Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 27. JULI 1996 afmæli Sigurður Örlygsson Sigurður Örlygsson myndlistarmaður, Skerplugötu 5, Reykja- vík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Hafrafelli við Múlaveg í Laugardaln- um. Hann stundaði nám við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1967-71, við Konunglega listaháskól- ann í Kaupmannahöfn hjá Richard Mortensen 1971-72 og við Art Stu- dents League í New York 1974-75. Sigurður var kennari á Egilsstöð- um og Eiðum 1973-74 og hefur verið kennari við Myndlista- og handíða- skóla íslands með hléum frá 1980. Hann hefur haldið mikinn fjölda einkasýninga frá 1971 og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og víða erlendis. Hann hlaut Menning- arverðlaun DV 1989 fyrir myndlist. Fjölskylda Sigurður kvæntist 29.8. 1985 Ing- veldi Róbertsdóttur, f. 30.5. 1953, þýðanda og húsmóður. Foreldrar Ingveldar eru Róbert Gestsson, mál- ari í Reykjavík, og k.h., Ing- veldur Einarsdóttir hús- móðir. Börn Sigurðar og Ing- veldar eru Unnur Malín, f. 17.2.1984; Þorvaldur Kári, f. 3.3. 1985; Amljótur, f. 20.11. 1987; Gylfi, f. 17.9.1990; Val- gerður, f. 14.9. 1992. Dóttir Sigurðar frá því áður er Theódóra Svala, f. 6.3. 1978. Stjúpdóttir Sigurðar er Ingveldur Steinunn Ing- veldardóttir, f. 6.9. 1975. Systir Sigurðar er Malin, f. 17.4. 1950, fatahönnuður og kaupmaður í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar eru Örlygur Sigurðsson, f. 13.2. 1920, listmálari í Reykjavík, og k.h., Unnur Eiríks- dóttir, f. 3.6. 1920, kaupmaður. Ætt Örlygur er sonur Sigurðar, skóla- meistara á Akureyri, Guðmundsson- ar, b. í Mjóadal, Erlendssonar, dbrm í Tungunesi, Pálmasonar, bróður Jóns, afa Jóns á Akri, Jóns Leifs, Jóns Kaldals ljósmyndara og Jóns Jónssonar, alþm. í Stóradal. Móðir Guðmundar var Elisabet Þorleifs- dóttir ríka í Stóradal Þorkelssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, b. í Stóradal, Jónsdóttur, ættföður Skeggsstaðaættarinnar Jónssonar. Móðir Sigurðar var Ingibjörg Sig- urðardóttir, b. á Reykjum á Reykja- braut, Sigurðssonar, b. á Brekku I Þingi, Jónssonar, bróður Ólafs, lang- afa Sigurðar Nordals og Jónasar Kristjánssonar læknis, afa Jónasar Kristjánssonar ritstjóra. Móðir Örlygs var Halldóra Ólafs- dóttir, prests í Kálfholti, Finnsson- ar, b. á Meðalfelli, bróður Páls, langafa Þorsteins Thorarensens rit- höfundar. Finnur var sonur Einars, prests á Reynivöllum, Pálssonar, bróður Björns, langafa Baldvins, föður Bjöms Th. Bjömssonar. Móð- ir Finns var Ragnhildur Magnús- dóttir, lögmanns á Meðalfelli, Ólafs- sonar, bróður Eggerts skálds. Móðir Ragnhildar var Ragnheiður Finns- dóttir, biskups í Skálholti, Jónsson- ar. Móðir Ólafs í Kálfholti var Krist- ín, systir Hans, langafa Ögmundar Jónassonar. Kristín var dóttir Stef- áns Stephensens, prests á Reynivöll- um, Stefánssonar Stephensens, amt- manns á Hvítárvöllum, Ólafssonar í Viðey, ættföður Stephensættarinn- ar. Móðir Kristínar var Guðrún, systir Kristínar, langömmu