Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Side 13
JÉU^’V LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 13 Islensk stúlka giftist inn í norsku konungsfjölskylduna: Brúðkaupið fer fram í dag - eignuðust í lok mars son sem er prins „Ég get staðfest að við ætlum að gifta okkur á laugardaginn (í dag) í Holmenkollenkapellunni. Annað hef ég ekki um málið að segja. Við vilj- um hafa einkalíf okkar út af fyrir okkur og forðumst alla umfjöllun í fjölmiðlum," sagði Margrét Guð- mundsdóttir, íslensk stúlka sem býr með systursyni Haralds Noregskon- ungs í Noregi. Við sögðum frá sambandi Mar- grétar og tilvonandi eiginmanns hennar, Alexanders Ferners, í Helg- arblaði DV í október í fyrra en þau byrjuðu að vera saman fyrir rúmu ári. Þau kynntust á mjög rómantísk- an hátt í skíðaferðalagi og byrjuðu fljótlega að búa saman. Þann 28. mars síðastliðinn eignuðust þau síð- an son og þar sem hann er barna- bam Astrid Ferner, prinsessu í Nor- egi, systur Haralds Noregskonungs, er hann lítill prins. Kirkjan brann Kapellan sem þau gifta sig í er, eins og nafnið gefur til kynna, við Holmenkollenhæðina fyrir norðan Ósló en hún er þekkt fyrir skíða- mannvirki. Kapellan brann fyrir nokkrum árum og það er því nýbú- ið að endurbyggja hana. Ættingjar Margrétar hafa streymt utan til að vera viðstaddir brúð- kaupið og þegar blaðamaður hringdi til hennar var þar fullt hús af fólki. Eiginmannsefni Margrétar hefur þó bara komið einu sinni til íslands með henni og talar að henn- ar sögn enga íslensku. Hjónakornin eru nýbúin að kaupa sér einbýlishús á bamvæn- um stað í nágrenni höfuðborgarinn- ar, í sveitarfélaginu Bærum, og reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Áður en Margrét eignaðist soninn starfaði hún við sölustörf og hann einnig. Hún er þrítug en hann þrjá- tíu og eins. Á föður í Svíþjóð Margrét er fædd í Reykjavík og uppalin í Breiðholtinu. Hún dvald- ist þó töluvert á Akureyri á sínum uppvaxtarárum á meðan móðir hennar bjó þar. Faðir hennar hefur búið í Svíþjóð í mörg ár og rekur þar bakarí en hún á jafnframt einn bróður sem búsettur er hér á landi. Margrét var í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti og fór á tímabili sem au pair til Kaliforníu eins og margar aðrar islenskar stúlkur. Hún starfaði nokkur ár í tískuvöru- verslun í Kringlunni og var þar sið- ast verslunarstjóri. Síðar vann hún skrifstofuvinnu um nokkurt skeið og flutti svo til fóður síns i Svíþjóð. Hún starfaði í bakaríinu hjá honum i fjögur ár, fékk þá atvinnutilboð frá Noregi og fluttist þangað. Hún vann fyrst á hóteli í Ósló og hóf síðan störf í tískuvöruverslun í miðborg Óslóar. Kallaður Alex Alexander Femer er sonur frú Astrid Ferner, prinsessu í Noregi, og eiginmanns hennar, Johans Martins Femers kaupsýslumanns. Hann er kallaður Alex og er eitt af fimm börnum Astrid. Hann á tvo bræður og tvær systur en er sjálfur aSæxtm iir Margrét Guðmundsdóttir, þrítug íslensk kona, gengur í það heilaga í dag með systursyni Haralds Noregskonungs, Aiexander Ferner. DV sagði frá sambandi þeirra á síðasta ári en síðan hafa þau eignast son. í miðið. Astrid er önnur tveggja systra Haralds konungs. Elst er frú Ragnhild Alexandra prinsessa sem giftist norskum skipajöfri og býr í Rio de Janeiro, konungurinn er yngstur og Astrid í miðið. Áður en litli prinsinn þeirra Margrétar og Alexanders fæddist átti Astrid bara tvö barnabörn, fjögurra og sex ára. -ingo Geymið matseðilinn sem þið fáið sendan, það gæti komlð sór vel að hafa hann við hendinal í hvert skipti sem pöntuð er pizza af matseðli Domino’s Pizza þá er hægt að 909^909 skilainn þátttökuseðlinum í PizzaPizzaleik Domino’s. Dregið verðurmánaðar- aðalstöðin lega í sumar á Aðalstöðinni og X-inu og þeim heppnu tilkynnt um vinningana í beinni útsendingu. 1. vinningur x 3: Sólarlandaferð fyrir tvo með Heimsferðum 2. vinningur x 3: Fullkomið myndbandstæki frá Hljómco 3. vinningur x 3: Fataúttekt frá Levi’s búðinni 4. vinningur x 3: Fjallahjól frá Bræðurnir Ólafsson 5-20. vinningur: Pizzaveisla fyrir3-5 frá Domino’s Pizza 3 x 90.000 kr. 3 x 60.000 kr. 3 x 40.000 kr. 3 x 35.000 kr. 15 x 2.000 kr. DOMINO'S PIZZA HIJOMCO mBRÆÐURNIR ÖLAFSSON DOMINO’S PIZZA • GRENSÁSVEGI 11 • HÖFÐABAKKA 1 • GARÐATORGI 7 • SÍMI 58-12345

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.