Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 44
'■k n Góöur vinur, enski bridgemeist- arinn Irving Rose, dó fyrir skömmu úr hjartaslagi á heimili sínu í S-Afr- íku, 58 ára að aldri. Rose var náttúruspilari og sérlega erfiður andstæðingur og um tíma var hann fastur maður í landsliði Englendinga. Síðasta afrek hans í landsliði Englendinga voru silfur- verðlaunin á Evrópumótinu 1981. Þótt Rose væri þekktur sem bridgemeistari og landsliðsmaður var hann þekktari sem klúbbstjóri um 30 ára skeið í öllum frægari spilaklúbbum í London. Þar var hann á heimavelli, spilaði rúbertu- bridge, lagði mikið undir og hafði oftast betur. Hins vegar leiddist hann út í önnur áhættuspil þar sem hæfileikar hans nutu sín síður. Síðustu árin í Englandi stjómaði Rose TGR-bridgeklúbbnum sem svo var nefndur af eigendum eftir nýja stjórnandanum, „the great Rose“. Rose var Skoti, fæddur í Glasgow árið 1938, sonur eins af bestu bridge- spilurum Skotlands, Louis Rose. Ég og Rose vorum oftar en ekki andstæðingar við bridgeborðið er við spiluðum í landsliðum þjóða okkar og síðast á Ólympíumótinu í Monte Carlo 1976 en gegnum árin vorum við oft spilafélagar í þeim mörgu bridgeklúbbum sem hann stjómaði. Rose spilaði síðast opinberlega í Macallan Sunday Times tvímenn- ingskeppninni í janúar 1996 þar sem TIL LEIGU Til leigu 120 m2mjög gott húsnæði við Smiðjuveg 11, Kópavogi. Hentugt fyrir lítið fyrirtæki, arkitekta eða verkfræðinga. Timbur og stál ehf. Sími: 564 2940 Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl, 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar nœsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag o\\t milfi himinx % Smáauglýsingar 550 5000 Varnarliðið - laust starf Tölvumaður á vél- og hugbúnaðarsviði hjá Tómstundastofnun Flotastöðvar varnarliðsins Tónstimdastofnun vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða tölvunar- eða kerfisfræðing til staría. Starfið felur í sér að viðhalda og setja upp nýjan vél- og hugbúnað í tölvukeríi stofnunarinnar en þar er um að ræða Nivell nettengd kerfi sem tengjast afgreiðslukössum í hinum ýmsu deildum stofn- unarinnar. Staríið felur einnig í sér tillögur þar um ef þurfa þykir. Starfið felur einnig í sér þjálfun starfsfólks sem m.a. tengist nýjung- um sem teknar eru í notkun. Kröfur: Umsækjandi sé tölvunar- eða kerfisfræðingur með sem víðtækasta reynslu á sviði vélbúnaðar og hugbúnaðar, sérstaklega fyrir netkerfi. Þarf að geta unnið sjálfstætt og eiga gott með samskipti við annað fólk sem er stór hluti starfsins. Mjög góðrar enskukunnáttu er krafist, bæði á talað mál og skrifað Skriílegar umsóknir á ensku berist til Vamarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytis, ráðningardeild, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ, eigi síðar en 8. ágúst 1996. Starfslýsing liggur frammi á sama stað og er nauðsynlegt að væntanlegir umsækjendur lesi hana áður en þeir sækja um þar sem að ofan er aðeins stiklað á stóru um eðli og ábyrgð starfsins. eingöngu úrvals bridgemeisturum er boðin þátttaka. Á Ólympíumótinu 1976 var annar kunnur bridge-meistari makker hans, Jeremy Flint. Við skulum skoða eitt spil þeirra félaga frá þessu merka móti en þar lentu Eng- lendinar í þriðja sæti. A/Allir * Á654 W G872 * 10852 * 10 ♦ DG72 4» ÁK106 + ÁD96 ♦ K N V A S * K108 D943 + G * ÁG743 * 93 5 * K743 * D98652 Flint og Rose voru n-s gegn ísrael- unum, Romik og Lev a-v. Sagnimar voru stuttar en áhrifaríkar : Austur Suður Vestur Norður pass pass pass 2 tíglar pass 2 grönd pass 4 tíglar pass 6 hjörtu pass pass Fjórir tíglar sýndu 4-4-4-1 og 17-20 HP. Vestur spilaði út spaðaás og meiri spaða. Rose drap heima, spilaði tígulgosa á ás og trompaði tígul. Síð- an tók hann trompdrottningu, fór inn á laufkóng og trompaði tígul. Nú kom laufás, vestur kastaði tígultíu og Rose kastaði siðasta tíglinum úr Umsjón Stefán Guðjohnsen blindum. Síðan spilaði hann hjarta og svínaði tíunni. Þar með var slem- man unnin því Rose hafði réttilega fundið út að skipting vesturs væri 4- 4-4-1. Stórmeistaraslagur á stórmóti í Novgorod - útlit fyrir sviptingar á þingi FIDE í haust Skammt er liðið frá skákhátíð- inni i Dortmund í Þýskalandi og stórmótinu i Dos Hermanas á Spáni, sem taldist til 19. styrkleikaflokks FIDE en betur skipuð