Elínar, móður Þorvalds Skúlasonar listmál- cU'a. Guðrún var dóttir Þorvalds, prófasts og skálds í Holti, Böðvars- sonar og Kristínar Björnsdóttur, systur Elísabetar, ömmu Þórarins B. Þorlákssonar listmálara. Unnur er dóttir Eiríks, raffræð- ings og kaupmanns í Reykjavík, bróður Malínar, forstjóra Prjóna- stofunnar Malín. Bróðir Eiríks var Gamalíel, afi Jóns Þórs Hannesson- ar, framkvæmdastjóra Saga film. Hálfsystir Eiríks var Sigrún, amma Viðars Eggertssonar, fyrrv. leikhús- stjóra. Eirikur var sonur Hjartar, b. á Uppsölum í Svarfaðardal, Guð- mundssonar, hreppstjóra í Grímsey, Jónssonar. Móðir Hjartar var Ingi- björg Jónsdóttir, í Brennisteinshúsi á Húsavík, Gunnarssonar. Móðir Ei- ríks var Margrét Prjóna-Eiríksdótt- ir, b. í Uppsölum, Pálssonar, skálds i Pottagerði, Þorsteinssonar, b. þar, Pálssonar, bróður Sveins, læknis og náttúrufræðings í Vík. Móðir Unnar var Valgerður Halldórsdóttir Ár- mann. Á þessum tímamótum er haldin yfirlitssýning á verkum Sigurðar í Listasafni Kópavogs en sýningin stendur til 12.8. nk. Sigurður og Ingveldur taka á móti gestum að heimili sínu laugardag- inn 27.7. eftir kl. 21.00. Sigurður Örlygsson. Sigrún Ragnarsdóttir Sigrún Ragnarsdóttir húsmóðir, Sogavegi 120, Reykjavík, verður fimmtug á morgun. Starfsferill Sigrún fæddist í Víkurgerði á Fá- skrúðsfirði og ólst þar upp við al- menn sveitastörf og fiskvinnslu og síldarsöltun frá níu ára aldri. Hún stundaði nám við Húsmæðraskól- ann á Hallormsstað 1962-64. Sigi-ún var á vertíðum I Vest- mannaeyjum, í Grindavík, Hnifsdal, Hrísey og hjá Granda, starfaði við hótelin á Hallormsstað og á Egils- stöðum, var gangastúlka við Lands- spítalann, vann við gcsdrykkjaverk- smiðjuna Sanitas og við Skíðaskál- ann í Hveradölum í fjölda ára. Fjölskylda Sambýlismaður Sigrúnar frá 1984 er Karl Kristján Sigurðsson, f. 13.1. 1935, rennismiður. Hann er sonur Sigurðar Guðjóns Krist- jánssonar og Karenar Kristine Nilsen sem bæði eru látin. Systkini Sigrúnar: Sig- urvin, f. 22.7. 1945, d. 15.7. 1948; Jóhanna, f. 10.5. 1948, húsfreyja á Finns- stöðum; Gunnar, f. 5.7. 1949, d. 22.9. 1975; Bjami, f. 27.11. 1950, bílstjóri í Reykjavík; óskírður drengur, f. 8.2. 1953, d. 13.2. s.á.; Björgvin, f. 5.5. Si9rún Ragnarsdóttir. 1958, bóndi í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði. Hálfbróðir Sigrúnar er Erlingur, f. 28.7. 1943, bú- ettur á Höfn í Hornafírði. Foreldrar Sigrúnar: Ragnar Björgvinsson, f. 28.2. 1915, d. 18.7. 1982, bóndi í Víkurgerði, og Elín Bjarnadóttir, f. 14.5. 1922, húsfreyja. -j------------- Þórður Oskar Vormsson Þórður Óskar Vorms- son, að Brekku í Vogum á Vatnsleysuströnd verður sextugur á morgun. Starfsferill Þórður fæddist í Grænu- borg í Vogum og gekk í barnaskólann að Brunna- stöðum. Síðar stundaði hann nám við Stýrimann- skólann í Reykjavík og lauk þaðan stýrimanna- póröur Óskar Vorms- Eftir þrjú ár réð prófi. son_ hann sig á bát úr Vog- Þórður hóf fjórtán ára um sem Halakotsbræð- störf á Keflavíkurflug- velli