Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 19
X>"V LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 Meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar riðar til falls: Alþýðuflokksmenn hræddir við almenningsálitið - eftir dóminn yfir Jóhanni Bergþórssyni, samstarfsmanni þeirra í bæjarstjórninni Peir eru mátar Ingvar Viktorsson, oddviti krata í Hafnarfiröi, og Jóhann Bergþórsson. Hér ræöa þeir saman þegar þreifingar þeirra á milli um meirihlutamyndun í bæjarstjórn Hafnarfjaröar voru að hefjast. DV-mynd BG Enn verður Jóhann Bergþórsson, vandræðabarnið í hafnfirskum stjórnmálum, valdur að uppnámi í meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Dómur sem hann hlaut í vikunni, fyrir fjárdrátt, veld- ur því að meirihlutasamstarfið í bænum riðar til falls. Það var Jó- hann sem varð valdur að því að meirihlutasamstarfi Alþýðubanda- lagsins og Sjálfstæðisflokksins, sem hófst eftir síðustu bæjarstjórnar- kosningar, var slitið eftir eitt ár. Þá mynduðu hann og Ellert Borgar Þorvaldsson meirihluta með kröt- um. Það samstarf hefur staðið í eitt ár og er nú í hættu. Almenningsálitið „Ég vil að þetta mál verði skoðað vel. Ég tel að flokkurinn verði að skerpa ásýnd sína betur en hann hefur gert undanfarið," sagði Guð- mundur Árni Stefánsson, alþingis- maður og varaformaður Alþýðu- flokksins og foringi krata í Hafnar- firði, í samtali við DV um þá stöðu sem nú er komin upp í meirihluta- samstarfinu í Hafnarfirði. Hann sagði jafnframt að margir kratar í Hafnarfirði væru þeirrar skoðunar að taka ætti núverandi meirihluta- samstarf í bæjarstjórn til endur- skoðunar, eftir dóminn yfir Jó- hanni. Einn af gömlu „eðalkrötunum" í Hafnarfirði sagði í samtali við mig um málið að það væri alveg á hreinu að meirihluti þeirra sem réðu flokknum í Hafnarfirði vildi slita samstarfinu. Hann sagði að kratar óttuðust almenningsálitið ef þeir héldu samstarfinu áfram. Þeir óttist að andstæðingar þeirra muni núa þeim þvi um nasir að vinna með manni sem hlotið hafi dóm fyr- ir fjárdrátt. Hann sagði að það væri helst Ingvar Viktorsson bæjarstjóri sem vildi halda samstarfinu áfram, enda væri þeim vel til vina, honum og Jóhanni Bergþórssyni. Magnús Jón Árnason, foringi Al- þýðubandalagsins í Hafnarfirði og fyrrum bæjarstjóri, segir að fjöl- margir kratar hafi rætt við sig og hvatt til þess að samstarf A-flokka í bæjarstjóm verði tekið upp. Þetta bendir til þess að kratar í Hafnarfirði óttist þetta mál. Þeir eru hræddir um að verða tengdir máli Jóhanns haldi þeir áfram sam- starfinu við hann. Þess vegna er ekki ótrúlegt að þriðja meirihluta- myndunin í bæjarstjórn Hafnar- Qarðar á rúmum tveimur árum sé á næsta leiti. Jóhann á móti Strax eftir bæjarstjórnarkosning- arnar vorið 1994 gengu Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðubandalag til meirihlutamyndunar í bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Því var haldið fram að Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins, og Magnús Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins, hefðu verið búnir að binda þetta fastmælum fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar félli meiri- hluti krata i bænum. Hann féll og þeir hófu samstarf. Strax við meirihlutamyndunina urðu feiknarleg átök innan Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði. Jó- hann Bergþórsson lagðist af alefli gegn því að samstarfið kæmist á. Um tima var talið að hann myndi kljúfa sig út úr Sjálfstæðisflokknum og ganga til meirihlutasamstarfs við Alþýðuflokkinn. Vitað var að hann vildi samstarf við hann en ekki Al- þýðubandalagið. Hann féllst samt að lokum á samstarf með Alþýðu- bandalaginu en með semingi þó. Því var haldið fram að gulrótin hefði verið loforð um að hann fengi bæj- arverkfræðingsstarfíð í Hafnarfirði. Þvi var haldið fram opinberlega að Jóhann hefði í fyrsta lagi verið óánægður með að vinna með Al- þýðubandalaginu. í öðru lagi var honum illa við að sjá Magnús Gunn- arsson sem oddvita Sjálfstæðis- flokksins í meirihlutasamstarfi. Magnús hafði sigrað Jóhann óvænt í prófkjöri flokksins og Jóhann átti bágt með að komast yfir það. í þriðja lagi höfðu kratar, þegar þeir voru í meirihluta í Hafnarfirði, gert mikið fyrir Jóhann og Hagvirki- Klett og því vildi Jóhann starfa með þeim. Strax í stjórnarandstöðu Strax í upphafi samstarfs Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðubanda- lagsins vorið 1994 var ákveðið að láta gera úttekt á fjármálum bæjar- ins. Jóhanni var illa við þetta þar sem