gerast mótin hreinlega ekki. En nú er enn eitt stórmótið hafið, sem fram fer í Novgorod í Rússlandi. Það telst einnig til 19. styrkleikaflokks FIDE en keppendur eru aðeins sex. Þeirra á meðal er Vladimir Kramnik - sig- urvegarinn í Dos Hermanas og Dortmund. Fróðlegt verður að fylg- ast meö frammistöðu hans og hvort honum tekst í þriðja sinn að hrista erfiða mótherjana af sér. Ljóst er að lokaumferðimar verða spennandi, því að eftir fyrri hluta keppninnar geta allir sigrað. í Novgorod tefla auk Kramniks, Nigel Short (Englandi), Vassily Ivantsjúk (Úkraínu), Boris Gelfand (Hvíta-Rússlandi), Veselin Topalov (Búlgaríu) og Judit Polgar (Ung- verjalandi). Topalov stendur best að vígi, hefur hlotið 3 vinninga úr 5 skákum. Næstir koma Short, Kramnik og Ivantsjúk, allir með 2,5 Skák Jón L Ámason vinninga en Judit Polgar rekur lest- ina með 2 vinninga. Judit fékk mót- byr í fyrstu umferðunum en bætti stöðu sína með því að leggja Ivant- sjúk að velli í 5. umferð. Keppendur tefla tvisvar við hvem hinna og lýk- ur keppninni síðasta dag júlímánað- ar. Kramnik varð að sætta sig við ósigur gegn Ivantsjúk í 2. umferð. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Ivantsjúk, sem fyrir eigi svo löngu var gjaman nefndur „krónprins- inn“. í huga flestra hefur Kramnik, sem talinn er líklegastur arftaki Kasparovs, tekið við nafhbótinni. Gamli krónprinsinn er greinilega ekki búinn að syngja sitt síðasta. Hvítt: Vassily Ivantsjúk Svart: Vladimir Kramnik Slavnesk vöm. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 RfB 4. Rf3 e6 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Dxf6 7. e3 Rd7 8. Bd3 dxc4 9. Bxc4 g6 10. 0- 0 Bg7 11. Hcl 0-0 12. Hel De7 13. e4 Hd8 14. e5 b6 í stað 14. -b5 sem reynt hefur ver- ið áður. Svarta staðan er þröng en nokkuð traust. Hins vegar á hann enn eftir að jafna taflið fyllilega. 15. De2 Hb8 16. Bd3 Bb7 17. Be4 Rf8 18. g3 Hbc8 19. a3 Hc7 20. Hedl c5 21. Bxb7 Hxb7 Ætlun Ivantsjúks er að svara 22. -cxd4 með 23. Rxd4 og ef 23. -Bxe5, þá 24. Rc6 Hxdl+ 25. Dxdl Dc7 26. Rd8! Dd7 27. Rxb7 og vinnur skipta- mun fyrir peð með vinningsmögu- leikum. 23. dxc5 Hxdl 24. Hxdl bxc5 25. h4 Rd7 26. Rd6 Rb6?! E.t.v. var 25. leikur hvíts ekki sem nákvæmastur, því að nú hefði svartur með 26. -Hc6, sem hótar 27. -Rxe5! farið langt með að jafna taf- lið. 27. Rd2! Sterkur leikur sem undirbýr að koma riddaranum í ákjósanlega stöðu og treysta stöðuna með £2-f4. 27. -Hd7 28. f4 Hxd6 Að öðrum kosti ætti svartur dapra framtíð, með biskupinn múr- aðan inni á g7 og veikleika á c5. En skiptamunarfómin nægir trauðla til þess að halda í horflnu. 29. exd6 Dxd6 30. Re4 Dc6 31. Hd8+ Kh7 32. h5 Dc7?! Betra er 32. -Bd4+ 33. Kh2 Rd5. 33. hxg6+ fxg6 34. Hd6 Bd4+ 35. Kh2 Rd5 36. Hxe6 Db7 37. Dg4 Re7 38. Rd6 Dd7 39. De2 Rg8 40. De4 Bf6 - Kramnik gafst upp um leið, án þess að bíða eftir 41. Re8!, eða ein- faldlega 41. b3. Svarta staðan er töp- uð. Einar S. í framboði Útlit er fyrir að sviptingar verði á þingi FIDE sem fram fer samhliða Ólympíuskákmótinu í Armeníu í haust enda hefur verið mikil óá- nægja með störf núverandi forseta sambandsins, Kirsans Iljumsinovs. Fulltrúar vestrænna skáksambanda og fleiri þinguðu í Hollandi um síð- ustu helgi og hafa nú stillt upp öfl- ugum framboðslista til forseta- og stjómarkjörs. Forsetaefni hópsins er brasilíski stórmeistarinn og verkfræðingurinn Jaime Sunye- Neto, sem er 39 ára gamall. Einar S. Einarsson er í 2. sæti á listanum, sem staðgengill forseta, en aðrir em Tabbane frá Túnis, Ditt, Þýskalandi, Doyle, Bandaríkjunum, Makarov, Rússlandi, Omuku, Nígeríu og Loewenthal, Hollandi. Hópurinn hefur sent frá sér yfir- lýsingu þar sem segir að markmið hans sé að endumýja orðstír og álit FIDE meðal skáksambanda, skák- manna, mótshaldara og styrkarað- ila, sem alþjóðleg og lýðræðisleg samtök. Ætlun þeirra er að sinna jafnt þeim skákmönnum sem em í fararbroddi, sem og útbreiðslu skák- listarinnar. Þá hyggur Frakkinn Kouatly á framboð til forseta og heyrst hefur að hann hyggist fá Karpov til liðs við sig í hlutverk staðgengils for- seta. Sá hængur er á að rússneska skáksambandið þarf að útnefna Karpov sem fulltrúa sinn en þar er Makarov í fararbroddi sem jafn- framt er á lista Einars og félaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.