- innar á slóðinni www.olympic.org Fráttamiðlar og Úlympíuleikarnir Sjónvarpsstöðvar láta sér ekki nægja að helga stóran hluta venju- legrar dagskrár sinnar Ólympíu- leikunum heldur eru heimasíður þeirra sem fjalla um Ólympíuleik- ana glæsilegar. CNN fréttasjónvarp- ið hefur sína umfjöllun um Ólymp- iuleikana á slóðinni http: //cnn.com/SPORTS/OLYMPICS/ga mes/ NBC sjónvarpsstöðin hefur glæsilega síðu um leikana á slóð- inni http://www.olympic.nbc.com/ og dagblaðið USA Today er með slóðina http://www.usatoday.com/olympic s/ fyrir sína Ólympíusíðu. Sérstaka athygli ber að vekja á glæsilegu myndasafni sem má skoða á síðu USA Today. Alanis Morissette Risastórt myndasafn er af söngkonunni geðþekku Alanis Morissette á slóðinni http://members.gnn.com/Bat- sEnd/am-gal.htm Kvenkyns tónlistarmenn Stóran gagnagrunn um kon- ur í tónlist má finna á slóðinni http://hamp.hamps- hire.edu/~pswF- 94/femme/lafemme.html Konur og stjórnmál Heimasíða helguð konum og stjórnmálaþátttöku þeirra í Bandaríkjunum má finna á slóðinni http: //www.rci.rut- gers.edu/%7Ecawp/ Síöan er á vegum Eagleton- stofnunarinnar í Rutgers-há- skóla í New Jersey. Á slóöinni http://co- ombs.anu.edu.au/WWWVL-Tlbet- anStudies.html má fmna heima- síðu sem fjallar eingöngu um málefni Tíbet og sjálfstæðisbar- áttu Tíbetbúa gegn Kínverjum. Ferðir til Nepals Ný íslensk heimasíða, sem sérhæfir sig í vörum tengdum ástarlífinu, býöur upp á forrit sem hindra aðgang barna að síöum sem ekki eru við þeirra hæfi. Ef þér skyldi einhverntima detta í hug að heimsækja land eins og Nepal, þar sem hægt er að fara í bátsferðir niöur erfið- ar ár, kynnast heillandi menn- ingu íbúanna eða ganga á hæstu fjöll jarðar þá væri kannski sniðugt að skoða eftir- farandi slóðir http://vacation- inc.com/tours/nepaltrek.html og http://www-students.un- isg.ch/%7Ep- geiser/tlbet/tlbet.htm en ekki varpað á grandalaust fólk. Menn þurfi því að hafa töluverðan áhuga á því efni sem þeir leggja á sig að leita uppi. Bandarísku dómar- arnir, sem komu saman til að ræða lögin um fyrrnefnd lög um siðgæði á netinu, höfðu meðal þessi rök til hliðsjónar þegar þeir ákváðu að lög- in væru ekki í samræmi við banda- rísku stjórnarskrána. Þeir sem vilja setja reglur um hvað sé á Internetinu tala helst um að vernda þurfi börn og aðrar við- kvæmar sálir fyrir efni sem geti haft slæm áhrif á viðkomandi. Við þessum sjónarmiðum hafa menn reynt að bregðast með tvennum hætti. Annars vegar með því að framleiða sérstök forrit sem hindra að börn geti nálgast dónalegar eða svæsnar síður. Þessi forrit má ým- ist panta eða þau eru ókeypis. Hins vegar hafa þeir sem setja upp síður sem ekki eru við hæfi barna sett viðvörun á síðu sína þar sem tekið er fram að viðkomandi efni sé ekki fyrir yngri en 18 ára eða viðkvæm- ar sálir. Þessi aðferð er til dæmis notuð á nýjum íslenskum pöntunar- lista á Internetinu, Cybersex á Ak- ureyri, sem sérhæfir sig í vörum tengdum kynlífi. Slóðir á forrit sem hindra aðgang barna að hæpnu efni eru meðal ann- ars á slóðunum http://www.cyberp- atrol.com/ og http://www.surfwat- ch.com/ -JHÞ Monet Hægt er að skoða snilldar- verk hins heimsft-æga listmál- ara Claude Monet á slóðinni http: //webpages.mars- hall.edu/~sir:lth82/monet.html og sérstaklega vandaða heimasíðu um líf og störf Mo- net má finna á slóðinni http://www.colum- bia.edu/~Jnsi6/monet-html/mo- net.html Umsjón Jón Heiðar Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.