viðskipti Hagvirkis-Kletts við Hafnarfjarðarbæ í tíð krata hlytu að koma þar fram. Það vildu hvorki hann né kratarnir. Það varð strax ljóst að Jóhann Bergþórsson var í raun í stjórnar- andstöðu. Hann var með yfirlýsing- ar og strögl út árið. Hann hótaði síð- an að leggja fram breytingartillögur Fréttaljós á laugardegi Sigurdór Sigurdórsson við fjárhagsáætlun meirihlutans í ársbyrjun 1995. Þeim breytingartil- lögum hefði hann getað komið í Jóhann Bergþórsson greiöir at- kvæöi gegn félögum sínum í bæjar- stjórn Hafnarfjaröar 1995. DV-mynd BG gegn með samvinnu við krata. Hann lét þó ekki verða af þessu. Mikil fundahöld og samningatilraunir voru um þetta mál innan Sjálfstæð- isflokksins. Jóhann hélt uppi harðri stjórnarandstöðu. Honum var boðin bæjarverkfræðingsstaðan til loka kjörtímabilsins ef það mætti verða til þess að hann léti af andstöðunni en ekkert gekk. Þórarinn Jón Magnússon, form- aður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði, sagði í samtali við DV eftir margra daga samningavið- ræður við Jóhann um að hann léti af andstöðu sinni: „Það var velt upp öllum hugsan- legum og óhugsanlegum möguleik- um. Jóhann sýndi mjög skýrt að það væri enginn flötur á málinu sem hann gæti fallist á tU sátta . . .“ Þetta var 9. janúar. Kratar byrja Strax daginn eftir lýstu alþýðu- flokksmenn í Hafnarfirði því yfir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks væri fallinn. Þeir sögðu um leið að það væri skylda krata að mynda meirihluta. Og þá strax fóru þeir í viðræður við Jóhann. Enda þótt kratamir og Jóhann Bergþórsson gætu myndað meiri- hluta þótti það ekki gerlegt þegar tU kastanna kom vegna þess að ef Jó- hann hefði eitthvað forfaUast kæmi varamaður úr röðum Sjálfstæðis- flokksins inn fyrir hann. Samt var reynt og mikið gekk á. Jóhann í frí Meirihlutinn leitaði eftir rann- sókn og úrskurði félagsmálaráðu- neytisins á viðskiptum Hagvirkis- Kletts og fyrrum meirihluta krata. Bak við tjöldin náðist samkomulag við Jóhann að hann viki úr bæjar- stjórn meðan á þeirri rannsókn stæði. Því var haldið fram í fjölmiðl- um að honum hefði verið lofað for- stjórastól hjá íslenskum aðalverk- tökum. Fyrir það þrætti Jóhann og sagðist bara vera að fara í stutt frí til að skrifa bók. Hann var í fríi fram í marslok, hann vann að bók og Þorgils Óttar Mathiesen tók sæti hans í bæjarstjórn Jóhann snýr aftur En Jóhann sneri aftur í bæjar- stjórnina og lýsti því yfir í viðtali við DV að hann væri óhress með mörg atriði varðandi stjórn bæjar- ins. Hann sagðist þó ekki eiga von á að fara í viðræður við kratana. En það var samt enginn friður og næstu mánuði logaði allt í illdeilum milli Jóhanns og félaga hans í Sjálf- stæðisflokknum i Hafnarfirði. Má segja að meirihlutasamstarfið hafi lifað frá degi til dags. Upp úr sauð og lýst var yfir fuU- um klofningi í röðum sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði í byrjun maí. Þá höfðu þeir EUert Borgar og Magnús Kjartansson, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, greitt Jóhanni atkvæði í stöðu forstöðumanns framkvæmda- og tæknisviðs, í and- stöðu við Magnús Gunnarsson, odd- vita flokksins, og hans menn. Næstu vikurnar var allt í uppnámi og meirihlutasamstarfið í reynd búið að vera. Nýr meirihluti verður til Jóhann Bergþórsson fékk félaga sinn úr Sjálfstæðisflokknum og bæj- arfulltrúa, Ellert Borgar Þorvalds- son, til liðs við sig til að mynda nýj- an meirihluta i bæjarstjórn með Al- þýðuUokknum. Kratar voru ólmir að komast í meirihlutasamstarf, meðal annars vegna þeirrar rann- sóknar á fjárreiðum bæjarins frá þeirra meirihlutatíð sem þá stóð yfir. Þar voru ýmis atriði sem þeir vildu ekki að kæmu í umræðuna. Það tók stuttan tíma að koma á meirihlutasamstarfi krata, Jóhanns og Ellerts Borgars. Jóhann hafði sagt opinberlega, þegar þreifingar hans og krata áttu sér stað, í árs- byrjun að hann myndi aldrei sætta sig við annað en hlutlausan bæjar- stjóra. Hann bakkaði með það og Ingvar Viktorsson, oddviti krata, varð hæjarstjóri þegar nýi meiri- hlutinn tók við í júlí 1995. Og nú ári síðar riðar þessi meiri- hluti til falls vegna þess að Jóhann Bergþórsson hefur hlotið 12 mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og 4 milljónir í sekt fyrir fjárdrátt. Það mun skýrast á allra næstu dögum hvort kratarnir slíta samstarfinu og taka upp meirihlutasamstarf við Al- þýðubandalag eða þann hluta sjálf- stæðismanna sem nú er í stjórnar- andstöðu í bæjarstjórninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.