hjá bandarísku flugfélagi, American Overseas Airlines, sem þá rak völlinn fyrir Bandaríkjastjórn. Þurfti hann undanþágu til að vinna þar svo ungur. Hann stxmdaði þar ýmis störf við hót- elið sem þá var ný- ur gerðu út. Hann var alls tuttugu og níu ár á sjó á ýmsum bátum af Suðurnesjum, þar af ellefu ár sem stýrimaður. Sl. fjórtán ár hefur Þórður verið verkamaður á Kefla- víkurflugvelli. Einnig hefur hann sótt sjóinn á trillu sem hann á. Fjölskylda Þórður kvæntist 25.10. 1969 Helgu Sigurðardóttur úr Reykjavík, f. 30.10. 1948, húsmóður. Þórður og Helga slitu samvistum. Sonur Þórðar og Helgu er Vorm- ur Þórðarson, f. 19.11. 1969, starfs- maður hjá DAS, búsettur í Hafnar- firði, en sambýliskona hans er Kristín Kolbeinsdóttir úr Hafnar- firði. Systur Þórðar, sammæðra: Ragn- heiður Gróa, f. 18.9. 1922, nú látin; Guðrún Elísabet, f. 23.2. 1926, nú lát- in; Dagbjört Jóna Guðmundsdóttir, f. 11. febr. 1943. Foreldrar Þórðar voru hjónin Vormur Oddsson, f. 20.1. 1902, d. 13.10.1941, útgerðarmaður og bóndi, og Steinþóra Bjarndís Guðmunds- dóttir, f. 8.12. 1900, d. 31.12. 1950, húsfreyja. Áskrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáaugiýsingar ’Viy #3 4 • . L tvA‘íT'J ’fc / 4% w'-Av . 3\fc \ > 4 550 5000 m: Æ Vi Wk 711 hamingju með afmælið 27. júlí 80 ára Sólveig Bjarnadóttir, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykjavík. 70 ára Árný Guðmundsdóttir, Hraunbæ 164, Reykjavík. Einar Guðmundsson, Nýbýlavegi 82, Kópvogi. Kristjana S. Markúsdóttir, Yrsufelli 7, Reykjavík. Helga Helgadóttir, Kópavogsbraut 72, Kópavogi. Kristín Guðvarðardóttir, Kaplaskjólsvegi 57, Reykjavík. Sigurveig Jónsdóttir, Þinghólsbraut 77, Kópavogi. Richard Richardsson, Bergþórugötu 17, Reykjavík. 60 ára Hlíf Samúelsdóttir, Brekkubæ 33, Reykjavík. 50 ára Sigríður Gunnarsdóttir, Eikjuvogi 3, Reykjavík. Leifur Guðmundsson, Þórufelli 16, Reykjavík. Guðrún Bjarnadóttir, Langeyrarvegi 16, Hafnarfiröi. Finnbogi Bjarnason, Eskiholti 23, Garðabæ. Danielle Bisch, Eystra-Hvarfi, Laugardalshreppi. Jón Ármann Einarsson, Grenigrund 13, Akranesi. Ómar Önfjörð Kjartansson, Hátúni 10 B, Reykjavík. Björgvin Jensson, Hjallagötu 5, Sandgerði. 40 ára Björgvin R. Kjartansson, Austurfold 4, Reykjavík. Elínborg G. Vilhjálmsdóttir, Bugðutanga 36, Mosfellsbæ. Jónas Guðmundsson, Bifröst, Borgarbyggð. Kristjana Ólöf Fannberg, Reykjabyggð 45, Mosfellbæ. Svanfriður Elin Jakobsdóttir, Tjarnarmýri 23, Seltjarnarnesi. Vinningshafar í Maraþonleiknum laugardaginn 27. júlí. Eftirtaldir hafa unnið sér inn fría skráningu í Reykjavíkurmaraþoninu þann 18. ágúst nk. Guðrún Helgadóttir, Túngötu 2, 640 Húsavík Elsa Egilsdóttir, Bústaðavegi 51, 108 Reykjavík Guðrún Ingibergsdóttir, Torfufelli 44, 111 Reykjavík Jenný Magnúsdóttir, Blöndubakka 6, 109 Reykjavík Guðbjörg Sigurbj., Brennihlíð 4, 550 Sauðárkrókur Vinningshafar eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Reykjavíkurmaraþons. 0^ ,RlUS /?3izina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.