Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 4
20 sjíólar og námskeið MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 Skátastarfið hefst af fullum krafti með haustinu: Eflir sjálfstæði og sjálfsímynd barnanna - segir Júlíus Aðalsteinsson, félagsmálafulltrúi BÍS J ® Tölvuskóli = ... Reyl<javíkur Viðskipta- og sknfstofutækninám Markmið námsins er að mennta fólk til starfa í nútíma viðskipta- og skrifstofuumhverfi. Námið skiptist í tvo hluta: I. Sérhæfð skrifstofutækni Aðaláhersla er lögð á tölvugreinar, þ.e. notendaforrit og internet, en einnig er tekin f/rir bókfærsla og verslunarreikningur. Almenn tölvufrasði og Windows, 12 klst. Ritvinnsla, 22 klst. Töflureiknir og áætlanagerð, 20 klst. Tölvufjarskipti, Internet o.fl., 14 klst Glærugerð og auglýsingar, 12 klst. Bókfærsla, grunnur, 16 klst. Verslunarreikningur, 16 klst. Tölvubókhald, I6klst. 2. Bókhaldstækni Markmiðið er að þáttakendur verði færir um að starfa sjálfstætt við bókhald fyrirtækja allt árið. Almenn bókhaldsverkefni, víxlar og skuldabréf, 16 klst. Launabókhald, 12 klst. Lög og reglugerðir, 4 klst. Virðisaukaskattur, 8 klst. Raunhæf verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar, 12 klst. Tölvubókhald, 32 klst. Skráning er hafin. Upplýsingar í síma 561-6699 eða í Borgartúni 28 „Skátafélögin hefja sitt vetrar- starf almennt í byrjun september. Hafi fólk áhuga á aö starfa með skátunum ráðlegg ég því að hafa samband við skátafélagið í sínu hverfi eða sínum bæ og spyrjast fyr- ir um hvenær það félag er að inn- rita og hefja sína starfsemi," sagði Júlíus Aðalsteinsson, félagsmála- fulltrúi BÍS, í samtali við DV. Að sögn Júlíusar er 41 skátafélag starfandi í landinu, þau stærstu í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði. „Skátafélögin verða öll með opið hús helgina 14.-15. september og verður skátastarfið þá kynnt sérstaklega. Al- mennt taka skátafélögin ekki böm undir 9 ára aldri en frá 9-10 ára era þau kölluð ylfingar, á aldrinum 11-14 ára eru þau skátar og þegar þau eru 15 ára og eldri eru þau dróttskátar. Pólk getur gengið til liðs við skátahreyfinguna á öll- um aldri, það er ekkert búið að missa af neinu þó það byrji ekki 9 ára,“ sagði Júlíus. Aðspurður sagði hann skátastarfið fyrst og íremst gefa börnunum góðan fé- lagsskap. „Við gefum böm- um og unglingum kost á því að vinna saman og takast á við að stjórna sjálf- um sér og hvert öðru undir leiðsögn þeirra eldri og í gegnum útilíf. Þetta bygg- ist að miklu leyti upp á þroskandi leikjum og verk- efnum þannig að þau fá að spreyta sig svolítið sjálf. Grunnurinn í því sem við erum að gera er að efla sjálfstæði barnanna og sjálfsímynd þeirra í gegn- um verkefni. Við reynum að vinna þetta þannig að þetta sé ekki eintóm mötun heldur taki þau sjálf frum- kvæðið," sagði Július. Þeg- ar unglingarnir eru orðnir dróttskátar er megináhersl- an á útilíf og meira krefj- andi verkefhi ásamt því að fá innsýn í fundartækni, ræðumennsku og ýmislegt sem tengist félagsmálum, að sögn Júlíusar. -ingo „Á víkingaslóö“ var þem- að á nýafstöönu landsmóti skáta. Rafiðnaðarskólinn hélt tæplega 300 námskeið í fyrra: Aðalstarfsemi skólans er námskeiðahald - fyrir fálagsmenn jafnt sem almenning „Við bjóðum tölvunámskeið í samvinnu við stéttarfélög eins og t.d. VR, BSRB, Starfsmannahald Reykjavikurborgar, Félagsmála- stofnun, Dagvist barna, SVR og Iðju, svo að eitthvað sé nefnt. Við bjóðum jafnframt ýmis eftirmennt- unamámskeið sem tengjast rafiðn- aðinum í landinu. Á síðasta ári héldum við 295 námskeið með rúm- lega 2.600 þátttakendum," sagði Jón Árni Rúnarsson, skólastjóri Rafiðn- aðarskólans. Aðalstarfsemi Rafiðnaðarskólans er námskeiðahald sem hefur vaxið frá því að vera ein gerð námskeiðis í yfir 60 mismunandi námskeið. I dag sækja um 25% félagsmanna ár- lega þessi námskeið skólans sem í grófum dráttum má skipta í þrennt: fagtæknileg og fagtengd námskeið; námskeið á sviði rekstrar og stjórn- unar og almenn og sértæk tölvu- námskeið. „Markhópurinn í tölvu- námskeiðunum er allt landið en fagnámskeiðin eru helst sótt af raf- iðnaðarmönnum," sagði Jón Ámi. Stór þáttur í starfsemi skólans er að vinna að almennum fræðslumál- um rafiðnaðarmanna í samvinnu við menntamálaráðuneytið og framhaldsskólana en skólinn sér þó ennfremur um endurmenntun fyrir flugvirkja og er í nánu sam- starfi við lögmannastofur og tölvu- fyrirtæki varðandi námskeiðahald. Á árinu 1995 var komið á fót skipulögðu starfsnámi í skólanum. Annars vegar 260 tíma tölvu- og rekstrarnámi og hins vegar námi í rekstri og umsjón tölvuneta. Fyrir- sjáanlegt er jafnframt að skólinn þarf að fjölga fagnámskeiðum fyrir t.d. rafveitumenn í réttindanámi fyrir sveinspróf, sýningarmenn við kvikmyndahús, fyrir tæknifólk hjá fjölmiðlafyrirtækjum og auka eftir- menntun fyrir rafveituvirkja og rafvirkja sem starfa á rafveitu- sviði. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.